Íslendingur


Íslendingur - 02.04.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 02.04.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. apríl 1947 ISLENDINGUR Júlíus fiavsteen, sýslumaður Landhelgi Islands í 3. gréin minni lét ég í Ijós skoð- un mína á nauðasamningnum frá 24. 'júní 1901 og komst að þeirri niður- stöðu, að samningur þessi væri úr gildi fallinn gagnvart hinu íslenzka lýðveldi og ástæðulausl og beinlínis varhugavert að segja honum upp, því að með uppsögninni væri gefin viðurkenning um gildi hans fyrir íslendinga enn í dag. Geng ég þess ekki dulinn, að um þessa niðurstöðu mína verða skiptar skoðanir og hún gagnrýnd jafnvel hér heima og þó meira af Englend- ingum og Dönum, en æskilegt væri vegiía málefnisins, að mótbárur kæmu sem fyrst fram. Liggur þá næst fyrir að athuga lög 19. júní 1922 um rétt til fisk- veiða í landhelgi. Lög þessi eru að því leyti merk, að þau sameina í eina heild eða einn lagabálk ýmis- legt lagaslitur urn fiskveiðar í land- helgi, allt frá tilskipun 12. febrúar 1872 til laga nr. 27, 11. júlí 1911. Lagabálkurinn er í 14 greinum og má skipta honum í tvennt, þannig, að fyrstu fimm greinarnar eru bein, ótvíræð lagafyrirmæli, hvert öðru betra og nauðsynlegra, en greinarn- ar 6. til 11. meira eða minna undan- tekningar f rá fyrstu 5 greinunum og þarf ekki að rökstyðja, hversu þetta hefir dregið úr og spillt tilgangi lag- anna, sem er sá einn, sem sagður er í fyrstu grein þeirra og hljóðar þannig: „Fiskveiðar í landhelgi við ísland rnéga íslenzkir ríkisborgarar einir reka og má aðeins hafa íslenzka báta eða skip til veiðanna.'" Enn- fremur er sagt í 2. gr.: „Það er í lög- um þessum kallað íslenzkir bátar og skip, er íslenzkir ríkisborgarar einir eiga." Báðar þessar lagagreinar eru sjálf stæðar, en þeim til áherzlu eru og sett fyrirmæli um hegðun útlendinga á landhejgissvæðinu í 3., 4. og 5. grein. í 3. gr. er erlendum fiskimönn um leyft að leita skjóls við strendur landsins til þess að bjarga sér undan stormi og óveðri. Annars er bannað útlendingum að hafast við við land eða í höfn til þess að reka þaðan fiskveiðar utan landhelgi. Og enn- fremur segir í síðari málsgrein 3. gr.: „Það er og bannað erlendum skipum að verka veiði í landhelgi eða í höfnum inni, sem og bannað öllum öðrum en íslenzkum ríkisborg- urum að flytja veiði sína í landhelgi eða á land til þess þar að verka , hana." 5. gr. segir: „Er erlend síldveiði- skip eru í landhelgi, skulu þau hafa bátana á þilfari á venjulegum stað og vörpu eða nætur innanborðs, þó ekki í bátunum." í þessari síðast- nefndu grein má heita orðrétt tekin upp 1. gr.laga nr. 27,1911, en þau lög voru aðeins tvær greinar, hin síðari um sektarákvæði 100—1000 kr. fyrir brot á 1. gr. en þegar lögin • voru birt og gengu í gildi 11. júlí 1911. varð gremja útlendra sildveiði- manna hér við Norðurland svo mikil, einkum NorSmanna, aS þeir gerSu aSsúg aS settum aSstoðarlögreglu- stjóra á Siglufirði og varð hann aS Á ALÞJÓÐAVETT- ---------VANGI.