Fréttablaðið - 30.09.2011, Page 78

Fréttablaðið - 30.09.2011, Page 78
30. september 2011 FÖSTUDAGUR50FÖSTUDAGSLAGIÐ „Það yrði í fyrsta lagi World með Swedish House Mafia og svo I Like með Bodybangers.“ Óli Geir plötusnúður. Enska stúlknasveitin The Satur- days er væntanleg til Íslands um helgina. Stelpurnar ætla að taka upp myndband við nýjan slagara sinn, My Heart Takes Over, sem er nýkominn út. Einar Sveinn, markaðsstjóri framleiðslufyrirtækisins Pega- sus sem mun þjónusta tökuliðið, segir að þetta hafi borið frekar brátt að. „Þær ætla að gera þetta í nágrenni við Reykjavík, þetta er ekkert stórt enda eru menn farnir að draga úr kostnaði við gerð myndbanda. Og engir Íslend- ingar koma fyrir í myndband- inu,“ segir Einar. „Þær eru bara að leita að fallegum landslags- myndum fyrir hverja og eina.“ The Saturdays hafa notið tölu- verðra vinsælda hér á landi, verið spilaðar á FM 957 og náð þar inn á lista samkvæmt upplýsingum frá dagskrár stjóra stöðvarinnar, Heiðari Austmann. Sara Nassim, framleiðandi hjá Pegasus, segir þau binda vonir við að veðrið verði ögn skárra um helgina en það hafi verið undan- farna daga. The Saturdays verða hér á landi í þrjá daga og með þeim kemur heill her af stílistum og förðunar fræðingum. „Þetta er svona hefðbundið íslenskt myndband á þessum dæmigerðu íslensku tökustöðum á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Við verð- um töluvert á ferðinni,“ segir Sara en leikstjóri myndbandsins er Elisha Smith-Leverock sem hefur meðal annars gert mynd- bönd fyrir Bombay Bicycle Club. Þetta er í annað sinn á tiltölu- lega skömmum tíma sem breskar poppstjörnur velja Ísland. Elliot John Gleave, betur þekktur sem Example, var staddur hér á landi fyrir viku og gerði myndband með Pegasus þar sem fyrirsætan Svala Lind Þórðardóttir, Fjöln- ir Geir Bragason og Þorsteinn Bachmann voru í stórum hlut- verkum. The Saturdays er ein stærsta stúlknasveit Bretlands um þessar mundir og liðsmenn hennar eru æði oft á forsíðum bresku slúður- blaðanna. Þekktust þeirra er Frankie Sandford en hún var sögð eiga í ástarsambandi við örvfætta bakvörðinn Ashley Cole þegar hann var kvæntur söngkonunni Cheryl Cole. Sandford er núna á föstu með öðrum knattspyrnu- kappa, sem einnig er örvfættur og leikur stöðu bakvarðar, en hann heitir Wayne Bridge og er á mála hjá Manchester City í Úrvalsdeild- inni. freyrgigja@frettabladid.is SARA NASSIM: ÞETTA VERÐUR HEFÐBUNDIÐ ÍSLANDSMYNDBAND The Saturdays til landsins VINSÆLAR The Saturdays er ein vinsælasta hljómsveitin í Bretlandi um þessar mundir. Stúlkurnar eru fastir gestir á forsíðum slúðurblaðanna og hafa oftar en ekki átt vingott við þekkta enska íþróttamenn. NORDICPHOTOS/GETTY Vesturport fer þess á leit í erindi sem lagt var fyrir á fundi menn- ingar- og ferðamálaráðs Reykja- víkurborgar á mánudag að borg- in semji við leikhópinn til þriggja ára. Samningurinn myndi hljóða upp á að borgin greiði leik- hópnum 6-8 milljónir króna á ári. Í erindinu kemur jafnframt fram að Vesturport ætli að fara þess á leit við menntamála- ráðuneytið að það geri slíkt hið sama. Undir erindið skrifar Gísli Örn Garðars son. Í erindinu kemur fram að Vesturport hafi verið styrkt af Reykjavíkurborg frá árinu 2002. 