Fréttablaðið - 30.09.2011, Síða 71

Fréttablaðið - 30.09.2011, Síða 71
FÖSTUDAGUR 30. september 2011 43 Hreyfill / Bæjarleiðir er styrktaraðili árveknisverkefnis Krabbameinsfélagsins. Með hverri pantaðri ferð styrkir þú verkefni Krabbameins- félagsins til að berjast gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni höfum við sérmerkt bílana okkar með bleikum taxaljósum og munu bílstjórarnir taka fagnandi á móti þér. Taktu bleikan bíl næst flegar flú pantar leigubíl! „Bleika slaufan” er til sölu í bílunum okkar frá 1. – 15. október. Tökum bleikan bíl! Lagið Ást og áfengi með kántrí- hljómsveitinni Klaufum er á leið í almenna útvarpspilun. Það var samið í samvinnu við lagahöfunda í Nashville og er með íslenskum texta eftir Jónas Friðrik. Lagið var frumflutt á Kántrí hátíð á Skagaströnd í ágúst þar sem hljómsveitin heimsótti að sjálfsögðu „kúrek- ann“ Hallbjörn Hjartarson. Mannabreytingar hafa orðið hjá Klaufum. Hljómsveitina skipa nú þeir Guðmundur Annas Árnason, Birgir Nielsen, Krist- ján Grétarsson, Friðrik Sturlu- son og Sigurgeir Sigmundsson. Næsta ball sveitarinnar verður á Spot 15. október. Nýtt lag frá Klaufum MEÐ HALLBIRNI Klaufar með kántrí- goðsögninni Hallbirni Hjartarsyni. Fjölgun í fjölskyldunni Bandaríska söngkonan Jes- sica Simpson er sögð ganga með sitt fyrsta barn undir belti. Simpson hyggst giftast kærasta sínum, íþróttakapp- anum Eric Johnson, í nóvem- ber. Nýverið hélt parið upp á afmæli Johnsons ásamt vinum en athygli vakti þegar Simpson neitaði að skála fyrir unnusta sínum í kampa- víni og telja nú slúðurmiðlar að söngkonan sé ólétt. „Hún er þegar komin með skrítnar langanir í mat. Hún borðar súkkulaði, nachos, ostapopp og óáfengar margarítur. Þau líta á þetta sem frábæra brúðkaups- gjöf og eru mjög spennt,“ var haft eftir innanbúðar- manni. ÓLÉTT Jessica Simpson er sögð ganga með sitt fyrsta barn undir belti. NORDICPHOTOS/GETTY Trommuleikarinn Einar Scheving hefur gefið út sína aðra sólóplötu, sem nefnist Land míns föður. Hún er óður til Íslands og á henni eru lög Einars við texta nokkurra af þjóðarskáld- unum, auk vel þekktra íslenskra þjóðlaga. „Ég bjó úti í Bandaríkjunum í níu ár og lærði frekar að meta þjóðlagaarfinn og íslenska músík við það beinlínis að búa erlendis. Taugin verður sterkari við fjarlægð- ina,“ segir Einar. Platan var tekin upp á aðeins þremur dögum og auk Einars spiluðu inn á hana Skúli Sverrisson, Óskar Guðjónsson, Eyþór Gunnars son, Guðmundur Pétursson og Davíð Þór Jónsson. Söngvarar voru KK, Sigríður Thorlacius, Ragnar Bjarnason, Ragnheiður Gröndal, Egill Ólafsson og Sigurður Guð- mundsson. Einar tileinkar föður sínum, Árna Schev- ing, sem lést árið 2007, plötuna. „Ég steig mín fyrstu spor í bransanum með honum, þótt það hafi kannski meira verið í dansi- ballaformi. Hann var gríðarlega músík- alskur og það var mjög gott að bera undir hann hugmyndir þó að sýn okkar á músík hafi verið mjög ólík.“ Einar tileinkaði föður sínum einmitt Íslensku tónlistarverðlaunin sem hann fékk fyrir síðustu plötu sína. Hann dó tveimur mánuðum eftir að hún kom út. Veglegur 32 blaðsíðna bæklingur fylgir með Land míns föður. Þar eru textar við lögin og gamlar ljósmyndir sem flestar voru teknar af Magnúsi Ólafssyni. „Mér fannst þessar myndir tóna svo vel við stemninguna á plötunni,“ segir Einar. - fb Tileinkar föður sínum plötuna NÝ PLATA Trommuleikarinn Einar Scheving hefur gefið út aðra sólóplötu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hjálmar hafa sent frá sér nýtt lag sem nefnist Ég teikna stjörnu. Það verður á væntan- legri plötu hljómsveitarinnar, Órar, sem kemur út 3. nóvember. Hjálmar eru lagðir af stað í tón- leikaferð til Finnlands, Rússlands og Eistlands, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Þar koma þeir fram á sjö tónleikum og fara í hljóðver með finnska tónlistar- manninum Jimi Tenor. Hjálmar verða fulltrúar Íslands á stórri bókakaupstefnu í Turku í Finn- landi. Þeir halda einnig tónleika með Jukka Poika, sem er einn vinsælasti tónlistarmaður Finna og spilar einmitt reggí eins og Hjálmar. Hjálmar með nýtt lag

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.