Fréttablaðið - 30.09.2011, Síða 53

Fréttablaðið - 30.09.2011, Síða 53
Íslenski engiferdrykkurinn aada frá My Secret vann síðastliðinn fimmtudag í al-þjóðlegu drykkjarvörukeppninni  Water Innovation Awards sem haldin var í Rio de Janeiro í Brasilíu. Drykkurinn aada frá My Secret var tilnefndur til verðlauna í fjór- um flokkum  en það mun vera í fyrsta sinn sem drykkur hlýtur svo margar tilnefning- ar í keppninni og bar sigur úr býtum í flokknum Drykkurinn með besta hráefnið. „Aðstandendur keppninnar sýndu innihaldi drykkjarins mikinn áhuga og að hann væri búinn til úr íslensku vatni og úrvalshráefnum. Við notum einungis ferskt hráefni  og ekkert þykkni sem er mikill gæðastimpill við framleiðslu á drykknum.“ „Við erum gríðarlega stolt af þessum verðlaunum þau sýna og sanna að innihald- ið í aada er það sem skiptir mestu máli,“ segir Anna María Jónsdóttir, sem tók á móti verðlaununum. „Við fengum einnig tilnefningu  fyrir bestu sjálfbæru umhverfisvænu framleiðsluna, besta nýja drykkinn með virkni og svo besta nýja fyrirtækið.“ Anna María Jónsdóttir tók við verðlaununum fimmtudaginn 22. september. „Við erum gríðarlega stolt af þessum verðlaunum. Þau sýna og sanna að innihaldið í aada er það sem skiptir mestu máli,“ segir Anna María Jónsdóttir. Kynning - Auglýsing Engiferdrykkurinn aada fær alþjóðleg verðlaun Engiferdrykkurinn aada frá My Secret vann til alþjóðlegra verðlauna fyrir besta innihaldið í drykk.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.