Fréttablaðið - 30.09.2011, Qupperneq 62
30. september 2011 FÖSTUDAGUR34
Á R M A N N JA KOBSSON
34
menning@frettabladid.is
Myndlist ★★★
„Þar sem ég bjó og það sem ég lifði fyrir“
Hildur Hákonardóttir
Listasafn ASÍ
Að vefa saman líf og list
Hildur Hákonardóttir, myndlistar- og veflistakona, kennari, skólastjóri,
höfundur, matjurtaræktandi – og margt fleira, sýnir nú verk frá ýmsum
tímabilum á ferli sínum í Listasafni ASÍ. Í Arinstofu eru m.a. bráðskemmtileg
prjónaverk hennar frá áttunda áratug síðustu aldar, þau gætu líka verið gerð
í gær, svo tímalaus eru þau. Hér sameinast húmor og gáskafull ádeila en
verkin ögruðu þó meira á sínum tíma en þau gera í dag. Myndasaga segir
sögu kvennafrídags, teikningar og vefnaður sýna fjölbreytta efnisnotkun
listakonunnar.
Á gangi eru fleiri ofin verk, bæði frístandandi og á vegg, annars vegar
ævintýraleg en þó með tengslum við samtímann; verkið Rótleysi frá 1970,
og síðan náttúrustemning frá 1984, Fjöllin. Í Ásmundarsal sem sjá má
fjögur, svarthvít, ofin veggverk, öll í stærra lagi. Hér eru áherslurnar bæði
frásagnarlegar og grafískar. Teikning, samspil svarts og hvíts og lifandi þráða
vinna saman en um leið hafa myndirnar innihald; minna á látna skáldkonu,
á stöðu kvenna, á hlutskipti þegna í þjóðfélaginu. Þessi verk eru frá sjöunda
og áttunda áratugnum.
Í Gryfju heiðrar Hildur minningu annars látins skálds, hins bandaríska
Henrys Davids Thoreau en titill sýningarinnar er fenginn úr bók hans,
Walden. Thoreau bjó um tíma einn úti í skógi og stundaði sjálfsþurftarbú-
skap til þess að skilja betur sjálfan sig og lífið. Eins og hann hefur Hildur
verið í nánum tengslum við náttúruna í lífi sínu. Hún hefur ræktað sjálf og
skrifað bækur um matjurtir.
Hildur er ekki síður kunn fyrir baráttu sína fyrir réttindum kvenna og
bókina Ég þori, get og vil um þá baráttu. Hún var líka ein af þátttakendum
SÚM-hópsins, það er því óhætt að segja að hún hafi komið víða við.
Af sýningunni sem og viðtölum við Hildi er ljóst að hún lítur á lífið og
listina sem eina, órofna heild. Gaman gæti verið að fá að sjá stærri og
yfirgripsmeiri sýningu á verkum Hildar þar sem ekki væru endilega dregin
mörk milli hinna ýmsu þátta heldur fengju listin og skrifin og ræktunin að
blómstra hlið við hlið, í þeim samhljómi sem þeim er eiginlegur.
Ragna Sigurðardóttir
Hnotskurn: Forvitnileg sýning sem varpar ljósgeisla á umfangsmikið ævi-
starf frjórrar lista- og baráttukonu og vekur upp forvitni áhorfandans sem
langar til að sjá meira.
SOFFÍA KYNNIR VERK SÍN Soffía Sæmundsdóttir, sem dvaldi í listamannaíbúðinni Varmahlíð í sumar, kynnir verk
sín í máli og myndum í Listasafni Árnesinga í Varmahlíð á sunnudag frá klukkan 15 til 18. Soffía er hvað kunnust fyrir málverk
af mannverum í landslagi, klædd í eins konar þjóðbúninga en óstaðsett. Hún vinnur málverk sín ýmist á striga eða tré. Soffía
hefur líka verið mjög virk í Grafíkfélaginu og vinnur í þann miðil sem og teikningar.
Íslenski dansflokkurinn
frumsýnir í kvöld verkið
Fullkominn dagur til
drauma á stóra sviði
Borgar leikhússins. Höfund-
ur verksins er Slóvakinn
Anton Lachky, meðlimur
danshópsins Les Slovaks.