--------- leita skjóls í kirkjunni gömlu til þess aS forða sér og aðstoðarmönnum sínum frá líkamlegum meiðslum og ofbeldi. Frá þessum skýru lagafyrirmælum eru svo leyfð frávik eða undanþág- ur, eins og að framan segir, í næstu 6 greinum, að vísu fremur lítilfjör- leg, en nægileg til þess að draga úr anda og virðingu laganna og jafn- framt til að gefa þeim þjóðum út- lendum, sem vildu lögin feig, undir fótinn. Stærsta frávikið var „Salt- kjötssamningurinn" svonefndi, sen auglýstur var 10. marz 1939, þar sem heita má, að ekki einungis norsk um síldveiðiskipum heldur og með lokabókun samningsins 27. febrúar 1939 öllum norskum fiskiskipum séu gefnar undanþágur meiri og minni frá öllum aðalgreinum laga 19. júní 1922 og þannig dregið mjög úr mætti þeirra og tilgangi. Þar sem búið ér-nú sem betur fer, aS segja upp þessum vandræðasamn- ingi og hann úr gildi fallinn í sept- eniber árið sem leið, skal ekki frekar á hariri- minnst, aðeins taka fram, að frumburðarrétturinn til íslenzkr- ar landltelgi og íslenzkra hafna er of dýr lil þess að.h'ann sé látinn fyrir sölu á 896 smálestum af spaðketi eða stórhöggi, þótt ísleiizkt sé. Hann er ekki til sölu. I þessu sambandi tel ég rétt að geta þess að sú fregn flaug fyrir bæSi í Reykjavík og Siglufirði í febrúar s. 1. að Norðmenn hefðu hug á því að koma með fljótandi síldar- olíuverksmiðju hingaS til Norður- landsins á næstunni, þó ekki yrði á þessu ári, en til þess að óhætt væri að senda svona skip eða ferlíkan norður í íslandsála eða Dumbshaf, þyrfti. að'fá til afnota íslenzka höfn a. m. k. eina. Vonandi er hér aðeins um kvik- sögu að ræða, því aS ekki sýnir hím hlýhug til okkar af hálfu Norð- manna og því síður virðingu fyrir sjálfstæSi okkar og verzlunarviti, en máske er þeim nokkur vorkunn að meta okkur ekki slynga samninga- menn eftir viðkynninguna 1939. í þessu sambandi skal þess getið, að Krossanesverksmiðjan er upphaf- lega gerð úr síldarbræðsluskipi, sem „Hevzeka" hét en var ýmist kallaS Erikka eða bara Rikka, og þaS heyrðist mér á mönnúm þeim, sem lögðu skipið að við festar í Syðra- Krossanesi, og tóku úr því vélarnar, að af bræðslunni um borð hefði enginn arður fengist. En hvort heldur það eru Norð- menn e.ða aðrar þjóðir útlendar, sem fala íslenzkar hafnir tiL veiðiafnota, eins og leitast er við á Grænlandi, þá skulum við íslendingar svara slíkum málaleitunum einum rómi: Nei og aftur nei. Engin þjóS Norðurálfunnar ligg- ur eins viS síldargöngum á sumrin eins og Islendingar. ViS þurfum ekki aS byggja fljótandi verksmiSjur til þess aS hagnýta síldina, aSeins velja þá staSi réttilega, þar sem bezt eru þau ytri og innri skilyrSi til þess að reisa síldarbræSslustöSvar, og á ég viS með hinum ytri skilyrð- um við staði, sem liggja sem næst hinurrí miklu síldargöngusvæðum milli Langaness og Horns en þó eink- um milli Sléttu og Skaga, því að þar er síldin tíðust og mest eins og reynd ar alþjóð er kunnugt. Með innri skilyrðum á ég við góðar hafnir, nægar bryggjur, vatnsveitur, raf- magn, matvæli nægileg, einkum mjólk og ket, ogsíSast en ekki sízt staSi vel byggilega sökum lnndkosta, sœmilega þéttbýla, svo mannfólkiS þar geti fengið næga vinnu um leið og þaS flýtir fyrir afgreiSslu flotans bæði við bræðslu og söltun síldar. Áður en ég læt útrætt um lögin frá 19. júní 1922, %em ég hefi ialsverS- an kuimugleik á og oft orðiS aS beita, skal fram tekiS, að fram er komið á Alþingi frumvarp um að breyta aðeins 13t gr. laganna þ." e. sektarákvæðunum og hækka þau að miklum iiiun, tífalda sum. hundrað- falda önnur o. s. frv. VíS frumvarp- ið hefi ég þetta að athuga. Aiínars vegár gengur það of skainmt til ræki- legrar athugunar, einkum 6.