Íslendingur

Issue

Íslendingur - 21.09.1956, Page 8

Íslendingur - 21.09.1956, Page 8
FIMMTA SÍÐAN í DAG: Kraftaverk í skurSstofunni. Föstudagur 21. sept. 1956 Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis fil óramóf’a. Fftltir ðr Svarlaiiordol Messað í Akureyrarkirkju n.k. sunnu- dag kl. 2 e. h. Sálmar: 226, 573, 117, 317, 58. — K. R. Messað í skólahúsinu í Glerárþorpi kl. 5 e.h. Sálraar: 210, 117, 318, 203. — K. R. Áheit til Akureyrarkirkju kr. 200.00 frá Á. S. — Kærar þakkir. S. Á. Munið hin fögru minningarkort til fegrunar umhverfis Akureyrarkirkju. Fást í Bókabúð Rikku. I. O. O. F. — 1389218% — KA og Þór keppa til úrslita á Norð- urlandsmótinu á morgun kl. 2 e.h. ____*_______ »Við myndum ekki sætta okkur við það stjórnar- faríf í Alþýðublaðinu í fyrradag á ritstjórinn tal við Stein Stein- arr skáld, sem nýlega var með- limur í sendinefnd til Ráð- stjórnarríkjanna. M.a. spyr rit- stjórinn, hvort skáldinu finnist Rússar vera að framkvæma sósíalismann. Og skáldið svar- ar: „Nei, ekki held ég það. Það er að minnsta kosti ekki só sósíal- ismi, sem okkur „gömlu menn- ina" eitt sinn dreymdi um. Ég held, að það sé einhvers konar of- bcldi, ruddalegt, ondlaust og ó- mannúðlegt. — Og okkur svo- kölluðum Vesturlondamönnum myndi sennilega finnast það ó- bærilegt. Mér er að vísu ekki fyllilega (jóst, hvernig þessu er varið, en það er ekki sósialismi, þcð er miklu fremur einhver teg- und fasisma. Kannske er þetta só margumtalaði sósíalfasismi, ef menn vita cnnþó, hvað það orð þýðir." Og síðar segir skáldið: „Við á Vesturlöndum myndum ekki sætta okkur við það stjórn- arfar, sem ríkir og rikt hefir í Sovét-Rússlondi. Það er í grund- vallaratriðum fullkomin ond- stæða þess, sem okkur þykir eftir- sóknarverðast. Þetta er öllum Ijóst. Flestir eða ollir alvarlega hugsandi menn ó Vesturlöndum hafa fyrir löngu séð ■ gegnum hina sovét-rússnesku blekkingu. Aftur ó móti er þetta rússneska ævintýri enginn dómsúrskurður um ógæti eða fónýti sósialism- ans, heldur blótt ófram vegna, þess, AÐ ÞAÐ ER EKKI SÓSIAL- ISMI (Ibr. hér). Það væru stór- felld og hættuleg ósannindi að halda slíku from." Sumarið hefir lengst af verið kalt og þurrklítið. Að vísu fengu þeir, sem allra fyrst byrjuðu að slá, góðan þurrk á hey sín nokkra daga, en síðan voru aldrei nema flæsur fyrr en um og eftir höfuð- dag, að verulega batnaði. Hey- skap er nú nær alls staðar lokið, og eru hey víða orðin mikil, en þó mun ekki afgangur af því, að sumir hafi nóg, enda fer búíé stöðugt fjölgandi. Heyin muna vera allmisjöfn að gæðum. — Kartöfluspretta er víðast neðan við meðallag, og berjatínsla er engin að kalla. — Silungsveiði var léleg í Svarfaðardalsá í sum- ar, þar til rétt fyrir lok veiðitím- ans, að haustganga kom, og varð áin kvik af smábleikju. Þeir fáu, sem þá voru við veiðar, öfluðu ævintýralega. — Réttað var í Tungurétt sl. mánudag. Veður var afburða gott, sunnan gola, sólskin og hiti, enda kom á réttina aragrúi fólks. Kvenfélagið hefir komið sér upp skúr við réttina og selur þar veitingar við miklar vin- sældir. Allmiklar viðbætur og viðgerðir hafa verið unnar á rétt- inni undanfarið, enda fé Svarf- dælinga orðið fleira en nokkru sinni fyrr, og á Dalvík verður nú slátrað ri/sklega 7700 fjár og hef- ir aldrei fleira verið, nema niður- skurðarárið. Er