Fréttablaðið - 30.09.2011, Qupperneq 60
30. september 2011 FÖSTUDAGUR32
Meðal annars efnis
Kerlingarpontur og hrákadallar
Úrval gripa sem tengjast tóbaksnotkun
á Íslandi í gegnum aldirnar er nú til
sýnis í Horni Þjóðminjasafnsins.
Ganga á Guðs vegum
Trúmál í brennidepli hjá frambjóðendum Repúblikana.
Með fiðring fyrir
frumsýningu
Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson er spenntur að
sjá viðbrögð Íslendinga við Eldfjalli, hans fyrstu
kvikmynd í fullri lengd.
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
krossgáta
BAKÞANKAR
Magnús
Þorlákur
Lúðvíksson
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
LÁRÉTT
2. íþrótt, 6. óhreinindi, 8. hækkar, 9.
mærð, 11. átt, 12. þvaðra, 14. rót, 16.
tvíhljóði, 17. auð, 18. þangað til, 20.
slá, 21. faðmlag.
LÓÐRÉTT
1. vilji, 3. rún, 4. rafall, 5. rjúka, 7.
árdegi, 10. spor, 13. ílát, 15. lítill, 16.
umfram, 19. gyltu.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. júdó, 6. im, 8. rís, 9. lof,
11. na, 12. drafa, 14. grams, 16. au,
17. tóm, 18. uns, 20. rá, 21. knús.
LÓÐRÉTT: 1. vild, 3. úr, 4. dínamór, 5.
ósa, 7. morgunn, 10. far, 13. fat, 15.
smár, 16. auk, 19. sú.
Af hverju þú eyða
tíma í þetta...
leið þú búinn,
þá renna bara
burt.
Náði mér
í þennan
glæsigrip
á eBay.
Klassík!
Fjandinn,
hvað áttu
orðið
marga
tappa?
14.378!
Og þá tel
ég bara þá
sem eru í
fullkomnu
ástandi!
Það segir
sig sjálft. En
af hverju
byrjar maður
eiginlega að
safna gos-
töppum?
Það var
bara eðlileg
þróun í
mínu tilviki.
Þróun frá
hverju? Að
skrifa niður
bílnúmer?
Ég fyllti út
2.158 stíla-
bækur! Byrjaði
með OP455
árið 1997!
Ókei...
þú stóðst
semsagt úti
í vegkanti í
skæru vesti?
Bara fyrstu tvö
árin! Eftir það var
ég alltaf allsber!
Rólegur!
Það má eiga það, fólkið
sem býr til hjálmana...
... það getur ekki hafa verið
auðvelt að búa til vöru sem fer
öllum fáránlega illa!
Pabbi ætlar að versla með
Hannesi og Lóu og ég versla
með Sollu.
Þú mátt fá þrennar
skólabuxur og fimm
skólaskyrtur.
Ókei.
Við hittumst svo hérna þegar
við erum búin að versla. Búin.
Gamall brandari er eitthvað á þá leið að spyrjirðu þrjá hagfræðinga um mat á
viðfangsefni fáirðu fjórar skoðanir. Í brand-
aranum er sannleikskorn, hagfræðingar
eru oft æði ósammála um hvernig nálgast
á fræðin. Ein er þó hugmynd sem hagfræð-
ingar eru nær allir sem einn sammála um.
Henni má lýsa með dæmisögu.
DAG einn boðar snjall uppfinningamaður
til blaðamannafundar. Á fundinum kynn-
ir hann nýjustu uppgötvun sína; vél sem á
undraverðan hátt framleiðir kjöt með minni
tilkostnaði en gengur og gerist. Í fram-
haldinu hefur hann sölu á kjöti til versl-
ana og það á talsvert lægra verði en
aðrir framleiðendur. Neytendur geta
nú keypt kjöt á lægra verði en áður
og hafa það betra sem mismuninum
nemur. Bændur neyðast til að lækka
verð, sem veldur því að búum fækkar
og hagkvæmni í greininni eykst.
FLESTIR harma fækkun í
bændastétt en bæta þó við
að varla sé tækt að standa í
vegi fyrir framförum. Sumir
kvarta undan því að nýja kjötið
sé ekki jafn gott og það gamla
og láta sig því hafa það að borga
áfram hærra verð. Allir sam-
mælast þó um það að samfélagið
sem heild hafi notið góðs af tækni-
framförunum.
FRÉTTAHAUKUR einn fer nú að grennsl-
ast fyrir um þessa undraverðu vél. Hann
kemst að lokum að raun um að uppfinn-
ingamaðurinn hefur alls enga vél í fórum
sínum. Þvert á móti hefur hann stundað
smygl á erlendu kjöti til landsins framhjá
öllum tollamúrum. Uppfinningamanninum
er stungið í steininn og ódýra kjötið tekið
af markaði. Hver er lexían? Jú. Frjáls við-
skipti, sem margir gjalda varhug við, geta
haft sömu áhrif og tækniframfarir, sem
flestir fagna.
NÚ ber auðvitað ekki að taka þessa dæmi-
sögu of alvarlega. Raunveruleikinn er
flóknari en svo að lítil dæmisaga eins
og þessi nái utan um hann. Til ýmissa
álitaefna ber að taka tillit til í samhengi
frjálsra viðskipta. Má þar nefna sjónar-
mið um umhverfisvernd, öryggi og áhrif
á ójöfnuð. Að vísu er gripið til þessara og
skyldra sjónarmiða oftar en þegar þau eiga
rétt á sér. En þau eiga það þó klárlega í
sumum tilfellum.
HINS vegar er það alveg ljóst að frjáls
viðskipti eru langoftast til hagsbóta. Þær
stéttir sem búið hafa við tollvernd geta
vissulega borið skarðan hlut frá borði
þegar tollar eru skyndilega afnumdir. En
þá má líka koma til móts við þær stéttir
með hluta þess ábata sem frjálsu viðskipt-
in leiða af sér. Þetta vill því miður of oft
gleymast í umræðu um tolla á Íslandi.
Af undraverðum vélum