Íslendingur


Íslendingur - 26.04.1950, Blaðsíða 6

Íslendingur - 26.04.1950, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR miðvikudagur 26. apríl 1950 ÍÞRÓTTAÞÁTTUR Frá Skíðaráíi Akareyrar Skíðamóti Akureyrar 1950 lauk sunnudaginn 2. apríl með svigkeppni karla í A- og B-flokki. Fór keppnin fram í Vaðlaheiði sunnantil. Svigmeistari Akureyrar 1950 varð Magnús Brynjólfsson KA á 70,3 sek. 2. Baldvin Haraldsson KA á 79,2 sek. 3. Blrgir Sigurðsson Þór á 88,5 sek. í B-flokki varð 1. Bergur Eiríks- son KA á 90,3 sek. Akureyrarmeistari 1950 í tví- keppni í svigi og bruni (Alpakeppni) varð Magnús Brynjólfsson KA, en hann varð einnig Akureyrarmeislari í bruni fyrr á mótinu. JAPPEN ERIKSEN STÖKKMÓT í tilefni af komu norska stökk- snillingsins Jappen Eriksen auk stökkmanna frá Siglufirði og Ólafs- firði. efndi Skíðaráð Akureyrar til stökkmóts í Miðhúsaklappabrautinni sunnudaginn 16 þ. m. kl. 16 og urðu úrslit þessi: / A- og B-flokki: 1. Asgrímur Stefánsson, Skíðafél. Siglufjarðar 217,7 stig, stökk 28 og 27,5 metra. 2. Guðmundur Ólafsson, Samein- ing, Ólafsfirði 208,1 stig, s’ökk 24 og 25 metra. 3. Baldvin IJaraldsson KA 201,3 stig, stökk 24 metra. 7 17—19 ára flokki: 1. Ragnar Sveinsson, Skíðaborg 208,9 stig, stökk 27 og 25 metra. 2. Guðmundur Guðmundsson KA 200,8 stig, stökk 24 og 23,5 metra. 3. Þráinn Þórhallsson KA 197,6 stig, stökk 24 og 23,5 metra. / drengja flokki: 1. Bragi Einarsson Skíðafél. Siglu- fjarðar, 217,6 s.ig, stökk 27 og 26,5 metra. 2. Höskuldur Karlsson KA 178,6 stig, stökk 24,5 og 22 metra. 3. Sigtryggur Sigtryggsson KA, 174,7 stig. Jappen Eriksen tók þátt utan keppni og átti lengstu siökkin, 29 m. Vöktu stökk hans sérstaka hrifningu vegna þróttar og stílfegurðar. Færi var nokkuð þungt, en veður ákjósanlegt og áhorfendur margir. ÁRSÞING í. B. A. hófst 1. marz s. 1. og lauk 15. s. m. Var þingið háð í félagsheimili ÍBA i íþróttahúsinu. Formaður ÍBA, Ár- mann Dalmannsson, gaf yfirlit yfir starfsemina sl. starfsár. Meðal helztu mála, sem þingið tók til meðferðar, var læknisskoðun íþróttamanna, samþykkt fjárhags- áætlun fyrir næsta starfsár og móta- skrá ársins, er birtist hér á eftir. Stjórn ÍBA skipa: Ármann Dalmannsson, formaður. Jóhann Þorkelsson, varaformaður. Kári Sigurjónsson, ritari. Halldór Helgason, gjaldkeri. Har. M. Sigurðsson, spj aldskr.rit. Axel Kvaran og Jón D. Ármanns- son meðstjórnendur. MÓTASKRÁ 1950—1951. 7. maí Maíboðhlaup. 13.-—27. Vormót í knattspyrnu. 14. Hrað- keppni í handknattleik. 17. Hrað- keppni í knattspyrnu. 29. Hvíta- sunnuhlaup. 4. júní Oddeyrarboð- hlaup. 10.—11. Handknattlelksmót Akureyrar. 17. Há.íðahöld. 18.—-25. íslandsmót í handknattleik. 1.—2. júlí Drengjamót Akureyrar í frjáls- um íþróttum. 29.—30. Drengjamót íslands í frjálsum íþróttum. í ágúst Meistaramót Akureyrar í frjálsum íþróttum. 15.—30. Handknat.leiks- mót Norðurlands. 1.—15. september Sundmót Akureyrar. í sept. Knatt- spyrnumót Norðurlands. Knatt- spyrnumót Akureyrar. í desember Flokkakeppni í handknattleik. I jan,- marz Skau'.amót. Stórhríðarmót Ak- ureyrar. Skíðamót Akureyrar. Hand- knattleiksmót Akureyrar, innanhúss. Badmintonmót. Clímumót. Finnskir hcndknaf'tleiks- menn í heimsókn. Þær fregnir hafa nýlega borizt hingað norður, að landslið Finna í handknattleik myndi e. t. v. koma hingað og keppa við eitthvert lið Ak- ureyringa. Hér er um að ræða sér- stakan íþróttaviðburð, sem vel er þess virði, að sérstakt kapp sé lagt á framkvæmdir. Vafasamt er, að áður hafi komið hingað til Akureyrar jafnsnjallir íþróttamenn erlendir, og er það gleðilegur vottur þess, að Akureyringar séu nú að færast á hærra stig íþrótta- og félagslífs en verið hefir. Áhugamenn vænta dugnaðar Handknattleiksráðs ÍBA í þessu máli og telja fullvist, að handknalt- leiksmenn muni æfa vel undir komu