Íslendingur - 13.09.1950, Blaðsíða 1
XXXVI. árg.
(BmMBaaMBBi
Miðvikudagur 13. sept. 1950
- fc— ii—i—— nmnr ¦ mi
37. tbl.
mamt
Kosningar til Alþýdusambandsþrngs fyrir dyrum
Tviskinnungur og óeinlægni einkennir
stefnu komniúnista í hagsmunabaráttu
amibe
Kommúnistar telja það svik, að ekki skyldi vera haldið til
streytu þeim verkföllum, sem boðað hafði verið til. — Þeir
meina verkamönnum inngöngu i Verkamannafélag Akureyrar-
kaupstaðar, og ætla að flaustra af kosningum í félaginu á
fyrsta degi, sem kosningin má fara fram á, þar eð þeir telja
að lýðræðissinnum verði með því móti gert örðugra fyrir. Slíku
gerræði ásamt öðru ofbeldi, sem kommúhistar hafa löngum
sýnt af sér i verkalýðssamtökunum, ætla lýðræðissinnaðir
vprkamenn að hnekkja í kosningunum á sunnudaginn kemur.
Óífri og tvískiiinungur
kommo.
Kosning fulltrúa á þing Alþýðu-
sambands íslands er nú í þann veg-
inn að hefjast, og má sjá þess glögg
dæmi í skrifum kommúnistablað-
anna að undanförnu, en nú óttast
kommúnistar, að ósigur þeirra verði
enn s'ærri heldur en varð vlð síð-
ustu kosningar, en þá voru þeir
hraktir úr stjórn ASÍ.
Til þess nú að forða samtökum
verkamanna enn frekar en orðið er
undan áhrifum kommúnista hafa
lýðræðisflokkarnir hér tekið upp
samstarf við þessar kosningar, til
þess að tryggja það, að verkalýðs-
félögin verði ekki misnotuð í þágu
skemmdarstarfs þess, sem kommún-
istar vinna markvisst að; því að
kollvarpa þjóðskipulagi okkar, en
koma í þess stað á sovét oki, en í
þessu skyni hafa þeir alls s aðar,
þar sem þeir hafa haft aðstöðu til,
skipulagt upplausn en skreytt sig
svo með yfirborðskenndum kröfum
cg glamuryiðum, sem glapið heflr
mörgum sýn.
En nú óttast þeir, og ber Þjóð-
viljinn þess ljóst vitni. Þar er stjórn
ASÍ brigslað um svik, þegar hún
tekur þá ábyrgu afstöðu, að hverfa
frá því að láta koma íil verkfalla
þeirra, sem boðuð höfðu verið, en
samtímis er skýit frá því, að sam-
þykkt hafi verið í Dagsbrún, sterk-
asta hreiðri kommúnlsta hér á landi,
fram til þessa, að samningar þess
félags skyldu framlengdir að óbreytt-
um aðstæðum, auk þess sem þeir
fordæma togaraverkfallið harðlega
og telja það í alla staði óhagstæ:t
sjómönnum á þessum ííma árs, en
eins og alllr sjá myndi það vera eins
um verkamenn, og þetta sjá komm-
únistar og þess vegna skín óttinn
greinilega fram í gegnum tv.'skinn-
unginn og hræsnina, sem einkennir
nú stefnu og skrif kommúnista.
AOalfunúur
Sjálfsræðiskvennafélagið „Vörn"
heldur aðalfund sinn n.k. miðvikudag, 20. þ.m., kl. 8.30 e.h. í skrif-
stofu Sjálfs.æðisflokksins, Hafnarstræti 101.
Venj uleg aðalfundarstörf.
Félagskonur eru h\attar til að mæta vel og stundvíslega.
STJÓRNIN.
Kommúnisrar hindra
inngcngu nýrra félaga.
Á fundi, sem haldinn var í Verka-
mannafélagi AkureyraTrkaupstaðar á
sunnudaginn var, var ákveð.ð, að
kosningar til fulltrúa á þing ASI
færi fram á sunnudaginn kemur, þ.
.17. þ.m., en það er fyrsti dagurinn,
sem fulltrúakosning má fara fram.
I lögum ASÍ er ákveðið að kosning
skuli standa yfir í tvo daga, og skal
það vera á þeim tíma, sem heppileg-
aslur er fyrir verkamenn. Það virð-
ist því nokkuð flausturslega ráðið,
að stjórn Verkamannafélagsins
skuli ákveða, að kosning fari fram
um næstu helgi, þar eð kosning
Trerður þá að fara fram á sunnudag
, ig mánudag, en mánudagurinn er
'ægast sagt óheppilegur, þar sem
tann er almennt virkur vinnudagur.
1h heppllegra hefði'verið að fresta
;osn-ngunni til laugardagsins og
.unnudagsins 23. og 24. sep'.ember.
Cn vafalaust telur kommúnista-
itjórnin, að þeirra hagur sé að^
laustra kosningunni af.
A þessum fundi gerðust þau
urðulegu tíðindi, að kommúnistar
elldu frá inngöngu í félaginu tvo
rerkaménn, sem þeir töldu sér ekki
L)ólitískan hag að fá inn í félagið
'étt fyrir kosningar, og báru við
iorrrigöllum á inntökubeiðnum
peirra, en áður á fundinum höfðu
jeir samþykkt sem félaga aðra ef.ir
sams konar beiðnum.
