Íslendingur


Íslendingur - 15.10.1947, Blaðsíða 5

Íslendingur - 15.10.1947, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 15. október 1947 ÍSLENDINGUR Ur dagbók jamboree-fara reyrar-skátar á friðar-jamboree dagar. er við höfðunr átt í Frakk- landi senn á enda. heldur sökum þess, að athöfnin sjálf. þegar liinu mikla móti var slitið hreyf okkur alla. því að svo hálíðleg og táknræn var hún fyrir það bræðraþel, sem ríkir meðal allra skáta hvar sem er á jörð- sitja með stráhattana sína umhverf- is eldinn og hræra í pottunum. Þetta eru litlir náungar, gulir á hörund og skáeygðir. I miðjum tjaldbúðurium er kofi úr bambus og með stráþaki. Það skilst mér að sé bústaður farar- stjórans. Inni í kofanum er stórt borð, stólar og rúm úr bambus með flugnaneti yfir. Allt er þarna mjög vistlegt og þrifalegt. I næstu tjaldbúðum, sem ég heimsæki, búa Indverjar. Þeir eru ákaflega hör- , undsdökkir, og bera vefjarhölt í stað skátahatts. Sum tjöld þeirra eru á flekurn, sem fléttaðir cru saman og bundnir á milli trjáa, eina eða tvær mannhæðir fyrir ofan jörð. En þótt margt sé hér skrítið og skemmtilegt að sjá hef ég hraðan á, og heimsæki nú Nýsjálendinga. Þeir eru um 600 að tölu. Nokkrir þeirra eru við að bún sig undir dans, sem þeir eiga að sýna á aðal varðeldasvæðinu þá um kvöldið. Þeir mála sig alla um andlit og skrokk og klæðast smápilsum, en annars eru þeir naktir Er þeir hefja dansinn hefir hver þeirra tvö prik, er þeir slá saman á vissum augnablikum í þessum villimanna- dansi sínum. En nú er „leyfið“ senn á enda og ég hraða mér heim og nota þá tæki- færið til að athuga gervifjallið Mont Blanc, sem frönsku skátarnir hafa komið fyrir í einunr tjaldbúðum sínum. Þólt það sé ekki í fullri stærð eru þar menn að klifra og lil að sjá er fjallið alleðlilegt. En flakki mínu er svo ekki lokið með þessu þennan dag. Eftir hádegi förum við í knatt- spyrnu með Luxenborgarinönnum og um kvöldið á ég ásamt einum fé- laga mínum að fara í tedrykkju íil skozkra skáta. Þrátt fyrir stríðni og glósur landa okkar um það, að Skot- arnir tímdu ekki að gefa okkur neitt alminnilegt að borða, erum við hin- ir kátustu þegar við höldum til tjalda þeirra um kvöldið. Er við komum á áfangaslaðiim voru þar fyrir margra þjóða skátar auk þeirra skozku og tóku þeir okkur allir eins og göml- um kunningjum, meðal annara var þar skáti frá Noregi, sem vilanlega var „frændi“ okkar og aldavinur þegar í stað. Er við höfðum verið spurðir spjörunum úr um hið ótrú- legasta í sambandi við land og þjóð, var öllum skipað á tvöfalda röð, en fremst í röðinni stóð skozkur skáta- foringi með sekkjapípu. Biðum við þannig augnablik, en þá kom mat- sveinn með heljarstóra sleif í ann- arri hendi og tertu mikla á hinni. Gekk hann fram fyrir röðina og sló takl með sleifinni en foringinn hóf óskaplegan pípublástur. Gekk svo hersingin hring í tjaldbúðunum og staðnæindist að lokum við stóla, sem stóðu undir sólskýli á fögrum stað. Síðasta grein Þar fengum við okkur sæti og var okkur svo færður maturinn, sem var kjötkássa og kartöflur. Er maturinn var á borð borinn var sungin borð- bæn, en síðan tekið til snæðings. Þegar allir höfðu tekið ríflega til sín af kássunni var teið borið fram og með því feiknin öll af kexi, og gáturn við félagar