Baráttan um íiskveiSar í E.vstrasaltí (Eftirfarandi frétfapis.il hefir Júlíus Havsteen sýslumaður á Ilúsavík látið blaðinu í té). í hinu þekkta dagblaði „Berlingske Tidende“ er smágrein frá fréttarit- ara blaðsins í Stokkhólmi dags. 22. marz s. 1. þar sem frá því er sagt, að ágreiningsmálið, um stœkkun Sovét-Rússlands á landhelgi sinni úr 3 mílufjórðungum í 12 mílufjórð- unga, hafi verið nefndan dag til um ræðu í sænska ríkisþinginu (Rigs- dagen) og hafi manríkisráðherra Undén svarað fyrirspurn, sem fram kom í þinginu út af málinu. í svari ráðherrans upplýstist m. a. að þegar á árinu 1947 hefði dóms- málaráðuneyti Sovétsambandsins lát- ið gefa út handbók í alþj óðarrétti, ■ þar sem haldið er fram, að sérhvert ríki hafi rétt til þess að beita valdi sínu (yfirdrotinan sinni) á sigling- arsvæði eða sjávarbelti framan við strönd sína, sem sé nægilega breitt (stórt) til þess að vernda öryggis- hagsmuni hlutaðeigandi ríkis og með tilliti til fiskiveiða til þess að vernda hagsmuni þess til að birgja sig upp (þ. e. til þess að sjá þegn- um sínum fyrir nægilegum og var- anlegum afla). Hér er á ferðinni s'órkostlegt ný- mæli um landhelgi fiskiveiðaþjóða allra, ekki síst okkijr íslendinga, sem gengur mjög í sömu átt og hjá rikj- um Vesturálfu, að láta landhelgi hvers lands ná yfir landgrunn þess. Júlíus Havsteen. fyrsta handknattleiksliðs erlendra íþróttamanna hingað. Sabu. SÁTTANEFND OG VINNUSKÓLANEFND A síðasta bæjarstjórnarfundi voru kosnar tvær nefndir: Sáttanefnd og Vinnuskólanefnd. í fyrri nefndina voru kosnir: Jakob Karlsson og sr. Friðrik Rafnar. Varamenn Ólafur Thorarensen og Oskar Gíslason. í Vinnuskólanefnd voru kosin: Guðmundur Jörundsson, Snorri Sig* fússon, Tryggvi Þorsteinsson og frú Þorbjörg Gísladóttir. VEIÐARFÆRJ EYÐILÖGÐ FYRIR HUNDRUÐ ÞÚSUNDA Fyrir skömmu síðan eyðilögðu ís- lenzkir togarar veiðarfæri fyrir neta- bátum frá Keflavík og víðar af Suð- urnesjum fyrir allt að 200 þús. kr. eða meira. Óðu þeir með vörpur sín- ar yfir netalagnir bátanna með þeim afleiðmgum, að a. m. k. einn bátanna varð að hætta veiðum. Slíkir atburð- ir hafa áður gerzt af völdum erlendra togara, en nú eru íslenzkir togarar að verki. Auk þess sem þetta veldur stórtjóni og a.vinnumissi þeirra, er fyrir tjóninu verða, veldur það stór- kostlegu tapi verðmæta, er erlendan g'aldeyri þarf fyrír. Slík spjöll á eignum náungans mundu valda stór- útlátum eða tukthúsi á öðrum vett- vöngum, en svo má skilja á skrifum sunnanblaða, að slíkar aðfarir, sem þarna hafa átt sér stað, séu ekki refsiverðar. En þá er eitthvað bogið við löggjöfina. /. Auglýsið í Islendingi! GREIPAR GLEYMSKUNNAR Þótt ég væri mjög hrærður yfir örlögum hans, þá gat ég ekki fengið mig til þess að taka í hendi hans. Eg veit að synjun mín hefir verið hörkuleg, en ég gat ekki annað. Hann sá, að ég rétti ekki fram hendina á móti. Blygð- unarroði þaut fram í andlit hans, hann laut höfði og sneri sér við. Þá tók varðmaðurinn hranalega í hend- ina á honum og ýtti honum inn um dyrnar. Þá sneri hann sér aftur við og leit á mig með svip, sem ásótti mig síðan dögum saman. Hann horfði enn þannig á mig, er dyrnar lokuðust og hann hvarf mér endanlega sjónum. Mér leið illa, er ég gekk burtu, og ég hefi sennilega iðrast þess að auka þannig á smán hans og refsingu. Ég leitaði uppi hinn vingjarnlega höfuðsmann og hann lofaði því, að viðlögðum drengskap, að öllum þeim peningum, sem ég skildi eftir hjá honum, skyldi varið til þess að hlynna að fanganum. Ég fékk honum í hendur ríflega fjárupphæð, og ég get aðeins vonað, að nokkur hluti þess hafi náð að komast til skila. Eg náði síðan í túlk minn, skipaði honum að útvega hesta þeg- ar í stað og ferðbúa vagninn. Ég ætlaði þegar í stað að leggja af stað aftur heim til Engiands — til Pau- line. Innan hálfrar stundar