Íslendingur


Íslendingur - 22.12.1955, Page 9

Íslendingur - 22.12.1955, Page 9
Fimmtudagur 22. des. 1955 Jólablað íslendings 9 GOTT TILBOÐ um, móðir Péturs Jónassonar fyrrv. hreppstjóra á Sauðárkrók og Hermanns Jónassonar fyrrv. ráðherra og systkina þeirra. 5. Jón prófastur Hallsson í Glaumbæ, f. 1807, d. 1894, sýslunefndarmaður Seyluhrepps. Meðal barna hans voru Sigurður bóndi á Reynistað, íaðir Jóns á Reynistað alþm., og Stefán verzlun- arstjóri Gránufélagsins á Sauðárkrók, faðir Jóns Stefánssonar listmálara. 6. Egill Gottskálksson bóndi á Skarðsá, f. 1819, d. 1887, fyrrv. varaþingmaður Skagfirð- inga og sýslunefndarmaður Stáðarhrepps. Meðal barr.a hans var Jónas bóndi á Völlum í Vall- hólmi, faðir Haraldar hreppstj. og sýslunefndar- manns á Völlum. 7. Þorleifur Jónsson bóndi á Reykjum á Reykjaströnd, f. 1832, d. líkl. um 1900, sýslu- nefndarm. hins forna Sauðárhrepps. Hann og börn hans fluttust til Vesturheims um og upp úr harðindunum 1880—’90. 8. Ólafur Sigurðsson umboðsmaður og fyrrv. alþm. í Ási í Hegranesi, f. 1822, d. 1908, sýslu- nefndarm. Rípurhrepps, faðir Guðmundar sýslu- r.efndarm. í Ási, föður Einars bónda í Ási og föðurfaðir Ólafs bónda á Hellulandi. Loks verður að telja með þessum forvígis- mönnum Einar B. Guðmundsson, f. 184*1, d. 1910, þáverandi alþm. Skagfirðinga og sýslu- nefndarmann hins forna Holtshrepps, þó hann mælti ekki á fyrsta fundinum, því að hann mun hafa lagt fram sem brúarsmiður mest starf iil framgangs brúarmálum Skagfirðinga fyrs'u 20 árin, auk þess sem hann byggði brýr í öðrum héruðum. t. d. brúna á Hvítá í Borgarfirði á Barnafossi. Einar var faðir hinna kunnu Hrauna- systkina, þar á meðal Ólafar húsfreyju á Hraun- um og Páls hæslarét:ardómara. Allir þessir sýslunefndarmenn hverfa smám saman úr sýslunefndinni á næstu 25 árum, en aðrir komu í þeirra stað, sem héldu uppi þvi merki, er fyrirrennarar þeirra höfðu dregið við hún. Þegar litið er um öxl til ársins 1874 og aldar- fjórðurgsins, sem þá fór í hönd, verður að dást að þeim stórliug og áræði, er þar kom fram. Eng- ir kunnu til brúarsmíðis hér á landi, og alla nú- tímatækni vantaði gjörsamlega. Sýslunefndar- mennirnir urðu sjálfir að gegna störfum verk- fræðinga, velja brúarstæðin og stjórna verkinu. Bændurnir í nærsveitunum flytja allt efni á sinn kostnað og annast hleðslu brúarstöplanna. Á þessum síðasla aldarfjórðungi 19. aldarinnar gengu yfir ein mestu stórharðindi aldarinnar, frá 1880—"90, svo að bændur flýðu unnvörpum iil Vesturheims. Þrátt fyrir það hélt sýslunefndin áfram að byggja og byggja. Hver brúin tekur við af annarri. Ein brúin fýkur, undan annarri brýt- ur áin annan stöpulinn, og brúin fellur niður. Eftir 1—2 ár eru brýrnar komnar upp aflur. Sýslunefndin og héraðsbúar sýndu í þessu máli svo mikinn fórnarvilja og þrautseigju, að þess munu fá dæmi hér á landi á þessu tímabili, því að brýrnar kostuðu mikið fé á þeirra iíma mæli- kvarða. En það var líka til mikils að vinna. Enginn veit, hve mörgum mannslífum brýrnar hafa bjargað, en þau eru áreiðanlega mjög mörg, mið- að við reynslu fyrri ára. Saga brúarmálsins er talandi votlur þess, hverju