Íslendingur


Íslendingur - 07.08.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 07.08.1947, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 7. ágúst 1947 ÍSLENDINGUR 7 Frá liðnuin dðgam. Framh. af 4. síðu. undan þessu mikla mannfalli á fyrir- farandi árum: hungur og hallæri vegna fiskleysis af sjónum, svo fá- tækt fólk af vesöld dó, rán og þjófn- aður, blóðskammir, sundurþykkja, tvídrægni og margt annað fáheyrt, sem og sá ógnarlegi jarðskjólfti. Sú fregn hefir borizt, að á Kirkjuhæjar- klaustri á yfirfarandi vetri hefði klausturhaldaranum með öðrum manni heyrzt, hver um vökutíma með honum út í kirkju gekk, að emjað væri undir þeirra fótum í kirkjugarðinum, hvar sem um hann gengu, og líka í kringum þá. 1708: Velur snjóalítill, en frostharður. Hart vgr með frostum og grasleysi. Hraktist víða fé fyrir austan. Urðu úti tveir menn. Eftir trúverðugum mönnum hefir það talað verið, að á Stafafelli í Lóni hafi um kvöldið læst verið kirkjunni eftir vana, en að morgni, þá henni var aftur upp lokið, hafi komin verið á kirkjugólfið, hvert af fjölum var, moldarhrúga ólíka mikil og upp úr harnsgröf. Sást fyrir austan óvenjuleg kind eða sjóskrímsl með fuglsvængjum upp úr sjónum á land koma og það oftar en eitt sinn. Hér að auki á loft- inu eldingar og önnur teikn. A þessum vetri og sumri sást ekki um-farandi fólk fátækt. Það, sem af því lifði, þó gamalt, vanfært og veikt væri, var lialdið vegna fólkseklu, og fengu margir af því færra en vildu. Þá erfði margur mikið góz, bæði í föstu og l'ausu, svo að kvikfénaður varð hjá allmörgum ánægjanlegur. Þá var grasleysi mikið, en fyrir- vinna lítil. Þá var liafís við land langt fram á sumar, svo að ekki varð fyrir norð- an á sjó róið til fiski, en vertíðar- og vorhlulir í meðallagi fyrir sunn- an allvíða, þótt fált fólk reri vegna mannfallsins. Var á alþingi drekkt konu úr Múlasýslu fyrir þrjú hórdómsbrot. Lögmaðurinn, herra Oddur Sigurðs- son, hafði þá mest ráð hér ó landi. Þá var fámennt alþing, en 4 lögmenn á þinginu, hvert að yfir stóð hálfan mánuð. Þá voru á þessu ári miklar gifting- ar eftir bóluna um landið. Einnig urðu þá margir búandi bændur, sem áður voru fátækir. Stefna Framsóknar- flokksins og Alþýðu- flokksins að líkjast stefnu kommúnista! Bragi Sigurjónsson, ritstjóri „Stíg- anda“ skrifar á „Innlendum vett- vangi“: „íslendingar virðast allfastir í flokkum, en þó verður þess talsvert vart í seinni tíð, að almenningur spyrji: Hví geta Alþýðuflokksmenn og Sosialistar ekki gengið saman í einn flokk og jafnvel Framsóknar- menn líka? Menn hafa að vonurn veitt því athygli, að slefnuskrár þess- ara flokka hafa líkzt meir og meir í seinni tíð.“ Bragi er ritstjóri Alþýðumannsins og því sennilega allframarlega í Al- þýðuflokknum hér á Akureyri. Það mætti ætla, að hann hafi einmitt þar „orðið var við það í seinni tíð“ að flokksmenn hans vildu sameinast kommúnistum og þá gefa Framsókn- armönnum kost á því að vera með. Akureyrarkirkja fær altarisgjðf. Við guðsþjónustu í Akureyrar- kirkju sl. sunnudag var vígður nýr altarisdúkur, gefinn af hjónunum Svanfríði og Sigurði Austmar, og í tilefni þessa mælti séra Pétur á þessa leið: „I vikunni sem leið kom til mín kona og tjáði mér, að hún og maður hennar hefðu gjöf að færa Akureyr- arkirkju. — Þessi gjöf er altarisdúk- ur, sem þér sjáið á altarinu í dag, í fyrsta skipti. 