Íslendingur


Íslendingur - 07.08.1947, Blaðsíða 2

Íslendingur - 07.08.1947, Blaðsíða 2
2 ÍSLENDINGUR Fimmtudagur 7. ágúst 1947 Hátíðleg athöfn viö afhiúpun minnis- varöa Páls Briera og Sigmðar bíraaðar- málastjóra. Síðastiiðinn þriðjudag voru afhjúpuð í Gróðrarstöð Ræktunarfélags Norðurlands á Akureyri brjóstlíkön af þeim Póli Briem, amtmanni, og Sigurði Sigurðssyni, bún- aðarmólastjóra, sem bóðir eru meðal hinna merkustu brautryðjenda og íorustumanna í ísíenzkum landbúnað- armófum og unnu mikið starf í þógu ræktunarmólanna. Athöfnin hófst kl. 2 síðdegis. Við- staddir voru ættingjar hinna látnu merkismaijna, forustumenn bæjar- ins, fulltrúar frá Ræktunarfélaginu, blaðamenn o. fl. Var öll athöfnin mjög hátíðleg, enda var veður fag- urt. Lúðrasveit Akureyrar lék undir stjórn Áskels Jónssonar í byrjun og lok afhjúpunarathafnarinnar við hvorn minnisvarða. Framkvæmdastjóri Ræktunarfé- lags Norðurlands, Olafur Jónsson, flutti fyrst nokkur ávarpsorð, en að þeim loknum hófst afhjúpunarathöfn við minnisvarða Páls Briem, sem stendur norðan við hús Gróðrar- stöðvarinnar. Flutti Steindór Stein- dórsson, menntaskólakennari aðal- ræðuna. Mælti hann m. a. á þessa leið: „.....Vér erum hér saman kom- in til þess að afhjúpa minnisvarða Páls Briem, amtmanns, fyrsta for- manns Ræktunarfélags Norðurlands og eins af helztu forgöngumönnuin að stofnun þess. Páll Briem var fæddur 19. okt. 1856 að Espihóli í Eyjafirði, lauk lagaprófi 1884, sýslumaður í Dala- sýslu 1886—1887, síðan málaflutn- ingsmaður í -Reykjavík til 1890, sýslumaður í Rangárvallasýslu 1890 —94, en amtmaður í Norður- og Austur-amtinu 1894.—1904. Var hann þá skipaður lögfræðilegur gæzlustjóri íslandsbanka, en lézt sama ár, 17. des. 1904. Þingmaður Snæfellinga var Hann 1887—1891. Var síðan kjörinn fyrsti þingmaður Akureyringa, er bærinn varð sjálf- stætt kjördæmi, en lézt, áður en hann tæki sæli á þingi fyrir þenna bæ.“ „. . . . Þótt ekki sé hér unnt að rekja hvern einstakan þátt í starfi Páls Briem, vil ég þó geta nokkuð nánar þeirra atvika, er til þess liggja, að honum er reistur minnisvarði hér á þessum stað. Það er vegna af- skipta hans af stofnun og fyrsta starfi Ræklunarfélags Norðurlands, en þar stóð hann í fylkingarbrj ósti. Það er engin hending, að Páll Briem verður einn af brautryðjend- um í starfi Ræktunarfélags Norður- lands. Frá. blautu barnsbeini hafði hann unnað íslenzkum landbúnaði, og hvað eftir annað hafði hann veitt honum lið á opinberum vettvangi. Á alþingi var hann einn skeleggasti formælandi þeirra mála, er styðja mættu íslenzkan landbúnað. Meðan hann var sýslumaður Rangæinga, rak hann myndarbú og beitti sér fyr- ir hvers kyns framförum í húnaði í sýslu sinni, og eftir að hann settist í amtmannssæti hér nyrðra, hélt hann ótrauður áfram sama starfi. Þegar við sjálft lá, að Hólaskóli riðaði til falls við aldamótin síðusiu, var það Páll Briem, sem drýgstan átti þátt- inn í, að hann var réttur við, og hann átti mestan þátt í að styrkja og hvetja Sigurð Sigurðsson til náms, svo að hann fengi búið sig undir það þjóðnytjastarf, sem hann síðar vann fyrir íslenzkan landbúnað. Áður hafði Páll Briem veitt Ilermanni Jónassyni, skólastjóra, drjúgan stuðning. Minnast má og þess, að Páll Briem var einn helzti hvatamað- ur að stofnun Búnaðarfélags ís- larjds, og þegar Sigurður -Sigurðs- son fyrstur hóf máls á stofnun rækt- unarfélags hér norðanlands, var Páll Briem eindreginn stuðningsmaður i þeirrar hugmyndar.