þá ekki annað en brosað í laumi, þegar við bárum allar þess- ar kræsingar saman við spádóma félaga okkar um nízku Skotanna. Þegar þessi veizla var á enda sett- umst við allir umbverfis varðeldinn og hófst nú hin fjölbreyltasta skemmt un. Komu Skotarnir þar fram með leikþætti, einsöngva og tvísöngva með gítarundirleik en ýmsir gest- anna, l. d. Svisslendingar og Ame- rikumenn komu einnig með skemmti- atriði auk þess venjulega skátasöngs, sem allir tóku þátt í. Þannig leið kvöldið við glaum og gleði og þegar við loksins héldum heim fylgdu tveir Skotar okkur á leið og gáfu okkur minjagripi að skilnaði. Ja, það væri dásamlegt að lifa hér á jörðinni, ef allt pilsklætt fólk væri eins nærgætið og skemmtilegt eins og pilsklæddu Skolarnir voru þetta kvöld. Þannig leið þessi dagpartur á jamboree, og ef hver einstaklingur segði frá ævin- týruin sínum alla dagana, yrði sú frásögn efni í heila bók. í „tjald- búðaflakki“ kynnlist maður nýju og nýju dag eftir dag og það sama er að segja um heimboðin. Einn dag- inn er knattspyrnukappleikur milli okkar og Frakka, sem lýkur með sigri íslands, og á eftir bjóða Frakkarnir 15 Islendingum niður í þorpið Moisson. Stundum er farið í bað niður við Signu, gönguferðir íil þorpa upp með ánni eða í „cirkus“ einbvers staðar í tjaldborginni. Einn daginn kepjia tveir skátaflokkar frá okkur í eins konar hindranahlaupi, er fram fer í „Alsír“. Það er hlaupið gegnum skóginn, skriðið undir hindranir og íarið á köðlum yfir ímyndaðar ár. Við eigum flokk númer 2 og 5 í keppninni og þykj- umst góðir, þegar þess er gætt, að á saina tíma er glímuflokkur okkar að sýna einhvers staðar út í tjald- borginni, og þar eru nátlúrlega sum- ir af okkar sprækustu strákum. Einn daginn heimsækja okkur 10 skátar frá hvoru hinna Norðurlandanna og úr því verður reglulega norrænt kvöld við varðeldinn. Hér höfum við verið viðstaddir guðsþjónustur margra ólíkra þjóða og trúarbragða- flokka, svo sem Múhameðstrúar- manna, Gyðinga og Kaþólskra. — Kvikmyndirnar okkar frá Íslandi hafa verið sýndar í samkomutjald- inu í Alsírbúðum og glímumennirn- ir okkar hafa sýnl á sjálfu aðalvarð- endasvæðinu. Ilér höfum við stikað um i litklæðum eins og fornaldar ' kappar, umsetnir af kvikmyndatöku- mönnum og alls konar myndasmið- um. Já — hér hefir sannarlega ver- ið mikið um að vera, en kóróna hvers dags er þó varðeldurinn. Auk þeirra varðelda, sem hver þjóð bélt heima hjá sér, fóru fram almennir varðeldar í öllum tjald- búðahverfum og þar að auki al- þjóðlegir varðeldar á Clair Bois. sem var aðalvarðeldasvæði mótsins, og voru þar stundum saman komnar margar þúsundir manna. Eins og áður er sagt, fóru varðeldar okkar íslendinganna venjulega fram í fah legu rjóðri úl í skóginum á bak við tjaldbúðasvæðið, og voru þeir oft- ast með svipuðu sniði og heima. Við æfðum þar m. a. smáleiki og söng, er við komuin síðan fram með á stærri varðeldunum. Það sem vakti mesta alhygli af varðeldaatriðum okkar, var glíman og þjóðlögin, sem voru sungin með röddum, og af mörgum talinn bezti söngur, er heyrð ist á mótinu. Voru þetla mjög vin- sæl skemmtiatriði hvar sem þau komu fram, enda vel undirbúin og sérkennileg. Þjóðdansar voru áber- andi skemmtiatriði hjá mörgum þjóðum og oft dansaðir með hljóð- færaundirleik og