Komrnar ieikcs hér sama
skrípaleikinn,
Þá léku kommúnistar á þessum
fundi sama skrípaleikinn og trú-
bræður þeirra í Dagsbrún. Björn
Jónsson, formaður Verkamannafé-
lagsins, jós sér yfir stjórn ASI og
taldi hana hafa svikið málstað verka-
manna og hun látið ríkisstjórnina
kaupa sig með 3 vísitölustigum. —
Eftir þann langa skammalestur, bar
han'n svo að lokum fram tillögu þess
efnis að Verkamannafélagið fram-
lengdi sína samninga um 30 daga!
Var honum bent á ósamræmið í
árásum' hans á stjórn ASI og iillögu
hans, þar eð í henni fælist bein við-
L\sV lýðræðhsinnaðra verka-
. manna er þannig skipaður
AÐALMENN:
Stefán -Árnason, Norðurgötu 15.
Torfi Vilhjálmsson, Eyrarveg 25.
Haraldur Þorvaldsson. Munkaþverárstræti 30.
Eir.'kur Einarsson, Hólabraut 22.
VARAMENN:
Árni Þorgrímssoai, Gránufélagsgötu 57 B.
Hjörleifur Hafliðason, Þórunnarstræti 122
Konráð Sigurðsson, Bjarmastíg 11.
iStefán Hó'ím Kristjánsson, Aðalstræti 16.
Kosið verður á sunnud. n.k. kl. 2 — 10 og mánud. á sama tíma.
Verkamenn á Akureyri, kjósið gegn upplausn og gjörræði
sovietþrælanna. Gerið ykkar til að afstýra því að A. S. í. verði
aftur að bráð niðurrifsmötnnum þjóðfélagsins, sem á hinn
herfilegasta hátt hafa alla tíð misnotað samtök verkamanna í
pólitísku eiginhagsmuna skyni.
Fylkið ykkur undir merki lýðræðissinnaðra verkamanna og
útrýmið áhrifum kommúnista úr samtökam verkamanna.
urkenning á því, að hann íeldi verka-
mönnum engan hag að því að hefja
nú verkföll! Varð honum við það
svarafátt.
Hugur kommúnista
i'ú verkamarana,
Þá bar Björn fram aðra tillögu
svohljóðandi, undirritaða af þeim
Blrni Jónssyni, Jóhannesi Jósefssyni,
Höskuldi Egilssyni og Svavari Jó-
hannessyni:
„Fundur Verkamannafélags Ak-
ureyrarkaupstaðar. haldinn 10. sept.
1950 vilfr um leið og hann samþykk-
ir bráðabirgða framlengingu á samn-
ingum félagsins, lýsa yfir því, að
stefna félagsins um fullar bætur fyr-
ir kjararýrnun genglslækkunarlag-
anna er að öllu óbreytt, enda þótt
sljórn ASÍ hafi á smánarlegan hátt
brugðið fæti fyrir sameiginlega og
sigursæla kaupgjaldsbaráttu verka-
lýðsfélaganna nú um sinn með því
að hafna öllu samstarfi við félögin
um undirbúning hennar og loks með
því að semja á bak við félögin, um
raunverulega kauplækkun, jafnvel
þótt aðeins sé miðað við þann stutta
tíma, sem liðinn er frá því, að verka-
lýðsfélögin hófu almennt uppsagnir
sínar í byrjun ágúst s.l."
Þessi tillaga kommúnistafor-
sprakkanna lýsir einkar vel tví-
skinnungshætti þeirra í kjarabaráttu
verkalýðsfélaganna, og sýnir einnig
ljóst að barátta kommúnista miðar
að allt öðru en bættum kjörum
verkamanna, hún miðar að því einu
að efla og styrkja þá Sovét-sellu, sem
hér er og er ætlað það hlutverk, að
koma Islandi í þann leppríkjahring,
sem Sové':-stjórnin og einræðisherr-
ann í Kreml er að hlaða utan um
sig.
Stefna kommúnista er sú, að 1.—
15. sept. hafi verkalýðsfélögin átt
að hefja kaupgjaldsbaráttu með
verkföllum studd af ASI, þó að þeir
viðurkenni hins vegar eins og fram
kemur í tillögunni, að slíkt sé alls
ekki tímabært þar eð þeir álíta sjálf-
um sér happasælast að framlengja
vinnusamninga þeirra félaga, sem
þeir hafa þó til þessa haft öll ráð í.
Þjóðin hefir horft undrandi á
það, að flestir togaranna hafa verið
bundnir við landfestar sl. 10 vikur.
Ofan á það heimta kommúnistar nú
allsherjarvinnustöðvun og stöðvun
allra verklegra framkvæmda í land-
inu, en þó treysta þeir sér ekki til
þess að ríða á vaðið í þeim félögum,
sem þeir eru einráðir í. — Þeir vita
sem er, að meiri hluti hinna vinn-
andi stét:a er á móti slíkum verk-
föllum nú, þegar þjóðin á við slíka
erfiðleika að búa, sem raun er á. —
Enda þótt tillögumennirnir tali um
Framhald á 8. síðu.
VARÐAR-FÉLAGAR!
Munið" aðalfund félagsins á
mánudaginn kemur kl. 8.30 í
skrif stof u Sj álf stæðisf lokksins í
Hafnarstræti 101.
Fjölmennið og mætið stund-
víslega.