Íslendingur


Íslendingur - 26.03.1947, Blaðsíða 3

Íslendingur - 26.03.1947, Blaðsíða 3
3 Miövikudaginn 26. marz 1947 ISLENDINGUR * Stjarnan í austri Jón Hjaltasón, ritstjóri Æskulýðs- síðu .Tímamanna, jer úm það jögr- um orðum, hve Framsóknarjlokkur- inn eigi miklu og vaxandi fylgi að jagna meðal yngra fólksins. Jón er sennilega eini maðurinn, sem komið hefir auga á þessa „staðreynd“, og var jjess raunar sízt að vænta. Hann hejir nú um all-Iangt skeið vérið einn aj jorvígismönnum í félagi Fram- sóknarmanna í Háskólanum. Fyrir þremur árum áttu Framsóknarmenn tvo julltrúa í slúdentaráði en Sjálf- stœðismenn 4. Nú eiga Framsóknar- menn engan julltrúa í ráðinu en Sjálfstœðismenn 5. Ber ajstaða Há- skólastúdenta vott um vaxandi fylgi œskunnar við stefnu Framsóknar- flokksins? Sami rithöfundur lýsir því yfir aj miklum fjálgleik, að Sjálfstœðisflokk urinn sé flokkur „sem braskarar okr- arar og auðkýfingar hafi myndað um sig til þess að vernda forréttindastóðu sína í þjóðfélaginu.“ Það vœri fróðlegt, ef ritstjórinn vildi upplýsa nánar, hverjir þessir okrarar og braskarar séu, sem stjórna Sjálfstœðiájlokknum, svo þjóðin gœti betur varað sig á slíkum herr> um! Einnig vœri ekki úr vegi, að rit- stjórinn tilgreindi forréttindin, sem hann telur, að Sjálfstœðisflokkurinn berjist fyrir. Jón Hjaltason er samvinnumaður og er ekkert nema gott um það að segja. Hann segir: „Reynzlan hefir sannað, að samvinna í verzlun hefir dafnað, þegar ekki hefir verið að henni þjarmað af okurkörlum, sem fengið hafa ívilnanir frá ríkinu.“ Hér á landi hefir ríkisvaldið aldrei þjarmað að samvinnuhreyfingunni, hvorki með því að veita „okurkörl- um“ né öðrum ívilnanir til þess að koma henni á kné, nema ef minnast mœtti á einkasölurnar sœlu, sem spruttu upp á valdatíma Framsókn- ar og Krata á árunum. Hins vegar er öllum kúnnugl, að kaupfélögin hafa fengið margvíslegar ívilnanir frá ríkinu, þar sem þau greiða litla sem enga skatta. £R ÞETTA AND- LEGT FRELSI? í „Verklýðsblaðinu“ 1932 ger- ir Brynjólfur Bjarnason allítar- íega grein fyrir skipulagi og stefnu Kommúnistaflokksins á íslandi. Þar segir m. a.: „En þegar búið' er að taka a- kvarðanir, verða allir að fylgja þeim sem einn maður. Og þess er ekki aðeins krafizt, að ákvörðun- ununum sé fylgt í orði kveðnú, heldur verða menn að starfa jafn ötullega að, þótt þeir séu á öðru máli. Vilji og skilningur flokks- heildarinnar verður alltaf að sitja í fyrirrúmi fyrir vilja og skilningi hvers eins.“ Það er ungum Sj álfstæðismönn- um gleðiefni, að tilboð þeirra um að lána ritstjóra æskulýðssíðu „Verka- mannsins“ nokkurt rúm á síðu sinni í „íslendingi“ til útskýringar á stjórn arfarinu í Rússlandi, hefir borið þann árangur, að ritstjórinn er nú tekinn að helga allmikinn hluta æsku- lýðssíðu sinnar til framlialdsum- ræðna um þetta merkilega mál, sem svo erfiðlega hefir gengið að fá konunúnista til að ræða um. Það er engum blöðum um það að fletta, að enn er það stjarnan í austri, sem Þ. J. hefir alla sína and- legu birtu frá, en ósköp er hún nú dauf í þetta sinn. Þ. J. lelur það vera sönnun