Íslendingur


Íslendingur - 15.01.1947, Blaðsíða 7

Íslendingur - 15.01.1947, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 15. janúar 1947 ISLENOINGUR f Hverfum aftur Yiir ísland streymir bókaílóð, líkt og vatnsflóð í vorleysingum. Stundum gera vorflóðin jörðina frjóva, stundum skilja þau eftir leir og sand, sem heftir gróður og spill- ir engjum. A sama hátt eru góðar bækur til gagns, en vondar bækur ata og saurga þann mann, sem glæp- ist á að lesa þær. Upp úr þessu ólguróti nútíðar bóka og rita gnæfir ein bók, sígilda bókin, hreina og heilnæma, bók allra alda og manna: biblían. Hvorki hér á landi né erlendis hefir verið unt hin síðustu ár að fullnægja eftirspurn inni, svo margir vilja eignast hana. Átt þú biblíu eða nýja testamennti, sem þú lítur sjaldan í? Þú veizt ekki, hvers þú fer á mis. Ef þú ert sorg- mæddur, þá geymir hún huggun handa þér. Ef þú ert að leita að rélt- um vegi til að ganga eftir, meðan þú lifir, þá bendir hún þér á hann. Ef dimmt er í sál þinrii eða umhverfis þig, þá vísar hún þér á hann, sem er ljós heimsins. Ef þú hefir beðið ó- sigur í freistingum og baráttu lífs- ins, þá getur kraflur frelsarans, sem hún boðar, lyft þér upp og veitt þér nýja von, nýjan þrótt, nýjan sigur. Nú er nýja árið að hefjast, og margir byrja það með alls konar góð um ásetningum. Eigurn við ekki að styrkja hina með því að bæta einum við, þeim ásetningi: að hverfa aflur til biblíunnar? Margir hafa eignazt svonefnt biblíu lestrarspjald. Það tiltekur stuttan kafla til lestrar á hverjum degi. Það. flytur líka leiðbeiningar um biblíu- lestur. Lestúrinn verður bæði skemmtilegri og gagnlegri, einkum fyrir byrjendur, þegar þær eru not- aðar. Þið, sem hafið eignast þella spjald, látið það ekki liggja ónotað. til Biblíunnar. Reynið að grafa í gullnámu biblíunn ar. Hér hefir starfað í vetur biblíu- námsflokkur, aðallega ungt fólk, sem kemur saman á Sjónarhæð á laugar- dagskvöldum kl. 8.30. Engin ræða er flutt, en mikið sungið, og kapítuli úr guðspjalli Markúsar er lesinn. Svo er rætt um hið lesna, spurt og svarað. Svipaðir fundir eru víða haldnir meðal æskunnar í Ameríku og á Englandi. Og unga fólkið sækir þá. Hví skyldi það ekki gera það? Og hví skyldir þú ekki, æskumaður eða unga mær, leggja leið þína til Sjón- arhæðar eitthvert laugardagskvöld, kl. 8.30, og kynna þér það,.sem marg ir jafnaldrar þínir finna ánægju af? Hverfum aftur til biblíunnar. Þeir verða gæfumenn, sem gera það. Les- ið 1. sálminn í Sálmunum í biblí- unni. Sœmundur G. ]óhannesson. Framkvæmdastjóri ráðinn við Krossanesverksmiðjnna Stj órn síldarverksmiðj u Akureyr- arbæjar auglýsti nýlega eftir fram- kvæmdastjóra fyrir verksmiðjuna. Umsóknarfrestur var útrunninn 10. þ. m. og sóttu fjórir um stöðuna: Helgi Pálsson, Geir Arnesen, Hall- grímur Björnsson og Þráinn Olafs- son. Verksmiðjustjórnin hefir nú veitt Hallgrími Björnssyni stöðuna. Er hann efnafræðingur og hefir að und- anförnu starfað við atvinnudeild Há- skóla islands. Rétt er að minna á það, að Helgi Pálsson