í þjóðbúningum. Við sýndum þjóðdansa við Alsír- varðeldinn og’ voru þá allir klæddir fornmannabúningum. Yfirleitt var varðeldurinn i Alsír ineð töluvert austurlenzkum blæ. Baksviðið stór bogagluggi, söngvarnir austurlenzk- ir, og efni leikjanna úr Þúsund og einni nólt og fleiri slíkum ævintýr- um. Á aðalvarðeldasvæðinu komu saman skátar úr öllunr tjajdbúðun- um og sýningar fóru þar fram á slórum u|iphækkuðum p'alli. Þar sýndu Tékkar, Hollendingar og skát- ar frá Eystrasaltslöndunum þjóð- dansa, Frakkar léku þætli úr ævi Jeanne d'Arc og dönsuðu þjóðdansa o.s.frv. En livað sem gerl var mótað- ist allt af hugsuninni, sem kemur svo vel frain í varðeldasöngnum okkar: „Tengjum fastara bræð'ralags bogann er bálið snarkar hér rökkrinu í, finnum ylinn og lítum í logann og látum minningar vakna á ný. I skátaeldi• býr kingi og -kraflur kyrrð og ró, en þó festa og Jior, okkur langar að lifa upp aftur liðin sumur og yndisleg vor.“ Og áreiðanlega vildum við lifa upp aflur marga varðeldana í Frakk- landi eins og svo mörg önnur ævin- týri úr skátalífinu. Slit jamboree. unni. Okkur hafði verið tilkynnt, að kl. 4 ættu mótslitin að fara fram og skömmu fyrir þann tíma gengum við islenzku skátarnir undir fána lands vors niður á Arena. Brált voru þar saman komnar allar þær þjóðir, sem þáll tóku í mótinu og var okkur nú skipað í röð á milli þeirra tveggja þjóða, er fjöhnennastar voru, en það voru Bretar og Frakkar. Á niiðju aðalsvæðirtu hafði verið komið fyr- ir allháum pöllum og var loftbelgur, sem í raun og veru var afarstórt hnattlíkan, festur við einn þeirra. Mótslitin hófust með því að tilkynnt var á frönsku og ensku, eins og ævin- lega, að fararstjórar hverrar þjóðar ættu að mæta á háum palli þarna rélt hjá. Síðan söng blandaður kór jamboree-sönginn uin frið og bræðralag allra þjóða. Þar næst var skorið á strengi þá, er liéldu knatt- líkaninu og því var velt yfir raðir allra þúsundanna, þannig, að hver maður bafði liönd á því og ýtti því áleiðis. Átti þetta að lákna að skáta- félagsskapurinn væri alþjóðlegur þótt skátareglan í hverju landi sé þjóðleg og vinni að því að glæða ættjarðarást og réttan þjóðarmetn- að. En frenrur öllu öðru átti þetta að tákna að allar þjóðir eiga að þoka heiminum áfram til meiri far- saddar. Þegar knötturinn hafði far- ið hringinn hófust ræðuliöld og tal- aði, þá fyrst Lafont hershöfðingi yfir- maður frönsku skátanna og síðan Wilson offursti forstjóri Alþjóða- sambands skáta. M'nntust þeir á mót þetta og önnur slík, sem fyrr voru haldin, og sögðust vona, að þátt- takendur hefðu ekki aðeins haft persónulegt gagn og gaman af för sinni á Friðar-jamboree, heldur hcfðu á mótinu tengst bönd vináttu og skilnings milli skáta frá hinum fjarlægustu hlutum heims og mól- ið hefði á þann hátt orðið heilla- spor í áttina lil friðar og bræðra- k ^ allia þjóða. Lafont bershöfðingi tók það einnig sérstaklega fram, að ftönskum skátum hefði verið ánægja að því að standa fyrir inóti þessu og þeir vonuðu að gestirnir hefðu all þar margar ánægjustundir. Síðan afhenti hann öllurn fararstjórum minjagripi. Eftir þetta fór að koma hreyfing á allar þær þúsundir, er þarna stóðu, og innan skamm§ gekk fyrsta sveitin yfir pallána og sú næsta rétt á hæla hennar og myndað- ist þannig smátt