Íslendingur


Íslendingur - 08.03.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 08.03.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. marz 1950 ÍSLENDINGUR Július Havsteen, sýslumaður: Hnefann á borðið Júlíus Havsreen sýslumaður Þingeyinga er einn kunn- asti baráttumaður okkar fyrir landhelgismálum íslands. Hefir hann kynnt sér þau mál flestum eða öllum betur og ritað margar rökfastar greinar um þau undanfarin ár í íslending og Morgunbíaðið og ef til vill fleiri blöð. — FORSPJALL UM SÍLDINA SEM KOMA SKAL. Um vetrarsólhvörf barst sú fregn eins og eldur í sínu um höfuðborg- ina og veiðistöðvarnar við Faxa- flóa, að við Garðskaga og í Miðnes- sjó væri stórfelldari síldartorfur heldur en menn nokkurn t'ma hefðu vitað um að til væru áður á þessum slóðum, og væru það bergmálsdýpt- armælarnir, sem gerðu fiskimönnun- um kleift að fylgjast með göngu síld- arinnar og hefðu opinberað þessi auðæfi. Fóru menn nú að gera sér vonir um, að síldin væri „á uppsiglingu" til Kollafjarðar og Hvalfjarðar, en mjög dofnaði yfir þeirri von, er hið fróðlega samtal ritstjóra Valtýs Stef- ánssonar við fiskifræðing dr. Her- mann Einarsson birtist í Morgun- blaðinu 21. des. s. I. Tvennt tók doktorinn fram, sem sló óhug á menn, að Hvalfjarðarsíld- in byggist á tilviljun og að hinum miklu síldartorfum í Flóanum yrði ekki náð, sökum þess hve djúpt þær eru í sjó niðri, nema með nýjum veiðitækjum. % Ef.ir lesturinn gáfu hinir bölsýnu strax upp-vonina um, að Hvalfjarð- arsíld kæmi aftur fyrr en eftir svo sem hálfa eða heila öld, en hinir bjartsýnu og í þeirra hópi hefi ég ætíð verið, telja líklegra, að von bráðar og helzt í þessum eða næsta mánuði komi „kvísl af hlýjum út- sjávarstraumi um Flóann" og kitli svo kviðinn síldanna, að torfurnar fari á kreik og alla leið inn í Hval- fjörð. Svo trúunl við því og, að fundin verði ný veiðitæki, ef síldin ómögu- lega vill koma nær eða ofar í sjóinn. Hitt sagði svo Hermann. Einars- son, og við þá fregn urðu allir, sem á síldina vona harla glaðir, en það var, að rannsóknir sínar og athugan- ir á sunnlenzku síldinni, sem veidd- ist árið sem leið, hefðu leitt í ljós, að kominn er fram í síldarstofnun- um svo öflugur aldursflokkur, að síldarstofninn hefir margfaldast við tilkomu þessa eina „árgangs" og að síld af þessum eina aldursflokki er þreföld eða fjórföld að magni á við alla hina síldina í stofninum. Og enn sagði hann, er hann yar spurður um hvaða áhrif þessi aldursflokkur frá 1944—45 gæti haft á síldveiði okkar Islendinga og í hversu mörg ár: „Við höfum ekki íslenzka reynslu að styðjast við í þessu efni, en norska síldin frá árinu 1904 gaf 60—70% af allti veiðinni ár.'n 1909—1913 og bar uppi feikna veiði öll þessi ár, en ^æt'.i mikið lengur. Eftir því ætti þessi afburða „árgangur" hér að verða þess valdand', að mikið síld- armagn verði hér fyrir landi næstu 3—4 árin." Kemur allt það, sem hér er sagt um norska „síldarárganginn" frá 1904, heim við skrif prófessor Johan Hjort, „Vekslingerne í de store fiske- rier" sem út kom 1914. Virðist nú liggja beint við, að búa ?ig undir uppgripin á þessu og næstu árum bæði með gömlum og nýjum veiðitækjum. LANDHELGIN ER MERGUR ÞESSA MÁLS. Já — allt er nú þetta gott og bless- að, ef við sitjum einir að uppgrip- unum, en hvernig er það með land- helgina, hefir hún rýmkað nokkuð hjá Alþingi og ríkisstjórn eftir að ísland varð lýðveldi. Þessa hefir ekki orðið vart og ekki sýndu alþing- iskjósendur við kosningar þær, sem fram fóru í október s. 1. nokkurn áhuga fyrir landhelgismálinu, síður en svo. Hefir þá ekkert gerzt í þessu málanna máli? Eftir því sem „Morgunblaðið" skýrir frá 15. des. s. 1. hefir „merki- legum áfanga" verið náð í landhelgis málinu hjá „Sameinuðu þjóðunum" og þessi „merkilegi áfangi" er allur sá, að sérfræðinganefnd S. Þ. var a.uk anriarra mála falið að rannsaka landhelgismálin, og hafðist þetta fram með 15 atkvæðum gegn 12 en 14 sátu hjáj svo áð ráunverulega hefir þingi