Íslendingur


Íslendingur - 26.03.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 26.03.1947, Blaðsíða 8
„íslendingur" kemur út á hverj- t/í'ii miðvikudagi. 8 síður, on kostar aðeins 15 krónur órgang- urinn. „íslendingur" er því hlut- fallslega langódýrasfa blaðið ó Norðurlandi. Miðvikudagur 26. marz 1947 AUGLÝSENDUR ATHUGID! Vegna stórauklnnar sötu blaðs- ins borgar sig æ betur að oug- lýsa í því. Munið oð koma aug- lýsingum til afgreiðslu blaðsins fyrir hódegi ó þriðjudaga. Lög um bæjarstjórn í Ólafsfirði, voru samþykkt af Alþingi 31. okt. 1944, og öðluðust þau gildi 1. jan. 1945. Þessi bæjarréttindi töldu Ólafs- firðingar. sér nauðsynleg, svo að hægt væri að koma sem fyrst fram þeim aðkallandi umbóta- og fram- faramálum, er þeir töldu, að framtíð byggðarlagsins ylti á. Á þeim þremur til fjórum árum, sem liðin eru, síðan Ólafsfirðingar hófu þær framkvæmdir, er urðu þess valdandi að þeir öðluðust bæjarrétt- indi, má segja að orðið hafi stórstíg- ar framkvæmdir, ef miðað er við stærð staðarins rúml. 900 manns. Hafnarbætur. Stærsta framtak Ólafsfirðinga eru hafnarbætur, og telja þeir, að þær séu undirstaða alls annars, og að framtíð byggðarlagsins velti fyrst og fremst á því, hversu tekst til um þær. Á hafnarbótum þessum var byrjað árið 1944. Eru það tveir garðar, sem byggðir eru fram, annar norðan við núverandi bryggju og gengur til vesturs, og er það aðal varnargarð- urinn, en hinn garðurinn er byggð- ur all langt fyrir vestan bryggjuna og gengur til norðurs. Þegar garðar þessir eru komnir lengd sína fram, mynda þeir mjótt innsiglingarop. Lengd garðanna er nú orðin 150 og 200 metrar, og mun rúmlega 1/3 vanta á fulla lengd hvors þeirra. í sumar sem leið var norðurgarður lengdur um 70 metra. Þá var í sam- bandi við hafnargerðina hafin bygg- ing á síldarsöltunarplani, sem orðið getur allt að 3000 ferm. stórt. S. 1. haust var hafin bygging á niðursuðuverksmiðju, stærð hennar er fyrirhuguð 840 ferm. tvær hæðir. Gert er ráð fyrir, að í verksmiðju þessari verði framkvæmd niðursuða á ýmis konar fiski, niðurlagning síld- ar o. fl., sem ætla má að hagkvæmt verði hverju sinni. Stendur bærinn fyrir byggingu verksmiðjunnar og hyggst reka hana. Áætlanir og undir- búning varðandi stærð og fyrirkomu lag hefir dr. Jakob Sigurðsson gert og Nýbyggingarráð samþykkt það og mælt með byggingunni. Útgerðin vex. Á s. 1, ári fengu Ólafsfirðingar þrjá nýja fiskibáta, tvo 50 tonna, smíðaða í Svíþjóð að tilhlutan ríkis- •tjórnarinnar, og einn 60 tonna, er •míðaður var í skipasmíðastöð KEA á Akureyri. Líka bátar þessir vel. Seint á s. 1. ári tók til starfa neta- verkstæði í Ólafsfirði, sem nokkrir. netagerðarmenn og útgerðarmenn byggðu. Er það all stórt hús og híð vandaðasta að sjá. Mun það verða mikið hagræði fyrir útgerðina að hafa þetta verkstæði á staðnum, og auk þess veitir það töluverða atvinnu. Þrjú s. 1, ár hafa verið byggð all Atvimiumál oy frarn- kvæmdír f ÓlafsflrOi. mörg íbúðarhús, árið 1945 voru 10 hús byggð, s. 1. ár voru 7 hús full- gerð. Þá eru nú í smíðum 10 íbúðir á vegum Byggingarfélags verka- manna. Stærsta húsbyggingin sem í smíð- um er, er barnaskólahús. Er skóla- hús þetta 460 ferm. stórt, tvær hæð- ir, auk leikfimihúss 140 ferm. að stærð. Eru þarna fyrirhugaðar 6 kennslustofur, sem rúma um 180 börn, kennslueldhús, smíðastofa, handavinnustofa, herbergi fyrir skólastjóra og kennara, búningsher- bergi drengja og stúlkna, hreinlætis- herbergi, íbúð ætluð umsjónarmanni, rúmgóðir gangar og geymslur. Er þess vænzt, að þarna geti auk barna- skóla, verið iðnskóli