Íslendingur


Íslendingur - 13.09.1950, Blaðsíða 5

Íslendingur - 13.09.1950, Blaðsíða 5
Miðvi'kudagur 13. sept. 1950 ÍSLENDINGUR 5 Innilaga þökkum við þeim mörgu konum í Glæsibæjar- hreppi sem heiðrað hafa minningu konu minnar og móðir okkar MATTHILDAR GRÍMSDÓTTUR Ijósmóðir, með því að láta ste.ypa utan um leiöi hennar, og setja á það minnisvarða. Guð bfessi ykkur allar. Akureyri, 12, sept. 1950 1 Hallgrímur Helgason Anna Hallgrímsdóttir Kristveig Hallgrímsdóttir Helga Hallgrímsdóttir Kringlur og tvlbökur fást nú daglega Brauðge ð Kr Jónssonaf & co S'mar 1074 og 1041 I DANMÖRK Komiimnistar stór- tapa íylyi í Danmörku í nýafstöðnum kosningum í Danmörku biðu kommúnistar rnikið afhroð. Töpuðu þeir nú ein- um þriðja liluta þess atkvæða- nragns, sem þeir höfðu við síðustu kosningar áður, en þá misstu þeir lúns-vegar helming atkvæða- magns og þingmanna frá fyrstu kosningunum sem fram fóru eftir stríðið. Blöð kommúnista hér á landi hai'a verið heldur fáorð um þessar kosningar, enda staðfesta þær ennþá einu sinni, að meðal vestrænna þjóða sé kommúnism- inn á slöðugu undanhaldi, sem fyrr en varir endar á sama veg og í Noregi, eða með því að kommúj.iistar verða algjörlega þurrkaðir út úr þingum þeirra þjóða. Og þær staðfesta einnig hin kunnu orð-kommúnistans, Björns Þorsteinssonar, sem hann við hafði í vetur á stúdentafundi, að þar sem velmegun væri meðal almennings, þar þrifist ekki kommúnismi. Og það er auðséð á þessum koshiingum eins og öðr- um, sem fram hafa fárið meðal nágrannaþjóða okkar, að þær þjóðir hafa forðað þeim óhappa- mönnum frá nokkrum áhrifum, sem vilja það eitt, að eymd þjóð- ar þeirra verði sem mest, þar eð eymdin er bezta gróðrarstýja fyrir stefnu þeirra, að þeirra eig- in dómi. Stjórnin tapar fylgi. Enda þóít jafnaðarmenii hafi bætt við sig tveim þingmönnum, þá tapaði þó flokkurinn um 20 þús. atkvæðum. Aukning þing- mánnatölunnar er eingöngu að þakka hinum nýju kosningalög- um, en Alþýðublaðið virðist hafa gleymt þessu, þegar það er aö býsnast yfir sigri dúsbræðranna dönsku. Stjórnarandstaðan (ihaldsfl., Retsforbundet og Vinstri flokk- urinn) jók hins vegar fylgi sitt mjög verulega eða um 45 þús. atkvæði, enda þótt þeir töpuðu 1 þingsæti. Vinstri flokkurmn tap- aði verulega, en íhaldsflokkurinn og Retsforbundet juku fylgi sitt stórlega. Fordæma kommúnistaárásina. Verkamannasambandið danska (um 650 þús. manns) hafa ný- verið gefið út opinbera ályktun varðandi árás kommúnista í Kór- eu og hina yfirborðskcmndu frið- arsókn þeirra. Þar segir: «Það er vitað mál að raunverulega vill rússneska þjóðin ekki styrjöld, en í einræðis löndum, er það almáttugur vilji ■einvaldans, sem ákveður hvort vera skuli stríð eða friður. Haiyo ræður einnig, því miður, skoðun- um manna, og með einhliða blekkingaráróðri getur hanln feng ið fólk til þess að trúa því, að lýðræðisrikin hafi í hyggju land- vinningastríð. Þess vegna ættu öll friðarávörp að beinast til drottnarans í Kreml, en hann gæti, ef hann aðeins æskti þess, komið á friði i Kóreu og annars-' staðar í heiminum, og breytt kalda stríðMu í arðvænleg*', frið- sanrlegt samstarf meðal ■ þjóð- anna.