Íslendingur


Íslendingur - 26.04.1950, Side 5

Íslendingur - 26.04.1950, Side 5
miðvikudagur 26. apríl 1950 ÍSLENDINGUR Skíðalandsmótið á Siáluíirði 1950 Eins og áður hefir verið skýrt frá ' í blaðinu, var Sk ðalandsmótið háð ! á Sigluflrði um páskana. Áður hafa ' verið birt úislit í einstökum grein- um, en hér verður nokkuð greint frá hinum einstöku keppnum o. fl. í sambandi við mótið. Keppendur frá öllum héruðum, er þátt tóku í mótinu, voru komnir á staðinn á miðvikudagsmorgun, en mótið átti að hefjast á skírdag. Þennan dag var keppendum leyft að œfa sig í s.ökkbrautinni, en það slys vildi þá til, að Haraldur Pálsson frá Siglufirði datt og meiddi sig svo í fæti, að hann gat ekki tek.ð þátt í mótinu. Þetta var slæmt áfall fyrir Siglfn ðingana því að við Harald Pálsson voru flestar sigurvonir þeirra tengdar, en hann er eins og kunnugt er einn af allra fjölhæfus.u skíðamönnum landsins. Daginn eftir hófst mót.ð á keppni í svigi kvenna. Reykjavíkur-stúlkurn- ar báru þar sigur úr býtum og bar Ingibjörg Árnadóttir af, þó eru á- höld um hvort Karólína Guðmunds- dóttir frá ísafirði, sem keppti í B fl. var henni ekki jafn snjöll, en hún var svo óheppin að sleppa porti og var þar með úr leik eftir að hafa farið brautina á mjög mikl- um hraða og af leikni. Akureyringar á.tu þarna engan keppanda. — Þenn- an dag var elnnig keppt í göngu í tveim aldursflokkum. 20—23 ára í 18 km. og 17—19 ára í 15 km. Fyrirfiam var vitað að þarna yrði um mjög harða keppni að ræða, þar sem samankomnir voru flestir göngu garpar landsins. Þingeyingar báru af í eldri flokki, en ísfirðingar í þeim yngri, áttu hvor um sig þrjá fyrstu menn. Færið var þungt, blaut- ur nýsnjór og tæplega um að ræða nema eina tegund af áburði, sem dugði á þennan snjó. Akureyringar átlu þarna einn mann í eldra flokki og fjóra í þeim yngri. Sameiginlegt fyrir þá alla var það, að áburðurinn brást og flestir hættu, sem að mín- um dómi var skynsamlegra en að uppgefa sig, því áreiðanlega er fátt erfiðara en að ganga erfiða göngu á skíðum með ónýtum áburði. Þó þannig tækist til í þetta sinn, er á- stæðulaust að setja það fyrir sig. Það hefur hent æfðari göngumenn en drengina okkar að „smyrja sig út,“ en af þessu og öðru má læra og drengirnir okkar lærðu mikið við að sækja þetta mót, sem mun koma þeim að gagni seinna, þó að þeir ekki kæmu heim hlaðnir gulli og silfri. DAGUR ÍSFIRÐINGA Laugardagurinn varð sannkallað- ur ísfirðingadagur. Sveitakeppni 4 manna um Svigbikar Litla Skíðafé- lagsins hófst kl. 10 f. h. Til keppn- innar mættu sveitir frá Reykjavík, ísafirði, Akureyri og Slglufirði. Al- mennt var talið, að Reykjavík æt'.i beztu svigsveitina, þar sem sveit þeirra var skipuð 4 af 6—-8 beztu svigmönnum landsins. Magnús Bryn- jólfsson var nr. 1 og „keyrði“ braut- ina á mjög skömmum tíma. Þetta var auðsjáanlega til þess að kveikja keppnishug þeirra, sem á eftir komu. Flestir Reykvíkinganna „keyrðu“ djarft, og varð það sumum þeirra að falli, ef.ir fyrri umferð höfðu þeir þó beztan tíma samanlagt. Magnús byrjaði aðra umferð og bætti nú tíma sinn nokkuð, þrír Reykvíking- anna gerðu það einnlg, en einn þeirra fékk slæma byltu, og varð það til þess að svifta þá sigrinum. Keppnin endaði með sigri ísfirð- inga, sem „keyrðu“ báðar ferðir mjög örugglega og á jöfnum timum. Klukkan 4 e. h. hófst svo boð- ganga 4 x 10 km. Til leiks mættu sveltir frá Þingeyingum, Stranda- mönnum og ísfirðingum. Þe'.ta var mjög spennandi og hörð keppni. Eftir úrslitum í göngunni fyrsta dag- inn var almennt talið, að Þingeying- ar mundu vinna örugglega. Fyrstu þrír