og gagnfræða- skóli. Fleiri byggingar eru í smíðum, svo sem nýtízku kjöt- og mjólkur- búð, sem útibú KEA er að láta tyggja- Árið 1945 var stofnað hlutafélag, sem hefir það markmið að koma upp samkomuhúsi og hóteli, sem fullnægi þörfum bæjarins í þeim efnum, auk þess eiga skrifstofur bæjarins að vera í þeirri byggingu. Að þessu stóðu svo til öll félög bæjarins, bærinn og fjölmargir einstaklingar. Var lítil- lega byrjað á framkvæmdum, en þegar dýrtíðin óx, og þó einkum vegna þess, að allt kapp'var lagt á að koma upp skólahúsi, var þessu sleg- ið á frest, en keypt gamalt samkomu- hús og það endurbætt og fengnar í það kvikmyndavélar. Vissulega er þó þörfin aðkallandi fyrir samkomu- hús og ekki síður hótel, eins og víðar mun vera. Mætti ætla, að ekki gleymd ist það hjá stjórnendum landsins að stuðla að slíkum byggingum, með því að veita til þeirra styrki og hag- kvæm lán. Vegamál. Á s. 1. ári var haldið áfram að leggja veg frá Ólafsfirði og yfir í Fljót. Því miður sóttist þessi vega- lagning seinna en vonir stóðu til, emkum Fljótamegin. Mun þar mestu hafa valdið vöntun á sæmilegum vinnslutækjum. Erfitt var og að skilja þá ráðstöfun, að þegar hausta tók, var vinnuflokkurinn í Stífíu íek- inn í burtu og færður að Siglufjarð- arskarðL Það raunalegasta við þá ráðstöfun var þó, að eftir það var ekkert unnið á hvorugum staðnum, því að tíð spilltist, svo að ekki þótti fært að vinna lengur við Siglufjarð- arveginn, og upplausn komst í vinnu- flokkinn á Lágheiði og hann hætti og hóf ekki vinnu aftur, þótt tíð væri svo góð allt til jóla, að vel væri þar vinnandi. Ólafsfirðingar og Fljóla- menn töpuðu því bæði atvinnu og nauðsynlegum samgöngubótum, enn um nokkurn tíma. Vonandi verður svo úr þessu bætt í sumar, að vegur- inn komist nú alla leið, og ár þær, sem á leiðinni eru, verði brúaðar. Nýsköpun. Þegar núverandi bæjarstjórn í Ól- afsfirði tók við, gerði hún með sér rnálefnasamning, sem var grundvall- aður á stefnu þáverandi ríkisstjórn- ar, og var þar í stórum dráttum samþ. 4 ára áætlun varðandi fram- kvæmdir á atvinnu- og menningar- málum byggðarlagsins. Áherzla var lögð á, að reynt yrði eftir megni að láta fjárhagsáætlanir standast. Sér- stök áherzla var lögð ó það að haga framkvæmdum þannig, að sem mest öryggi fengist fyrir atvinnu handa íbúunum, og skyldi það fyrst og fremst tryggt með því að stitðla að auknum atvinnurekstri. Hingað til hefir bæjarstjórn verið samhent um að vinna að framgangi þessarar áætlana sinna, og látið per- sónulegar og pólitískar erjur alger- lega niður falla. Með fullu samkoinu- lagi milli bæjarstjórnar og Verklýðs- og sjómannafél. Ól., fengu verka- menn kaup sitt hækkað í sumar til samræmis við aðra staði. Því miður er enn mikið atvinnuleysi í Ólafs- firði yfir vetrarmánuðina. Vænta má, ef niðursuðuverksm. kemst upp, að mikil atvinna skapist við það, og víst má telja, að útgerð eykst strax og betri hafnarskilyrði eru fyrir hendi. Þó mun útgerð mikið byggj- ast á því, að hér verði reist síldar- verksmiðja. Á s. I. ári skrifaði bæjar- stjórn stjórn síldarverksmiðja ríkis- ins og benti á þetta og óskaði eftir athugun hennar á möguleikum fyrii því, að hér yrði byggð lítil verk smiðja, og var þess vænzt, að nefnd in kæmi til Ólafsfj arðar til að at huga þetta. Því miður hefir síldar verksmiðjustjórnin ekki látið svo lítið að svara þessu, er fróðlegt að vita, hvert hin nýkjörna stjórn telur sig hafa sama rétt og hin til þess að virða ekki Ólafsfirðinga svars. Þótt framkvæmdir í Ólafsfirði, hin síðari ár séu smáar í samanburði við framkvæmdir