Íslendingur


Íslendingur - 07.08.1947, Blaðsíða 4

Íslendingur - 07.08.1947, Blaðsíða 4
4 ÍSLENDINGUR V Fimmtudagur 7. ágúst 1947 iÞanSaSrot ÍSLENDIN GUR Ritstjóri og ábyrgðarmaður: MAGNÚS JÓNSSON. titgefandi: Útgáfuféiag íslendinga. Skrifetofa Gránufélagsgata 4. Sími 354. Auglýsingar og afgreiðela: SVANBERG EINARSSON. Póathólf 118. PRENTSMIÐJA BJÖhNS JONSSONAR H*F Atvinnuöryggi. Erfiðasta vandamálið í efnahags- málum þjóðanna er að skapa svo fjölþætt og blómlegt atvinnulíf, að sérhver vinnufær maður geti haft at- vinnu og búið við sæmileg lífsskil- yrði. Þetta er það stéttarlega tak- mark, sem öll verkalýðssamtök vinna að, þótt pólitísk áhrif öfgaflokka hafi stundum fengið verkalýðssam- tökin til óheillaverka, sem fært hafa þau fjær þessu takmarki. Stasrsta átak íslenzku þjóðarinn- ar til þess að tryggja öllum börnum sínum örugga efnahagslega afkomu og frelsi frá atvinnuleysi og skorti, var sú stórfellda nýsköpun íslenzks atvinnulífs, sem hófst undir stjórnar- forustu Sj álfstæðisflokksins haustið 1944. Þær aðgerðir voru í beinu samræmi við þá meginstefnu flokks- ins að allir landsmenn gætu verið efnalega sjálfstæðir. Það er augljóst, að frumskilyrðið til þess, að því tak- marki verði náð, er stórfelld efling íslenzkra atvinnuvega og hagnýting hinnar fullkomnustu tækni við fram- leiðsluna. Það var ekki að undra, þótt ís- lenzk alþýða fylkti sér um þessa stefnu. Efnahagslegur skortur hafði svo lengi verið förunautur þjóðar- innar, að hún hlaut að fagna því að losna við hann. Að vísu átti hið gamla úrræðaleysi og vantrú á getu þjóðarinnar einnig sína formælend-' ur, en sem betur fór sigraði nýsköp- unarstefnan. Síðan haustið 1944 hefir margt verið framkvæmt í landi voru — meira en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar. „Nýju fötin keisarans“ hafá orðið að skipum, verksmiðjum og aragrúa véla og jnargvíslegra framleiðslutækj a við sjó og í sveit. Ágæti nýsköpunarstefnunnar hefir hlotið bezta staðfestingu með því, að þeir sem mest börðust gegn henni, þykjast nú margir hverjir hafa ver- ið mestir vinir hennar. Núverandi ríkisstjórn hefir einnig sett hana efst á sína stefnuskrá, og naumast verður mynduð hér sú ríkisstjórn á næstunni, að hún ekki verði að vinna í samræmi við þessa stefnu. Því er að sjálfsögðu ekki að neita, að ýms víxlspor hafa verið stigin, enda var ef til vill ekki annars að vænta, úr því fela þurfti ýms fram- kvæmdaatriði flokki, sem lítinn á- huga hefir á umbótum á ríkjandi lýðræðisskipulagi. Þetta breytir þó í engu þeirri staðreynd, að það var hin mesta gœfa fyrir íslenzku þjóð- ina, að framsýn öfl tryggðu það, að Fjárhagsráðið. OG ÞA er nú blessað Fjárhagsráðið aS hefja starfsemi sína. Allar góSar óskir fylgja því um velgengni í sínu mikla hlut- verki, en reynslan ein fær svo úr því skor- iS, hvernig það rækir hlutverk sitt. 0- neitanlega er óhugur í mörgum um þau feikilegu afskipti, sem ríkisvaldið hefir af öllum athöfnum borgaranna, og er það að vonum. Nú má ekkert aðhafast — ekki einu sinni byggja sér hús — nema fá leyfi hins almáttuga ráðs í Reykjavík. Enginn neitar því, að þörf