mennirnir lögðu af stað allir jafnt. Eftir hringinn var ekki telj- andi bil á milli þeirra, og önnur umferð hófst og lauk á sama hátt. Hægt var að fylgjast með göngunni svo lil allan tímann, og jók það mjög á spenninginn. Þriðja umferð hófst, án þess að enn væri hægt að gera sér i hugarlund, hvernig þessi keppni mundi enda. Þegar leið á hringinn, fór þó Isfirðingurinn að pota sér fram úr hinum og skilaði til félaga síns, sem beið, tæplega mínútu „forskoti“, svo til jafnir komu svo Strandamaðurinn og Þing eyingurinn. Nú jókst spenningurinn. Auðsjáanlega höfðu allir skipað mönnum sínum svo, að beztu menn- irnir reyndu með -sér síðast. Frá þeim, sem næst stóðu, heyrðust radd ir um það, að þeim Jóhanni Stranda- manni og Jóni Kristjánssyni H.S.Þ. mundi auðveldlega takast að vinna þetta „forskot“ af Gunnari Péturs- syni, sem aðeins var í 17—19 ára flokki. Þetta reyndist þó ekki eins auðvelt og talið var. Gunnar hélt forystunni og jók bilið jafnt og þétt, enda gekk hann leiðina á lang skemmstum tíma og var þrem mín- útum fljótari en félagi hans„ sem þó veitti honum tæprar mínútu „for- skot“. ísfirðingar unnu þarna sinn ann- an sigur þennan dag, og sýndi það sig sem oftar, að tækni og kunnátta í að smyrja skíðin rétt, er það sem úrslitum ræður í svona keppni. Brun skyldi fara frain næsta dag, sem var páskadagur. Á:ti það að hefjast á Illvirðrishnjúk, sem er hæs.a fjall við Siglufjörð, og áttu keppendur að mæta klukkan 8 að morgni til þess að prika upp á hnjúk- inn og nota svo 3—4 mínútur til þess að renna sér niður. — En nú voru veðurguðirnir orðnir reiðir. Keppendur mættu að v'su flestir til leiks, en sökum versnandi veðurs og dimmviðris varð ekkert úr keppninni þann dag. Veður var enn vont á ann- an dag páska, er mó inu skyldi ljúka. Ráðist var þó í það að láta fara fram svig karla í A og B fl., en veðrið var ekki betra en það, að oft urðu keppendur að sæta lagi að fara brautina milli bylja, og oft var erfitt að hita á portin. Mannfall varð líka mikið í liði keppenda. Af 25 keppendum, sem skráðir voru lil leiks í A-fl. (12 frá Rvík) luku að- eins 12 af 23, er hófu keppnina, við hana, hinir ýmist „keyrðu s:g út“ eða hættu. Magnús Brynjólfsson var eins og fyrri daginn þarna allsráð- andi og sigraði með yfiiburðum. — í B-fl. var mannfallið ekki eins gífur- legt. Þar voru 16 skráðir til leiks (10 frá Rvík) og luku 12 keppni. Þar sem von var á Herðubreið íil Siglufjarðar um kvöldið eða nóttina, en með henni ætluðu Þingeyingar heim, ákvað móts jórnin, að hið fyrirhugaða hóf með verðlaunaút- hlutun, skyldi fara fram samkvæmt áætlun og verða úthlutað þeim verð- launum, er þegar höfðu unnist. — Skemmtu menn sér þar ágætlega um kvöldið, þrátt fyrir andstreymi og iilt veðurútlit, og létu hverjum degi nægja sína þjáningu. Daginn eftir var enn hið versta veður. Um níu leytið fór þó að létta til, og mótstjórnin fór á kreik, — enn var eftir að keppa í bruni og stökki. Kingt hafði niður talsverðu af snjó, og var því tæplega hugsandi að hafa brunið á fyrirhuguðum s að. Keppendum og starfsmönnum var nú hóað saman og ákveðið, að brun- ið skyldi fara fram í Snóksgili, en brautin varð nú allmikið styttri eða 1,7 km. í stað 4,5 km. eins og fyrir- hugað var. Alhnargir, sem skráðir voru í þessa keppni, gátu nú ekki mætt, ýmist vegna smámeiðsla, er þeir höfðu hlotið í sviginu, eða ann- arra veikinda, því að undanfarið hafði inflúenza og annar faraldur herjað í röðum keppenda. Bruni í A-flokki lauk rneð sigri Magnúsar Brynjólfssonar, er þar með tryggði sér þrefaldan meistaratitil í módnu, ásamt Ingibjörgu