Íslendingur


Íslendingur - 22.10.1947, Blaðsíða 2

Íslendingur - 22.10.1947, Blaðsíða 2
2 í SLENDINGUR Miðvikudaginn 22. október 1947 Islenzkir guðlræðinoar 1847-1947 1. bindi: SAGA PRESTASKÓLANS OG GUÐFRÆÐIDEILDAR HÁSKÓLANS eftir Benjamín Kristjánsson. 2. bindi: KANDIDATATAL ejtir séra Björn Magnússon, dócent. Annar október sl. var merkur dag- ur í sögu íslenzku kirkjunnar, en það var hundrað ára afmæli Prestaskól- ans í Reykjavík, er var stofnaður þann dag fyrir huridrað árum. Þessa afmælis var minnzt með hátíðlegum hætti í Mermtaskólanum í Reykjavík, Háskólanum, Dómkirkjunni og sein- ast með hófi að Hótel Borg í boði háskólarektors og kennslumálaráð- herra. En auk þessarra hátíðahalda var dagsins minnzt með útgáfu bókar- innar: íslenzkir guðfræðingar 1847 -—1947, er kom út í tveimur bindum þennan dag. Fyrra bindið fjallar um sögu Prestaskólans, en seinna bindið er kandidatatal þeirra, sem hafa út- skrifast úr skólanum og Guðfræði- deildinni þessi hundrað ár. Fyrra bindið ritar séra Benjamín Kristjánsson. Er það aðallega í tveim ur þáttum, hinn fyrri Prestaskólinn í Reykjavík 1847 til 1911, en seinni þátturinn Guðfræðideild Háskóla ís- lands. Séra Benjamín hefur rit sitt á því að lýsa aðdragandanum að stofn- un skólans. Síðan lýsir hann skóla- setningunni og tilfærir orð þeirra Helga G. Thordarsen biskups, og dr. Péturs Péturssonar við það tækifæri. Því næst ritar hann æviágrip dr. Pét- urs, en hann var fyrsti forstöðumað- ur skólans; síðar í ritinu minnist hann á ritstörf þessa merka kenni- manns og brautryðjanda í starfi Prestaskólans. Þá er sagt frá kennsl- unni fyrstu árin, prófum, húsnæði og útbúnaði nemenda, Prestaskóla- sjóðnum, og fleiru varðandi starf og skipulagningu skólans. Sagt er frá forstöðumönnum skólans og kenn- urum og birtar myndir þeirra. Þar er getið Sigurðar Melsteð, Jónasar Guðmundssonar, Steingríms John- sen, Eiriks Briem, Helga Hálfdánar- sonar, Þórhalls Bjarnasonar, Kristj- áns Jónssonar yfirdómara, Brynjólfs Þorlákssonar, Jóns Helgasonar og Einars Arnórssonar, er samdi ís- lenzkan kirkjurétt 1912 og notaði þá bók við kennslu í kirkjurétti. Undir lok fyrra þáttar ritar séra Benjamín um Harald Níelsson, þýðingar hans og önnur störf. Síðari þátturinn fjallar um guð- fræðideildina, er varð til með stofn- un Háskólans 1911. Þar er sagt frá auknum starfsskilyrðum og nýjum starfskröftum. Eru þar rakin ævi- ágrip og störf Sigurðar P. Sívertsen, Sigfúsar Einarssonar, Jóns Kristjáns- sonar, Eggerts Briem, Bjarna Jóns- sonar frá Vogi, Kristins Ármanns- sonar, Tryggva Þórhallssonar, Magn- úsar Jónssonar, Ásmundar Guð- mundssonar. Sigurðar Einarssonar, Sigurbjarnar Einarssonar, Björns Magnússonar, Sigurðar Birkis og Páls Ísólfssonar. Auk þess sem getið er um þá menn, er starfað hafa og starfa við guð- fræðideildina og Prestaskólann, er getið um öll þau málefni er varða þessar guðfræðilegu stofnanir. í sambandi við starf dr. Jóns Helga- sonar, er minnzt á