2003–2006 hafi hópurinn fengið styrki sem gerði honum kleift að halda úti útrás sinni. „Svo gerist það árið 2007 að styrkir til okkar lækka og hafa þeir farið lækk- andi síðan. Þetta hefur haft þær afleiðingar að við höfum þurft að segja upp starfsfólki. Þetta hefur gert okkur erfiðara fyrir og ef reyndin verður sú sama í framtíðinni verður enginn fast- ur starfsmaður hjá Vesturporti frá og með 2012.“ Að mati Gísla mun það bitna á tækifærum hóps- ins til útrásar en í október verður Faust sett upp í Kóreu og Ham- skiptin sýnd í Síberíu. Samkvæmt erindinu þarf Vestur port umræddan fjárstuðn- ing til að geta rekið Vest- urport í: „samræmi við þá stærðargráðu sem við getum hæglega vaxið í.“ Sýningar hópsins séu oft í mörgum löndum á sama tíma og við slíkar aðstæður sé ráðið nýtt listafólk inn til að sinna þeim störf- um. „Fleiri leik- ferðir og stærri útrás þýðir að fleiri Íslending- ar fá vinnu […} auk þess sem hróður íslenskr- a r le i k l i s t a r berst víðar.“ Ef Reykjavíkur- borg fellst á samninginn gæti hópur inn, að mati Gísla Arnar, undantekningarlaust frumsýnt 2-3 nýjar leiksýn- ingar á ári. Ekki náðist í Gísla Örn vegna málsins. - fgg Vesturport biðlar til Reykjavíkurborgar Á BIÐILSBUXUM Gísli Örn Garðarsson fer þess á leit við Reykjavíkurborg að hún semji við leik- hópinn til þriggja ára. Sá samningur myndi hljóða upp á 6-8 milljónir króna. Bandaríski grínistinn Charlie Murphy, bróðir gaman leikarans Eddie Murphy, kemur fram í Hörpu á laugardagskvöld. Samkvæmt kröfulista Murphy er kappinn afar nægjusamur. Hann fer fram á hreint loftkælt bún- ingsherbergi og að öryggisvörður standi þar fyrir utan. Þá þarf að vera starfsmaður á vakt sem kemur inn í búningsherbergið á 20 mínútna fresti og athugar hvort allt sé í lagi. Inni í búningsherberginu vill Charlie Murphy hafa vatn, jurtate, sérstakt te sem fer vel í háls- inn, sítrónubáta, hunang, ávexti og kjöt ásamt handáburði og sótthreinsandi kremi. Þá vill hann lyktarkerti, orkudrykki, rauð- og hvítvín ásamt stórri flösku af Jack Daniels-viskíi. Loks herma heimildir Fréttablaðsins að eftir- partíið verði á veitingastaðnum Austur. Þar hyggst Charlie Murphy sýna sig og sjá aðra, en hann ku vera afar viðkunnanlegur. - afb Vill viskí, kerti og handáburð HÓGVÆR Kröfur Charlies Murphy eru ekki klikkaðar. Hann vill þó að starfsmaður athugi á 20 mínútna fresti hvort allt sé í lagi hjá honum inni í búningsherberginu. SILFUR TUNGLIÐ „Algjör snilld“ Júlíus Júlíusson, Mbl. Miðasala á harid.is HÁRIÐ LOKASÝNINGIN ER Í KVÖLD! LOKASÝ NING Örfá sæti laus á lokasýningu ársins. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 15. 16. 23. 24. 25. 15. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. 36. 37. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN KOMDU Í ÖLL HELSTU PARTÝIN MEÐ OKKUR m.visir.is Fáðu Vísi í símann! Meiri Vísir. Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.