grettistaki slórhuga og hagsýnir forustu- menn geta lyft, ef fólkið fylkir sér um stefnu þeirra. — Er konan yðar heima. — Nei, hún fór á útsölu. — Og hvað slóguð þér miklu af henni? Ég var ráðinn í að kaupa mér bíl. Ekki nýjan, því ég hafði ekki efni á því, heldur hæfileg-i gamlan og ódýran skrjóð. Ég setti auglýsingu í hlöðin, og fékk fám dögum síðar svohljóðandi bréf: Heiðraði herra! Glaður og hryggur í senn hefi ég lesið auglýs- ingu yðar um, að þér viljið kaupa bílinn minn. Það hryggir mig á vissan hátt að þurfa að skilja við bílinn, þenna góða og gamla félaga, en gleður mig jafnframt, að hann skuli komast i góðar hendur. Þér viljið, sem eðlilegt er, fá að heyra ævi- scgu hans, áður en ég afhendi yður hann. Slíkt er sjálfsagður hlulur. Bíllinn hefir verið mér iil ósegjanlegrar gleði, næstum því frá því að ég man fyrst eftir mér. Það fyrsta, sem ég man efl- ir, er ferðin til Dalvíkur, sem tók ekki nema tvo og hálfan tíma, en það þótti gott þá, fyrir 22. eða 23 árum síðan, — það man ég ekki nákvæm- lega. Veðrið var hálf-bölvað, þegar ég lagði af s!að um morguninn, svo að ég varð að draga tjaldið yfir. Það var að vísu gat á því, enda var það þá a. m. k. fjögurra ára gamalt. Þetta gat gerði ég að sjálfsögðu við með heftiplástri, sem og önnur, er síðar komu, en þetta kemur nú lítið málinu við, síðan tjaldið brann ofan af bílnum i hilteðfyrra. Sem betur fór, var tjaldið þá ekki á bílnum, annars hefði kannske farið verr, og ég ekki haft aðs öðu til að gera þessa verzlun við } ður núr.a. Þér spyrjið í auglýsingunni, hve mikið benzín cg olíu hann noti. Þér verðið að fyrirgefa, þótt ég geti ekki gefið nákvæmar upplýsingar, því benzíneyðsla lians er öll undir því komin, hve langt maður ekur. Idvað þér meinið með olíu- spurningunni skil ég ekki, því minn bíll gengur fyrir benzíni en ekki olíu. Ég nota bara benzín og vatn, en auðvitað verður hvort um sig að vera á sínum stað. Ef þér hafið aldrei ekið bíl áður, vil ég benda yður á, að maður getur fundið það á lyktinni, livað er benzín og hvað vatn. Ef þér takið mikið í nefið og finnið því enga lykt, þá getið þér reynt að kveikja á eldspýlu og bera liana að opinu á valnskassanum, en í hamingju bænum berið hana ekki að hinu opinu, því að benzín getur orðið hætlulegt, ef kviknar í því. Fyrir því hef ég sára reynslu. En sem sagt, bíll- inn notar ekki olíu. Þér spyrjið líka um hjólin, hvernig þau séu o. s. frv. Því er fljótsvarað. í fyrstunni dældi óg lofti í þau, en það hélzt illa í þeim, og ég fann, að loftið átti ekki vel við þau. Við getum hugsað okkur, hver hollusta væri í því, ef við værum alkaf belgfullir af lofli. Svo að ég breytli um og Afinn frá Tromsö var í heimsókn hjá dóttur sinni í Osló. Einn daginn fór hann á göngu með 10 ára dóttursyni sínum. Þeir gengu fram hjá gömlum, töiralega klæddum manni, og afinn sagði: — Þessi hefir einhverntíma átt betri daga. Litlu síðar gengu þeir fram hjá þreytulegri cg kinnfiskasoginni gleðikonu á götuhorni. Þá sagði snáðinn: — Þessi hefir einhverntíma átt betri nætur. Blaðakóngurinn Idearst vildi á sínum iíma kaupa New York Iderald og sendi því eiganda