—13. gr. Hins vegar er máske full langt farið, aS ég ekki segi hættulega hátt meS hækkun sekta, því aS þaS er ekki viS lömbin aS leika sér, aS stórsekta og. gera upptæk veiðarfæri og skip útlendra þjóða og fátt er þeim við- kvæmara en scktarákvæðin. Betra að hafa sektirnar minni og jafnari en að eiga það á hættu, að farið sc kring- um sektarákvæðin með réttarsekt samkvæmt ábendingu frá æðri stöð- um. Annars þarf að vinda bráðan bug að því að ganga frá frumvarp- inu, ef það er ætlun Alþingis að hækka sektirnar og það er augljóst, að talsverð hækkun þeirra frá því, sem nú er, er óumflýjanleg, en vand- lega þarf að auglýsa og tilkynna iil útlanda slikar hækkanir, ekki sízt í Noregi og Svíþjóð, svo ekki endur- taki sig sagan frá 1911. Það er ekki síður þörf á því, að hafa velmönnuð varðskip og lög- reglu, sem er hvorttveggja í senn reglusöm og árvökur og þarf að hafa hana á fleiri stöðum Norðanlands en á Akureyri og SiglufirSi, ekki sízt, ef allt á aS gera í senn, sekta, gera upptæka veiði og kyrrsetja veiðiskip. En hvað sem nú viðvíkur einstök- um lagabreytingum þá er það smá- Mikiívæg orðsending Afstaða Bandaríkjanna til Grikk- lands og Tyrklands og rœður þeirra Truman og Acheson í því tilefni, er enn aðalumrœðuefni heimsblaðanna. Ameríska blaðið „Time" kemst svo að orði um þetta mál: Á kyrrlátu kvöldi, 171 ári eftir að* amerísku nýlendurnar brutust undan brezku krúnunni, afhenti brezka heimsveldið Washington feiki legt ábyrgðarhlutverk, stílað til George Marshall í umboði banda- rísku þjóðarinnar. Marshall hafði aðeins verið utan- ríkisráðherra í fimm vikur og var í óða önn að búa sig undir Moskvu- ráSstefnuna um þýzku friSarsamn- ingana, þegar brezka skeytiS barst, sem tjáði honum, að eftir 31. marz gætu Bretar ekki lengur aðstoðað Grikkland og Tyrkland. Marshall skildi þegar, að meira fólst í þessum orðum. Ur því að Bretar gátu ekki lengur — meS tiltölulega litlum kostnaSi þó — haldiS þessari varnar- aðstöSu sinni í baráttunni viS Rússa í Evrópu og löndunum við austan- vert MiSjarSarhaf, voru þeir ófærir um að halda nokkrum mikilvægum stöðvum. Ef Grikkland og Tyrkland féllu, myndi ítalía, Frakkland, Ind- land og Indónesía brátt fara sömu leiSina. Öldungardeildarþingma.Sur nokk- ur, sem heyrði þessi tíðindi í Hvíta húsinu, eagði:. ..Þetta eru mikilvæg- ustú tíðindin, síðan stríðsyfirlýsing- in var gefin út." Það var eins með þetla og árásina á Pearl Harbor. Bretar lögðu hér ábyrgS á herðar Bandaríkjastjórn, sem ógerlegt var að komast undan. Marshall var ekki algerlega óvið- búinn brezku tilkynningunni þann 27. febrúar 1947, en vera kann, að sá dagur geymist í sögunni sem upp- haf nýrrar og ákveðnari utanríkis- stefnu Bandaríkjanna. Hann hafði þegar í upphafi skoðað för sína til Moskva ekki aðeins fara til milli- ríkjasamninga