Árnadóttur frá Rvík, er sigraði þarna einnig í A-fl. kvenna. — Nú var einnig unnið af kappi að því að lagfæra stökkbraut- ina, því með batnandi veðri var á- kveðið að stökkin skyldu fara fram kl. 5—6 um kvöldið. Þetta tókst líka. Fyrstur fór brautina norski skíða- kennarinn, Jappen Erikson, þá 15 ára unglingur og loks 12 ára dreng- ur. Allir stóðu þeir stökkin, sem hvert á sinn hátt var mjög glæsilegt. Því næst hófst keppnin. Af skiljan- legum ástæðum réöu Sigifirðingarn- ir þar iögum og ioíum, en ai kepp- endunum bar Jónas Asgeirsson í öryggi og stílíegurð. Hann stökk þaina ianm stoKK, hvert öðru glæsi- iegra, þvi auk þess að keppa um meisiara.itiiinn í norrænni iviKeppni tgongu og stökki), iór hann í iö km. gonguna í siaó iiar. i'alssonar, gjOxsannega oþjailaour. Jveppti hann emmg um ScOKKmexSi.aratuninn, sem hann vann auóveidiega. Um meist- araut.lnin í norrænnr ivÍKeppnr varö engm keppni, þar sem aóeins var um tvo aO ræoa, sein urn hann kepptu, en hinn keppand.nn, Helgi OsKars- son ira ileyKjavrk, er haioi 2d,2 sug iram yiir jonas í göngunni, iá nu Þrátt fyrir það, að veðrið var ekki eins gott og á hefði verið kos- ið og alla dagana var keppt á nýj- um, blautum snjó, sem gerði alla framkvæmd mótsins erfiðari, fór landsmótið mjög vel fram og var Skíðaráði Siglufjarðar og mót- stjórn til sóma. Það tókst að hafa allar greinar mótsins rétt við bæ- & veikur og gat ekki tekið þátt í stökk- keppninni. Þátttakendur í þessu skíðamóti voru skráðir þannig: Frá Skíðaráði Reykjavíkur 31 — — Akureyrar 12 — — ísafjarðar 9 — — Siglufjarðar 17 — Héraðssamb. Strandamanna 6 — — Þingeyinga 5 — Skíðafélagi Fljótamanna 7 — íþróttafél. Sameinlng, Ólafsf 2 Samtals 89 Einhver vanhöld urðu þó á þess- ari þátt.öku, t. d. voru keppendur frá Akureyri aðeins 9. Vinningar í mótinu skiptust þann- ig: inn, þar sem stendur barnadag- heimili Kvenfélags'ns „Von“, og sáu kvenfélagskonur um veitingar alla dagana af mikilli rausn. í sambandi við landsmótið fór fram fjórða þlng Skíðasambands ís- lands og verður nánar greint frá því síðar. E. K. Reykvíkingar áttu: íslandsmeistara í sv.gi kvenna, Ingibjörg Árnadóttir —,,— - bruni kvenna sama —„— - tvíkeppni sama 2. og 3ja mann í svigi karla B-fiokki 3ja — í svxgi karla A-ilokki 1. og 2. mann í svigi kvenna B-fiokki 1. og 3. mann í bruni karla B-íiokki 2.og 3ja mann í bruni kvenna B-flokki 3ja mann í s.ökki A-flokki 3ja mann í stökki B-flokki 1. sve.t í svigi karla A-flokki (3 menn) ísjirðingar áttu: íslandsmeistara í göngu diengja: Ebenesar Þórarinsson 2. og 3ja mann í göngu drengja 2. mann í svigi karla B-flokki 1. mann í bruni kvenna B-flokki 1. sveit í svigkeppni um Svigbikar Litla Skíðafél. (4 menn) 1. svelt í 4 x 10 km. boðgöngu. Þingeyingar áttu: íslandsmeistara í 18 km. göngu: Jón Kristjánsson 2. og 3. í 18 km. göngu. Siglfirðingar áttu: íslandsmeislara í stökki: Jónas Ásgeirsson Islandsmeistara í norrænni tvík. sama 2. mann í stökki A-flokki 1. og 2. mafln í stökki B-flokki íslandsmeislara i stökki drengja: Svein Jakobsson 3. mann í stökki drengja 1. mann í 18 km. göngu B-flokki 2. og 3ja mann í bruni karla A-flokki 2. og 3ja mann í bruni kvenna B-flokki Akureyringar áttu: íslandsmeistara í svigi karla: Magnús Brynjólfsson —„— í bruni karla sama —„— - tvíkeppni í br. og svigi sama 2. mann í stökki drengja Hermann Ingimarsson. Ólajsjirðingar áttu: 1. mann í svigi karla B-flokki 2. mann í bruni karla B-flokki Strandamenn áttu: 2. mann í 18 km. göngu B-flokki Fljótamenn áttu: 3. mann í 18 km. göngu B-flokki

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.