nýju-guðfræðina, er var sú stefna sem hann ruddi iil rúms í skólanum og meðal þjóðar- innar. Eru raktar þær deilur, sem af þeirri stefnu guðfræðinnar spunnust, og hverjir það voru, sem þar leiddu aðallega saman hesta sína. Séra Benjamín Kristjánsson er snjall rithöfundur. Kernur það ótví- rætt í ljós við lestur þessarar bókar. Allt það, sem varðar Prestaskólann og guðfræðideildina, er ýtarlega rak- ið og skipulega. Frásagan er skennnti leg, og málið stílfagurt og hreint. Um leið og sagan er frásögn af Prestaskólanum og Guðfræðideild Iláskólans, er hún einnig saga þeirra ■ inanna og málefna, er þar koma við sögu. Er þess vegna eðlilegt. að séra Benjamín skuli verja allmiklu rúmi til þess að segja frá þeim nýjungum, sem menn á vegum skólans báru fram, á sviði guðfræðinnar, og þeim átökum, sem urðu í því sambandi. Síðara bindi þessa afmælisrits, er kandidatatal, sem Björn Magnússon dócent hefir samið. Eru þar taldir allir þeir guðfræðingar, sem útskrif- azt hafa úr Prestaskólanum og Guð- fræðideildinni 1847—1947, og birt- ast myndir af þeim að örfáum undan- teknum, sem ekki mun hafa verið iil nein mynd af. Með myndinni er nafn, fæðingardagur og ár af hverjum kandidat, svo og ættfærsla, náms- ferill, starfsferill og þau rit, sem hver hefir samið ásamt ritgerðum í blöð- um og tímaritum, eftir því sem til hefir náðst. Þá er einnig getið heið- ursmerkja, og hvort kandidatinn er kvæntur eða ókvænlur. Auk þess er einnig á sama liátt getið um þá guð- fræðikandidata, sem liafa útskrif- azt úr Kaupmannahafnarháskóla á þessu tímabili, en þeir eru tuttugu og þrír. Er þetta slórfróðleg bók um alla presta landsins, og hefir séra Björn Magnússon dócent unnið gott verk og orðið að leggja fram mikla vinnu í að safna öllum þeim fróð- leik um hvern einstakan kandidat, sem þar er skráður. Verður þetta kandidatatal áreiðanlega lil þess að auka vinsældir afmælisritsins, sem er allt hið eigulegasta og mjög smekklegt að frágangi. H.f. Leiftur í Reykjavík gefur bókina út. Á útgefandinn þakkir skyldar á- samt höfundum, fyrir það, að bók þessi skyldi geta komið úl á sjálfutn afmælisdeginum, því að áreiðanlega mun hún lengst halda á lofli minn- ingunni um 100 ára starf Presta- skólans og Guðfræðideildar Háskóla íslands. Pétur Sigiirgeirsson. (Ath. Grein þessi átti að koma í síðasla blaði, en komst ekki vegna rúmleysis). ¥ NÝJA-BTO 1 kvöld og næstu kvöld: KATEÍN Sænsk stórmynd byggð á skáldsögu Sally Salminen gerð af Svensk Filmindustri Leikstjóri: Gustaf Edgreen Aðalhlutverk: Marta Ekström, Franlí Sundström, Erik Faustman, Birgit Tiengroth. , Skjaldborgarbíó TiVÖ ÁB í SIGLINGUM (Two Years Before the Mast) Spennandi mynd eftir hinni frægu skáldsögu R. H. Danas um ævi og kjör sjómanna í upphafi 19. aldar. Leikendur Alan Ladd, Brian Donlevy, William Bendix, Barry Fitzgerald, Howard de Silva, Esther Fernandes. Bönnuð yngri en 16 ára. — HERBERGI til leigu i Norðurgötu 48, uppi. Sá sem fékk lánaða hjá mér járnsóg fyrir nokkrum dögum er vinsamlega beðinn að skila henni strax. K' - Árni Magnússon, Luudarg. 