1 dag- erum við þess vegna að vígja þessa fögru gjöf. Gef- endurnir eru úr þessurn söfnuði, hjónin frú Svanfríður og Sigurður Austmar, og gefa þau dúkinn til minningar um dóttur sína Maríu, sem dó 6. júní 1927. Eg vil fyrir liönd safnaðarins þakka þessum hjónum hjartanlega fyrir þessa fögru gjöf. Þau hafa sýnt það með gjöf þessari að kirkjan er þeim heilagur-staður, sem þau vilja mikið fyrir gera. Þau hafa fetað í fótspor þeirra, sem á undanförnum árum hafa hlúð að kirkjunni með gjöfum, ei gefnar voru í fórnfúsum bænaranda. Kirkjan þarf mikið á slíku fólki að halda. Hér er margt ó- gert bæði után og innan, sem gera þarf til þess að kirkjan okkar megi hljóta þá skreytingu, sem hún á skil- ið. Hingað koma ekki einungis íbúar þrssa bæjar, heldur öll þjóðin smátt cg smótt á komandi árum og öldum. I að á að vera takmark okkar, að hver sá, sem hingað kemur finni helgi þessa staðar, og fari héðan út glaðari og hamingjusamari en hann kom. Og því lakmarki eigum við m. unni, skreyta hana og fegra á hvern þann hótt, sem við kunnum. Þau Svanfríður og Sigurður Austmar hafa nú sýnt vilja sinn í fögru verki. Fyrir það vil ég þakka þeim inni- lega í nafni alls safnaðarins. Megi Guð blessa þau, og helga minningu dóttur þeirra. Þess biðjum vér öll í Jesú nafni.“ Agnes Sigurðss. Framh. af 5. síðu. setzt að hljóðfærinu, gleymist það allt. Þá er ekki tími til þess að hugsa um sjálfan sig. — Ilvað um framtíðaráætlanir- þínar? — Þegar ég kem aftur heim írá ísíandi hefi ég í hyggju að reyna að íerðast hér um og halda hljómleika. Ánnars er. allt óráðið um það ennþá. Oskirnar þrjár. — Meðan Agnes brá sér frá and- artak sagði móðir hennar við mig: Þegar Agnes var lítil telpa, þótti mér hún nokkuð slórhuga. Það var þrennt, sem hún kvaðst ætla að gera, þegar hún væri orðin stór: verða píanóleikari, fara til Nevv York og fara til íslands. Braut þeirra, er helga fögrum list- um líf sitt, hefir lönguin verið þyrn- um stráð og aðeins á færi þeirra, sem snjallastir eru að klífa þar tind- inn. Svo virðist sem Agnes Sigurðs- son sé með festu og einbeittni að ná því takmarki, sem hún setti sér í æsku. íslendingar hljóta að bjóða liana velkonma heim — sem góðan lista- mann og góðan íslending. Rúsínur Kúrennur GrúfíScjur. NÝI SÖLUTURNINN Úbleyjað Iéreft einbreitt og tvíbreitt. Verzl. BALDURSHAGI hf. Sírni 234. Veiðibann Öll veiði í Norðurá í Skaga- firði fyrir afréftarlandi Akra- hrepps, er bönnuð án leyfis að- ila. Sigfús Sigurðsson. Gísli Vilhjálmsson. UPPKVEIKJA Hefilspænir og kurl fyrirliggj andi á verkstæði mínu við Hólabraut. G. Tómosson. KVENSOKKAR: Silki kr. 5.30, 9.85, 10.35, 31.45 Bóniull og ísgarn kr. 5.90 Bómull kr. 4.35, 4.95. a. að ná með því að hlúa að kirkj- Margrét Indriðadóttir. HRINGUR DROTTNINGARINNAR AF SABA 104 105 . Að lokunt ýttu þeir, sem aftar stóðu, hinum fremstu áfram, og allur hinn æðisgengni og ringlaði hópur geistist nú yfir torgið með þá hugsun eina í huga að tortíma þessum þremur hvítu mönnum, sem höfðu þessi nýju og skelfilegu vopn. Eg hefi aldrei séð antíað eins. „Hættið að skjóta og gerið eins og ég hefi sagt,“ sagði Orme. Þaðan sem við stóðum, gátum við séð gegnum KVelfinguna og inn á svæðið fyrir aftan. Þar var nú um að litast eins og á sunnudagssamkomu í Hyde Park (skemmtigarður í London), þvf,að þar moraði allt af mönnum, og fremstu raðirnar voru komnar frarn fyrir altarislagaða pallinn mitt á torginu. „Hvers vegna hleypir hann ekki svolitlum gusti á mývarginn,“ muldraði Kvik. „0, ég veit, hve lúmskur hann er. Sjáðu! Og hann benli á Orme, sem hafði skriðið á bak við þá hurðina í hliðinu, sem var