um Þýzkaland, held- ur sem þátt í alheimsbaráttu, þar sem Bandaríkin væru í broddi fylk- ingar fyrir þeim öflum, er reyndu að stöðva útþenslu Ráðstj órnarríkj - anna. Maður nokkur, sem er nátengdur ræði hjá landhelgismálinu sjálfu. Það þolir enga bið. Þó að landhelgin sé aðeins fram- lengd um einn mílufjórðung og ís- lenzkum fjörðum og flóum lokað annesja á milli fyrir veiði útlend- inga, en til þessa höfum við ótví- ræðan, bæði sögulegan og lagalegan rétt, þá.eru ÖÍI beztu síldveiðisvæðin og þorskveiðimiðin í okkar höndum eins ogn'era ber og að þes&u eigum við án frekari undandráttar að keppa. 20. marz 1947 J. J. H. utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og veit gerla, hvað þar hefir verið að gerast síðasta mánuðinn, gaf þessa lýsingu á aðstöðu Bandaríkjanna í heimsstj órnmálunum: ,,.... Ekkert væri nú skaðlegra heldur en telja Bandaríkjaþjóðinni trú um það, að um væri að ræða þýzkt vandamál. Vandamálið er ekki Þýzkaland heldur Rússland. Það, sem er að gerast, er það, að samtímis því, að vér erum að búa oss undir að fara til Moskva til þess að fást við eitt af vandamálum vor- um við Rússa, þá geisar í rauninni alls staðar stríð — í Grikklandi, Frakklandi, Kóreu og mörgum öðr- um stöðum. I því stríði erum við að lúta í lægra haldi. Það er enn til fólk, sem heldur því fram, að ekki sé endilega víst, að kommúnistaflokkar allra landa vinni eingöngu fýrir Rússa. Ekkert er heimskulegra en slík skoðun. Vér erum að styðja Rússa í baráttunni, þegar blöð vor géfa í skyn, að vér höfum gleymt heimsstyrjöldinni, og þegar vér tölum um „samninga" við Rússa. Reynslan hefir nú sannað oss, aS viS þá er ekki hægt aS semja. AnnaS hvort er aS láta undan þeim eSa segja „nei". MaSur þessi (serii ekki er George Marshall) var spurSur að því, hvort einbeitt mótstaða gegn Rússum mjrridi ekki leiða af sér nýjar ákær- ur um „vestræna yfirdrofílnunar- stefnu". Hann svaraði: „Það breytir engu. Þeir halda því hvort sem er þegar fram. En það mun gera oss auðveldara að fá fólk til að skilja það, að vér verðum að safna öllum vorum kröftum og orkulindum til þess að geta staSizt þau átök, sem framundan eru. Ella munu Rússar halda áfram framsókn sinni. ÞaS er ekki til þaS land i öllum heiminum, þar sem þeir ekki hafa reynt aS hag- nýta sér sérhvert stj órnmálalegt eða fjárhagslegt öngþveiti." Geigvænleg tíðindi ,-VERKAMAÐURINN" telur það geigvænleg tíðindi, að Bandaríkja- stjórn virðist staðráðin í því að stöðva yfirgang kommúnista víðsveg- ar um heim. Vissulega ber að harma það, hversu mikið suridurlyndi er ríkjandi með þjóðum heimsins, en „Verkamaðurinn" getur naumast ætlazt til þess í alvöru, aS vestrænu lýðræðisríkin láti endalaust undan yfirgangi Rússa, og láti þá með stuðn ingi kommúnistiskra skósveina sinna hneppa hverja þjóðina eftir aðra í fjötra kommúnistiskrar harðstjórnar og einræðis, sem virðist engu betra en nazisminn og facisminn á sínum tíma. Hins vegar er skiljanlegt, að erindrekum austræna einræðisins hér á íslandi þyki það geigvænleg tíð- indi, ef lýðræðisöflin ætlafyrir al- vöru að fara að spyrna við fótum..

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.