Íslendingur


Íslendingur - 22.11.1950, Blaðsíða 3

Íslendingur - 22.11.1950, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. nóvember 1950 ÍSLENDINGUR 3 Sigurbjerg Sigurðardgitir Endurreisn Kóreu Að kvöldi 15. nóvember s-1. andaðist að heimili sílnu Efri- | Haga, Fáskrúðsfirði, Sigurbjörg i Sigurðardóttir 82. ára að aldri. Sigurbjörg var fædd 12. febr. 1868 að Gilsá í Eyjafirði, dóttir hjónanna Kristbjargar Einars- dóttur Árnasonar frá Æsustöð- um og Sigurðar Jóhannessonar Bjarnasonar bónda að Gilsá. Þau Gilsárhjón eignuðust 14 börn, mörg Jieirra dóu í æsku en fjögur náðu háum aldri.. Sigrún Sigurðardóttir Holtagötu 6 Ak- ureyri, er nú ein á lífi af Jjeim Gilsár systkinum. Á þeim hörðu árum er gengu yfir land og þjóð, 8. og 9. tug nítjándu aldar, var erfitt á barn- mörgu heimili. Fór svo að Sig- urður á Gilsá gat ekki haldið jörð né búi, eldri börnin fóru í vist, en þau hjón fóru í húsmennsku með tvö yngstu börnin, fyrst að Hálsi, og voru þar eitt ár, síðar að Hólum, og þar andaðist Krist björg skömmu síðar. Er séra Jón Austmann flutti frá Saurbæ í Eyjafirði að Stöð í Stöðvarfirði, fóru þrjú systkinin frá Gilsá með honum. Fór prest- ur og fólk hans landleiðina aust- ur, og mun sú för á margan hátt hafa verið erfið, og söguleg ef skráð hefði verið. Sigurbjörg frá Gilsá, sá aldrei Eyjafjörð eftir það, en oft mun hugur hennar hafa leitað fornra stöðva, því þó æskan væri erfið var margt sem tengdi hana æsku- byggð sinni. Sigurbjörg giftist 19 ára gömul Þórði Árnasyni sjó- manni úr Stöðvarfirði. Hann var aforkumaður, glaðvær og dreng- ur góður. Börn þeirra Hjóna voru sjö er upp komust, einnig ólu þau upp numaðarlausan drejng- Nokkru eftir aldainót fiuttu þau hjón úr iStöðvarfirði til Fá- skrúðsfjarðar og byggðu þar hús ið Efri-Haga, áttu þau þar gott heimili með börnum sínum æ síð- an. Þórður Árnason lést fyrir nokkruin árum. Synir þeirra hjóna byrjuðu ungir á sjómennsku með föðar sínum, Emil mun þó hafa stund- að landbúnað , ef til vill hefur bú- skaparhneigð hans verið artur frá frændum hans í Eyjafirði. Hann var bóindi í Breiðdal, en er nú búsettur í Breiðdalsvík, og er kvæSntur góðri konu, Þorbjörgu Jónsdóttir, og eiga þau hjón tvö börn á lífi. Son misstu þau upp- kominn, mikinn efnismann. Daníel Þórðarson drukknaði ungur, og var það sár harmur förcldrum og systkinum, því hann var hvers manns hugljúfi. Allt frá þeim sorgardegi mun móðir hans hafa borið dulir.n harm í hjarta. Hún gekk að störfum glöð og blíð, öllum gott að gera er lögðu leið sína að húsi hennar, um gest risni og alúð við alla voru þau hjón svo skemmtilega samtaka. Þegar bátarnir voru á sjó, og allra veðra var von, gekk frænka mín oft að glugga einum á efri hæð hússins, því þaðan var gott útsýni yfir fjörðinn og skipaleið- ina. Er mér sérstaklega í minni einn dagur. Snögglega brast á vei'sta veður, þá var þungur sjór fyrir austurlandi.. Þá stóð hún við gluggann, þessi starfsama kona, sem aldrei sást öðruvísi en vinnandi. Hún hvarf ejíki frá glugganum, fyrr en bátarnir voi'u komnir að landi með dýr- rnæta farminn hennar. Ekkert var sagt, en þennan langa dag hefur hún lifað upp atburð er gerðist nokkrum árum áður, er skip kom a,f hafi, en soninn henn- ar vantaði. 