nú höfuðnauðsyn Frá bæjarstjórn Framlag til Fnjóskárvegar. Lengd vatnslögn í innbœ. — Benzíndœla við Slippstöðina. Á fundi bæjarstjórnar 18. þ.m. var samþykkt að verða við beiðni hreppsnefndar Grýtubakkahrepps um 4 þús. kr. framlag til vegarins um Dalsmynni, frá neðri Fnjósk- árbrú að Böðvarsnesi, á næsta fjárhagsári, en uppbygging þessa vegarkafla er talin mjög greiða samgöngur við Þingevjarsýslu, þegar Vaðlaheiði er lokuð. xxx Þá var samþykkt að heimila vatnsveitustj óra að lengja vatns- leiðsluna inn bæinn inn á móts við Flugstöðvarbygginguna, svo að sú bygging geti fengið vatn úr vatnslögn bæjarins. xxx Loks samþykkti bæjarstjórn að heimila Slippstöðinni h.f. að setja upp og reka benzíndælu á lóð hafnarinnar hjá Slippstöðinni, enda verði hún sett niður í sam- ráði við slökkviliðsstjóra og hafnarnefnd. Mun hin fyrirhug- aða dæla greiða mjög fyrir trillu- bátaeigendum að fá eldsneyti á báta sína, þar sem hún mun verða staðsett í nánd við verbúðirnar og bátakvína. að stækka frystigeymslu slátur- hússins, því að mikið vantar á, að sláturhúsið geti tekið á móti sláturfé nógu greiðlega. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Stefáni Snæv- arr á Völlum Heiðbjört Jónsdótt- ir frá Mýlaugsstöðum í Aðaldal og Gísli Þorleifsson bóndi á Hofsá. Ungu hjónin eru þegar tekin við búi á Hofsá. — Nýlega hafa opinberað trúlofun sína Hekla Tryggvadóttir Dalvík og Jón Anton Jónsson bifreiðastjóri Böggvisstöðum. Áskell Jóhannesson bóndi á Syðra-Hvarfi og systkini hans hafa gefið Vallakirkju 3000.00 kr. til minningar um foreldra sína og tvær systur látnar. Vegfl- og tirúflflerðir (Framhald af 1. síðu. og Hólssels. Brýr þessar byggði vinnuflokkur Jóns Grímssonar á Vopnafirði, en annars er þetta ut- an við mitt umdæmi, segir Karl. í Axarfirði. Þá er unnið að stórbrú yfir Jökulsá í Axarfirði. Verður það hengibrú, rétt neðan við gömlu brúna. Hafa turnar og ankeri ver- ið steypt í sumar, og standa vonir til, að brúin verði fullgerð næsta ár. Yfirmaður þess verks er Jón- as Snæbj örnsson. Vegabætur á Öxnadalsheiði. Á suðurleiðinni standa nú yfir vegabætur á Öxnadalsheiði, í Giljareit og Klifinu, þar sem veg- urinn getur orðið hættulegur í svellalögum á vetrum. Vinnur vegaflokkur Rögnvaldar Jónsson- ar á Sauðárkróki að þeim umbót- um. Á þessum kafla er vegurinn breikkaður, grafið og sprengt úr brekkunni ofan hans og skurðir gerðir undir brekkurótunum, þar sem vatn seitlar fram á öllum árs- tímum og veldur á vetrum mynd- un svellabólstra fram á veginn. (Erfitt mun þó að fyrirbyggja slíkar svellmyndanir, þar sem veg- urinn er alveg láréttur, en breikk- unin á a. m. k. að tryggja betra öryggi en áður í umferðinni, og þar sem einhver halii er, ættu svellbólstrarnir að hverfa úr sög- unni. 6 vinnuflokkar í umdæminu. — Hve margir eru vinnuflokk- arnir í þessum tveim sýslum? spyrjum vér Karl að lokum. — Þeir eru tveir í Eyjafjarð- arsýslu og fjórir í Þingeyjarsýslu. Verkstjórar eyfirzku flokkanna eru Guðmundur Benediktsson ost Annóll íslendings HELGI MAGRI Myndin er af styttu þeirri, er Jónas Jakobsson myndlistarmaður hefir gert fyrir Akureyrarbœ á Hamarkotsklöpp- um. Sýnir hún Helga magra, landnáms- mann Eyjafjarðar, þar sem hann bend- ir konu sinni, Þórunni hyrnu, jram i Eyjafjörð, en þar nam hann land og byggði sér bœ að