“ Þá vék St. St. að því, að menntun alþýðunnar hefði verið annað helzta hugsjónamál hans. Honum hefði ver- ið ljóst, að gagnmenntuð alþýða væri undirstaða þess, að þjóðin losn aði við gamla deyfð og hleypidóma og ný öld hefjast í atvinnu-'og menn- ingarsögu þjóðarinnar. Húgsjón Páls Briem með stofnun Ræktunarfélags Norðurlands hefði verið að sameina þetta tvennt: vísindi og vinnu. St. St. gat þess, að minnisvarði þessi ætti sér langa sögu, eða allt til ársins 1905, en helzti hvatamaður að reisn minnisvarðans hefði verið Sigurður Sigurðsson. 1935 hefði hann svo afhent stjórn Ræktunarfé- lags Norðurlands brjóstlíkneskið, gert af Ríkarði Jónssyni, en sakir fjárskorts hefði ekki verið hægt að setja það upp fyrr en nú, og hefði Akureyrarbær hlaupið undir bagga með fjárveitingu. Að lokum mælti ræðumaður: „Það er að vísu fagurt og mak- legt, að reistir séu slíkir bautastein- ar til þess að minna eftirkomend- urna á verk afreksmanna, enda þótt fegursta og bezta minnisvarðann hafi þeir sjálfir reist sér í verkum sínum. Páll Briem var einn af brautryðj- endunum um ræktun lands og lýðs. Vorhugur og gróandi einkenndi hug- sjónir hans og störf. Hinir laufguðu viðir, er hér standa umhverfis oss, sprottnir í eyðiholti, sýna öldum og óbornum, hvernig náttúra lands vors launar þeim störfin, er rétta henni hjálpandi hönd. Mætti stytta Páls Briem, er vér nú höfum reist, ætíð minna þá, er framhjá ganga, á farsælt og blessunarríkt starf hans í þágu gróandinnar í landi voru.“ Þá afhenti hann Ræktunarfélagi Norðurlands minnisvarðann og bað frú Þórhildi Líndal, dóttur Páls Briem, að afhjúpa hann. Að lokum töluðu þeir Kristinn P. Briem, kaupmaður á Sauðárkróki, sonur Páls Briem, og Teódór Líndal, hæstarættarlögmaður, tengdasonur Páls Briem, nokkur orð, og þökkuðu fyrir þann sóma, sem minningu hans væri sýnd. Þá var gengið að styttu Sigurðar búnaðarmálastjóra Sigurðssonar, sem stendur sunnan við Gróðra- stöðvarhúsið. Eru báðar stytturnar í mjög fögru umhverfi. Þar flutti Hákon Bjarnason, skógræktarstjóri ríkisins, aðalræðuna. Mælti hann m. a. á þessa leið: „Fyrir 49 árum stakk ungur mað- ur plógi í jörð hér inni í fjörunni á Akureyri, sunnan við gömlu kirkj- una. Maður þessi var 27 ára að aldri og hafði verið við búnaðar- og skóg- ræktarnám í Noregi undanfarin tvö ár. Nú var bann kominn heim til íósturjarðarinnar, fullur eldmóðs og áhuga á því að vinna þjóð og landi allt það gagn, sem hann gæti. Áliðið var hausls, er hann hóf starf sitt, veður var kalt og gekk á með hríðar- éljum. Veðrið setti óhug að honum, og ósjálfrátt hugsaði hann um, að vel gæti svo farið, að gróður sá, sem hann ætlaði að setja í hina íslenzku