Íslendingur


Íslendingur - 26.03.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 26.03.1947, Blaðsíða 7
Miövikudaginn 26. marz 1947 ÍSLENDINGUR 7 ríkisstjórnirnar byggja. vonir sínar um sæntilega afkomu ríkisins á því, aS borg- ararnir verði nógu ötulir við drykkjuskap og reykingar. Hvílíkt ástand hjá menn- ingarþjóð! NÝKOMIÐ: Sveskjur ötan úr tieimi Lc Pankahrot namhald af 4. síðu. herrann, ef illa færi. Það er svo aftur á valdi þingsins að láta fjármálaráðherrann fara, ef það er óánægt með fjármálastefnu hans. AÐALVOPN STJÓRNARAND- STÆÐINGA ÞAÐ ER gott dæmi um hið alvarlega ástand í áfengismálunura, að líf hverrar ríkisstjórnar er svo háð sölu áfengis og tóbaks, að stjórnarandsteeðingar telja það vænlegustu leiðina til þess aðjsteypa ríkis- stjórninni að prédika gegn nautn þessara eiturlyfja, Auðvitað væri ekkcrt nema gott um þenna bindindisáhuga að segja, ef ein- lægni lægi að baki, en reyndin hefir því miður orðið sú, að hinir áhugasömu hind- indispostular liafa sofnað, þegar þeir hafa sjálfir verið komnir í ríkisstjórn og þurft að koma sem mestu áfengi ofan í lands- lýðinn til þess að hafa fé í ríkissjóðinn. Fyrir kosningar í fyrravor báru Fram- sóknannenn og blöð þeirra þáverandi rík- isstjórn þungum sökum fyrir áfengissölu hennar. Nú eru þeir komnir í ttjórn og virðast innilega sammála hinum stjórnar- fíokkiinum um nauðsyn þess að fá sem mestan áfengisgróða í ríkissjóðinn. En þé taka kotnmúnistar við og ráðast hat- rammlega á núverandi ríkisstjórn fyrir á- fengis- og tóbakssölu hennar. Bindindisáhugi, sem einungis er póli- tísks eðlis, er engan vegihn líklegur til þess að leysa öngþveitið í áfengismálun- rim. Hins vegar virðist full ástæða vera til þess að skipa hagfræðinganefnd til þess að gera tillögur um það, hvernig reka megi þjóðarbúskapinn, án tekna af eitur- lyfjaaölu lil landsmanna. Hlýtur hverjum heilvita manni að vera ljóst, hversu óheilla- vænlegt það er, þegar þriðjungur tekna ríkissjóðs er orðinn af sölu eiturlyfja, og GAMAN ER AÐ ÞEIM KOMMÚNISTAR eru alltaf jafn frum- legir, enda ekki sérlega viðkvæmir fyrir því, þótt þeir séu ekki sjálfum sér sam- kvæmir í málflutningi. Nú hafa þeir snú- izt með oddi og egg gegn frumvarpi ríkis- stjórnarinnar um fjárhagsráð og finna því það helzt til foráttu, að það feli í sér allt of miktt afskipti ríkisvaldsins! Ja, margt gerist nú kyndugt á landi voru,' ef kommúnistar eru að verða helztu máls- varar athafnafrelsis eínstaKÍinganna. Hætt er þó við að húsbændurnir í Rússia fari að kippa óþyrmilega í „línuna", ef þelr ætla að snúast þannig öndvfcrðir gegn austræna „lýðræðinu“. Frá liðnum dögum Frarnh. af 4. síðu. ur ekki verið saminn fyrr en nokkru eftir 1720, þegar síra Einar tekur við prestsþjónustu á Kirkjubæjar- klaustri, því að leikurinn á í aðra röndina að sýna -,orð- og talshætti eystra og syðra“ eins og Sighvatur Borgfirðingur segir í Prestaævum. Við lauslega yfirsýn virðist mér það vel geta átt við þetta leikrit eins og hið næsta í röðinni, að það sé að nökkru leyti samið upp úr einhverri leikskemmtun, sem skólapiltar hafa haft í sínum hópi. Síra Einar Hálf- dánarson var brautskráður úr Hóla- skóla 1715, en næsti leikritahöfund- ur, síra Snorri Björnsson, úr Skál- iioltsskólal733, og verður leikrit hans, „Sperðill“, tímasett með nokk- urri vissu nálægt 1760 . .. . “ Ferskjnr Apricots Rúsínur Jarðaberjasulta Hindberjasulta Sveskjusulta Blönduð sulta Eplasulta Hrísgrjón Bl. Grænmeti Blautasápa Handsápa Lye sódi Verzl. Jó ns Egils Sími 475. — Túngötu 1. Rússiand: