Íslendingur


Íslendingur - 07.05.1947, Qupperneq 5

Íslendingur - 07.05.1947, Qupperneq 5
Miðvikudaginn 7. maí 1947 ÍSLENDINGUR 5 Kíigun Eysírasaltsrikjanna Rússar eru að útrýma Eystrasalts* þjóðunum. Ofbeldi Rússa gagnvart Eystrasaltsríkjunum er glöggt dœmi um það, hversu réttindi smáríkjannci, eru lítils metin af valdhöfunum í „ríki sósíal- ismans“. Jafnhliða því, sem Rússar og kommúnistiskir erindrekar þeirra víða um heim saka aðrar þjóðir um heimsyfirráðaslefnu, halda þeir hin- um frelsisunnandi þjóðum Eystrasaltslandanna í heljargreipum sínum. Vestrænu þjóðirnar hafa að vísu ennþá neitað að viðurkenna innlimun Eystrasaltsríkjanna, en þessar þjóðir virðast þó alveg hafa gleymzt í hin- um fjálglegu umrœðum um frelsi og sjálfstœði til handa öllum smáþjóð- um. Það mun heldur naumast enginn vera í vafa um, hvernig upplitið yrði á skósveinum Rússa hér á íslandi, ef vestrænu lýðrœðisþjóðirnar settu fram ákveðnar kröfur um frelsi handa þessum þjóðum. Stáltjaldið. Þjóðsöngur Letta er sorgarsöng- ur, tákn þeirrar þrælkunar, sem þessi þjóð hefir orðið að búa við í landi, þar sem jarðvegurinn er ófrjór og sólin köld, en erlendir drottnarar þó ennþá harðneskjulegri. Öldum sam- an hafa bændur Eystrasaltsríkjanna þrælað fyrir drottnara sína — Svía, Rússa, Pólverja og Þjóðverja. Nú búa þeir við nýja tegund þrælkunar gamals húsbónda. Þeir þræla fyrir Rússland kommunismans. Með byssustingjum rauða hersins vóru Lettar, Litháar og Eistlending- ar iieyddir til þess að sameinast Ráð- stjómarríkjunum árið 1940. Allt frá þeirti tíma iiefir gluggi Rússlands að Eystrasalti verið vandlega lokaður. Lithái nokkur sagði nýlega: „Við tölum ekki um járntjaldið, því að það er ekki nægilega sterkt orð. Land okkar liggur bak við stáltjaldið“. Það er hægt að draga upp sæmilega glögga mynd af ástandinu bak við stáltjaldið með því að styðjast við frásagnir flóttamanna, bréf, orðróm og opinberar tilskipanir Rúsaa. Ógnarnafnið „Varkuta". Áður en stáltjaldið féll, vissi heim- urinn, að Eystrasaltsþjóðirnar voru vel menntaðar og hraustar bændá- þjóðir, hertar af baráttunni við öfl- un matfanga úr skauti hinnar harð- sóttu náttúru landa sinna. Yfir þeim hvílir virðuleikablær, en þó kunna þeir vel að njóta fábrotinna og ó- dýrra skemmtana. Á sumrin stund- aði fólk sund við hinar löngu, skógi vöxnu strendur Rigaflóans. Oft synti fólk nakið, karlmenn snemma á morgnana og kvenfólk siðar um dag- inn. Gætti lögreglan þess, að allir úr fyrri hópnum væru farnir á tilsett- um tíma. Á Jónsmessunótt þyrptist fólkið þúsundum saman inn í hina víðáttumikla skóga og söng þar villta söngva, sem bergmáluðu út yf- ir hin víðáttumiklu vötn. Nú geyma hljóðir skógar Lettlands hatursfulla „skógabræður“, skæruliða, sem berj- ast gegn Rússum. Eystrasaltsþj óðirnar voru stoltar af hinni sérstÖku menningu sinni. Fólk þyrptist á söngleika og ballet- sýningar og þótti gaman að rifja upp minningar um það, þegar Robert Casadesus hélt hljómleika í Riga og Chaliapin söng í Ríkisóperunni. Nú eru aðeins eftir örfá leikhús, flest rússnesk, og fólkið er engan veginn í skapi til þess að fara í leikhús. Einn flóttamaður segir: „13. júní 1946 var ég í Vilna og sá með eigin aug-' um 3000 menn flutta úr aðalfangels- inu til járnbrautarstöðvarinnar. Það átti að senda þá til Síberíu. Eftir að hafa séð slík andlit, langar mann ekki til þess að fara og horfa á söngleik.