Íslendingur


Íslendingur - 22.11.1950, Blaðsíða 6

Íslendingur - 22.11.1950, Blaðsíða 6
6 ÍSLENDINGUR Miðvikudagur 22. nóvember 1950 Ævintýri sveitadrengs. Björgvin Guðmundsson: MINNINGAR. Bókaútgáfan B.S., Akureyri 1950. Allir þeir, sem hnýsnir eru í sögu og mannfræði, eru sólgnir í að lesa minningabækur og hníga til þess mörg rök. Fyrst og fremst eru þess- ar bækur oft og einatt hinar veiga- mestu heimildir um lífsbaráttu og skapferli höfundanna sjálfra, og um leið gefa þær að jafnaði nokkra sýn yfir samlíð þeirra, og hvernig hún blasir við þeim á líðandi stund. Og enda þótt öllum geti þar vitaskuld skeikað í dómum, þá verður þó allt- af sú tilhneiging, sem menn fá þann- ig af sögunni, lífrænni og næmari en hin, sem fengin er með því móti, að safna einhverri beinagrind af ■ dauðum skýrslum og gögnum, og láta síðan ímyndunaraflið reyna að klæða hana lifandi holdi veruleik- ans. Minningahókin sýnir þó alltaf, hvernig veröldin hefir litið ut í aug- um lifandi manns, meðan hann starfaði og stríddi í henni, og hvern- ig þessi maður hefir hugsað og fund- ið til í stormum sinna tíða. Það er að þessu, sem þjóðtrúin stefnir, er hún telur að þeim, sem ganga undir hönd á skyggnum manni, gefi sýn inn í þann heim, sem annars er hulinn. Vitanlega fer sú skyggni nokkuð eftir því, hversu glöggt er auga hins ófreska. En hvað sem því líður, verða minningarnar þó alltaf merkileg sj álfslýsing, hver'n- ig sem takast dómar þeirra um sam- tíð sína. Hugsum oss, að Egill Skalla- grímsson, Snorri Sturluson, Guð- mundur góði eða Hallgrímur Pét- ursson hefðu skráfað á bók minning- ar sínar um smátt og stórt, er fyrir þá kom í lífinu, og gert í því sam- bandi nána grein fyrir viðhorfi tilfinninga sinna og hugrenninga, hvílíkan óendanlegan greiða þeir hefðu með því gert sagnfræðingum seinni tíma, og hversu margt væri þá Ijósara um þessa menn og samtíð þeirra. Hugur einn það veit, sem býr hjarta nær. Það getur verið mjög torvelt að ráða í raunverulegar hvatir og hugrenningar sumra manna, sem dulir eru að eðlisfari, jafnvel meðan þeir eru lifandi, hvað þá síðar. Og þegar eftirtíminn fer að reyna að setja saman sögu þeirra af einhverju því timburreki af tím- ans stórasjó, sem atvikin kunna að skola á land, er hætt við að misskiln- ingurinn kunni að verða margur og myndin, sem þannig fæst, skökk. Það er því meginkostur á góðri minningabók, að hún gefi skýra mynd af höfundinum sjálfum, og því æskilegra er þetta, sem sá per- sónuleiki er sérkennilegri og merki- legri, sem um er að ræða. Björgvin Guðmundssyni tónskáldi hefir tekizt þetta ágætlega í endur- minningum sínum og með því hefir hann ge'rt þeim, sem um hann kunna að rita síðar og leita skilnings á honum, hægra um vik. Hann kemur hér til dyranna alveg eins og hann er klæddur hversdagslega og gerir ekki minnstu tilraun til að setja upp spariandlit. Til þess er hann allt of einlægur og hreinskilinn að eðlis- fari. Það er efalaust, að hann gerir sér far um að segja söguna eins rétta og hann véit hana frá sínu sjónar- miði, hvort sem hún verður honum til lofs eða lasts, og dregur hann þar enga dul á veikleika sína eða van- kanta fremur én annarra, sem við sögu koma. Það er hressandi his- pursleysi í allri frásögninni. Annars er þetta ævintýri sveita- drengsins, sem úr fátækt og um- komuleysi leggur af stað út í víða veröld lil að leita að kóngsríki draumanna, sem fyrir honum eru óskalönd tónlislarinnar. Vegurinn liggur frá afskekktu sveitabýli aust- ur í Vopnafirði vestur um haf, um hinar dreifðu byggðir íslendinga í Vesturheimi, um stQrborgir þeirrar álfu og Evrópu og síðan heim aftur. Erfiðleikarnir á þessari leið eru stundum svo miklir, að baráttan sýn- ist vonlaus. En fram verður það að koma, sem ætlað er. Eðli hans og upplag er sá örlagavaldur, sem knýr hann áfram á þessari braut og ryður öllum hindrunum úr vegi. Og ekki verður annað sagt, en að þetta sé ferill óvenjulegs manns. Það er heldur eigi við öðru að búast um jafnfyrirferðamikinn og stórskorinn persónuleika sem Björg- vin er, en að til nokkurra árekstra geti komið öðru hverju, og kostar