« Kommúnistablaðið Daily Worker og stjórnarvöld N.- Kóreu halda því fram, að þar í lándi sé »alþýðulýðveldi.« Þetta ei einmitt það, sem kommúnista- blöðin hér á landi hafa líka verið að hamra á sí og æ, bæði um stjórnarfarið í N.-Kóreu og í öllum öðrum leppríkjum Soviet stjórnarinnar. Þau eru í augum skriffinnanna við nrálgögn Soviet flokksins hér á landi, sem þau fyrirmyndar sæluríki, sem þá dreymir um, í svefni og vöku, að á íslandi geti einhvern tíma crðið. Megin þorri íslendinga veit þó hvernig sælan er í leppríkjunum, eri þó er ekki úr vegi að taka ör- lítið sýnishorn af sælunni austur í N,- Kóreu. Samkvæmt stjórnvaldsboði, dagsettu 31. janúar 1950 verða verkamenn t. d. að hlíta afar- ströngum reglum. Þeir >eru undir ströngum »vinnuaga« og verða að fram- kvæma »á ré tum tíma og ná- kvæmlega« skipanir valdhafanna. Þeir meiga ekki eyða tíma í »er- indagjörðir, sem þeim eru óvið- komandi.« Það er lagt ríkt á við þá að standast framleiðsluáætl- unina, og fara fram úr henni.« Þeim er uppálagt að taka »ást- fóstri við vélar, verkfæri og efni- við, og blaðra ekki um það sem leynt á að fara. Ef brotið er gegn þessunr regl- um varðar það refsingu, bæði af hálfu verkstjórnarinnar og dóm- stólanna, en refsiúrskurði verður ekki áfrýjað. Ef verkamaður er fjarverahdi í meir en 30 mín frá vinnu, þá ei dregið af matarskammti hans. Og ef afköst hans eru ekki sem skykii, þá er hann »íjárhagslega ábyrgur á framleiðslutapinu sam- kvæmt lögum og reglugerðum, auk þess sem hann hlýtur áminn- ingar og refsingu.« Hann má ekki hætta vinnu né •skipta um starf án samþykkis valdhafanna. Ef hann brýtur einhverja af settum reglum, og ekki hefst upp á honum eða hann svarar ekki boðum verkstjóra, þá má ákveða honum refsingu, án þess að hon- um sé gefinn kostur á að koma vörnum við. Slík er sælan i »alþýðulýðveld- inu« í N.-Kóreu, og sem komm- únistar hér á landi lofa hástöf- um, og það svo mjög, að þeir eyða daglega fé og fyrirhöfn í það vptilausa verk, að reyna að Þá var og bennt á það, hvern- ig Rússar lokuðu landi sínu fyrir útlendingum, eftir það að þeir komust að þeirri niðurstöðu, að kommúnismi myndi þrífast bezt innan lokaðra múra, en að Banda r.'kjamenn gerðu hins vegar allt til þess að auðvelda útlendingum að koma til lands þeirra og kynn- ast þar framförum og fram- kvæmdum, eins og gert hefur verið á vegum Marshallaðs'.oð- arinnar. verja og réttlæta árásarstríð N,- Kóreumanna, og gerast rneir að segja svo ósvífnir að ætla sér að telja íslenzkum lesendum trú um það, að ofbeldisher kommúnista heyi í Kóreu heilagt varnarstríð. Ofstækið og blindan er svo ein- stæð, að þeir láta sig hafa það, að lirópa í blöðum hér á íslandi, að Bandarlkjaher hafi ráðist á N.-Kóreumenn, dnda þótt allir viti að Bandaríkjaher og annar her á vegum S. Þ. kom ekki til sögunnar fyrr en nokkru eftir að styrjöldin var hafin, og það var ekki fyrr en norðanmenn höfðu nærri brotið allt land S.