“ Á fimrn ára fresti var það venja í Tallin að safnast saman til sönghá- tíðar „Laulupidu“, þar sem sungu 15 þúsund manns og 3 þúsund manna hljómsveit lék undir. Nú er „Laulu- pidu“ ekki lengur haldin. Eistlend- ingar segja erfitt að fá nú nægilega marga karlmenn í kórinn. Rússar beita hér, sem annars stað- ar, pólitískri ógnarstjórn. Flóttamað- ur skýrir svo frá: „Eg veit, að það hljómar einkennilega, en sannleikur- inn er þó sá, að okkur, sem sluppum til Póllands, finnst þar ríkja hið dá- samlegasta lýðræði og frelsi í saman- burði við það stjórnarfar, sem við bjuggum við. MGB (áður NKVD — rússneska leynilögreglan) starfar þannig í borgum okkar: MGB hefir eftirlitsstöð í hverju bæjarhverfi, og í hverju húsi er spæjari frá leynilög- reglunni. Spæjarar þessir hafa svo eftirlit hver með öðrum. Einn þeirra fer t. d. til annars og segir: „Það er Ijótt að heyra um alla þessa ógnar- stjórn í Rússlandi“. Hinn segir: ,,Er það?“ Skömmu seinna er sá síðar- nefndi kallaður fyrir MGB-lögreglu- foringjann, sem segir hann vera sek- an um borgaralegan áróður. „Minnistu þess ekki, að fyrir skömmu talaði maður nokkur fjand- samlega við þig í garð Rússlands? Því skýrðir þú ekki frá því?“ Hvarvetna ríkir óttinn við Síberíu. Sögurnar, sem ganga manna á með- al, eru ljóst dæmi um þétta, þótt þær kunni að vera eitthvað ýktar. Ein sagan er þessi: „Varkuta heitir stað- urinn, sem þú verður sendur til. Það er borg — eða öllu heldur fangabúð- ir — sem Rússar reistu árið 1943 handan við Uralfjöll. Þar eru kola- námur, sem ná yfir 4000 fermílur og 1.500.000 menn vinna þar í þrælkun- arvinnu. Þarna ríkir heimskauta- kuldi, og jörðin er svo frosin, að ekki er hægt að grafa þá, sem deyja, lieldur eru líkin látin liggja á frosnu mýrlendinu, þar til úlfarnir og önnur villidýr rífa þau í sig.“ Kommúnistar og Rússar njóta sérréttinda. Það er fátæklegt um að litast í verzlunum í Riga nú, og MGB notar veitingahúsin í Vilna sem fangelsi. Líf manna er engu öruggara en í Rússlandi, þótt fæða sé meiri. Einn flóttamaður slcýrir svo frá: „Það er engin hungursneyð, en það er ekki Rússum að þakka, heldur er ástæðan sú, að þjóðin er svo einhuga, að hver sá, sem á við neyð að búa, fær hjálp. Matur er ennig sífellt til reiðu handa leynihreyfingunni.“ Venjulegur verkamaður fær um það bil 300 rúblur í kaup á mánuði (um það bil andvirði tveggja punda af reyktum pylsum). Hins vegar njóta hinir nýju drottnarar, þ. e. rússnesk- ir embættismenn, verkfræðingar, „hetjur Ráðstjórnarríkjanna“ og inn lendir kommúnistagæðingar sér- stakra forréttinda. Matarskammtur þeirra er m. a, 16 pund af kjöti á mánuði, sérstök veitingahús eru handa þeim, sérstök böð, skemmti- sýningar og tónleikar. Rigabúar segja nú raeð beiskju: „Það eina, sem þeir bíða nú eftir, er sérstakt vændiskvennahús.