Íslendingur


Íslendingur - 10.05.1946, Blaðsíða 2

Íslendingur - 10.05.1946, Blaðsíða 2
2 ISLENDINGUR Föstudaginn 10. maí 1946 Kirkjan. MessaS í Akureyrar- kirkju á sunnudaginn kemur kl. 11 (60 ára afmæli unglingareglunnar á íslandi). L 0. 0. F. — 12851081/2 Tvœr nýjar bœkur frá Máli og mrnningu, skáldsagan Salamöndru- striðiS og 1. hefti Tímarits Máls og menningar, eru komnar. — Fjelags- menn vinsamlega beðnir aS vitja bókanna í Bókaverzl. Pálma H. Jóns- sonar. Áheit á Strandarkirkju kr. 10 frá frá S. J. — MóttekiS á afgreiSslu ís- lendings. Golfklúbbur Akureyrar. Upphafs- keppni um Æfingabikarinn fer fram á golfvellinum sunnudaginn 12. maí kl. 9. Þátttakendur sjeu mættir kl. 8.45 stundvíslega aS viðlagðri frá- vísun. Væntanlegir þátttakendur inn- riti sig í Verzl. Liverpool fyrir föstu- dagskvöld 10. maí. 'Enski skákmeistarinn Mr. Wood er vænlanlegur til Akureyrar nú um helgina. Mun hann tefla fjölskák við þá, er þess óska. — Nánari upph gefa Jóhann Snorrason og Steingr, BernharSsson. Jarðrœklarfjelag Akureyrar minnt ist 50 ára afmælis síns á sunnudag- inn var aS Hótel KEA. Form. fje- lagsins setti hófið og bauð menn velkomna. Brynleifur Tobíasson minntist fjelagsins og sagði sögu þess í aðaldráttum. Páhni Einarsson ráðunautur flutti fjelaginu þakkir og árnaðaróskir frá BúnaSarfjelagi íslands og Olafur Jónsson framkv,- stj. frá Ræktunarfjelagi Norðurlands og Búnaðarsambandi EyjafjarSar. Sigurður E. Hlíðar alþm. þakkaði fjelaginu gott starf í þarfir bæjar- ins. Erlingur Friðjónsson kvaðst hafa flútt hingað til Akureyrar fyrir tilstilli Jarðræktarfjelagsins, er það rjeð hann sem verkstjóra við jarða- bótavinnu, og sagði frá minningum sínum frá þeim tíma. Ármann Dal- mannsson minntist Akureyrar meS yndisþýðu kvæði,' er hann hafði ort. Guðm. Jónsson frá Eyrarlandi bað menn minnasl stofnenda fjelagsins, og var það gert á viðeigandi hátt. Enn tóku til máls Kristján S. Sig- urðsson, Karl Kr. Arngrímsson og Brynleifur Tobiasson, er bað sam- kornuna minnast núverandi stjórnar íjelagsins. Fór afmælishóf þetta fram ið bezta, en hluttaka var minni en búist hafði verið við, vegna influ- enzu-faraldurs í bænum. Jl júskapur. ívar Olafsson, frá Krosshóli í SkíSadal, járnsmiður hjer í hæ, og ValgerSur Áðálsteins- dóttir frá Jórunnarstöðum Tryggva- sonar. Gefin' saman 4. þ. m. Darnaskólanurn var sþtið 4. þ. m. 90 börn á liigmælturfi aldri og 14 með aldursleyfi luku fullnaðarprófi. Vorskólinn fyrir smábörnin er nú byrjaður. Unglingareglan í I. O. G. T. hjer á lándi var 60 ára í gær. Fyrsta barnastúkan var stofnuð í Reykja- vík 9. maí 1886, „Æskan“ nr. 1. 1 sambandi við þetta afmæli mun sóknarpresturinn minnast unglinga- reglunnar af stól á sunnudaginn kem ur. , Inntökupróf til 1. bekkjar Mennta- skólans fer fram 23. og 24. þ. m. NámsJceið í meSferð dráttarvjela stendur nú yfir hjer í bænum, hófst 27. f. m. og stendur í þrjár vikur til mánuð. Er það haldið á vegum VjelasjóSs Islands og tilhlutun Verkfæranefndar ríkisins. Jónas samlagsstjóri Kristjánsson undirbjó námskeiðið. Pálmi ráðunautur Ein- arsson setti það/Og hefir flull þar nokkra fyrirlestra um jarSrækt. — Kennarar eru vjelvirkjarnir GuS- mundur Ilalldórsson