Rússneski f j ármálaráðherrann Zverev, tilkynnti fyrir nokkru, að hernaðarútgjöld Rússa árið 1947, myndu verða 52% af þeirri upphæð, sem veitt var til herbúnaðar árið 1945. Hins vegar gerði Zverev eng- an samanburð, en miðað við árið 1945 eru hernaðarútgjöld Breta fyr- ir árið 1947 áætluð 25% og hernað- arútgjöld Bandaríkjanna 16%. Austur-Evrópa: Yms viðskiptaákvæði, sem sett voru í friðarsamningana við fyrr- verandi bandamenn Þjóðverja, kunna brátt að neyða Rússa til þess að losa hin viðskiptalegu tök sín á þessum þjóðum. Ákvæði þessi hafa beinlínis verið sett í friðarsamning- ana til þess að opna löndin bak við járntjaldið fyrir viðskiptum Breta, Bandaríkjamanna og annarra verzl- unarþjóða. Rússar eiga því úr vöndu að ráða á næstu mánuðum. Þeir verða að velja á milli þess að synja Sameinuðu þjóðunum um samvinnu sína til þess að knýja fram fullnæg- ingu þessara samningsákvæða eða þá að gera ráðstafanir, sem beinlínis munu veikja áhrif þeirra í Trieste. Balkanlöndum og Finnlandi. Alþjóðabankinn: Komið er í Ijós, að alþjóðabank- inn getur engan veginn veitt á þessu ári öll þan ián, sem beðið hefir verið um. Allir lánbeiðendur vilja fá dóll- aralán, en aðeins Bandaríkin 05 Kanada hafa greitt framlög sín í dollurum. hrakkland, Danmörk, Holland, Chile, Pólland, Iran og Tékkóslóvakía hafa öll sótt um lán, samtals að upphæH rúmar 15 mil- jarðir króna. Áætlah er, að í árslok 1947 muni bankinn hafa til umráða 9,75 miljarðir króna, «n af þeirri upphæð er gert ráð fyrw, að bank- inn þurfi að fá að láni hjá almenn- ingi í Bandaríkjunum um 4,f5 mil- jarða kr. Mexico: Gin- og klaufnaveiki herjar nú mjög heiftarlega á búfénað í Msxico. Er óttast að þetta muni hafa í för með sér stórkostlegt fjármálaöng- þveiti í landinu, því að búfj árræktin er einn helzti atvinnuvegur þjóðar- innar. Veikin er orðin svo útbreidd, að hun nær yfir svæði, þar sam fjórði hluti alls búpenings Mixico er. Verði ekki gerðar róttækar ráð- stafanir, óttast menn, að veikin muni breiðast um allt landið og jafn- vel til Bandaríkjanna, Hefir ríkis- stjórn Bandaríkjanna í bili stöðvað allan flutning búfjór og búfjárafurða frá Mexico til Bandaríkjanna. BILLIARD til sölu. — StærS 2,90 x 160 cm. Upplýsingar hjá Indriða Hðlgasyni ATVINNA Ein eða tvær stúlkur geta fengið létta atvinnu í SKÓVERKSM. J. S. KVARAN. HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA að gefa sér tíma til þess að hlaða aftur byssuna, og við Orme fylgdum á eftir eins og kraftar leyfðu eftir undr- unina, Við hlupum með fram lægðinni, en þegar Higgs hafði hlaupið um 100 metra kom annað ljón í ljós í sefinu, sem stefndi að Higgs. Higgs sneri sér eldfljótt við og hleypti af seinustu kúlunni, sem hann átti eftir í byssunni, en án þess að hitta villidýrið, sem stefndi að honum. Á næsta augnabliki sáum við okkur til inestu skelfingar, hvar Higgs lá á bakinu og ljónið yfir hon- um. Það lamdi jörðina með skottinu og öskraði. Við hlupum af stað og öskruðum eins hátt og við gátum. Hið sama gerðu hinir innfæddu, en hreyfðu þó hvorki legg né lið til hjálpar. En öskur okkar báru þann árangur, að ljónynjan snéri ringluð höfðinu sitt á hvað, í stað þess að rífa Higgs í tætlur. Eg var nú kominn allmiklu nær henni en Orme, eða í um það bil 30 metra fjarlægð, og hefði því getað skotið, en þorði það ekki vegna þeirrar hættu, að skotið gæti eins hitt vin minn. En ljónynjan hafði nú alveg náð sér eftir hina óvæntu truflun og steypti sér yfir Higgs. Og enda þótt hann léti hnefahöggin dynja á henni, beygði hún sig niður að