stærri staða, munu þær hlutfallslega reynast all verulegar. Og Ólafsfirðingar hafa þurft að leggja mikið á sig til að framkvæma þær. Erfitt hefir verið að fá fullnægjandi lán til þeirra og hafa þær orðið þús- undum króna dýrari af þeim orsök- um. Vonandi verður það að ráði hjá hinni nýju ríkisstjórn, sem hagfræð- ingarnir hafa bent á, að skipuleggja betur en verið hefir framkvæmdir hinna ýmsu staða, og þá viðkomandi byggðarlögum og einstaklingum gef- inn kostur ó peningum til fram- kvæmdanna. Ólafsfirðingar eru yfirleitt ánægð- ir með þær framkvæmdir, er þeir hafa gert s. 1. ár, og þeir trúa ekki síður nú á framtíð síns byggðarlags, og þeim finnst, að það nærri séu þeir *nú því takmarki, að geta skapað sér menningar- og atvinnulegt öryggi, að þeir þykjast eygja það. En mikið veltur nú á því, hversu hinni nýju ríkisstjórn tekst að veita þeim þær aðstæður, að þeir geti fullkomnað sína nýsköpun. Ólafsfirðingar þrá skjótar aðgerð- ir ríkisstjórnar og Alþingis, svo að unnt verði að halda áfram þeirri riý- sköpun, er fv. stjórn hvarf frá. Þeim mun flestum ljúfara að sjá fram- kvæmdir í þeim efnum, og rökskrif dagblaðahna um vandamál þjóðar- innar, en lúalega illmælgi og róg- burð, sem undanfarið hefir fyllt dálka Tímans og Dags, í garð fv. ríkisstjórnar og þá fyrst og fremst hins mikla framfarafrömuðar, Ólafs Thórs, fv. forsætisráðherra. Asgrímur Hartmannsson. RÚSÍNUR KARTÖFLUMJÖLl Vömhúsið h.f. SjðmeoD Höfum fengið SÍÐSTAKKA úr gúmmí og léreffi Vömhúsið h.f. I. O. O. F. — 1283288% — Atkv. — Akureyrarkirkja. Kl. 11 f. h. barnaguðs- þjónusta. Kl. 5 e. h. messa: Ólafur Ólafs- son, kristniboði prédikar. í messulok verð- ur tekið á móti samskotum til kristniboðs- ins. Messur í Mölhuvallaklaustursprestakalli. Pálmasunnudag kl. 2, Skjaldarvík. Föstu- daginn langa kl. 1, Bakka. Páskadag kl. 1, Möðruvöllum og kl. 4, Glœsibœ. Annan í páskum kl. 1, Bœgisá. — Messa á skírdag auglýst síðar. Skágjirðingam'ót verður Jialdið að Hótel Norðurlandi næstkomandi laugardagskvöld. Góð skemmtiatriði. Aðgöngumiðar verða seldir í verzlun London og Vöruhúsi Ak- Ureyrar á fimmtudag og föstudag. Þar liggur og frami listi og geta þeir, sem vilja gerast meðiimir í hinu nýstofnaða Skagfirðingafélagi hér ritað nöfn sín þár á og greitt árgjaldið. Ævisaga Lárusar J. Rist, sundkennara, „Synda eðn sökkva“, er nýkomin í hóka- verzlanir hér. Bók þessi er hin vandaðasta að öjltlm frágangi og hin myndarlegasta. Útgefandi bókarinnar er Sigurjón L. Rist. Ritdómur um bókina mun birtast hér í biaðinu síðar. Kvenfélagið „Hlíf“ hefir vinnufund að Hótel KEA n. k. fimmtudagskvöld kl. 8,30. Frá starfinu í Zíon. Samkomur kl. 8.30 síðdegis þrjá daga í viku: Miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga. Kvikmyndasýning laugard. kl. 8,30 síð- degis, en sérstök barnasýning kl. 6. — Sunnudagaskóli kl. 10,30. Ólafur Ólafsson. Hjálprœðisherinn. Föstud. 28. marz kl. 6: Barnasatnkoma. Kl. 8,30: Opinber sam- koma, ein- og tvísöngur. Sunnud. 30. marz kl. 11: Helgunarsamkoma. Kl. 2: Sunnu- dagaskóli. Kl. 6: Barnasamkoma. Kl. 8,30: Hjálpræðissamkoma. Foringjar og hermenn taka þátt í samkomunum. Allir velkomnir! NÝKOMIÐ: Hrísgrjón Laukur Hænsnafóður Verzlun Björns Grímssonar Sími 256. tösssssssaösssssssssassíssassíssssssasssssssss&sst VERZLUNAKPLÁSS í húsi voru í Gránufélagsgötu 4 er til leigu frá næstu mánaðamótum. Búðin er með nýtízku innréttingu fyrir matvöruverzlun rúmgóðri geymslu og snyrtingu. P.rentsmiðja Björns Jónssonar h.f. Gránufélagsgötu 4 — Sími 24.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.