átti mestan. þátt í því að tryggja bænum Krossanesverksmiðj- una fyrir liagstætt verð. Jólakrossgáían. Verðlaunakrossgátan í jólablaði „Islendings“ hefir orðið mörgum umhugsunarefni yfir jólin, enda skal það játað, að hún var æði torráðin. Margar ráðningar hafa borizt, en aðeins ein ráðníngin var rétt. Þá ráðningu sendi Guðrún Árnadóttir, Aðalstræli 46. Hlýtur hún því 50 kr. verðlaun, sem hún er vinsamlega Ireð in að vitja á afgreiðslu blaðsins, og má teljast hafa unnið vel fyrir þeim verðlaunum. Hér fer á eftir ráðning á krossgát- unni: Lárétt: 1. flaustið 8. fjörseggi 16. ástkær 18. ótætis 20. il 22 karm 23. húm 25. unir 26. JA 27. KEA 29. radar 31. rnélug 33. Eva 34. lyki 36. far 37. ilm 38. glas 39. igull 41. m.d. 42. en 44. fullt 45. nurlari 47. ull 49. trafali 51. gr. 52. U. S. A. 53. glögg 55. óla 56. an 57. ýr 58. fræ 60. ýkt 62. næ 64. ýt 65. óma 66. ama 67. Tý 69. al 71. ása 73. ilm 75. ku 77. sk 79. áar 81. nafar 84. ata 86. gá 87. lj óstir 89. sit 90. hnöggur 92. Lárus 93. ha. 94. tá 96. fargs 97. unun 98. B. S. O. 100. laf 103. rína 104. sum 105. fjöll 107. latra 109. níu 110. tm. 111. ölóð 112. æki 114. lekt 116. Rk 117. bruðla 119. lokrar 121. hængs- ins 122. matsalur. Lóðrétt: 2. lá 3-. ask 4. utar 5. skraf 6. tæmda 7. ir 9. jó 10. ötull 11. rænum 12. stig 13. eir 14. GS 15. riklingi 17. sú 19. naustinu 21. leygur 23. hr. 24. m.m. 26. svalla 28. akur 30. arm 32. áin 33. ella 35. illur 38. gufan 40. las 42. dul 43. elg 44. fal 46. raf 48. löm 50. rót 53. gæman 54. gýmir 57. ýta 59. rós 61. kal 63. ætu 68. holl- Jarðarför Björgvins Aðalsteins Sveinssonar, Glerárgötu 9, Akureyri, fer fram föstudaginn 17. janúar og hefst með húskveðju frá heimili móður hans, Glerárgötu 10, kl. 1 e. h. * Vandamenn. Ég þakka innilega öllurn fjær og nær fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konunnar minnar, Guðrúnar Magnúsdóttur. Fyrir’mína hönd og annarra vandamanna. Óskar Sæmundsson. Hvernig er með ávextina? ILLA gengur enn að fá ávextina. Fyrir jólin var að vísu flutt inn all- mikið magn af stórskemmdum epl- um, en naumast geta þau talizt holl fæða. I gær voru auglýstar appelsínur til sölu í verzlunum í Reykjavík. Ekki er kunnugt um, að slíkt góðgæti (ef þær eru þá ekki skemmdar) sé á boð- stólum hér nyrðra. Væri fróðlegt að vita, hvort Reykvíkingum einum eru ætlaðar allar appelsínurnar. S.tefdn í Fagraskógi tekur sœti á /llþingi Stefán Stefánsson, hreppstjóri í Fagraskógi, hefir tekið sæti á Al- þingi fyrir Garðar Þorsteinsson, sem um þessar mundir dvelur erlendis og mun ekki vera væntanlegur iil lands- ins fyrr en um n. k. mánaðamót. ustu 70. lásum 71. ári 72. efi 74. man 75. kagar 76. sársauki 78. kján- um 80. ats 82. asa 83. att 85. töf 86. gugnir 88. árum 91. grín 93. hol 95. ála 98. þjóðs 99. söðli 101. atlot 102. freks 105. flug 106 læ 107. LI 108. akra 111. örn 113. ká 115. tal 117. bæ 118. an 119. la \20. ru. Áætlun um tekjur og gjöld Akureyrarkaupstaðar órið 1947. Gerð hefir verið áætlun um tekj- ur og gjöld