honum, sýnilega í þeim tilgangi að mylja höfuð hans á milli tannanna. Eg sá nú, að ef ég hikaði eitt andartak, væri Higgs búinn að vera. Ljónynjan var miklu lengri en Higgs, sem var fremur stuttur og þrekinn, svo að afturendi hennar náði lengra aftur en fætur Higgs. Eg miðaði því í skyndi á hana, og um leið og ég hafði stutt á gikk- inn, heyrði ég kúluna lenda á húð þessa stórvaxna dýrs. Ljónynjan stökk upp öskrandi, og annar afturfóturinn 47 hékk máttlaus niður. Eftir andartaks hik, flýði hún í áttina til sandhólanna. Orme, sem stóð fyrir aftan mig, skaut nú einnig, og þyrlaðist upp rykmökkur í kringum ljónynjuna. En hún hvarf á bak við sandhól, áður en við gætum sent henni aðra kveðju. Við létum hana því eiga sig, en hlupum til Higgs, sem við bjuggumst við að finna annaðhvort dauðan eða þá hryllilega limlestan. En okkur til mikillar undrunar stökk prófessorinn óskadd- aður á fætur. Meira að segja voru bláu gleraugun hans á sínum stað, svo að hann byrjaði samstundis að hlaða byssu sína aftur og þaut af stað á eftir særðu ljónynj- unni. . „Komdu!“ hrópaði höfuðsmaðurinn, og hljóp á eft- ir honum. „Ekki hvað sem það kostar!“ skrækti Higgs í þeirri hæstu tóntegund, sem hann átti til. „Ef þið haldið, að ég láti slíka skepnu sitja ofan á maganum á mér fyrir ekki neitt, þá skjátlast ykkur hrapalega, piltar mínir!“ Orme náði í hann uppi á fyrsta sandhóinum, en það varð okkur algerlega um megn að fá hann til að snúa við. Hann var líka alveg óskaddaður, að undantekinni smárispu á nefinu.En honum fannst virðingu sinni hafa verið misboðið, svo að það reyndist alveg tilgangslaust að fá hann til að sætta sig við það lárviðarblað, sem hann hafði unnið sem veiðimaður. „Hví þá það?“ spurði hann. „Adams særði dýrið fyrst. Auk þess langar mig til að skjóta fremur tvö ljón en eitt, einkum þar sem ég þarf að jafna sakir við minnsta kosti tíu af þeim. En ef þið eruð smeykir, piltar mínir, þá blessaðir snúið þið bara við,“ 48 -i Eg verð að viðurkenna fyrir mitt leyti, að ég hafði mesta löngun til að verða við þessari áskorun. En Orme, sem var orðinn dálítið gramur, svaraði: „Jæja, komdu þá. Við getum.ekki hangið yfir þessu. Eg er reyndar hræddur um, að þu hafir fengið snert af heilahristingi, Higgs, ella myndír þú ekki tala svona. Sjáðu, hérna efu sporin.'Þú getur séð blóðdropana. Gott, við skulum þá halda í vindáttina. Við hljótum þá að rekast á skepnuna. En reyridu ekki aftur að skjóta á jafn löngu færi. Þú skýtur ekki ljón í 250 metra fjarlægð.“ „Ágætt“, sagði Higgs. „En þið megið ekki móðgast. Ætlun mín er sú ein að koma þessu kvikindi í skilning um það, að það er munur á hvítum manni og Zeu- manni.“ Og svo hófst gangan. Upp og niður bratta sandhól- ana röktum við blóðferilinn. Við liöfðum haldið þannig áfram í um það bil hálfa klukkustund, er allt í einu lifnaði yfir okkur við að koma auga á ljónið uppi í fjallshlíð í um það bil 500 metra fjarlægð. Rétt í þessu náðu einnig nokkrir Zeu-mannanna okkur, en þeir höfðu haldið á eftir okkur, án þess að hafa eigin- lega nokkurn tilgang með því. En nú var komið svo langt fram á daginn, að hitinn var að verða geigvænlegur. Sjóðandi heitt loftið dans- aði yfir sandhólunum eins og miljónir örsmárra mý- flugna. En þó var sólin hulin bak við einskonar þoku. Einkennileg kyrrð, sem var jafnvel óeðlileg í eyði- mörk, hvíldi yfir himni og jörð. Við gátum heyrt skrjáfið í sandkornunum, er þau ultu niður hólana. Hinum innfæddu virtist líða illa, og þeir bentu með

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.