Íslendingur


Íslendingur - 07.05.1947, Qupperneq 3

Íslendingur - 07.05.1947, Qupperneq 3
MiSvikudaginn 7. maí 1947 ISLENDINGUR 3 Eggert Stefánsson syngur í Nýja Bíó næstkornandi fimmtu- dagskvöld. Lelia og Eggert Stefánsson. ast um heíminn. Það mun óhætt að íullyrða, að ísland sé honum öllu öðru dýrmætara. Lýzt vel á Akureyri. Kona Eggert er ítölsk. Lét hún vel yfir dvöl sinni hér á landi og lét í Ijós. sérstaka aðdáun á dugnaði ís- lenzka kvenfólksins. Akureyri kvað hún sérstaklega aðlaðandi bæ og um- hverfið fallegt. • Væntanlega fjölmenna Akureyr- ingar í Nýja Bíó n. k. föstudags- kvöld. Söngskemmtunin hefst kl. 9, og er það mun hentugri tími, en verið hefir um söngskemmtanir. -— Aðgöngumiðar eru seldir í Bókav. Þ. Thorlacius, og þar fæst einnig hljómplatan með „Oðnum“ Frú Þyri Eydal annast undirleik fyrir söngvarann. Vörubíist'jórafélag stofnóð ■ Skagofirði Myndin tekin á 25 ára hjúskap Eggert Stefánsson, söngvari, er koininn hirigað til bæjarins ásamt konu sinni. Þau hjón búa í Hótel KEA meðan þau dveljast hér í bæn- um. Tók Eggert með sínum alkunna innileik á móti ritstjóra blaðsins, er hann heimsótti söngvarann til þess að spyrjast fyrir um söngskemmtun lians hér núna og framtíðarfyrirætl- anir. „Það er alltaf gaman að koma íil Akureyrar,“ sagði Eggert, „og bið ég yður að skila hjartans kveðju ininni til Akureyringa með þökkum fyrir margar ánægj ustundir- hér. Þótt þetta sé síðasta söngskemmtun mín á Akureyri, er ég þó engan veg- inn að kveðja bæinn fyrir fullt og allt, því að ég mun væntanlega koma lringað öðru hverju til þess að kynna ritverk mín. Annars erum við hjón nú á leið til Ítalíu, og er þetta eiginlega viðkomustaður í leið- inni, en margir höfðu skorað á mig að koma hingað norður, og vildi ég ekki fara utan, án þess að fullnægja þeim óskum vina minna.“ Hvernig verður söngskemmtuh yð- ar hagað hér? —- Eg mun að mestu leyti flytja sömu söngskrá og á kveðjuhljóm- leikum mínum í Reykjavík. Eru það lög eftir Kaldalóns, Monteverdi, Caccini, Forster, Mario, Cesarino, de Curtis og^ Sullivan. Þá hefi ég hugsað mér að lála leika „Óðinn íil ársins 1944“, en liann las ég inn á hljómplötu vestan hafs. Góðir vinir mínir hér sjá um allan undirbúning söngskemmtunarinnar, og þarf ég ekkert fyrir því að»hafa. Og þér œtlið svo að helga yðnr ritstörfunum? — Já. Eg er nú að vinna að bók um för mína íil Vesturheims í fyrra, en síðan hefi ég hugsað mér að rita einkum um lýðveldið og reyna að glæða skilning þjóðarinnar á því, því að hún virðist ekki skilja til hlýt- ar, hversu stórkostlegur og dásam- legur atburður stofnun lýðveldisins var í sögu þjóðarinnar. Það er aðdá- arafmœli þeirra. unarvert, að smáþjóð skuli þora að stíga slíkt spor, en það þarf mikla árvekni og fórnfýsi til þess að varð- veita lýðveldið. Mikill föðurlandsvinur. Eggert Stefánsson hefir ætíð látið sér annt um sóma og heiJður ættjarð- ar sinnar, og hann hefir verið hinn veglegasti sendiherra þjóðar sinnar hvarvetna, þar sem