“ Rússneska stjórnin vinnur ötullega að innflutningi Rússa til Eystrasalts- landanna, og Rússar. vilja gjarnan flytja 'þangað, því að þeim finnst lífið þægilegra þar en í Rússlandi. Rússnesku áhrifin vaxa líka stöðugt. í Tallin fæðast t. d. jafnmörg rúss- nesk og eistlenzk börn. Mörgum skól- um og kirkjum hefir verið lokað, rússneskan er orðin hið opinbera mál (eins og-4 keisaratímanum) og kommúnisminn hin opinbera trú. Rússnesku lénsherrarnir. Hvergi er hin nýja þrælkun jafn augljós og í sveitunum. Stórjarðirn- ar — sem eftir fyrri heimsstyrjöld var skipt niður í meðalstóra búgarða — hafa nú aftur verið sameinaðar í feikistóra „Sovkhozy11 (ríkisbú- garða). Þar vinna bændurnir næst- um því sem þrælar rússnesku léns- herranna. Búgarðar þeir, sem enn eru í eingaeign, eru skyldaðir lil svo mikillar framleiðslu, að venjulega er það miklu meira inagn en bóndi, hús- dýr og jarðvegur geta framleitt (næstum helmingur alls búfjár Eystrasaltsþjóðanna var drepinn eða fluttur á brott á stríðsárunum). Tak- ist bændunum ekki að framleiða eins mikið og þeim er skipað, eru þeir annaðhvort fluttir til Síberíu eða neyddir til þess að fara í verksmiðju- vinnu. Niðurstaðan er sú, að mikið land verður óræktað. Rússar flytja allt í burtu, allt frá hestum, sem Eystrasaltsþjóðunum þykir svo vænt um, að þær semja ljóð um þá, til timburs, sem þeir höggva í keisaraskóginum við Riga. Rigabúar minnast þess með eöknuði, Otan úr lieími Katiada: Konnnúnistar fóru fyrir skömmu miklar hrakfarir við aukakosningar í kjördæmi því í Kanada, sem hing- að til hefir verið helzla virki þeirra. Var kosinn jiingmaður í stað komm- únistaþingmannsins og landráða- mannsins Fred Rose, sem nú situr í fangelsi fyrir njósnir í þágu Rússa. Frambjóðandi frjálslyndra vann nú þingsætið með miklum meiri liluta fram yfir kommúnistaframbjóðand- ann. Frjálslyndir fara nú með stjórn í Kanada og hafa hreinan meiri hluta á þingi — 127 á móti 117 — og er sigur flokksins í þessu kjör- dæmi talinn tákna viðurkenningu kjósendanna á hinni einbeittu slefnu stjórnarinnar í rússnesku njósnamál- unum. Bretland: Þótt brezkur iðnaður sé nú kom- inn yfir hina miklu erfiðleika vetrar- ins, er þó langt frá því, að hann sé kominn í viðunandi horf. Megin- ástæðan er sú, að mikið af iðnaðar- vélum og verksmiðjum landsins er orðið svo úrelt, að óhjákvæmilegt er að endurnýja þær. Þetta kostar hins vegar feikna fé og vafasamt, hversu stjórninni tekst að afla þess. Ekki er gert ráð fyrir, að Bretar muni fara fram á viðbótarlán í Bandaríkjun- um, en ekki talið ólíklegt, að þeir muni reyna að fá Bandaríkin til þess að lána viðskiptaþjóðum Breta í Ev- rópu, svo að þær verði þess megn- ugar að kaupa brezkar iðnaðarvör- ur. Jndland: Ákvörðun Breta að yfirgefa Ind- land hefir leitt til þess, að enskar fjölskyldur vilja í stórhópum flytja til Englands. Bíða þúsundir manna eftir farrými í Bombay og öðrum indverskum höfnuin. er þeir fóru þar á skíðum milli há- vaxinna, norrænu furutrjánna í glitr- andi skini hinna stuttu vetrardaga. Meginhluti Eystrasaltsþjóðanna sættir sig við örlög sín með döprum huga, að undanteknum skæruliðun- um og þeim, sem heppnast að sleppa úr landi. Fólk veit, að þótt vestur- veldin hafi ekki enn viðurkennt dvöl Rússa í löndum þess, munu Rússar ekki fara þaðan. Einn Letti skrifar: „Hatur mitt er meira en nokkru sinni áður, en Rússarnir eru hinir sterku.