7. okt. s. 1. andaðist í Reykja- vík Elías Þórðarson, eítir þung- bær veikindi, var hann á bezta aldri og öllum harmdauði, má nærri geta að hinni aldurhnignu nxóður hefir gengið harmur sá hjarta nær, ejn skamrnt var þá ófarið af lífsleiðinni. Hugur hennar mun þá löngum hafa dval- ið hjá tengdadótturinni Jónu Marteinsdóttur og sonarsonum þrem, er eiga um svo sárt að binda. Elías var um margt svo líkur móður sinni, að þeir, sem þekktu annað þekktu og skapgerð tryggð og göfgi hihs. Af öðrum börnum þeirra Þórð- ar og Sigurbjargar, eru Aðal- bjöi'g og Helgi, sem lengst af hafa verið með móður sinni og annast' hana á ailan hátt, hafa þau og að nokkx-u alið upp tvö börn Pálma yngsta bróðursins, en hann missti konu sína Þóru Stefánsdóttur frá firnm ungum börnum. Öll munu börnin hafa átt nokkurt athvarf hjá öminu sinni og föðursystkinum. Jóhannes Þórðarson er vél- stjóri búsettur í Reykjavík, og giftur Jóhönnu Marteinsdóttur kaupmanns úr Fáskrúðsfirði. Mai'grét giftist Guðna Hjör- leifssyni lækni, eignuðust þau 6 efnileg börn, er öll voru í æsku er faðir þeirra dó. Guðni Hjör- leifsson var virtur og elskaður í héraði sínu, sem inanndómsmað- ur og ágætur læknir, enda val- menni. Sigurbjöi'g Sigurðai'dóttir bar sorgir og A'fiðleika barna siixna með þeim, því móðurhönd og hjarta helgar og blessar bæði i soi’g og gleði. Bænir hennar og fagurt líferhi mun fylgja afkom- endum hennar, fram í ókomna tímann. Hún gaf öllum samferða- mönnum sínum af gnægð hjarta síns kærleika og ástúð. Skrúð ber hátt við austurland, hún stendur af sér storma og stórsjóa, fögur er eyjan og fjörð- urinn vingjarnlegur. Innan við kauptúnið er litli kii’kjugarður- inn, þar verður Iögð í austfirzka mold við hlið manns síns eyfirzka konan Sigurbjörg Sigurðardótt- ir. Það er sagt að hugsanir okkar jarðarbai’na nái heima á milli, sé svo, sem margir munu eigi efa, þá er víst að hlýjar kveðjur aldurhniginnar systir, nái yfir Á sama tíma og hersveitir S. Þ. undir stjórn MacArthurs mæta vax- andi mótspyrnu innrásarmanna og hauslkuldar og rigningar eru að hefjast á skaganum flakandi í sárum og hörmungum styrjaldarinn- ar, þá er ötullega unnið að því í Lake Succers að leysa vandamálið um, hvernig mögulegt verði að byggja Kóreu aftur upp úr rústun- um. — Það hefir þó komið á dag- inn, að það er ekki endurreisnar- starf framtíðarinnar, sem mest ríð- ur á að sé skipulagt, heldur hitt, að Kóreubúum verði bjargað frá því að hrynja niður í vetur vegna hung- urs og kulda. Og þaS þarf aS bregða skjótt viS. Það má þó ekki alveg ganga fram hjá því að brýn þörf er á því að strax sé hafizt handa um að skipu- leggja endurreisnarstarfið og gera um það áætlanir og nefnd sú, sem að þessum málurn starfar á vegum S. Þ. hefir áætlað, mjög lauslega þó, að á næstu 5 ársfjórðungunum þurfi að verja 