hann hefir ferð- Fyrir nokkru var slofnað félag vörubifreiðastjóra í Skagafirði. Nefn ist það „Fálkinn“ og voru stofnend- ur 15. Stjórn félagsins skipa: Formaður Hálfdán Sveinsson, Sauðárkróki, varaformaður Jón Jónsson, Hofi, ritari Árni Gíslason, Sauðárkróki, gjaldkeri Jóhannes Hannesson og meðstjórnandi Sveinn Guðmunds- son. Félagið hefir gengið í Alþýðu- samband íslands. Sildarbr æ ðslnstöðiii Daoveríareyrl h.f. tilkynnir: Allir þeir verkamenn, sem hjá oss unnu síð- astliðið sumar, eru áminntir um að segja til, hvort þeir ætli sér að vinna hjá oss næsta # * sumar, og gera það eigi síðar en 1 5. maí n. k. Framkvæmdastjórinn. Nokkur skrifborð fyrirliggjandi. — Húsgagnavinnustofa Ólafs Ágústssonar & Co. Vil kaupa góðan sendiferðabíl eða Jeppbil eða leyfi fyrir nýjum Jeppa. — Tilboð- um sé skilað á afgreiðslu íslendings fyrir laugar- dag 10. þ. m. — Merkt: „Jeppi“. Stór 2 fataskápnr HERBERGI til leigu, með sérinngangi. rafsuðuplata, rúmstæði og Á sama stað er til sölu borð- stór píanókassi til sölu. — stofuborð og stólar og tvö- Anna Sveinsdóttir, Aðalstræti 12 faldur klæðaskápur. Uppl. í síma 309. Alúðar þakkir vottum við þeim, er veittu okkur aðstoð og á annan hátt sýiydu okkur hluttekningu við andlát og jarðarför föður og tengdaföður okkar Áðalsteins Einarssonar. Einar Aðalsteinsson. Sigríður Björnsdóttir. ............................................■«■..... nww im Þökkum innilega auðsýnda samúð og lijálp við fráfall og jarð- 3 arför systur okkar, Sigurlínu Jónsdóttur. Kristín Jónsdóttir. Sigtryggur Jónsson. Konan mín Svava DaníeSsdóttir, sem andaðist 29. apríl sl. verður jarðsett laugardaginn 10. maí n. k. og hefst athöfnin með húskveðju kl. 1 e. h. á heimili okkar Bjarma- stíg 11, Akureyri. Fyrir hönd vandamanna Guðmundur B. Árnason. I. 0. G. T. Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 5 hefst í Skjaldborg á Akureyri næstk. laugardag 10. maí kl. 8,30 síðd. Þess er óskað, að fulltrúar og aðrir umdæm- isstigmenn mæti sem flestir á þinginu og taki þátt í störfum þess. Jóhann Þorvaldsson Jón Kjartansson Umdæmistemplar Umdæmisritari Oðurinn til ársins 1944 eftir Eggert Stefónsson, innlesinn á hljómplötu af höfundi, fæst í örfáum eintökum, í Békaverxl. Þorst. Thorlaciusar, Akureyri Glæsilegasta endurminning í orði og tón um lýðveldisstofnunina. TILKYNNING » FRÁ SÍLDARVERKSMIÐJUM RÍKISINS Utgerðarmenu og útgerðarfélög, sem óska að leggja bræðslusíldarafla skipa sinna upp hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á komandi síldarvertíð, tilkynni það aðalskrif- stofu vorri á Siglufirði í símskeyti eigi síðar en 15. maí næstkomandi. Sé um að ræða skip, sem ekki hafa skipt áður við verk- smiðjurnar, skal auk nafns skipsins tilgreina stærð þess og hvort það geti hafið síldveiði í byrjun síldarvertíðar. Sanmingsbundnir viðskiptamenn ganga fyrir öðrum um móttöku síldar. Síldarverksmiðjur ríkisins. - Auglýsið í „íslendingi“ -

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.