þess, hve grein hans hafi verið rökföst, að svargrein Sambandssíðunnar við henni hafi verið um fimm dálkar. Heldur eru þetta veikalítil rök, því að hæglega væri hægt að hrúga sam- an í einn dálk fjarstæðum og full- yrðingum, sem margra dálka rúm þyrfti til að sundurliða, ef á annað borð ætti að svara þeim. í grein þeirri, sem Þ. J. ritaði í „íslending“ voru mikilvægar játn- ingar, sem gott var að fá fram í dagsljósið, eins og t. d. sú staðhæf- ing, að í Rússlandi væri meira lýð- ræði en á íslandi. Hann tekur nú , undir þau ummæli „Sambandssíð- unnar“, að meira lýðræði rnuni vera á íslandi en í öðrum vestræn- um lýðræðisríkjum, en virðist þó enn ekki horfinn frá fyrri skoðun sinni um yfirburði rússneska „lýð- ræðisins“. Meginhluti svargreinar Þ. J. fjall- ar um samanburð þann, sem „Sam- bandssíðan“ gerði á núverandi lýð- ræðisþjóðskipulagi ög því skipulagi, sem verða myndi á Sovét-íslandi, ef skoðanabræðrum Þ.J. tækist að koma slefnumálum sínum í framkvæmd. Hefir þessi lýsing á Sovét-íslandi sýnilega komið illa við Þ. J„ enda er það að vonum. Þ. J., finnst fráleitt, að konnnún- istar myndu leiða hér í lög stjórnar- skrá samhljóða rússnesku stjórnar- skránni, ef þeir næðu hér völdum. Auðvitað hefir engum komið til hug- ar, að hún yrði nákvæmlega sam- hljóða, en ætla má þó, að meginá- kvæðin um stjórnskipulagið og rétt- indi og skyldur borgaranna yrðu svipuð, úr því að kommúnistar telja þau ákvæði rússnesku stjórnarskrár- innar fullkonmari en í nokkurri ann- arri stjórnarskrá. Væntanlega ætlar Þ. J. ekki að láta íslenzka alþýðu fara varlduta af því glæsilega „lýð- ræði“. Þ. J. mótmælir því, að á Sovét-ís- landi myndu allir verða ósjálfstæðir þjónar ríkisins, því að sljórnarskrá- in muni tryggja mönnnum fjárhags-. legt sjálfstæði, þar sem allir menn eru Iaunþegar, og vinnuveitandinn er aðeins einn. Ef einstaklingarnir ekki vilja gera sér að góðu, það sem þessi vinnuveitandi býður þeim og skipar, hafa þeir enga möguleika til þess að lifa. Einmitt þetta er ein meginástæðan til þess, að einstakl- ingarnir hljóta að glata sjálfstæði sínu í sósíalistisku þjóðfélagi. Þ. J. talar um jafna skiptingu þjóð artekna. Ohætt mun að fullyrða, að íslenzkir verkamenn myndu fáir kjósa að skipta á kaupi'og kjörum við rússneska verkamenn — jafnvel ekki Þ. J. sjálfur, ef hann væri í þeirra sporum. Honum ætti einnig að vera vilanlegt, að misræmi í launagreiðslum er feikilega mikið í Rússlandi, og rússneska stjórnin hefir algerlega liafnað þeirri jafnað- armennsku Bernhard Shaw og fleirL góðra sósialisla að láta alla bera jafnt úr býtum. Þ. J. spyr, hver hafi eftirlit með vinnu bændanna á samyrkjubúgörð- unum. Það er ofur auðvelt að leysa úr þeirri spurningu hans, og fer þá að smáskýrast hin barnalega dýrkun hans á stjórnarfarinu í Rússlandi, ef hann hefir ekki hugmynd um fyr- irkomulag vinnunnar þar. Verður ef til vill auðið að upplýsa hann frekar um atvinnumál Sovétríkjanua síðar. í vinnulöggjöf Sovétríkjanna (Sovetskoe Trudovoe Prado) er sér- stakur kafli um launakerfi samyrkju- búgarðanna. Öll störf þar eru flokk- uð