þess, Bennett, sem þá var staddur í París, svo- látandi skeyti: Hvað kostar New York Ilerald. Svarskeytið kom um hæl: Þrjú sent á virkum dögurn fimm á sunnudög- um. fyllti hjólin af votheyi (það var óþurrkasumar), og síðan hef ég ekki þurft að liafa áhyggjur af loftinu. Þér hljótið nú að hafa fengið nægilegar upp- lýsingar um, að þetta er einstaklega góður bíll, sem ég get ekki sársaukalaust látið í hendur hvers sem er, en konan hefir heldur hvatt mig til að láta hann „gossa“. Og hvað gerir maður ekki fyrir konur sínar. Ef þér eruð kvæntur, æt’.uð þér að taka konu yðar með og líta á gripinn milli kl. 3 og 5 á sunnudaginn kemur. Virðingarfyllst, Jón Jónsson, Grund. En það var ég, sem aldrei fór. Peli. hð er ddleiÉs’an, sem hrífur Jensen bæjarfulltrúi hafði ekki sofnað blund í átla nætur. Gömul húsráð og mikstúrur, svefn- töflur og allur a. . . . hafði verið reyndur, en ekkert hreif. Jensen hélt áfram að vaka. Taugar hans voru í suðumarki, og iaugar fjölskyldunn- ar sízt betri. Það var íengdamóðir hans, sem fann ráðið. „Það er dáleiðslan, sem hrífur,“ sagði hún hrjúfum rómi. Hún kannaðist við séra Hall. Þetta var alveg eins með liann. En eftir að dávaldurinn, Frissi, hafði tekið hann í gegn, \arð liann nýr og bstri maður, þ. e. a. s. nýr, ■— betri gat hann ekki orðið. Tengdamamma hringdi sjálf í Frissa dávald cg lýsti sjúkdómseinkennum. Þótt hann hefði mikið að gera, kom hann eins og skot. Hann var leiddur að sjúkrabeði húsbóndans, en fjölskyld- an stóð heiðursvörð umhverfis rúmið. Jensen var glaðvakandi og horfði spurnaraugum á allt tilstandið. Dávaldurinn settist á stól við hlið hjónarúmsins og leit hvössum sjónum á Jensen. Með svæfandi röddu hóf hann galdrasæringuna: — Herra bæjarfulltrúi, nú sofið þér. Nú sof- ið þér. Þér finnið, að augnalokin verða þyngri og þyngri — þyngri og þyngri —. Þér getið ekki haldið augunum opnum — þau lokast. Sjón yð- ar sljóvgast — þér sjáið aðeins þoku. Þér cruð þreyttur, Jensen, svo þreyttur, sVo þ-r-e-y-t-t-u-r. Þér viljið bara sofa, — s-o-f-a, sofa marga daga, og nú sofið þér. Fögur, lágvær hljómlist berst að innri eyrum yðar og vaggar yður í djúpan, ör- uggan og heilsusamlegan svefn. Svefn, — svefn, — s-v-e-f-n. Nú, nú, nú s-o-f-i-ð þ-é-r Jensen. Þéc s-o-f-i-ð. Dávaldurinn s!óð hljóðlega á fætur. Jensen lá á koddanum með lokuð augu og andaði djúpt og reglulega. Þetta var fyrirmyndar svefn. Fjöi- skyldan stcð undrandi og deplaði augunum. Það munaði minnstu að hún sofnaði þarna standandi. Tengdamamma, sem ekki hafði treyst sér til að standa, hraut í hægindastólnum. Frú Jensen andvarpaði léttan og fylgdi dá- valdinum fram í anddyrið. — Þér eruð yfirnáttúrlegur maður, hrópaði hún. — Hvernig get ég þakkað yður nógsamlega fyrir þetta kraftaverk? Dávaldurinn lmeigði sig brosandi, og smeygði handleggjunum í frakkaermarnar, sem konan hjáipaði honum í, og kvaddi síðan með stoltu brosi. Frúin flýlli sér inn í svefnherbergið og horfði á bónda sinn. Allt í einu glennti hann upp skjáinn og hvísl- aði: -— Er hann farinn, vitleysingurinn af Kleppi? (Stælt úr norsku.) Peli.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.