Íslendingur - 02.11.1955, Blaðsíða 6
6
fSLENDINGIJR
Miðvikudagur 2. nóv. 1955
Þankabrot
Framh. af 4. síðu.
mýrarmaddömunni á segulbandi (flutta
af honum sjálfum), mundi ég spila
hana einu sinni í viku mér til hressing-
ar. Hún er sérstæður skáldskapur, sem
seint verður yflrboðinn. Ifinsvegar
leiðist mér Ólafur Ljósvíkingur, og
þótt Snæfríður íslandssól sé rismikil
6Öguper:óna, geta hvorki Salka né
Bjartur horfið í skuggann fyrir henni
hjá mér. En allt er þetta smekksatriði,
og e. t. v. er enginn læs maður á ís-
landi sammála mér. En hvað sem um
það er. Ég geri ráð fyrir, að sænsku
akademíunni hafi verið nokkur vandi
á höndum að gera upp á milli okkar
rismiklu rithöfunda, Laxness og Gunn-
ars, og lái þeim hver sem vill.
BÓKMENNTAVERÐLAUN NÓBELS
voru fyrst veitt árið 1901, en síðan
fyrst var byrjað að veita þau, lxafa fall-
ið niður nokkur ár, sem enginn hefir
hlotið þau. T. d. var þeim ckki úthlut-
að á óf.'iðarárunum 1940—43. Fyrstur
Norðurlandamanna hlaut Björnstjerne
Björnsson þau. Síðan með nokkru bili
hver af öðrum: Selma Lagerlöv, Verner
von Heidenstam, Karl Gjellerup og
Henrik Pontoppiddan, Knut Hamsun,
Sigrid Undset, Karlfeldt, Sillanpaá,
Joh. V. Jensen, Per Lagerquist, Hall-
dór Kiljan Laxness. Þ. e. 3 Norðmenn,
3 Danir, 4 Svíar, 1 Finni, — og ioks 1
íslendingur. Og eftir þessa síðustu út-
hlutun má raunar segja, að hlutur
Norðurlandanna innbyrðis sé ekki ó-
tanngjarn.
EN ÞETTA MEÐ NÓBELSVERÐ-
LAUNIN var ekki eini viðburður vik-
unnar varðandi bókmenntir og skáld-
skap íslendinga. Sama daginn og
sænska akademian úthlutar Laxness
fræðslu- og menningarstarf í
þjóðar þágu. Það er þv:
hverju orði sannara, sem frú
Ingibjörg Benediktsdóttir
skáldkona (fyrrum ein af
kennslukonum skólans) segir
um hann í kvæði fyrir 60 ára
minni hans í Minningarritinu:
„Menntastofnun merka reistu
menn, sem fólksins giftu treystu.
Mætar konur traustum tökum
tryggðu, hlúðu að þjóðarhag.“
Minnugur hins mikla menn-
ingarstarfs Kvennaskóla Hún-
vetninga bið ég honum að
málslokum blessunar í orðum
Páls læknis Kolka úr mark-
vissum vorljóðum þeim, er
hann orti til skólans sextugs,
og munu margir fleiri íslend-
ingar vestan hafs taka í sama
streng:
„Vaxi meyjar eins og eik.
íslenzk fold að rótum lilúi
og við helðan himin búi
hálclt önd við starf og leik.
Æskan íram að ellidögum
eigi tök á liverri sál.
Yíir skólans heimahögum
ltljómi vorsins töframál."
þeim, veitir akademia Sveins Ásgeirs-
sonar önnur bókmenntaverðlaun, og
komu þau til Akureyrar. Verðlaunin
voru RAFHA-eldavél, veitt fyrir bezt
gerðan botn við vLuheim.ng, er „Já og
nei“-mennirnir höíðu gert. Fyrstu verð-
iaun lilaut ltósberg G. Snædal fyrir tvo
botna. llinn fyrri var svo:
(Ungra meyja augu snör
eftir meyjum leita),
eðli dnu er alveg gjör-
ómögulegt að b.eyta.
Ilin síðari:
(Ekur vagni sumarsól
sinar liiminleiðir).
Ingóifur á Arnarhól
uliina sína breið.r.
Önnur verðiaun hiaut Karl Kristjáns-
son alþm. fyrir eftirfarandi botn við
sama fyrr.hiuta:
Aliri nótt við Norðurpól
nálægð hennar eyðir.