lokuð, og starði með athygli fyrir brúnina á henni, en hélt á kveikjunni í hendinni. „Hann vill fá þá nær til þess að fá betri veiði. IIo—“ Eg heyrði ekki meira af því, sem Kvik sagði, því að skyndilega fannst mér koma jarðskjálfti, og allur him- ininn leiftraði af stórkostlegum eldbjarmá. Eg sá nokkurn hluta af múrveggnum umhverfis torgið klofna í sundur og þeitast upp í loftið. Eg sá hina látúnsbúnu hurð úr hliðinu koma í áttina til okkar og mannveru á undan henni. Meðan við nærri ósjálfrátt höfðum reynt að róa úlfaldana, sem voru ringlaðir af þrýstingnum, kom mannvera þessi, sem við höfðum séð þeitast með hurð- inni, skjögrandi í áttina til.okkar. Og í gegnum rykið og reykinn sáum við, að þetta var Orme. Hann var svartur í framan, næstum engin fatatætla eftir á lík- ama hans og blóðið streymdi úr sári á höfðinu niður eftir brúnu hárinu. En í hægri hendi liélt hann enn á litla rafmagnsgeyminum, og þá sá ég, að allir limir hans voru heilir. „Mjög vel heppnuð sprenging,“ sagði hann með all- hásri röddu. „Sprengjur Búanna jafnast ekki á við þetta nýja efni. Við skulum bara reyna að koma okkur burtu, áður en óvinirnir átta sig aftur eftir spreng- inguna.“ Og um leið stökk hann á bak úlfalda sínum. Eftir örskamma stund riðum við á harðastökki í áttina til hvíta klettsins, en aumkunarverð kvein heyrð- ust frá bænum á bak við okkur. Nokkra hríð héldum við áfram óhindraðir, en gát- um ekki farið mjög hratt vegna Orme. Er við vorum komnir næstum hálfa leið að hvíta klettinum, leit ég við og sá elta okkur um hundrað manna riddaraflokk, sem ég gerði ráð fyrii, að hefði komið út urn annað borgarhlið. „Sláðu í úlfaldann,“ hrópaði ég til Kvik, „annars ná þeir okkur.“ Hann gerði það, og við héldum nú áfram eins hratt og úlfaldarnir komust, en samt nálguðust riddararnir stöðugt. Nú hélt ég sannarlega, að öll von væri úti, einkum er ég kom aiiga á annan riddaraflokk, er kom nú í ljós við bvíta klettinn. „Nú getum við víst alveg eins gefizt upp,“ hrópaði ég- „Eg hugsa það, já,“ svaraði Kvik, „en þetta virð- ast þó reyndar vera annars konar menn.“ Eg atbugaði þá vandlega og sá, að hann bafði á réttu að standa. Þeir gáíu alls ekki verið Fungar, því að þeir báru Abati-fánann í fararbroddi. Mér gal ekki skjátlast, því að ég bafði skoðað hann gerla, er ég var gestur þeirra. Það var einkennilegur þríhyrningur, grænn flötur, þakinn gylltum hebreskum bókstöfum, sem umluktu mynd af Salomon á gylltu hásæti. Þar að auki reið fínleg stúlka, alveg hvítklædd, næst á eftir fánanum, umkringd af lífverði. Það var „afkom- andi konunganna“ sjálf. Eftir tvær mínútur mættum við þeim. Eg stöðvaði úlfalda minn, og er. ég leit við, sá ég riddaraflokk Funganna liörfa til baka. Þeir höfðu sýnilega enga lyst á nýrri orustu við ofurefli liðs, eftir allar þær skelfingar, sem yfir þá höfðu dunið fyrr um daginn. Hvítklædda stúlkan kom ríðandi til okkar. „Eg heilsa þér, vinur minn,“ sagði hún og þekkti mig þarna strax aftur. „Hver er svo foringi hér?“ Eg'benti a Orme, sem leit skelfilega út og hallaðist út á aðra hliðina á úlfaldanum með hálflokuð augu. „Göfugi herra,“ sagði hún um leið og hún heilsaði hoinim. „Ef þú gelur, þá skýrðu mér frá, livað komið hefir fyrir. Eg er Maqueda, kölluð „afkomandi kon- unga.“ Horfðu á einkennið, sem ég ber á höfði mínu, og'þá muntu sjá, að ég segi satt.“ Hún varpaði blæj- unni aftur á bak og sýndi gullkórónuna, tákn tignar sinnar. Framh.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.