í 7 mismunandi flokka, og launin mismunandi eftir því. Hlutfallið milli launa mannsins, sem sér um flórmokstur og kúahirðingu, og stjórnanda samyrkjubúsins er 0.7 : 2,0. Launin eru miðuð við dagsverk, en dagsverkið er ekki tímaeining, heldur afkastaeining. Menn vinna saman í samverkaflokkum, og metur þá verkstjórinn hve vel hver einstak- ur hafi gengið fram, og rœður þann- ig miklu um það, hve mörg. dagsverk hverjum einum eru reiknuð af þeim dagsverkajjölda, sem jlokknum ber í heild fyrir sameiginleg afköst. — Getur hver maður gert sér í hugar- lund, livert óskapa vald þessir verk- stjórar hafa, er þeir þannig hafa að verulegu leyti i hendi sér, hvað hver starfsmaður, hvort sem á að kalla hann bónda eða verkamann, ber úr býtum. Þ. J. reynir að bjarga sér út úr misnotkun skólanna í Rússlandi með staðhæfingum um hlutdræga fræðslu á íslandi. Vafalaust er hægt að finna dæmi slíks, en það haggar ekki þeim meginmun, sem er á skólafræðslu vestræna lýðræðisríkisins, íslands, og Sovét-Rússlands, að í íslenzkum skólum- er nemendunum kennt að leita sannleikans, en í rússneskum skólum er þeim kennt að vera góðir kommúnistar og trúir foringjunum. Rússnesk stjórnarvöld hafa heldur ekkert farið dult með það, livað væri hlutverk uppalenda æskulýðsins í 'Ráðstjórnarríkjunum, þótt það virð- ist liafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá Þ. J. Þ. j. virðist telja það tryggingu fyrir ritfrelsinu, að ríkið hafi úr- skurðavald urn það, hvað gefa megi út. Einnig vitnar liann í hina bros- legu gi;ein rússnesku stjórnarskrár- innar um málfrelsi, fundafrelsi, prent frelsi o. s. frv. handa rússnesku þjóð- inni. Ef Þ. J. hefir hirt urn að kynna sér með raunsærri athugun þessi svo- kölluðu mannréttindi, er ólíklegl, að hann væri jafn hrifinn. Hann ætti þá að geta komizt að raun um ]jað, að þessi réttindi eru aðeins til handa þeim mönnum, sem halda sér irinan ákveðins ramma. Sérhver maður, er > lætur í ljós efasemdir um hið sósialist iska skipulag, er talinn fjandmaður ríkisins. Frelsi Þ. J. er ekki til handa slíkurn mönnum. Niðurstaðan er því sú, að hin fallegu frelsisákvæði 125. gr. rússnesku stjórnarskrárinnai eru handa kommúnistum einum Allir þeir, sem andvígir eru hinu sósial- istiska skipulagi eru því réttlausir. Þetta er það lýðræði, sem Þ. J. telur fullkonmara núverandi lýðræði á ís- landi. Bannið á stjórnmálaflokkunum er í nánu samræmi við þessi „mannrétt- indi“. Þ. J. segist vonast til, að ekki þurfi að banna stjórnmálaflokkana á íslandi, ef kommúnistar ná þar völdum. Ef þetta er alvara hans, þá skilur hann ekki eðli liins sósialist- iska skipulags og ælti að setjast nið- ur og lesa kenningar hinna konnn- únistisku lærifeðra. Marx, Engels, Lenins og jafnvel Stalins. Þeir fara ekkert dult með það, að ríki sósial- ismans verði að brjóta á bak aftur öll samtök, sem vinna gegn því. Af þeim sökum er augljóst, að kommún- istar hljóta að banna alla þá stjórn- málaflokka, sem þeitn eru öndverðir. Það er ósköp handhægt fyrir þá að kalla alla andstæðinga sína skemmd- arverkamenn, því að í þeirra augum