2. TIL SÖLU GHEVROLET vörubifreið módel 1946. — Bíllinn er í ágætu lagi og hefir aðeins verið keyrður 9 þús. km. Nánari upplýsingar gefur Árni Magnússon, Lundargötu 2, Akureyri. Gúður stofuskápur óskast kéyptur. A. v. á. »••••••••••••••••••••••••• LÉREFTSTUSKUR Kaupurn við hœsta verði. Prentsmiðja JTjöms Jónssonar h- 1 Auglýsing nr. 19 1947 frá skðmmtunarstjóra Samkvæmt 3. gr. reglugerðar frá 23. september 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefir Viðskiptanefndin samþykkt, að gera þá breyt- ingu á skrá þeirri yfir skammtaðar vörur, er um ræðir í aug- lýsingu skömmtunarstjóra nr. 2 1947, að prjónles framleitt hér á landi, úr íslenzkri ull, aðallega, eða að öllu leyti, skuli heimilt að selja án skömmtunarreita. Rísi ágreiningur um, hvort tiltekin vara skuli teljast skömmtunarvara samkvæmt samþykkt þessari, sker skömmtunarstjóri úr. Jafnframt hefir Viðskiptanefndin samþykkt, að eftirleiðis skuli skömmtunarskrifstofu ríkisins óheimilt að leyfa toll- afgreiðslu á erlendum prjónavörum, sem tollafgreiddar yrðu undir tollskrárliðum er um ræðir í 51. kafla tollskrárinnar frá 1942 nr. 13, 14, 15, 16 og 18, nema að hún fullvissi sig um það áður, að slíkar vörur hafi verið greinilega merktar á þann hátt, að festur sé miði við hverja einstaka flík eða stranga með áprentuðu orðinu ,,SKÖMMTUNARVARA“ Reykjavík 17. október 1947 Skömmtunarstjóriim.. Nokkrir ungir, áhugasamir menn með gagnfræðaprófi, geta komizt að sem nemar í símvirkjun. Sérgrein: sjálfvirkar stöðvar. — Umsóknarfrestur til 26. þ. m. Nánari upplýsingar gefur bæjarsímastjórinn í Reykja- vík. — Póst- og síma;málastjórnin. Auglýsing nr. 18 1947 irá skðmmtonarstjora Samkvæmt heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23 september 1947 um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og af- hendingu vara hefir Viðskiptanefndin samþykkt að geraþá breytingu á innkaupaheimild nr. 13, að eftirleiðis skuli verzl- unum heimilt að afhenda út á hann efni og tillegg samsvar- andi því, sem þarf til þess ytri fatnaðar, sem heimilt er að selja gegn stofnuka nr. 13, fyrr allt að kr. 350.00 gegn heil- um stofnauka, eða kr. 175.00 gegn hálfum stofnauka, miðað við smásöluverðmæti, að því tilskyldu, að verzlunin geri sér- stök skil á þessum stofnauka til skömmtunarskrifstofu ríkis- ins eða trúnaðarmanni hennar, og láti fylgja þeirri skila- grein nótu yfir hið selda efni og tillegg, kvittaða af kaupanda. Gegn stofnauka nr. 13 til skömmtunarskrifstofunnar eða trúnaðarmanna hennar, skal vera heimilt að afhenda verzlun- inni sérstaka innkaupaheimild fyrir vefnaðarvörum til jafns við það smásöluverðmæti er umrædd nóta greinir, enda sé nótan tekin gild af skömmtunarskrifstofunni eða trúnaðar- mönnum hennar. Reykjavík 17. október 1947 Skömmtuuarstjórinn. - Auglýsið í „íslendingi“ -

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.