það mann með lundarfari hans ávallt mikinn sársauka, hvort heldur sem við er að eiga húðarklára aust- ur í Vopnafirði, eða meðbræður hans í tónmenntinni. Fer það að vonum, að honum brennur það sár- ast, er honum þykir steinn vera lagð- ur í götu sína, þá er veit að áhuga- málum hans. En jafnframt barnslega þakklátur er hann hinum, sem hon- um finnst hafa rétt .sér örvandi hönd, h'vatt sig eða stutt á þessum vegi. Fyrir þessu öllu gerir hann hina nánustu grein og sparar þá ekki kröftug orð, enda munu skáld vera með þeim ósköpum fædd að hafa næmari tilfinning fyrir samúð og andúð en aðrir menn, og stendur það í nánu sambandi við gáfu þeirra. Minningar Björgvins Guðmunds- sonar eru yfirleitt fjörlega skrifaðar og er það margt, sem á dagana hefir drifið. Bókin skiptist í tvo megin- kafla og nefnist hinn fyrri: Þrár og draumar, og fjallar hann um æsku hans og uppvöxt og ýmislegt fólk, sem hann kynntist austur í Vopna- firði, áður en hann fluttist til Vest- urheims 1911. Síðari kaflinn: Vinna og vonir, segir svo frá baráttu hans til náms og frama í hinni nýju heimsálfu, skólanámi í London og tónlistarstarfi í Winnipeg, þangað til hann flutti alfarinn til íslands, eftir tuttugu ára dvöl vestra. Er það hvort tveggja að Björgvin er stálminnug- ur og greinarglöggur, enda mun hann víða styðjast við daghækur, svo að atburðir fara ekki milli mála. Við fyrsta yfirlestur bókarinnar þótti mér sem einstaka setningu hefði mátt sníða til, svo að hún hefði farið betur í máli. En við nánari umhugsun hefi ég komizt að þeirri niðurstöðu, að bezt mundi fara á því, að hafa þetta nákvæmlega eins og það er. Með því móti verða Minn- ingarnar sönn spegilmynd af hinu sérkennilega orðbragði Björgvins, og er það mála sannast, að hann skortir hvorki orðkynngi né mælsku þegar mikið liggur við, og eru lýs- ingar hans og samlíkingar ósjaldan hnyttnar og gamansamar. Ég efa ekki, að hinir rnörgu vinir Björgvins muni taka bók hans feginshendi og þykja hún skemmti- leg. Enda þótt bókin sé hálft fimmta hundrað blaðsíður í stóru broti, verður enginn þreyttur af að lesa hana. Hin lifandi og svipmikla fram- setning höfundarins gerir þetta æv- intýri úr lífinu sjálfu engu síður spennandi en góða skáldsögu. Benjamín Kristjánsson. Þrjár bækur frá Draupnis- og Iðunnarúfgáfunni. LARS í MARZHLÍÐ eftir sœnska skáldið Bernhard Nordh. Þýðandi er Jón Helgason. Saga þessi gerist í afskekktustu fjallahéruðum í Norður-Svíþjóð. Sökum jarðnæðisskorts niðri í sveitunum og af öðrum þjóðfélags- legum orsökum, flýja landnemarnir lengra og lengra upp í fj alladalina, hrj óstruga og illbyggilega. Lappar hafa til þessa verið þar einráðir og óáreittir með hreindýra- hjarðir sínar, og líta þeir nú frum- býlingana illu auga, enda verður sambúð þeirra engan veginn vand- ræðalaus. Sagan er afar viðburðarík. Það er sagt frá harðri lífsbaráttu fólks- ins, sem býr við hinar erfiðustu að- stæður og óblíð kjör. Þetta er saga um hungur og harðrétti og hina ótrúlegustu (erfiðleika, en þetta er einnig saga um ástir og æskudrauma og Jónsmessugleði. Þessi saga er í flokki þeim, sem gengur undir hinu sameiginlega heiti Draupnissögur og Draupnis- útgáfan gefur út. Hafa sögur þær almennt hlotið verðugt hrós og not- ið mikilla vinsælda, og má t.d. nefna sögu Mobergs, Kona manns; Ofjarl hertogans eftir Dumas; Auðlegð og konur eftir Bromfield; Þegar ungur ég var eftir Cronin; Líf í lœknis hendi, Dagur við ský og Ást en ekki hel eftir Slaughter, svo að nokkrar séu nefndar. Lars í Marzhlíð er ekki síðri öðr- um sögum í þessum bókaflokki, er bæði spennandi og áhrifarík saga. DRAUMSPAKIR ÍSLENDINGAR eftir Oscar Clausen. Á síðustu árum hefir frá hendi þessa höfundar komið út mikið af FRAMHALDSSAGA— Nr. 13. ÁKÆRÐUR TVISVAR „Jæja, það held ég að þetta hafi gengið bærilega, var það ekki?“ sagði Mickey. „Þú ert hreinasta perla, drengur, og engin mistök.“ „Hvenær heldurðu að þetta komist upp?