og smátt jamboree- hnúturinn, sem var merki þessa móts, en nú var hann gerður úr iðandi mannhafi er þokaðist áfram í kráku- stígum. En smátt og smátt leystist hnúturinn upp og hver flokkur hélt Síðasti dagurinn okkar á jam- boree, 18. ágúst, rann upp bjartur og fagur eins og allir hinir, en hon- um munum við sízt af öllu gleyma. Ekki aðeins vegna þess að hann tákni að nú væru þessir dásamlegu heim til sinna tjaldbúða en á leiðinni þulu allar þær myndir og minningar, sem við eigum frá jamboree gegn- um hugann. Aldrei framar áttum við eftir að vera hér við muhamedska guðsþjónustu snemma að morgni til. Líklega sjáum við aldrei fratnar skáta frá Egyptalandi eða Alsír dansa þjóðdansa eða Ástralíumenn stíga villimannadans. Nú getum við ekki framar æft fjallgöngur í litla Mont Blanc með frönskum skátum eða synt í Signu. — Aldrei framar mun- um við sjá svarta skáta frá Afríku og skála frá Norðurlöndutn í áköf- um samræðum með handapati og alls konar skringilegum tilburðum, þar sem eina orðið er þeir skilja var cange .... cange. Nei, allt þetta er liðið. Jamboree de la Paix er lokið. Margar góðar endurminningar eigum við frá indælum dögum í Frakklandi og síðar í Englandi, minningar sem aldrei fyrnast. Aldrei hefir okkur verið betur ljósl en nú, hvers virði skátareglan er, ekki að- eins einstaklingum, heldur heimin- um öllum. Eftir blóðugasta stríð verajdarinnar, meðan heimurinn er flakandi í sárum ófriðaráranna og sundrung og tortryggni ríkir á stjórn- málasviðinu og riiilli hinna svonefndu ráðamanna þjóðanna, þá mætast þúsnndir drengja og unglinga af hinmn ólíkustu þjóðernum og stétt- um. með hinar ólikustu skoðanir í V trúmálum og stjórnmálum, talandi ólíkar tungur og aldir upp við mis- munandi menningarskilyrði. Þeir laka höndum saman í bróðurhug og ^yggja þúsund tjalda borg, sem er eins og lítið þjóðfélag reist á grund- velli skátalaganna og með bræðra- lags- og friðarhugsjón kristinnar trúar að le’oarljósi. 42 þjóðir lifa þar í friðí og eindrægni sem ein- kennist af gleði og hjálpsemi. Er ekki Friðar-jamboree eins og sól- skinsblettur á þessum skuggalegu eftirstU ðsdö gum ? Marga góða kunningja höfum við eignazt meðal ýmsra þjóða í þeim fjöhnenna hópi, er sótti jamboree, og áreiðanlega vita nú þúsundir unglinga í öllum heimsálfum meira um ísland en áður var, því að land- kynning er alllaf mikill þáttur í öllu starfi í alheimsmótum skáta. í því tilliti gerðum við okkar bezta. og gátum ekki fundið að við stæðum ekki öðrum þjóðum jafnfætis hvað það snerti, enda var okkur öllum Ijóst frá upphafi, að í allri þessari ferð yrðum við skoðaðir sem nokk- urs konar fulltrúar okkar þjóðar. Að endingu viljum við þakka far- arstjóra og öðrum, bæði þeim, sem heima voru og þeim sem fóru, fyrir þann skerf, sem þeir hafa lagt til þess að ferðin mætti vel iakast, en fremur öllu öðru þökkum við þó fé- laginu okkar hér heima, því að það gaf okkur fyrst og frcinst möguleik- aim til þess að lifa þetta ævintýri. NÝ SlMASKRÁ V ÆNTANLEG. Dagblaðið „Vísir“ skýrir svo frá, að prentun nýju símaskrár- innar sé að verða lokið, en þá á eft'.r að binda hana. Vonandi gengur það þó betur en prent- unin, og ætti símaskráin þá að verða tilbúin innan skamms.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.