“ Rússneska útvarpið gaf fyrir skömmu svohljóðandi opinbera rúss- neska túlkun á örlögum Eystrasalts- þjóðanna: „Af frjálsum vilja sam- einuðust Eystrasaltslýðveldin hinni miklu og samliuga Ráðstjórnarfjöl- skyldu, fjölskyldu, sem aldrei mun láta nokkurn úr sínum hópi líða skort.“ (Lauslega þýtt úr „Time“), Bandaríkin: ■ Skoðanakönnun Gallup-stofnunar- innar í Bandaríkjunum sýnir vaxandi fylgi Trumans forseta. Hann var á engan hált öfundsverður að taka við af Roosevelt, sem naut einstæðrar hylli þjóðar sinnar. Einnig mættu Truman margir erfiðleikar. Skoð- anakönnun hefir líka leitt í Ijós mjög hrakandi fylgi hans allt til síðari hluta árs 1946, og nær lágmarki við ræðu Wallace, sem talið er að hafi átt mikinn þátt í kosningaósigri De- mókrata. Eftir að forsetinn lét Wal- lace, víkja úr embætti og tók upp á- kveðna baráttu gegn yfirgangi Rússa og kommúnista, bæði heima og er- lendis, hefir fylgi hans aftur aukizt og þó mcst eftir að hann gerði Mars- hall að utanríkisráðherra. Nýjasta skoðanakönnun Gallup sýnir fylgi 60% þjóðarinnar við stefnu forset- ans almennt, en um 95% hafa lýst fylgi sínu við utanríkisstefnu stjórn- ar Bandaríkjanna. eiriokuoar- verzlno. „Alþýðumaðurinn“ er mjög hrif- inn af frumvarpi Gvlfa Þ. Gíslasonar um kola- og saltverzlun ríkisins. Síð- an Gylfi kom á þing hefir hann verið allra manna ötulastur við að reyna að koma á ríkiseinokun á sem allra flestum sviðum. Það efast að sjálf- sögðu enginn um það, að þessi áhuga saroi þingmaður vill þjóð sinni vel með tillögum sínum, en reynslan er ólýgnust um það, hversu óheillavæn- leg ríkisverzlun er fyrir allan almenn- ing í landinu. Er það næsta barna- leg hugmynd að ætla, að vörur þess- ar verði ódýrari í ríkisverzlun en í þöndum kaupmanna og samvinnu- félaga, því að ódýrar ríkisvörur eru óþekkt fyrirbrigði í landi voru. Rík- ið liefir liingað til leyft sér þá álagn- ingu á vörur sínar, sem myndi þykja svívirðilegt okur hjá einstaklingum, og litlar líkur til sinnaskipta í því efni, þótt ríkið fari að verzla með kol og salt. Það er svo aftur brýn nauðsyn að koma því til leiðar, að vörur þess- ar séu fluttar beint til þeirra staða, þar sem þeirra er þörf, svo að not- endur þeirra úti á landsbyggðinni þurfi ekki að kaupa þær óeðlilega háu verði. Litlar líkur eru til, að rík- isverzlun skapi miklar úrbætur í þessu efni, því að enn gildir sú regla unr allar vörur ríkisverzlana, að fólk úti á landi verður að greiða meira fyrir þær en Reykvíkingar. Ættj Gylfi Þ. Gíslason fyrst að reyna að fá leiðréttingu á þessu misrétti, áð- ur en hann fer að berjast fyrir nýrri ríkiseinokun.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.