S. Þ. verið fremur óljúft að fást að svo stöddu við landhelgis- málin og því ekki að búast við neinnri skj ótri afgreiðslu. Það sem kemur mér þó sérstaklega til þess áð efast um, að með þessari aðferð sé „áfanga náð" fyrir okkur íslend- inga, er fyrirvari sá sem í nefndri grein stendur, en hann er svohljóð- andi: LANDHELGISMÁL NORÐMANNA. ,jFyrir alþjóðadómstólnum í Haag er nú einmi:t eitt slíkt mál, þ. e. mál- ið milli Breta og Norðmanna varð- andi víðáttu norskrar landhelgi. Málavextir eru þeir, að Norðmenn hafa talið sér víðáttumeiri landhelgi en Bretar hafa viljað viðurkenna. Rétt er að laka fram, að þar sem Noregur hefir aldrei talið sér minni landhelgi en þá, sem norska stjórnin heldur fram í Haa.g, er ekki víst, að úrskurður dómsins komi Islandi að haldi." (Leturbr. mín.) Með þessum fyrirvara er verið að búa okkur undir það, að málið milli Brela og Norðmanna komi okkur að litlu eða engu haldi, þó að Norð- menn vinni. Og ástæðurnar eru tekn- ar fram, að vísu í sem fæstum orð- um, en þó nógu greinilegar, og þær eru þessar: Norðmenn hafa ætíð haldið fram fjögra sjómílna land- helgi og að norskir firðir og flóar , væru lokaðir útlendingum til veiða ' og alveg sérstaklega hefir styrinn staðið milli Breta og Norðmanna um togaraveiði í „Vestfjorden hjá Lo- fot", sem Norðmenn telja lokaðan, en Brelar veiða í, þareð fjarðar- mynnið er 32 mílufj órðungar. Þegar ég í sumar sem leið var staddur í Noregi, fulltrúi Rotaryfé- lagsskaparínS á íslandi, barst land- helgisdeilan við Breta nokkuð í tal, og varð ég þess skjótt var, að land- helgismálið átti hug allra Norð- manna óskiptan og að þeir telja sér sigur í því máli, þó að við örðugan og óvæginn andstæðing sé að etja. Þeir skipa sínum færustu lögfræð- ingum og fiskifræðingum í málið, þeir leggja áherzlu á hinn sögulega rélt, sérslaklega um lokun fjarða og flóa, sem þeir aldrei hafa hvikað frá, þeir halda málinu vakandi í Stór- þinginu eins og ég áður hefi sagt frá í greinum mínum um landhelgismál- ið og þá ekki síður með því að beita- fyrir áhrifamönnum (ræðismönn- um) utanlands og með ritgerðum og blaðagreinum heima. Þessu síðast- nefnda til sönnunar skal fluttur hér í þýðingu útdráttur úr grein, sem birtist í Björgvinjarblaðinu „Gula Tidend" 19. nóv. s. 1. eftir safnvörð Færöyvik. Hefir hann um mörg undanfarin ár rannsakað nöfn á f iskimiðum, veiðisvæðum og siglingamerkj um við Noregssirönd, og segist honum svo frá í nefndu blaði: „Með þess- uin rannsóknum mínum hefi ég kom- ist að því, að haf inu, þar sem róið er til fiskjar (Fiskehavet) var skipt í stóra almenninga, er náðu eins langt í'haf út eins og fiskimiðin og land- grunnið. Hafinu frá Stað suður að Sognfirði var skipt í 5 almenninga: Staðsjór, í hann var róið úr verum eða útgerðarstöðvum við Stað, Bremangursjór, þangað sóttu Brem- angurverin, Kinnasjór, þar reru skip frá Brandey, Búasjór, þangað sóltu vermenn frá Askvelli, Sólundirsjór, en þar veiddu Utversmenn. Takmörkin milli veiðisvæðanna voru djúpálar fjarðanna. Fyrir norð- an Stað eða í Sunnmærafylki var farið eftír svipuðum reglum, og þar skiptu sjómenn veiðisvæðunum milli sín í a'fmárkaða reiti á miðunum, svo að eyjaskeggjar á þessum slóð- um, sem aðallega sóttu og eignuðu sér miðin, lentu ekki hver.fyrir öðr- um og losnuðu við allar þr'ætur inn- byrðis mn hvar leggja skyldi lóðir og net. Þessar reglur v'oru í gildi fyrir veiði á djúpmiðum og fyrir veiði þá sem stunduð var allt árið, en um veiðina á göngufiski, svo sem síld, þorski og ufsa í íorfum, voru þau ákvæði sett, að hún var öllum heimil meðan -á göngunni s'óð, og margir bændur innan úr dölunum áttu kæn- ur sjálfir, sem þeir notuðu, eða réðu sig upp á hlut. Fiskimiðin norðan við Stað náðu 6 mílur, danskar í haf út (60 k'ló- metrar), en mið'.n við Sogn og Firð- ina 3—4 mílur danskar út frá landi. Það virðist svo sem þessar sögu- legu staðreyndir hljóti að hafa tals- verða þýðingu fyrir úrslit deilunn- ar í Haag um landhelgina. Englendingar