“ spurði Gwennie. „0, ég veit ekki — engan veginn fyrr en á morgun,“ svaraði Adrian. En í þessu hafði hann rangt fyrir sér, af því að einmitt á sama augnabliki glápti hr. Cotton með galopnum augum á seðlana, sem fölleitur bankagjaldkeri með nefklömbrur lagði á borðið fyrir framan hann. Ht. Cotton var algjörlega utan við sig. Hann hafði ætlað að gera sér lítillega glaðan dag vegna hinna góðu viðskipta, er hann hafði varla lokið úr pelaflöskunni, þegar síminn hringdi og hann var beðinn að koma og staðfesta undirskrift sína undir innlagsseðilinn í bankanum áður en yrði lokað og gerði hann það, en hann hafði sent aðstoðarmann sinn í bankann með seðlana ásamt öðrum þeim peningum, sem inn höfðu komið um daginn. Bankagjaldkeranum hafði fundizt grunsamlegt hversu mikið var af spánnýj um seðlum og farið með þá til forstjórans. Og við ná- kvæma rannsókn þar og samanburði á tölusetningunni komst loks upp að þeir væru falsaðir, og tilkynnti gjaldkerinn hr. Cotton það. „Alveg furðulega vel falsaðir — en falsaoir þó.“ Hr. Cotton tilkynnti þetta undir eins til lögreglunnar og var rann- sókn þegar hafin. Það kom brátt í ljós, að John Wallasey, lávarð- ur, var um þetta leyti í Deanville, og leitaðist lögreglan því við að fá sem nákvæmasta lýsingu á manni þeim, sem staðhæfði að hann væri John lávarður, og stúlku þeirri, sem hafði verið með honurn. Eftir tveggja daga árangurslausa leit stefndu þeir hr. Cotton nið- ur á skrifstofur Scotland Yard og létu hann blaða þar í gegnum hvert mynda bindið eftir annað, ef ske kynni að hann rækist þann- ig á mynd af „lávarðinum“, en leitin varð árangurslaus. Einhvers staðar í myndasafninu var mynd af Adrian Saville, en hr. Cotton þekkti hana ekki, þar eð hann hafði verið meistaralega dulbúinn sem „John lávarður“. Ferrington lögregluforingi, sem hafði með málið að gera full- vissaði hr. Cotton um, að það væri aðeins tímaspursmál, hvenær lögreglan hefði hendur í hári falsaranna. „Þeir falla aftur í freistni,“ sagði hann. „Þeir sleppa einu sinni, og ef þeir hættu þá, myndu þeir líklega aldrei nást; en heppnin freistar þeirra, og þá klófestum við þá. Allir meiri háttar skart- gripasalar í landinu hafa verið varaðir við ókunnum mönnum með stóra peningaseðla, og lýst hefir verið rækilega eftir mannin- um, stúlkunni og þjóninum. Já, við höfum hendur í hári þeirra. Þau reyna vafalaust næst í Harrogate eða einhverjum bænum á ströndinni, t. d. Brighton.“ En í þetta sinn hafði lögregluforinginn rangt fyrir sér. Það sem eftir var af seðlunum var nú vandlega falið, og þó að hin fallega Gwennie væri áfjáð í að leika aftur hlutverk sitt á kostnað ein- hvers grandlauss skartgripasala, þá tók Adrian þvert fyrir slíkt. „Annað og þriðja skiptið eru hættulegust,11 sagði hann. „Ég er þess fullviss, að í málum sem þessu, þar sem lögreglan er alveg ráðalaus, þá byggja þeir alla ,von sína á endurtekningum. Það er hægt að gera allan þremilinn einu sinni, — en bara einu sinni. Allir hafa verið varaðir við og allir vita, hvernig þetta var gert. Eg er viss um, að bráðlega reynir einhver klaufskur þrjótur þetta bragð, — stenzt ekki þessa skínandi hugmynd. Gimsteinasalarnir bíða allir eftir því að þetta gerist; nú fá þeir staðfestingu á seðla- númerunum á meðan kaupandinn býður, hringja svo á lögregl- una og láta hirða heimskingjann.“ „Svona verður þetta einmitt,“ samsinnti Mickey og sneri máli sínu til Gwennie. „Við hér þurfuin að finna upp alveg spánnýtt klókindabragð; nýtt reiðarslag fyrir lögregluna, og hann Saville hérna kveðst hafa eitt á prjónunum.“ „Já, en við verðum að fara hægt í sakirnar og undirbúa allt vel,“ svaraði Adrian. „Fyrst verðum við að kaupa lóðina út í Croydon til þess að byggja á henni.“ „Til hvers í ósköpunum,“ spurði Micky, en Adrian hló aðeins að honum og sagði honum að bíða rólegur. Fyrst eftir gimsteinakaupin hafði Adrian ekki vogað sér út á daginn nreðan bjart var. En brátt tók honum að leiðast innivistin, og ákvað hann þá að dulbúa sig og vera þannig á ferð. Hann minnt- ist á þetta við Micky, og gamli, slægi falsarinn var strax reiðubúinn að hjálpa honum. Um kvöldið kom Walter gandi Jones heim til Micky. Walter var einkennileg persóna. Hann var leikari af gamla skólanum, gekk með

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.