-Kóreu lýðveldisins undir sig, að vannar- her S. Þ. var orðinn það sæmi- lega öflugur, að hann gat veitt viðnám, sem um munaði. Menn með óbrjálaða dóm- greind vita, að óviðbúinn her hefur ekki árásarstríð á þaulæfð- an og vel skipulagðan her búinn nýtízku vopnum. En hvað gera ekki íslenzku kommúnistarnir, ef þeir halda, að með því séu þeir að þjóna hús- bændum sínum í Kreml? Þá óar þeim ekki mikið við því, að hagræða sannleikanum og snúa honutn við eftir eigin geð- þótta, og það enda þótt að úr því verði svo augljósar blekkingar að engum getur dulizt það. Þeir virðast ekki átta sig full- komlega á því, að það dugar ekki að bera það sama á borð fyrir íslenzka lesendur, og gert er í þeirn löndum, þar sem ok Soviets ins hefur þegar drepið alla gagn- rýjni fólksins, og þar setn fólk fær aldrei annað að heyra, held- ur en blekkingar kommúnismans. Það má ef til vill segja það tneð nokkru sanni, að kommúnistar hér á landi hafi ekki svo að nokk- ru nemur sýnt af sér slíkt hugar- far, að ætla mætti þeim, að þeir myndu haga sér hér á borð við trúbræður þeirra erlendis. En þetta er þá einungis vegna þess að þeir eru cmnþá í veiðihug, og þeir vita fullvel að íslenzkir kjós- endur væru ekki ginkeyptir fyrir mönnum, sem gerðu sig bera í verki að þvi, t. d. að aðhyllast vinnulöggjöf í sama dúr og get- ið var um í N.-Kóreu. Þess vegna sigla þeir ennþá undir fölsku flaggi, en auðvitað myndu þeir, ef þeim verður nokkurn tíma veittur á því kostur, taka upp stjórnarhætti leppríkjanna, sem eiga að búa við Soviet sæluna, því ckki trúir nokkur maður því, að þeir mybdu ekki reyna af fremsta megni, að scmja sig að háttum drottins síns og herra, einræðisherrans í Kreml en væru honurn þó auðmjúkir og dyggir þrælar. Þetta mætti verkamönnum á fslandi vera minnisstæ't, en til þeirra hafa kornmúnistar helzt beint blíðmælgi sinni, og þaðan víiita þeir helzt stuðnings. • • « Stó rnvndir i liiu á næinni Skjaldborgarbló sýnir í kvöld, sennilega í síðasta sinn, mjög at- hygiisveröa þýzka stórmynd: MorÖ- ingjar meöal vor. Næs a mynd bíósins er hin stór- fenglega söngvamynd Rhapsody in Blue. Um 20 lög eru leikin og sung- in í myndinni af frægum hljómlist- armönnum, en myndin er aÖ nokkru eyti ævisaga ameríska tónskáldsins George Gershwin. * Fleiri ógætar myndir veröa sýnd- ar á næstunni ,svo sem „Og dagar koma“ eftir sögu Rachel Field og slórmyndin „Glitra daggir grær fold“, sem sýnd verður um næstu mánaðamót. Sú nýbreytni verður tekin upp á morgun (fimmtudag) um sölu aö- göngumiða, að míðar að kvöldsýn- ingum verða seldir milli kl. 1 og 2 e.h. í afgreiðslu LOFTLEIÐA h.f., Hafnarstræti 98. A sama iíma verð- ur einn'g, eftir því sem hægt er, tek- ið á móti símapöntunum í síma 1940. Er þetta gert til þess að auðvelda mönnum að ná í aðgöngumiða. Sala aðgöngumiða fer að öðru leyti fram í Skjaldborg, eins og ver- ið hefir, klukkutíma á undan hverri sýningu. Auglýsið í íslendingi. Manllla Kaðlar ■%”, 1”, 2”. Verzl. Eyjafjörður h.f. Bnrsta- vörur U p pþ vofrfra b u rsfra r þrfár stœrðir Rykkúsfrar með skafti og kúsfrhausar Góifdreglar og baðmofrtur Leirfrau Boliapör og diskar Spegiar margar gerðir Nýkomnar ertskar húfur í fjölbreyttu úrvali. AMARO búðin L e p p i í k i R ú s s a

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.