sé samræmingar á hin- um margvíslegu framkvæmdum í landinu, úr því að fé hefir ekki reynzt nægilegt til þeirra, en það er mikils um vert að rík á- byrgðartilfinning og réttsýni ráði gerðum Fjárhagsráðs, sem er fengið meira vald í hendur en opinberri nefnd hefir nokkru sinni verið fengið í landi voru. Margt má finna að ráðsmennsku einstaklinganna, en því miður verður ekki sagt, að réttlæt- ið hafi farið neina sigurför um landið, þótt allt vald hafi verið fengið í hendur opinberra aðila. Vonandi rækir Fjárhags- ráð sitt mikilvæga hlutverk á þann veg, að þjóðin megi vel við una, og kæfi ekki all- ar framkvæmdir með skriffinnsku og liaftasjónarmiðum. Samruni valdsins. VALD Fjárhagsráðs felur í sér enn meiri samruna valdsins í höfuðborginni en yerið hefir, og var þó naumast á bæt- hundruð miljóna af erlendiim inn- eignum hennar voru telmar til kaupa á nýtízku framleiðslutœkjum í stað þess að verða henni eyðslueyrir. Atvinnuöryggi er óhugsandi, nema atvinnuvegunum vegni vel. Þetta hafa ýmsir þeir menn, sem mest tala um umhyggju fyrir alþýðunni, lítt hirt um að hafa í huga. Forustu- mönnum nýsköpunarstefnunnar var það vel ljóst, að margvíslegir erfið- leikar myndu mæta þjóðinni í við- skiptamálum hennar eftir stríð, en kaup fullkominna framleiðslutækja áttu að styrkja aðstöðu hennar í kapphlaupinu um markaðina. Nú eru þessir erfiðleikar komnir inn fyrir bæjardyrnar, og nú reynir á manndóm þjóðarinnar að mæta þeim á viðeigandi hátt. Ýrnsir hafa verið með hrakspár um það, að hrun væri framundan. Það kann vel að vera, en það er þá einungis aumingjaskap íslendinga sjálfra að kenna og myndi verða ömurlegur vitnisburð.ur um van- þroska þjóðarinnar. Raddir hafa heyrzt um það, að framkvæmdir undanfarandi ára væri að gera þjóð- ina gjaldþrota. Slíkt er fásinna. Hitt er rétt, að ýmsar meinsemdir eru í fjármálalífi voru, sem uppræta þarf og fá bæði fjármagn og vinnuafl meir til framleiðslunnar en verið hefir. Atvinnuöryggi þjóðarinnar og vel- megun er undir því komin, að hald- ið verði áfram á braut nýsköpunar- stefnunnar. Enn eru inargvíslegir framleiðslumöguleikar óhagnýttir. andi. Nú verðá landsmenn að sækja um leyfi til enn fleiri athafna en áður. Hér er um að ræða atriði, sem Fjárhagsráð verð- ur að íhuga vel í starfsemi sinni, ella er hætt við vaxandi straumi landsmanna til •Reykjavíkur. Fjárhagsráð verður eftir megni að greiða fyrir afgreiðslu erinda utan af landsbyggðinni og má ekki láta menn gjalda þess, þótt þeir séu ekki sjálf- ir viðstaddir, til þess að róa í þeim háu herrum, en því miður hefir ýmsum hin- um opinberu stofnunum og nefndum í Reykjavík hætt til þess að stinga bréfum undir stól. Þetta héfir leitt af sér þá hættu- legu niðurstöðu, að erfiðara hefir orðið og kostnaðarsamara um allan atvinnu- rekstur utan Reykjavíkur en þar, enda auðskilið, þegar menn hafa orðið að sitja þar jafnvel vikum saman til þess að fá er- indi sín afgreidd og engin hliðsjón höfð af hinni erfiðu aðstöðu þeirra. Annars eru ríkisafskiptin að verða mörg um mikið áhyggjuefni. Það er sannarlega ekkert sældarbrauð fyrir einstaklinga að fást