250 milljón dollur- um til viðreisnarinnar. Annars fer JxaS auðvitað mikið eftir því, hversu lengi styrjöldin þar kann að drag- ast ennjxá og hvernig henni lyktar. íbúa Kóreu skortir nú tilfinnan- lega bæði mat, húsnæði og fatnað, og til þess að unnt sé að hefja end- urreisnarstarf, sem miðar til frarn- tíðarinnar og nokkurt gagn sé í Jxarf fyrst að bæta úr þessum skorti. Ýmsar sérstakar hjálparstofnanir S. Þ. vinna nú í sameiningu að lausn þessa aðkallandi og brýna vanda- máls. Þegar hefir mikiS áunnizt, en hvergi nærri nægilega. Alls staðar eru húsnæðisvandræð- in, einkanlega í Jxeim borgum, þar sem heiftarlegustu orusturnar hafa geisaS, til dæmis Seoul (höfuðborg- djúpið. Hún bíður nú róleg ein við Eyjafjörð. Við sendum samúðarkveðjur, og biðjnm. Kom huggari minn.hugga þú, kom hönd og bind um sárin, koiji dögg og svala sálu nú, kom sól og þerra tárin. Kom hjartans heilsulind, kom heilög fyrirmynd, kom ljós og lýstu mér, kom líf er ævin þver, kom eilffð bak við árin. Laufey Sigurðardóttir frd Torfufelli. Léreftstuskur hreinar, kaupum við hæsta verði. Prentsmiðja Björns Jónssonar h.f. inni) og Inchon. Það er talið að þriðja hvert hús í Seoul hafi verið jafnað algerlega við jörðu, og af hafnarhverfinu í Inchon sézt ekki tangur né tetur. FólkiS Jxjappar sér saman í kjöllurunum, hálfföllnum húsarústum og þeim húsum, sem uppi standa og eykst Jxannig stórlega hættan á Jxví að farsóttir brjótist út. HeilbrigSiseftirlit S. Þ. hefir unnið gegn J)ví eftir mætti, og hefir á fjöl- mörgum stöðum látið fara fram alls- herjar-bólusetningar gegn bólusótt, kóleru, taugaveiki o. fl. Bæði tæki og bóluefni kernur frá S. Þ. Til þess að koma í veg fyrir að íbúarnir trassi eða svíkist um aS mæta til bólusetningar, hefir það ráð verið upp tekið að afhenda þeim, sem bólusettir eru, vottorð, sem þeir verSa svo að sýna, þegar þeim er úthlutaður hrísgrjóna- skammturinn, sem S. Þ. hefir gefið til bjargar fólkinu. Sá, sem svíkst undan að láta bólusetja sig fær þann- ig ekki gjafakorn. Kornúthlutunin og bólusetningin fer fram í sama húsi, og daglega sjá menn því tvær geysistórar biðraðir á göngunum. Sjúkrahúsin sfóðu, en höfðu verið rænd. HershöfSingjar S. Þ. höfðu forS- ast að varpa sprengjunum svo nærri sjúkrahúsum aS hætta væri á því að þau yrðu fyrir skemmdum, enda var auðséð að þeir myndu sjálfir þarfn- ast þeirra þegar til kæmi. ASeins eitt sjúkrahús hafði orðið fyrir sprengju, en þegar hersveitir S. Þ. hertóku Inchon og Seoul varð það ljóst, að innrásarherinn frá NorSur- Kóreu hafði rænt öll sjúkrahús þar, svo að ekkert var þar eftir annað en naktir veggirnir. Röntgenvélar og önnur þyngri tæki höfðu þeir eyði- lagt með því aS hirða úr þeim ýmsa þýðingarmikla hluti. Er nú unnið aS lagfæringu þessa. En erfiðastur viðfangs er fæðis- skorturinn. Hvert hrísgrjón liafSi verið flutt úr borgunum Inchon og Seoul, og íbúarnir, sem fluttu aftur til heimkynna sinna þar urðu að horfast í augu við hungursneyð. S. Þ. gripu enn inn í. Send voru þúsundir tonna af