mold, myndi kulna út í haustnæð- ingum, og ef svo færi, myndi hvorki menntun hans né starfslöngun nokkurn tíma geta borið þann ávöxt, sem vonir hins bjartsýna æskumanns höfðu staðið til. Hann hafði farið langan veg til þess að leita sér fræðslu, og hann hafði kostað miklu til þess að afla sér menntunar. Skyldi nú allt þetta erfiði verða unnið fyrir gíg? Þannig voru hugsanir liins unga manns. „Ef kaldur stormur um Jcarlmann ber, Jciiuiar bítur og reynir fót, þá finnur Jiann Jiitann í sjálfum sér og sjálfs síns Jcraft til aS standast mót.“ Bjartsýnin varð því bölsýn- inni yfirsterkari, og árangurinn af starfi hins unga manns varð garður- inn sunnan við gömlu kirkjuna. En bjartsýni og víðsýni, ásamt hleypi- dómaleysi, var svo snar þáttur í skapgerð Sigurðar Sigurðssonar, að fyrir |iá sök gat hann síðar sigrazt á hinum ótrúlegustu erfiðleikum og leitt mörg góð og þörf mál til far- sælla lykta. Við stöndum nú hér til þess að afhjúpa minnisvarða Sigurðar Sig- urðssonar, búnaðarmálastj óra, á hinum 76. afmælisdegi hans. Þessi minnisvarði er reistur af bændum víðs vegar um land og nokkrum öðr- um vinum Sigurðar, en gerður af Ríkarði Jónssyni, myndhöggvara. Minnisvarðinn er aðeins lítill þakk- lætisvottur fyrir öll hin merku og margvíslegu störf, sem Sigurður leysti af hendi í þágu íslenzkra rækt- unarmála. Og þótt minnisvarðinn sé ekki stór í hlutfalli við hin ágætu og þjóðnýtu störf Sigurðar, þá fylg- ir honum samt sá kostur, að hann er reistur af hlýjum huga og vinarþeli. Og þeim, sem höfðu forgöngu í þessu máli, kom öllum saman um að setja minnisvarðann niður hér í gróðrar- stöð Ræktunarfélags Norðurlands, því að stöðin sjálf er að mestu leyti orðin til fyrir starf Sigurðar, og verkið lofar meistarann. Trén hér í kring eru minnisvarðar um starf hans, og með þeim hefir hann reist sér meiri og óbrotgj arnari minnis- varða en þann, sem við reisum í dag. Sé okkar lítill, er hann stór, og fer vel á því. Hér er hvorki staður né slund til þess að minnast ævistarfs Sigurðar, svo að nokkru nemi. Verður að nægja að minnast á örfá atriði. Sig- urður Sigurðsson er fæddur í þenna heim á þessum degi árið 1871 að Þúfu á Flateyjardalsheiði. Dvaldist hann þar og á Draflastöðum með foreldrum sínum fram til 25 ára ald- urs. Hlaut hann sama uppeldi og gekk að sömu vinnu og fjöldinn all- ur af Islendingum hefir gert fyrir og eftir hans dag. En snemma beyg- ist krókurinn, hermir máltækið, og þegar í æsku hneigðist hugur Sigurð- ar að grasafræði og ræktunarstörf- , um. Þeir Stefán skólameistari Stef- ánsson og Páll Briem, amtmaður, kynntust Sigurði og þótti hann efnis- maður. Fyrir áeggjan og styrk þess- ara manna réðist Sigurður til náms í Noregi um tveggja ára skeið, og kom hann heim úr þeirri ferð 1898. Síðar- fór hann enn utan og lauk prófi í búfræði við Landbúnaðarhá- skólann í Höfn árið 1902. Ilafði hann þá aflað sér ágætrar menntun- ar í sinni grein, eftir því, sem þá gerðist. Að loknu námi réðst hann sem skólastjóri að Hólum í Hjalta- dal, og hóf hann skólann til vegs og virðingar á skömmum tíma. Stjórn- aði