NÝLEGA KOM einn góðkunnur
norgari að máii v.ð mig og kvaðst liaía
neyrt tilkynningu í útvarpinu frá cin-
nverju bæjar- eða sveita.félagi þess
efnis, að útsvör væru þar gjaldfallin og
komin í eindaga, en ef menn gerðu svo
vei að borga þau fyrir ákveð.nn tíma,
lengju þeir 10% afslátt. Þessi sarni
maður kvaðst borga sín gjöld skilvís-
lega til bæjarins, en ef taka ætti upp
pann sið við innheimtu bæjargjalda að
verðlauna óskiisemina, þá mundi hanu
heidur hafa útsvarspeningana sfna á
vöxtum framvegis, unz afslátturinn á
gjöldunum kæmi. — Ég vil taka f.am,
að þessi tilkynning hefir farið frarn
hjá mér í útvarpinu, og mér er þar að
auki ekki kunnugt um, að til standi
hjá Akureyrarbæ að taka upp þessa
írumlegu reglu við innheimtu, enda er
hún jafn fráleit og hótanirnar feitletr-
uðu á gjaldaseðlum Akureyrarbæjar.
NÝLEGA RAKST ÉG á eftirfarandi
klausu í smáletursdálki Vísis, í bréii
frá elnhverjum BS (í undirskrift RS):
„Þótt greinin sé stutt, eru í henni
fleiri villur og ambögur en menn eiga
að venjast af sunnlenzkum blaðamönn-
um og sýnir okkur um leið, hvers við
eigum að vænta, e/ norSlenzk vindliana-
blaðamennska nœði almennum tökum á
okkar ágœtlega skrijuðu sunnlenzku
dagblóðum“. (Lbr. hér).
Mér auðvitað krossbrá, og ég hugsa
með hryllingi til þess, er tveir eða þrír
biaðamenn héðan að norðan eru að
fara suður og ráðast að blöðum þar tll
að reka „norðlenzka vindhana-blaða-
mennsku" með „villum og ambögum"
og spilla þar með hinum „ágætlega
skrifuðu“ sunnlenzku dagblöðum. Mik-
ið má höfuðstaðurinn þola af Norð-
lendingum, ef blöð hans standa varn-
arlaus fyrir málspellum þeirra!
------*------
TIL SÖLU
raftúbur, önnur 15 KW, Rafha,
hin 2% KW, ensk. Ilin stærri
innbyggð. — Tækiíærisverð, ef
samlð er íljótt.
Upplýsingar í Norðurg. 44. Sími 1990.
Skólaíréltir
Sauðárkráki 26. okt.
Barnaskólinn á Sauðár-
króki var settur 3. október aí
skóiastjóra Birni Daníeissyni
að viðsLöddum allmörgum að-
standendum o. íl. 1 skó'.anum
er nú ijölgandi. Barnalalan
mun nú vera um 115 í 6 bekkj
um. Elzti bekkur, er áður var,
er nú genginn yfir í Miðskóí-
ann, samkv. hiimi nýju skipan
skóiamála.
Geta má þess, að á þessu
skóiaári verður byrjað að
veita ofurlitia viðurkenningu
úr Verðiaunasjóði skóla-
barna, er stofnaður var fyrir
hér um hil þrem árum, er þá
íráfarandi skóiastjóri Jón Þ.
Björnsson frá Veðramóti lét
aí skólaslörfum fyrir aldurs
sakir. En nú var sjóður þessi
aukinn af nokkrum systkinum
stofnanda tii minningar um
það, að á þessu ári eru liðin
100 ár frá fæðingu móður
þeirra, Þorbjargar Stefáns-
dóttur frá Heiði. Eiga í fram-
tíðinni verðiaun að veitast (úr
sjóði þessum) skólabörnum
hér, er skara fram úr öðrum
að siðprýði og kostgæfni, auð
sýndum góðleik og allri hátt-
vísi utan skóia og innan.
Miðskólinn var settur 16.
þ. m. af skólastjóra sr. Helga
Konráðssyni. í þetta sinn fór
skólasetning fram í Suuðár-
krókskirkju, og flutti sr. Frið-
rik Friðriksson æskulýðsleið-
togi þar einnig ræðu. Starfar
skólinn sem fyrr í þrem bekkj
um, og í bóklegum og verk-
legum deildum. í skólann
munu ganga þetta skólaár
rúmlega 60 nemendur.
Aðalfundur Barnakennara-
félags Skagafjarðar var hald-
inn á Sauðárkróki 22. þ. m.
Rædd voru þar ýmis aðkall-
andi mál starfs og stéttar.
Námsstjóri Stefán Jónsson var
mættur á fundinum. Hafði
hann erindi og samtal með
kennurum um skólamál og
kennslustarfið. Kennarafélag-
ið hefir nú starfað óslitið síð-
an 1933—34, og undir stjórn
sama formanns, Jóns Þ.
Björnssonar, þar til hann, sem
áður getur, lét af kennslu. Var
hann nú kosinn heiðursjélagi
félagsins. Nú skipa stjórn fé-
lagsins: Björn Daníelsson,
Magnús Bjarnason og Garðar
Jónsson.