við nokkrar framkyæmdir nú á dög- um. Leyfi þarf að fá til allra hluta —1 og bíða langan tíma eftir þeim. Að lokum eru svo liin torfengnu leyfi stundum aftur- kölluð, og menn gerðir að svikurum við yiðskiptavini sína. Það virðist í rauninni stundum sem markvisst sé verið að hræða einstaklinga frá öllum framkvæmdum. Þjóðin er að verða þreytt á liinni opin- beru ráðsmennsku og myndi fagna því; ef Þjóðin verður að forðast það að ^gera framleiðslu sína einhæfa, og það eru skaðlegar skoðanir, sem telja það litlu varða, þótt landbúnaður, og jafnvel iðnaður, dragist stórlega saman. En það er marga erfiðleika við að etja, og þjóðin verður að kunna að taka varúðarorðum forustumanna sir.na. Þjóðin þarf ekki að írrtynda sér, að hún geti öðlast gull og græna skóga, án þess að leggja nokkuð á sig. Því miður skortir Islendinga æði oft nauðsynlegan þegnskap, og munaðarlíf stríðsáranna hefir rýrt mjög fórnarlund þjóðarinnar og alið ógæfulega mikið þann hugsunarhátt hjá borgurunum að gera meir kröf- ur til annarra en þeirra sjálfra. Þessi hugsunarháttur verður að breytast. Þjóðin verður að sýna meiri lög- hlýðni og virðingu fyrir hagsmunum heildarinnar en hún hefir gert. Það verður prófsteinn á þroska þjóðar- innar, hvernig hún bregzt við, þeg- ar nú þarf að gera róttækar ráðstaf- anir til þess að koma framleiðslunni á öruggan fj árhagslegan grundvöll. Það er nú á valdi íslenzku þjóð- arinnar sjálfrar, hvort hægt verður að skapa hér atvinnuöryggi og vel- megun. Framleiðslutæki eru nú full- komnari en nokkru sinni áður. Mark- aðir eru nægir um margra ára skeið. Vér þurfum aðeins að lagfæra fjár- málaöngþveitið innanlands. Spurn- ingin er þeísi: Vill þjóðin fórna. ein- hverju til þess að tryggja efnahags- legt öryggi sitt í framtíðinni? Næstu mánuðir munu leiða þetta í ljós. 1707: ■ Vetur góður fyrir sunnan, en harð- ur til jóla á Hornströndum og norð- arlega í norðursveitum. Komu ekki snjóar nema þrisvar, þó ekki alls staðar. Votviðra og vindasamt. Sjó- f gæftir bágar og fiskileysi. Á þessum vetri, sérdeilis fyrir jól- in, gekk um landið kvef mikið og landfarsótt. Varð víða margra hjóna- skilnaður og manndauði. Suður í Garði í Stóra-Hólmi bitu hundar 11 eða tólf stúlku 16 vetra, sem frá næsta bæ fór þangað eld að sækja, og veittu henni stóra áverka, bæði í andlitið og víðar, svo að á hennar líkama sáust 18 hen. Lá hún þar eft- ir í hálfan mánuð. Þessir hundar voru allir drepnir. , * Á þessu sama áðurnefnda ári og sumri kom út hingað til íslands á Eyrarbakkaskipi, því sem seinna kom, bólan, og varð þar í nánd mik- ið mannfall, og höfðu þá liðið 36 ár frá þeirri bólu, sem síðast gekk hér á landi. Á Eyrarbakka dóu 2 konur og einn karlmaður úr þessari bólu, sem þá fyrri' fengið höfðu. Eyddust 3 hjáleigur á Eyrarbakka. I einni lifði eftir 8 vetrá gamalt barn. Pen- ingur varð ekki mjólkaður á bæjum nokkrum, og barst sú fregn, að 40 manneskjur um alþingistíma væru þá á Eyrarbakka og þar í nánd burt sofnaðir. Á þessu sumri frá því í Junío stóð yfir það mikla mannfall úr þessari bólu, sem margir héldu, að pést fylgt hefði. Voru víða 30 manns í