og Tryggvi Jónsson, en ökukennari er Þorlákur Hjálmarsson frá Villingadal. Um- sjónarmaður námsskeiðsins er Jónas Jónsson kennari frá Brekknakoti. Nemendur eru um 20. Ætlasl er til, að þeir, sem læra á þessu náms- skeiði og öðrum framvegis, vinni í þjónustu búnaðarfjelaganna að jarS rækt með dráttarvjelum og kenni meðferð þeirra. „Esja“ kom hingaS fyrsta sinni eftir viðgerSina 6. þ. m. Framh. á 3. og 6. síðu. Frjettatilkynningar frá ríkisstjórninni. SamgöngumálaráSherra undir- skrifaði í dag samning, sem Skipa- útgerð ríkisins hefir um nokkurn | tíma undirbiiið við George Brow ’ skipasmíðastöð ■ í Greenock, Skot- landi, um smíði á tveimur strand- ferðabátum. Fyrri báturinn á að vera lilbúinn í febrúar næsta ár og sá síðari í apríl. Bátarnir verða i kringum 350 register tonn, 140 fet á lengd, 25 fet á dýpt með 650 hestafla diesel- vjel Helmingurinn af lest bátanna er kælirúm. Einnig er nokkuð farþega- rúm, en bátarnir eru aðallega ætlað- ir til flulninga á minni hafnir lands- ins. Bátarnir munu kosta tilbúnir um ' 52000 pund hvor. Sendiherra Sovietríkjanna, sem hjer hefir verið undanfarin tvö ár, Alexei N. Krassilnikov, er að fara hjeðan alfarinn. Hann mun taka við starfi hjá Hinum sameinuðu þjóðum (United Nations Organization) og fer beint til New York ásamt fjöl- skyldu sinni. Norska sendiráðið í Reykjavík hefir nýlega afhent ulanríkisráðu- neytinu heiðursmerki fyrir hernað- arafrek í þágu Noregs, sem eftirtald- ir Islendingar hafa verið sæmdir af Noregskonungi: Sigurlaug Olafsdóttir, skipsjóm- frú, Sæmundur Albertsson, kyndari, Karl Kristján Þorleifsson, kyndari, Jóhann Sörensson, matsveinn. Heiðursmerkin hafa að tilhlutan ráðuneytisins verið afhent nánustu ættingjum móttakenda, þar sem fólk þetta mun nú vera í siglingum er- lendis. Enníremur hefir frú Guðrúnu J. Olafsdóttur, Dufþaksholti, Hvol- hreppri, verið afhent heiðursmerki sonar hennar, Jóns Jónassonar, há- seta, en liann er nú látinn. Reykjavík, 4. maí 1946. BRAUNS-VERZLUN Páll Sigurgeirsson Skýrsla frá skólastjóra harnaskólans Barnaskólanum á Akureyri var slitið 4. maí sl. að viðstödd- um tveimur elztu árgöngum barnanna, ke’.inurum og fjölda foreldra. Flutti skólastjóri við það tækifæri yfirlitsskýrslu um störf skólans á skólaárinu og margs konar athuganir í sam- bandi viS það, og var þeim hluta ræðu hans einkurn beint til for-- eldra og annarra aðstaridenda barna í bænum. I skólann settust 703 börn á sl. hausti, og yoru af því 118 nýnem- ar. Frá námi og próli nú forföll- uðust 18 börn, en 3 fluttu burtu á skólaárinu. Undanþágu frá námi fengu 4 börn. Áúsprófi luku nú 576 börn, en fullnaðar- próli með lögmætum aldri 90 börn og 14 með .aldursleyfi. Hæsta einkunn í full,naðarpróf- inu var 9,44. Burtfararskírteini fengu 2 börn, og kom annað þeirra aðvífandi rétt fyrir prófið. 