vilja nú fallast á að landhelgin (norzka) sé 7,4 km. frá landi (þ. e. fjórir mílufjórðungar), en þeir vilja sveigja línuna inn'í alla f irði og flóa, og þá yrði lítið ef :ir af miðum okkar og veiðiréttindum. NORSKA LANDHELGIN. Noregur heldur fast við landhelg- islínu, sem er 7,4 km. í haf út reikn- uð frá línu landsodda eða yztu skerja í milli." (Þ. e. firðir og flóar lokað- ir útlendingum.) Hefi ég flutt þenn- an stutta útdrátt úr „Gula Tidend" til sönnunar því, með hversu mikl- um áhuga, undirbúningi, feslu og markvísi Norðmenn reka sitt land- helgismál. LANDHELGISMÁL ÍSLENDINGA. Höfum við Islendingar sýnt sama áhuga og festu í okkar landhelgis- máli og Norðmenn? Þessu er fljótsvarað með orðun- um „Því fer fjarri". Úr því við lét- um árið 1918 hjá líða, án þess að taka landhelgismálið að fullu og öllu í okkar hendur og lýsa samningum við Breta 24. júní 1901 með öllu ógildan og íslendingum óviðkom- andi, mátti búast við því, að þetta hefði verið gert 1944 með lýðveldis- tökunni, en í öllum glaumnum og gleðinni fórst þetta alveg fyrir, og þjóðin virtist láta sér þetta vel líka, sem og síðustu Alþingiskosningar bera vitni um, því ekki var, að heita má á landhelgismálið minnst, og á þeim sárafáu framboðsfundum; sem það var gert, var þetta slórkostlega velferðar- og framtíðarmál íslenzku þjóðarinnar bóks aflega kæft í mold- viðri dægurþrassins . og flokkarígs- ins. Það hefir ekki staðið á samþykkt- um og áskorunum til r.'kisstjórnar og Alþingis bæði frá Landssambandi ísl. útvegsmanna og Landssambandi farmanna og f.'skimanna, en hver er árangurinn og hversu vel hafa sam- böndin fylgt eftir þessum áskorun- um? Það er ekki nóg að samþykkja góðar tillögur, það þarf að koma þeim í framkvæmd og því fyrr því betur, ef um velferðarmál heillar þjóðar er að ræða eins og landhelg- ismálið sannarlega er, annars verða þessar samþykktir aðeins „orð, orð, innantóm", — sem „fylla storð fölskum róm". Jafnvel á Alþingi sjálfu kom fram um veturnætur 1948 stórmerk tillaga til • þingsályktunar um landhelgismálið, borin fram af þremur yngstu Alþingismönnunum. Hvenær má búast við, að hún verði framkvæmd? LÖG 1948 UM VERNDUN-FISKI- MIÐA LANDGRUNNSINS ÚT Á VIÐ ÞÝÐINGARLAUS. Árið 1948 voru sett lög þar sem sj ávarútvegsmálaráðherra er heim- ilað að gefa út reglur varðandi verndun fiskimiða landgrunnsins. Á þessum lögum varð ég hissa, því að ég fæ ekki skilið, að þau hafi út á við nokkra þýðingu fyrir landhelgis- málið eða verndun fiskistofnsins. Lít svo á, að útlendu þjóðirnar, sem veiða hér við land, telji sé'r með öllu óviðkomandi reglur er ráherra set- ur, sem máske í dag er sjálfstæðis- maðurinn Pétur en á morgun fram- sóknarmaðurinn Páll. FORSETAÚRSKURÐUR UM LANDGRUNN ÍSLANDS NAUÐSYNLEGUR. Það er skoðun mín, að í stað þess- ara laga hefði forseti íslands, líkt og forsetar U. S. A., Mexico, Argentínu, Chile, átt að gefa út í umboði Al- þingis og f. h. íslenzku þjóðarinnar forsetayfirlýsingu um landgrunn ís- lands, og fyrst það ekki var gert 1948, á forsetinn að gera það nú á hinu heilaga ári 1950. SAMNINGINN FRÁ 1901 ÁTTI EKKI AÐ VIÐURKENNA. Samningnum frá 24. júní 1901 hefir verið sagt upp. Eg hefi áður látið þá skoðun í ljósi, að þessum samningi átti ekki að segja upp, held- ur lýsa hann ógildan og ómerkan (ipso jure nullum) fyrir ísland, þar sem hann var gerður að Islending- um fornspurðum og aldrei samþykkt- ur á Alþingi fyrr en nú með upp- sögninni og það tel ég illa farið. Uppsögnin vopn orðin í hendur Breta, því að með uppsögninni- er bein játning gerð um gildi samnings- ins. ÓVARLEGT AÐ VÍSA LAND- HELGISMÁLI OKKAR LÍTT UNDIRBÚNU TIL NEFNDAR S.Þ. Loks hefir landhelgismáli okkar íslendinga verið vísað til sérfræð- inganefndar S.Þ. og með því talið, að „merkilegum áfanga" hafi verið náð. Réttara hefði nú verið og öllu varlegra að segja, að með þessu móti gœti merkilegur áfangi náðst, en ég Framh. á 6. síðu

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.