hann skólanum af miklum mynd- ugleik fram til ársins 1919. Nú skyldu menn ætla, að skólastjórnin hefði verið einum manni ærið verk- efni, en svo var eigi, því að snemma á árinu 1903 hóf Sigurður undirlmning að stofnun Ræktunai'fél. Norðurlands með styrk margra ágætra manna, ekki sízt þeirra Stefáns skólameist- ara og Páls amtmanns. Gegndi Sig- urður framkvæindastj órastarfinu við Ræktunarfélagið í 8 ár, jafnframt skólastjórninni, og lagði þá grund- völlinn að þeirri stöð, sem við nú erum stödd í. Árið 1919 réðst hann til Búnaðarfélags íslands, fyrst sem forseti þess og síðar sem búnaðar- málastjóri, og gegndi hann því starfi *fram til 1934, er hann fékk lausn. Sigurður var mjög athafnasamur sem búnaðarmálastjóri, og er óþarfi að lýsa því, en jafnframt starfi sínu var hann með í ýmsu öðru. Var hann og aðalforgöngumaður að stofnun Skógræktarfélags Islands á Alþingis- hátíðinni á Þingvöllum. Skógræktar- félag íslands stendur nú traustum fótum og telur urn 4500 félaga víðs- vegar um land, og hefir frækorn það, sem Sigurður sáði þar, borið mik- inn og góðan ávöxt. Frá því Sigurður lét af starfi hjá Búnaðarfélagi íslands, dvaldist hann mest með börnum sínum í Fagra- hvammi eða Reykjavík og vann að ýmsum áhugamálum sínum þar til hann andaðist 1. júlí 1940. Sigurður var kvæntur Þóru Sig- urðardóttur frá Grímsgerði í Fnjóska dal, hinni .ágætustu konu, og eru 4 börn þeirra á lífi. Heimili þeirra lijóna var rómað um allt land fyrir gestrisni og greiðvikni, og voru þau hjón ákaflega vinsæl og vinaföst.“ Þá vék Hákon nokkuð að persónu- legum kynnum sínum af Sigurði og mælti að lokum: „Sigurður var hinn mikli storm- sveipur, sem vakti menn til dáða og starfs, kenndi þeim að finna sinn eig- in mátt og elska, byggja og treysta á landið. Þess vegna bar líf hans ríkulegan ávöxt. „Ef byggirSu vin- ur og vogar þér Jiátt og villt, aS þaS skuli eJclci Jirapa, þá JegSu þar dýr- ustu eign, sem þú átt, og allt, sem þú hejir aS tapa.“ Mér finnst Sigurður liafa lifað eftir þessu boðorði alla sína ævi, því að þegar hann andað- ist, mun hann hafa verið álíka ríkur af jarðneskum fjármunum og þeg- ar hann fæddist, en verk hans standa sem^óbrotgjarn minnisvarði um vel unnið ævistarf.“ Þá bað IJákon fröken Helgu Sig- urðardóttur, forstöðukonu Hús- mæðrakennaraskóla íslands, dóttur Sigurðar búnaðarmálastjóra, að af- hjúpa minnisvarðann og afhenti Ræktunarfélagi Norðurlands hann lil varðveizlu. Fröken Helga færði gefendum þakkir ættingja fyrir þenna virðing- arvott við minningu Sigurðar Sig- urðssonar, en kvaðst jafnframt sann- færð um, að bezt væri honum laun- að starf hans með því að halda á- fram á þeirri braut, sem hann hefði markað. Að lokum flutti Stefán Stefánsson á Svalbarði þakkarorð frá Ræktun- arfélagi Norðurlands fyrir þessa veg- legu minnisvarða af forustumönnum félagsins og vék nokkuð að hinu mikilvæga starfi þeirra í þágu ís- lenzks landbúnaðar og ræktunar- mála. LÉREFTSTUSKUR Kaupum viS hœsta verði. Preiitsmiðja Björns Jónssonar h. £

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.