18 fullnaðarprófsbörn eiga eftir að ljúka sundprófi, en 12 börn hafa vottorð frá lækni um, að þau megi ekki synda. Matreiðslunám í skólanum hafa stundað 95 stúlkur úr 6. og 7. bekk, og luku 51 þeirra prófi. Skólinn á nú 140 lesbóka- flokka með 5800 bindum alls, og lesstofusafnið á um 400 bindi bóka, og vantar alveg húsrúm, til þess að þessi söfn komi að þeim notum, sem ætlað er. Sparisjóðsstarfsemi skólans hef- ir mikið dregizt saman í peninga- flóði síðustu ára. Áður spöruðu börnin og söfnuðu talsverðri upphæð til fermingarársins, er oft virtist koma sér vel, en af uppeldislegum ástæðum var þessi starfsemi hafin fyrir 14 ár- um. Taldi skólastjóri líklegt, aS síðar myndi koma í ljós, að ekki væri rétt að leggja slíka viðleitni niður, þótt hún helði lítinn byr í bráðina. Lýsi hafa öll börn fengið, sem vildu, og eyddust um 280 lítrar. Fengu þau með lýsinu hráar gul- rófur og að síðustu rúgbrauð, er rófurnar þrutu, því að mjólk fékkst ekki vegna pelaflöskuleys- is. Skýrslur lækna og hjúkrunar- konu sýna að heilsufar í skólan- um var í meðallagi yfirleitt. Tannskemmdirnar eru alvarleg- asti þáttur þessara skýrslna. Með óvirka berkla reyndust 9 börn, og einu þeirra varð að banna nám. Óþrifakvilla höfðu 52 börn í haust, en 25 í vor, kokeitlaauka 70 börn og sjóngalla 38. Ekkert barn dáið. Handiðjusýningu hafði skólinn 1. maí, og sýndi hún, að börnin vinna geysimikið af alls konar munum, og saunia og prjóna margvíslega hluti og flíkur. Skólinn lagði í vetur sérstaka rækt við að útskýra umferðaregl- ur og aðra framkomu á almanna- færi fyrir börnunum. Kristilegt starf í sunnudaga- skólaformi höfðu nokkrir kenn- arar með alhnörgum deildum skólans undir stjórn skólastjór- ans. Voru samkomur annan livorn sunnudag frá því í nóvem- ber lil marz-loka. Inn í skólann voru nú skráð 102 börn, en nokkur ókomin. Að lokinni skýrslu um skóla- haldið og ávarpi til aðstandenda barnanna flutti skólastjóri kveðjuorð til hinna brautskráðu barna. Nefndi hann þau börn allsnægtanna og benti þeim á þá rniklu hamingju, er það gæti haft í för með sér, en jafnframt þá hættu, er í því felst. Kvenkápurnar eftirspurðu, eru komnar, gular, rauðar, grœnar, bláar, hvítar. Einnig KVENSLÁR o. fl. fyrir dömur, svo sem: PEYSUR í 4 lilum, Snyrtiveski, Púðttrdúsir (ný gerð), Hárspennur, Hárklemmur, Hár- nálar og margt fleira. ÁSBYRGI hf. Skipag. og Söluturninn Hamarst. NYKOMIÐ: Suðuplötur, Therma Strokjárn, Therma Rafmagnsofnar Lækningalampar. SAMÚEL. BÓKHALD Aðstoð við bókhald veitir Richard Ryel, sími 162. íil. ÉSÆNSKAR þvottaklemmur n S I ENSKIR W/á gólfklútar. B 1 I i r? i I I BRÁUNS- VERZL UNÍ Páll Sigurgeirsson 1 1 | 1 | 8 | 8 jN g) a Föstudagskvöld kl. 9: Bófaborgin í síðasta sinn Laugardaginn kl. G: Tarzan og skjaldmeyjarnar Laugardaginn kl. 9: Innrásin á Guadalcanal í síðasta sinn Sunnudaginn kl. 3 og 5: Tarzan og skjaldmeyjarnar Sunnudagskvöldið kl. 9: Stríðsfangar í síðasta sinn Skjaldborgarbíó Föstudagskvöld kl. 9: Draugurinn gloftir Laugardagskvöld kt 5 og 9: UNAÐSöMAR Sunnudaginn kl. 5: UNAÐSÓMAR / allra síðasta sinn. Sunnudagskvöld kl. 9: Draugurinn gloHir Mánudagskvöld kl. 9: l Sumarhref Teppahreinsararnir sænsku, eru komnir. ÁSBYRGI Iif. Slcipag. Söluturninn Hamarst. Barnavagnar 1 I nýkom nir. 1 Byggmgavöruvorzlmi Tómasar BjÖrussunar h.f. || Sími 489 I I I I I Akureyri N i ; f1? 'SSÉfciÉS'TU 1 Mancheltuskyrtur og M p ií 1 I 1 | . I | I | Fataverzlun Tómasar Björnssonar h. f. | Akureyri Sími: 155 f Hálsbindi í miklu úrvali. | 1 b 1 | 1 li

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.