matvælum til landsins og þeim deilt niður. Kornuppskeran í Kóreu hefir ekki orðið fyrir verulegu tjóni og flóttabændur, sem flýðu suður und- an innrásarhernum, hafa að mestu leyti komizt heim til sín aftur áður en uppskeran hefst. En hins vegar eru líka margir bændur í hernurn, hafa fallið og týnzt, og lendir uppskeruvinnan því að verulegu leyti á konum og börnum, svo að hún mun ganga seinna en venjulega þar eða allt er unnið með handafli- VerSur uppskerunni sennilega ekki fyllilega lokiS fyrr en í janúar, en þangað til þarf aS berjast við skort- . inn. Kornúthlutunin. Gjafakorni frá S. Þ. er úthlutað til landsmanna með nokkuð sér- kennilegum hætti. Borgunum í Kó- reu er skipt eftir aldagamalli venju á sérkennilegan hátt. Hverju bæjar- hverfi er skipt í margar götur, sem hverri er skipt í 10, 20 eða 30 „tongs“, sem svo aftur er skipt í 10, 20 eða 30 „pans“. 10, 20 eða 30 fjölskyldur eru í hverju „pan“. Fjöl- skyldufeðurnir velja sér „pan“- stjóra, þeir velja svo „tong“-stjóra, sem velja svo aftur götuleiðtoga. •— Götuleiðtogarnir benda svo borgar- stjóranum á hver skuli skipaður borgarhverfisstj óri. 375 tonnum af hrísgrjónum er út- býtt í Seoul og Inchon daglega, og er því skipt niður á við til borgar- ! hverfa, gatna, „tongs“, „pans“ og allt þar til hver fjölskylda fær sinn skannnt. Nú er mest flutt til landsins á skipum til Inchon og JxaSan svo á járnbrautum til Seoul. En járnbraut- arbrúin á Han-fljóti er eyðilögð svo að það verður að ferja hrísgrjónin yfir ána á prömmum. Við pranxm- ana taka svo menn frá hverjum borgarhluta við sínum skammti og ‘ svo slrita íbúar hvers borgarhluta við allan daginn að flytja kornið í sitt hverfi. ÞaS er brauSstrit í eigin- legustu merkingu. Fafnaður. Þegar vetur er að ganga í garð verSur klæSa- og húsnæðisskort- urinn ennjxá tilfinnanlegri, og er áætlað aS um 30 millj. metrar af baðmullarefnum þurfi til þess að bæta úr þörfinni. Hraði í skipulagningu. ÞaS er ameríski hershöfðinginn Sams, sem hefir verið falið að gera áætlun urn endurreisn Kóreu. Hann kann vel til slíkra starfa, hefir unnið að þehn bæði í Japan og víðar. •— Hann kannast einnig viS Kóreu. ÁriS 1946 sá hann um byggingu ný- tízku sjúkrahúss í Seoul. Þegar hann kom nú afiur þangaS, sá. hann, að innrásarherinn hafði ekkert annað skilið eftir þar en veggi, loft og gólf! Sams, hershöfSingi hefir safnað að sér aðstoSarmönnum frá ýmsum sérstofnunum S. Þ. og hafa þeif nú skapað þéttriðað samstarfsnet um allan skagann í nánu samstarfi við stjórn SuSur-Kóreu og S. Þ. En á meSan hefir flóttafólkiS streymt til Seoul og Inchon, og hef- ir rótaS þar í rústunum. Alls konar hrófatildur til þess að skýla mesta kuldanum hefir sprottið upp, þar sem áður voru vegleg stórhýsi. Alls staðar sjást menn róta í rúst- unum, safna saman brotnum bjálk- um, spýtna- og járnarusli. Þetta er byggingarefnið — betra fæst ekki ennþá. % Þetta hefir „alþýðuherinn“ fært íbúum liins nýstofnaða S.-Kóreu lýðveldis.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.