„Ég er mjög innblásinn af döns-
urum Íslenska dansflokksins,”
segir Anton Lachky, höfundur
dansverksins Fullkominn dagur
til drauma, sem verður frumsýnt
í Borgarleikhúsinu í kvöld. Dans-
unnendur muna ef til vill eftir
Lachky frá því á Listahátíð í vor.
Þar kom hann fram með dans-
hópi sínum, Les Slovaks, sem er
skipaður fimm karldönsurum frá
Slóvakíu.
Það var einmitt á sýningu með
þeim hópi í Amsterdam fyrir
tveimur árum, sem Lachky hitti
fyrir Katrínu Hall, listrænan
stjórnanda Íslenska dans flokksins.
„Ég hitti Katrínu í Amsterdam,
þar sem hún var áhorfandi að sýn-
ingunni okkar. Síðan þá höfum við
verið í sambandi og unnið að því
að finna tíma sem hentaði bæði
mér og þeim. Og nú er ég hingað
kominn!“
Lachky ber dönsurum Íslenska
dansflokksins vel söguna, en hann
vann náið með hverjum og einum
þeirra til að ná fram því besta úr
þeim. „Ég get sagt að þetta er besti
hópur sem ég hef unnið með sem
gestahöfundur. Þessir dansarar
hafa sjálfir svo sterka persónu-
leika og það voru þeir sem leiddu
verkið inn á þá braut sem það átti
að fara. Ég leyfði mér að nota
persónu leika þeirra og ýkja þá
dálítið.“ Útkomunni líkir hann við
að horfa á svart-hvíta bíómynd eða
teiknimyndapersónur dansa.
Lachky hefur verið í Reykja-
vík undanfarnar sjö vikur og
hefur notið sín vel. „Þetta hefur
verið frábær tími. Ég er hrifinn
af Reykjavík og mér finnst gott
að vera hérna. Ég vonast til að
fá tækifæri til að koma aftur og
vinna með Íslenska dansflokknum
einhvern tímann í framtíðinni.“
Tónlistin í verkinu er Sálumessa
eftir Verdi, sem fjallar um allar
dýpstu tilfinningar mannsins,
örvæntingu og gleði, von og eyði-
leggingu og að lokum eilífan frið.
Sigrún Úlfarsdóttir sér um bún-
ingana í verkinu og Aðalsteinn
Stefánsson sér um ljósahönnun.
Alls taka átta dansarar úr
Íslenska dansflokknum þátt í Full-
komnum degi til drauma. Verkið er
sýnt á stóra sviði Borgarleikhúss-
ins og hefst sýningin klukkan 20.
holmfridur@frettabladid.is
Langar að vinna aftur með
Íslenska dansflokknum
TEIKNIMYND Anton Lachky, höfundur dansverksins Fullkominn dagur til drauma,
segir dansarana um margt minna á teiknimyndapersónur við túlkun sína á verkinu.
MYND/ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN
ANTON LACHKY Hefur notið þess að
vinna með dönsurum Íslenska dans-
flokksins, sem hann segir hafa sterka
persónuleika sem gaman hafi verið að
vinna með. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Alþjóðlegur dagur þýðenda er í
dag. Í tilefni af því efnir Banda-
lag þýðenda og túlka til dagskrár
í Kassa Þjóðleikhússins við Lind-
argötu. Dagskráin í ár er haldin
í samstarfi við Þjóðleikhúsið og
Borgarleikhúsið. Verða nýjar þýð-
ingar á nokkrum öndvegisverkum
komandi vetrar til umfjöllunar.
Hrafnhildur Hagalín ræðir
um þýðingu sína á Eldhafi Wajdi
Mouawad, Sigurður Karlsson
ber saman þýðingar sínar á leik-
gerð og skáldsögu Sofie Oksanen,
Hreinsun, og Friðrik Erlings-
son fjallar um nýja þýðingu sína
á söngleik Alains Boublil og
Michels Schönberg, sem byggður
er á Vesalingunum eftir Victor
Hugo.
Dagskráin hefst klukkan 15
og stendur til 17. Aðgangur er
ókeypis og öllum velkominn á
meðan húsrúm leyfir.
Rætt um leikhúsþýð-
ingar á degi þýðenda
HRAFNHILDUR HAGALÍN Ræðir þýðingu sína á leikritinu Eldhafi eftir Wajdi Mouwad,
sem sýnt verður í Borgarleikhúsinu í vetur.