vorum við ferðbúnir. Við Ivan stigum upp í vagninn, ökumaðurinn lét hvína í svipunni, hestarnir þutu af stað, mér fannst gleði- hljómur í bjöllunum, er við héldum þannig út í rökkr- ið og förin til baka var byrjuð, mörg þúsund mílna leið var nú fram undan. Það var fyrst nú, er heimþrá- in kvaldi mig ákaft, að ég gerði rnér til hlítar ljóst, hvílík órafjarlægð var nú milli mín og elskunnar minnar. Við bugðu á veginum hvarf hið skuggalega fang- elsi brátt sjónum mínum, en það var ekki fyrr en við höfðum ekið margar mílur vegar, að hugarástand mitt komst nokkurn veginn í samt lag aftúr, og dögum sam- an hugsaði ég næstum stöðugt um hinn hræðilega stað, sem ég hafði fundið Ceneri í, og sem ég sá hann hverfa aftur inn í, eftir að erindi mínu við hann var lokið. Þar sem ég er ekki að skrifa ferðasögu, þá ætla ég ekki að lýsa heimförinni. Veðrið var næstum alltaf ákjósanlegt og vegirnir í góðu ástandi. Óþolinmæði mín olli því að ég ferðaðist næstum nótt sem dag. Ég horfði ekki í neinn kostnað, og hið ágæta vegabréf mitt tryggði mér hesta, þegar aðrir ferðamenn voru neydd- ir til þess að bíða. Hin ríflega þóknun, sem ég greiddi, tryggði það að ekið var svo hratt, sem unnt var. Að þrjátíu og fimm dögum liðnum komum við til Ninjnei Novgorod, og þá var vagninn orðinn svo illa útleik- inn, að hefði honum verið ekið dagleiðinni lengra, þá hefði hann vafalaust hrunið saman. Ég gaf fylgdar- manni mínum hann, og ég held að hann hafi þegar í stað selt hann fyrir þrjár rúblur. Érá Nijnei fór ég með járnbraut til Moskva og það- an til Pétursborgar. Þar dvaldi ég aðeins nógu lengi til þess að gela kvatt sendiherrann og þakkað honum enn einu sinni fyrir alla fyrirgreiðsluna. Því næst lók ég saman farangur minn og hélt af stað til Englands. Á leiðinni frá Irkutsk hafði ég fengið bréf frá Pris- cillu í Tomsk, Tobolsk og Perm, og nú enn nýrri bréf í Pétursborg. Fram til þessa hafði allt gengið vel hjá henni. Hún hafði farið með skjólstæðing sinn til De- vonshire, þar hafði gamla konan verið alin upp og taldi það því hinn ákjósanlegasta stað. Þær dvöldu á kyrrlátu hressingarheimili við norðurströndina, og Priscilla sagði, „að Pauline blómstraði eins og rós, og að hún virtist með fullri skynsemi engu síður en herra Gilbert sjálfur/4 Það er ekki að undra, þótt þessar góðu fréttir hafi æst enn hina áköfu löngun mína til þess að komast hið bráðasta heim aftur til þess að sjá konu mína, ekki eins og ég hafði áður séð hana, heldur eins og ég hafði allíaf þráð að sjá hana — sjá hana andlega heilbrigða. Skyldi hún muna eftir mér? Hvernig skyldum við hittast? Skyldi hún geta fengið ást á mér? Var nú erf- iðleikum mínum lokið, eða voru þeir rétt aðeins að byrja? Við þessum spurningum gal ég ekkert svar fengið, fyrr en ég kæmist til Englands aftur. Og loks var ég þá kominn heim aftur. Hvílíkur fögn- uður að vera nú aftur meðal samlanda sinna og heyra ekkert annað en móðurmál sitt talað umhverfis sig. Eg var nú orðinn dökkbrúnn í andliti af útiveru og sól- bruna, og mér hafði vaxið mikið alskegg. Kunningjar þeir, sem ég hitti í London, ætluðu alls ekki að þekkja mig, og ég gat ekki vænzt þess þannig útlítandi að koma Pauline að nokkru kunnuglega fyrir sjónir. Er ég hafði rakað mig og snyrt eftir beztu getu, þá varð ég þó sæmilega líkur sjálfum mér aftur, og að því búnu hélt ég þegar af stað í vesturátt, til þess að komast að því, hver örlög mér væru búin, án þess áður að gera Prisrillu í nokkru aðvart um komu mína. Ferð yfir þvert England virðist skammur spölur samanborið við þá óraleið, sem ég var búinn að fara. Þó fundust mér nú þessar hundrað og fimmtíu mílur vera eins langar og þúsund mílur fyrir mánuði síðan. Nokkrar síðustu mílurnar varð ég að fara í vagni, og

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.