Kristnesi. Einhvern- tíma í sumar mun mynd þessi hafa ver- ið afhjúpuð í kyrrþey, og cr það út af fyrir sig virðingarverð hœverska af hálfu bœjarins. — Ljósm.: H. Ingi- marsson. Keppni í hæfniakstri fer fram í Reykjavík. Þátttakendur um 30, að langmestu leyti einkabílstjórar. □ Jóhannes Markússon flugstjóri hjá Loftleiðum flýgur viðkomulaust frá New York lil Reykjavíkur á 10 klst. og 12 mín., en það er fljótasta ferð ís- lenzkrar flugvélar á þeirri leið. □ Þrír ungir menn í Reykjavík og llafnarfirði gera kvikmynd út af þjóð- sögunni um „Gilitrutt". Tekur sýning myndarinnar um 1% klst. og vcrður væntanlega frumsýnd um n.k. áramót. □ Togarinn Askur siglir á þýzkan tog- ara (Mechtild frá Bremerhaven) vestur á Halamiðum. Kom stórt gat á miðja stjórnborðssíðu þýzka togarans, er mundi brátt hafa sokkið, ef vatnsheld skilrúm hefðu ekki verið í lestinni. Togarinn komst til ísafjarðar með að- stoð annars þýzks togara. Askur skemmdist tiltölulega lítið. □ Olvaður sjómaður á hollenzku skipi stingur ungan mann á Seyðisfirði með beltishnífi, svo að af verður holsár, þó ekki lífshættulegt. □ Ekið á mann á Suðurlandsbraut í Reykjavík að næturlagi, án þess að hirða frekar um, en vegfarendur finna liann þar stórslasaðan og meðvitundar- lausan. Lézt hann af meiðslunum.. íkviknun Á 10. tímanum sl. þriðiudags- morgun var slökkviliðið kallað að Bjarkastíg 6 hér í bæ. Lagði þar reyk upp úr kjallara, en þar höfðu tveir menn verið að log- skera gat á næturhitunardunk. Brugðu þeir sér frá í morgun- kaffi, en er þeir komu til baka, hafði eldur komizt í einangrun utan um rör, og varð af allmikill reykur. Tókst slökkviliðinu strax að slökkva eldinn, og urðu ekki bruna- eða vatnsskemmdir, en einhverjar af reyk. Árni Friðriksson. Hafa þeir ann- azt vegagerðirnar í Eyjafirði og Hörgárdal. Leónard Albertsson hefir svæðið frá Eyjafirði austur að Skjálfandafljóti, Jón Gíslason hefir haft Tjörnesveg og nvbygg- ingu í austanverðum Bárðárdal, og Pétur Jónsson í Reykjahlíð annazt svæðið frá Breiðumýri austur að Jökulsárbrú, einnig Laxárdal og Austurhlíðarveg norður frá Laugum. Loks er Friðgeir Árnason, en hann ann- aðist byggingu Múlavegar, Ólafs- fjarðarmegin, og er nú við Skjálf- andafljótsbrú undan Stóruvöllum að ganga frá uppfyllingu og fyr- irhleðslugörðum við liana. Tónleikar Sovéllistamanna Á þriðjudagskvöldið héldu 5 sovézkir tónlistarmenn hljómleika í Nýja Bíó á vegum MÍR. Voru ]>að Khalida Aktjamova fiðlu- leikari, Dimitri Baskíroff píanó- leikari, Tatjana Lavrova sopran- söngkona og bassa-söngvarinn Viktor Morozov. Allan undirleik annaðist Frieda Bauer. Hljómleikarnir vöktu mikla at- hygli, og var listamönnunum fagnað með dynjandi lófataki og öllum færðir blómvendir. Við- fangsefnin voru mörg eftir rúss- nesk tónskáld en einnig eftir Chopin, Grieg, Wagner og Saint- Saens. Meðal viðfangsefna söngv- arans Morozov voru nokkur rúss- nesk þjóðlög, svo sem Stenka Ra- sin, sem Rússar einir kunna að túlka á hrífandi hátt. MAÐUR BRÁÐKVADDUR Síðastliðinn laugardag lézt hér í bænum Magnús Baldvinsson Lækjargötu 22, áður vitavörður á Siglunesi. Var hann á leið heim með fé sitt af Glerárrétt, er hann hné skyndilega niður og var þeg- ar látinn. Magnús var um sextugt, valinkunnur og gegn maður.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.