er það skemmdarverk að vinna gegn hinu sósíalistiska skipulagi. Þ. J. reynir ekki að hrekja um- niæli „Sambandssíðunnar“ um kosn- ingafyrirkomulagiðx i „sæluríkinu“, en lætur sér nægja að kalla þau fjar- stæður. Er þessi afstaða skiljanleg, því að svörin munu torfundin. Þ. J. virðist álíta, að rússneska þjóðin hafi barizt sinni hetjulegu baráttu í styrjöldinni vegna ástar á konnnúnismanum. Ef til vill er liann fI búinn að gleytna því, þegar Kalinin, forseti Ráðstjórnarríkjanna, var í ræðu að reyna að sannfæra rússnesku hermennina, sem komu frá Þýzka- landi, um það, að þeir mættu ekki láta blekkjast af því, er þeir hefðu séð þar. Astæðan var sú, að jafnvel í ltinu niðurnídda Þýzkalandi höfðu Ungir Sjálfstæðismenn á Siglufirði í síðastliðinni viku var haldinn •aðalfundur í félagi ungra Sjálfstæð- ismanna á Siglufirði. Núverandi stjórn félagsins skipa: Vilhjálmur Sigurðsson, formaður, Jónas Björns- son, ritari, Helgi Sveinsson, gjald- keri, Sigurður Sophusson og Erlend- ur Pálsson meðstjórnendur. Á næstunni mun félagið auka starf- semi sína. Á Siglufirði stendur bar- áttan við Kommúnista. Þeiin hefir tekizt að ná þar all-miklu fylgi, en kunnugir telja, að það fari nú þverr- andi. Það er mjög líklegt, að æsku- lýður Siglufjarðar fylki sér sem æskulýður annarra bæja landsins undir merki Sjálfstæðisflokksins. Reynzlan hefir sýnt, að Sjálfstæðis- flokkurinn er eini flokkurinn, sem til lengdar getur hamlað upp á móti ágengni kommúnista, eins og kom i ljós við s. 1. bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík og víðar. Siglufjörður er vaxandi bær með mikla möguleika. Ungir Sjálfstæðis- menn munu standa þar á verði gegn skennndargtarfsemi 1 kommúnista. Með því tryggja þeir bezt hagsmuni bæjarins. KVÖLDVAKA „VARÐAR44 Síðast liðið fimmtudagskvöld efndi Yörður, félag ungra Sjálfstæðis- manna til kvöldvöku að Hótel Norð- urland, og var hún vel sótt, þegar tekið er tillit til þess, að mikil veik- indi eru í bænum vegna influenzu- faraldursins. Formaður félagsins setti skemmtunina með stuttu ávarpi, Magnús Óskarsson flutti' ræðu, Þór- ir Guðjónsson las upp gamansögu, frú Sigríður Schiöth og Jóhann Ög- mundsson sungu tvísöng og nemend- ur úr Menntaskólanum fluttu gam- anþáttinn „spurningar og svör“. — Síðan var danzað til miðnættis. rússnesku hermennirnir fundið þæg- indi, sem ekki þekkust hjá rússneskri alþýðu. Nei, Þorsteinn minn, þegar þjóð verður fyrir árás, stendur hún oftast sem einn maður, hvernig sem afstaða hennar er til stjórnar lands síns, Að vísu má þó undanskilja konnnúnista og nazista, því að þeir hafa jafnan verið reiðubúnir að svíkja þjóðir sínar og ganga á mála hjá fyrir- myndarríkjum sínum. Þetta hefir saga síðustu ára staðfest á ömur- legan hátt. Þ. J. getur verið alveg viss um það, að þjóðir heimsins afsala sér aldrei andlegu frelsi sínu og mann- réttindum af frjálsum vilja. Þess vegna kemst kommúnisminn hvergi á nema með byltingu eða ofbeldisað- gerðúm. Vonandi tekst íslenzkri æsku að bægja þeim vágesti frá sín- um dyrum.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.