Skal þess annars getið að
lokum, að til eru rœkilegar
jundargerðir frá félagsstofn-
un barnakennara í Skagafirði
á árunum 1893—94. í raun
og veru getur því Kennarafé-
lagið með nokkrum rélti tal-
ið tilveru sína allt í frá þeim
tíma. Mætti það því teljast
með elzlu barnakennarafélög-
um landsins. L—D.
ALF ERLING: 92
Bræður myrkursins
Ótti Paradews læknis fór vaxandi, er bíllinn ók lengra og
lengra út úr borginni, án þess að hægja ferðina.
— Þér þurfið ekki að óttast neitt, sagði maðurinn, er tók
eftir ugg hans. — Ef þér aðeins gerið það, sem af yður er
krafizt, getið þér farið jafn rólegur í þessa sjúkravitjun sem
hverja aðra.
Hann þagnaði, og Paradew spurði einkis frekar.
Litlu síðar hægði bíllinn á sér.
— Þá erum við að komast á ákvörðunarstað, sagði mað-
urinn. — Ég hef fyrirmæli um að binda yður.
— Binda mig? spurði læknirinn.
— Já, aðeins fyrir augun, sagði maðurinn. — Eins og ég
sagði áðan, þurfið þér ekkert að óttast, ef þér aðeins hlýð-
ið.
— En ef ég verst því? spurði Paradew til reynslu.
— Þá ábyrgist ég ekki neitt, svaraði maðurinn og dró
klút upp úr vasa sínum.
— Jæja, ég verð víst að fallast á það, sagði læknirinn og
andvarpaði.
•— Það mun vera skynsamlegast hvað yður snertir, svar-
aði maðurinn.
Bifreiðin hafði enn hægt ferðina. Maðurinn leit snögg-
lega út um gluggann og sagði við lækninn:
— Viljið þér gjöra svo vel að beygja höfuðið, meðan ég
bind klútinn fyrir augu yðar?
Paradew læknir hlýddi, og klúturinn var bundinn þétt
fyrir augu hans.
— Ef þér hrifsið klútinn frá augunum, megið þér búast
við því versta, sagði maðurinn ógnandi.
Paradew lilraði. Ilonum skildist, að hann væri fallinn í
hendur hóp þorpara, en annars vissi hann ekkert.
Bifreiðin stanzaði, og Paradew læknir fann, að maðurinn
þreif í handlegg hans og heyrði hann segja:
— Stigið svo út!
Paradew fór út úr bifreiðinni, og maðurinn leiddi liann
eftir löngum stíg, þar sem mölin svarraði undir fótum hans.
Hann heyrði marr í hjörum og var síðan leiddur upp stiga,
sem seint ætlaði að taka enda, og fann læknirinn, að hann
mundi staddur í mjög hárri byggingu.
Ennþá voru dyr opnaðar og þeim lokað, og svo var bindið
tekið frá augum hans.
Hann horfði undrandi í kringum sig. Hann sá, að hann
var staddur í hringlaga herbergi. Það var lýst upp með ljós-
keri, er grímubúinn maður hélt í hendinni. Bjarmann frá
því lagði um herbergið, en veggir þess virtust vera úr gulli.
A gólfinu lá maður, er virtist vera í djúpum svefni.
— Skoðið þenna mann, sagði maðurinn, sem fylgt hafði
Paradew lækni á þenna stað.
Dr. Paradew kraup þegar niður við hlið mannsins, en
maðurinn með ljóskerið kom nær og hélt því yfir sjúklingn-
um.
Paradew sá, að maðurinn, er lá við fætur lians, var með
reifað höfuð og grímu fyrir augunum.
Hann ætlaði að taka grímuna af honum, en hinn ókúnni
fylgdarmaður hans kom í veg fyrir það.
— Látið grímuna vera, sagði hann skipandi.
Paradew læknir rannsakaði nú þenna dularfulla mann.
— Hann er meðvitundarlaus, sagði hann. — Er nokkur
hætta á ferðum?
— Nei.
— Það er gott. Annað var það ekki, sem við óskuðum að
vita, sagði maðurinn. — Hvað er annars hægt að gera-fyrir
hann?
— Hann þarf fyrst og fremst ferskt loft, svaraði Para-
dew og leitaði með augunum árangurslaust að glugga á
gylltu veggjunum.
— Og síðan?
— Kyrrð og hjúkrun.
— Það er gott. Þá getið þér farið í friði, en skrifið fyrst
fyrir okkur lyfseðil upp á styrkjandi lyf.
Paradew læknir tók upp lyfseðlaheftið og skrifaði ávísun
á lyfið.
— Gott og vel, sagði maðurinn. —- Ef það er eitthvað
frekar, þá sendum við eftir yður. Hve mikið setjið þér upp?
Paradew læknir hugsaði sig um.