einu eða á einum degi við kirkju jarðað- ir, nefnilega Kálf atj arnarkirkj u á Vatnsleysuströnd, oftlega 30 og und- ir 40 og víða á kirkjum 9 og 10 og jafnvel fleiri, einnig við kirkjur, þar sem miklar sóknir voru, og víða með Bjarni: Læknirinn minn hefir bannað mér að bragða vín og reykja má. ég heldur ekki. Það er auma lífið. Arni: Því í íjandanum færðu þér ekki annan lækni? Bjarni: Ja, ég ætla nú einmilt að gera það. * Barnið: Eg átti að heilsa yður, herra prestur, frá henni mömmu og skila til yðar, að hann faðir minn dó í nótt sem leið. Prestur: Var ekki læknir sóttur tií hans? Barnið: Nei, hann dó alveg sjálf- krafa. Frœndinn (við börnin, sem nýbú- in eru að taka inn lýsi hjá mömrnu sinni): Nú, ykkur þykir lýsi gott? Börnin: Nei, langt frá því, en við fáum 5 aura fyrir hverja skeið, sem við tökum. sjósíðunni meira en 100 manns eða nærri 200 manns. Við Ingólfskirkju 200 manns, við Fróðárkirkju 100 inanns. Átta menn í Eyrarsveit fóru átta líkfarir á einum degi. Þá fóru með lík til graftrar tveir og þrír menn, einnig kennimenn. Hjón mörg fóru þá bæði í eina gröf. Þá varð margur hjónaskilnaður. Sumir misstu öll sín börn, þó mörg ætti, margir því nær öll sín systkin. Þá voru eymdar- og hryggðar-dagar hjá þeim, sem eftir lifðu eða tórðu. — Fimmtugir og yngri brottkölluðust, þ>ví margt fólk hafði þá fyrri bólu ei fengið. Margir brjáluðust á vitsmun- um, urðu ofsterkir, sérdeilis þeir, sem hana í kverkarnar fengu, svo treglega andað gátu. Á mörgum sást, þá örendir voru, bláir blettir, á hverj- um aldrei kom út bólan. Séra Þórð- ur Sigfússon á Myrká í Hörgárdal andaðist úr þessari bólu, 90 ára. Hann hafði aldrei á sinni ævi bólu fengið. Flestallt það aldraða og ör- vasa fólk lifði eftir af körlum og kon- um, en það yngra, hraustasta og mannburðabezta fólkið úr valið. Ungbörn dóu ekki mörg allvíða. Sumir rnisstu sjónina, margir á öðru auga . og margir lágu í kör lengi á eftir. I Borgarfjarðarsýslu önduðust úr þessari stóru bólu 930 mafins, en prestar \ Skálholtsstipti, að frátek- inni Múlasýslu, önduðust 23, sýslu- menn 5 alls. í Hólastipti deyðu í ból- unni 15 prestar. Svo hefir talið verið, að úr þess- ari stóru bólu hafi andazt í Skálholts- stipti 10.000, þar auk 600 og nokkr- ir meir, sem óreiknað er. Sumir halda 18 þúsund á öllu landinu. Mörg teikn og fyrirburðir gengu Framh. á 7. síðu. Frœndinn: Og fyrir þá kaupið þið ykkur gott? Börnin: Nei, mamma lætur þá í sparibaukinn. Frœndinn: Og þegar hann er orð- inn fullur? Börnin: Þá kaupir mamma aftur lýsi. ' * Eldabuskan hafði brennt steikina, rúm sjö pund af ágætu kjöti, en til þess að láta ekki þessa vangá vitn-. ast, fleygði hún kjötinu, fór svo inn til húsmóður sinnar og kvartaði yfir því, að kötturinn hefði étið allt kjöt- ið. Húsmóðirin skildi hvernig í öllu lá og lét hana handsama köttinn til þess að vega hann, og vóg hann 7 pund. — Þér segið satt, Karólína, sagði frúin með tvíræðu brosi. —- Þarna höfurn við kjötið, þessi sjö pund, en hvar í skollanum ætli kötturinn sé þá? Framhald á 6. síðu. yaman og aLvara.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.