Fréttablaðið - 30.09.2011, Síða 68

Fréttablaðið - 30.09.2011, Síða 68
30. september 2011 FÖSTUDAGUR VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. KOMIN Í BÍÓ! SENDU SMS SKEYTIÐ ESL ABD Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! BOÐSM IÐI BOÐSMIÐI VILTU VINNA MIÐA? FULLT AF VINNINGUM: BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR GOS OG FLEIRA! 9. HVER VINNUR! FJÖLDI AUKAVINNINGA „Við settumst aðeins yfir þetta, ég og Kiddi Hjálmur [Guð- mundur Kristinn Jónsson] og enduðum í einhverju diskó- stuði,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, sem hefur samið lagið Elding fyrir teiknimyndina Hetjur Valhallar: Þór sem verður frumsýnd um miðjan október. Myndin er dýrasta kvikmynd Íslandssögunnar og er leikstýrt af Óskari Jónas- syni. Með hlutverk Þórs í myndinni fer Atli Rafn Sigurðar son en Þórhallur Sigurðsson, Laddi, talar fyrir hamarinn. Bragi fékk Bryndísi Jakobsdóttur til að syngja lagið en segist ekki hafa þurft að setja sig í sérstakar stellingar. „Nei, alls ekki, mér fannst hins vegar eldingin hafa eilítið gleymst af því að Þór er jú þrumuguð. Hann er svolítið upptekinn af hamr- inum sínum sem er eflaust efni í nokkra sál- fræðitíma.“ Hljómsveitararmur Baggalúts, sem Bragi er í forsvari fyrir, hefur síðan tekið afgerandi forystu í jólatónleikakapphlaupinu mikla þann 3. desember því uppselt er á tvenna tón- leika hljómsveitarinnar í Háskólabíói. „Við unnum jólakapphlaupið í ár, við ætluðum okkur alltaf að vera á undan IKEA og það tókst,“ en hljómsveitin er jafnframt að ljúka við plötu þar sem hægt verður að finna gaml- ar syndir og lög sem hafa ekki áður komið út á geisladiski. - fgg „Þetta er alveg frábært og mik- ill heiður,“ segir Hrönn Marinós- dóttir hjá Alþjóðlegri kvik- myndahátíð í Reykjavík, Riff. Blaðamaðurinn Georg Szalai frá hinu virta bandaríska kvik- myndatímariti Hollywood Repor- ter er staddur á hátíðinni og er þetta í fyrsta sinn sem fulltrúi tímaritsins mætir á hana. „Hann er svakalega áhugasamur og ætlar að skrifa fullt af greinum um hinar ýmsu hliðar Íslands og kvik- myndagerðarinnar,“ segir Hrönn Marinósdóttir hjá Riff. Szalai ætlar að taka viðtöl við Arnar Þórisson hjá fyrirtækinu Caoz sem frumsýnir teiknimynd- ina um Þór 14. október. Einnig ræðir hann við Einar Hansen sem hefur unnið við að kynna Ísland sem hentugan tökustað fyrir erlenda framleiðendur. Blaðamaður frá New York Times er einnig á landinu og er það sömuleiðis í fyrsta sinn sem fulltrúi þaðan sækir Riff heim. Grein um hátíðina birtist í þessu fræga blaði á næstu dögum. Að auki verður Hrönn sjálf í viðtali við blaðamann breska blaðsins The Guardian. Blaðamaðurinn fór með henni og hópi kvikmynda- áhugamanna í óvissuferð í gær í helli í Bláfjöllum undir yfirskrift- inni Í iðrum jarðar. Rúmensk sjónvarpsstöð hefur sömuleiðis verið hér á landi í til- efni þess að rúmenskri kvik- myndagerð er gert hátt undir höfði á hátíðinni, sem lýkur á sunnudag. Hrönn er annars mjög ánægð með aðsóknina á Riff og telur að hún hafi aukist um 10 prósent frá því í fyrra, þegar gestirnir voru 25 þúsund talsins. - fb Hollywood Reporter á Íslandi ÁNÆGÐ Hrönn Marinósdóttir hjá Riff er mjög ánægð með aðsóknina á hátíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SYNGUR FYRIR ÞÓR Bryndís Jakobs- dóttir syngur nýtt lag Baggalúts- mannsins Braga Valdimars fyrir teiknimyndina Hetjur Valhallar: Þór. Þór þrumuguð í diskóstuði Egill Gillzenegger og leik- stjórinn Hannes Halldórs- son eru á leiðinni til Spánar þar sem tökur á nýrri sjón- varpsþáttaröð hefjast. Blik- inn Egill ber mikla virðingu fyrir KR-ingnum Hannesi. Tökur á annarri þáttaröð Egils Einarssonar, Lífsleikni Gillz, hefj- ast á mánudag eftir rúma viku við strendur sólarparadísarinn- ar Benidorm. Þar ætlar krafta- jötunninn að kenna samlöndum sínum hvernig á að haga sér eins og sannur heimsborgari. „Alveg svakalega ömurlegt að þurfa að fara í sex daga vinnuferð í sólina á Spáni,“ segir Egill og stráir salti í sár þeirra sem þurfa að húka í haustlægðunum hér. Mannasiða-þáttaröðin sló eftir- minnilega í gegn í fyrra en þar fór Egill í gegnum það hvernig svo- kallaðir „rasshausar“ geta látið af hegðun sinni. Kennslan mun halda áfram í næstu þáttaröð en þó verður bryddað upp á ein- hverri nýbreytni. „Rasshausarn- ir“ verða þó á sínum stað og meðal þeirra sem aðstandendur þáttanna hafa rætt við eru Þorsteinn Guð- mundsson, Pétur Jóhann Sigfús- son og Gunnar Hansson. Að sögn Egils er líklegt að Þorsteinn fari með í sólina og hann lofar því að kenna áhorfendum hvernig þeir geti verið alvöru heimsborgarar. Og þótt Egill sé yfirleitt kok- hraustur karl beygir hann sig og hneigir fyrir leikstjóra þáttanna, sjálfum Hannesi Halldórssyni. „Það er ekkert annað hægt, hann er tvöfaldur meistari með KR, er að fara að spila við Ronaldo með íslenska landsliðinu á föstudaginn eftir viku og þykir síðan líklegur Gillz tekur upp í sólinni kandídat í að verða valinn besti leikmaður ársins,“ segir Egill og bætir því við að ofan á allt sé hann einn efnilegasti leikstjóri þjóðar- innar. freyrgigja@frettabladid.is STÓRSKOTALIÐ Egill Einarsson og Hannes Þór Halldórs- son eru á leiðinni til Benidorm, væntanlega með Þorsteini Guð- mundssyni. Þar verður fyrsti þátturinn í nýrri þáttaröð tekinn upp en hann hefur hlotið heitið Heimsborgarinn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.