Akureyrarkaupstaðar ár- ið 1947. Tekjur eru áætlaðar rúmar 5 milj - ónir króna. Hæsti tekj uliðurinn eru úlsvörin, sem eru áætluð um 4 milj. Næsthæsti tekjuliðurinn eru skattar af fasteignum 218 þús. kr. Tekjur af grjótmulningi eru áætlaðar 150 þús. kr. og tekjur vatnsveitunnar 110 þús. krónur. Gjöldin eru áætluð jafnhá tekjun- um. Hæstu gjaldaliðir eru: Stjórn kaupstaðarins 242 þús kr., löggæzla 182 þús. kr., þrifnaður 180 þús. kr., vegir og byggingamál 264 þús. kr., þar að auki til nýrra vega og grjót- mulnings 650 þús. kr., kostnaður við fasteignir 219 þús. kr., framfærslu- mál 390 þús. kr., lýðtrygging 792 þús. kr., menntamál 629 þús. kr., framlag til byggingarsjóðs 200 þús. kr., og ýms útgjöld 753 þús. kr. Blaðið mun síðar geta nánar um fjárhagsáætlunina, eftir að bæjar- stjórn hefir endanlega gengið frá henni. hringur drottningarinnar af saba Allur her þeirra er um 9000 menn, en fyrir þremur eða fjórum mannsöldrum höfðu þeir um 20000 manna her, og lifa þeir nú í stöðugum ótta um það, að Fung- arnir, sem búa í kringum þá, útrými þeim. En Fung- arnir bera arfgengt hatur í brjósti til þeirra, því að þeir eiga nú hið dásamlega fjallavirki, sem forfeður Funganna áttu einu sinni.“ „Gibraltar og Spánn endurborið,“ skaut Orme inn í. „Já, en með þeim mismun, að hér hafa orðið hausavíxl. Abatierarnir i þessu miðafríkanska Gí- braltar eru um það bil að deyja út, en Fungarnir, sem samsvara Spánverjum, eru þrekmiklir og fer fjölgandi.“ „Gott. Hvað gerðist svo meira,“ spurði prófessor- inn. Ekki neitt merkilegt. Eg reyndi að fá þessa Abati- era til þess að gera út leiðangur í því skyni að frelsa son minn. En þeir hlógu bara að mér. Smám saman komst ég að raun um það, að í hópi þeirra var að- eins ein persóna, sem einhver manndómur var í, og það var drottning þeirra. Hún bar hið hljómfagra tignarheiti Walda Nagasta, eða afkomandi konunga, og Takla Warda, sem þýðir rósaknappur rósanna. Þetta var fögur og fjörleg ung stúlka, sem raunveru - lega hét Maqueda------“ „Einmitt eitt af nöfnum hinnar fyrstu drottningar af Saba, sem menn vita deili á,“ tautaði Higgs. „Hitt nafnið var Belchis." „Eg fékk tækifæri til þess að ræða við hana um þetta allt saman undir því yfirskyni, að ég væri að vitja hennar sem læknir, því að ella hefðu hinar bjánalegu siðvenjur þeirra naumast leyft mér að nálgast svo tigna persónu. Hún skýrði mér frá því, að 17 skurðgoð þeirra Funganna væri einna líkast stóru meyljóni (sfinx) eða einhverju þess konar. Sjálfur hefi ég aldrei séð það.“ „Hvað!“ hrópaði Higgs og stökk á fætur. „Mey- ljón í norðurhluta Mið-Afríku. Nú, en því ekki það? Sagt er, að einhver hinna fyrstu Faraóa (konunga Egypta) hafi átt verzlunarviðskipti við þann hluta jarðar vorrar. Meira að segja er sagt, að þeir hafi verið ættaðir þaðan. Mig minnir, að það sé Makreezi, sem segir frá þessari þjóðsögn. Sennilega hefir sfinx þetta hafurshöfuð.“ „Hún sagði mér einnig frá því,“ hélt ég áfram, „að ein arfsögn þeirra, sem næstum væri orðin að þjóð- trú, segði, að ef þetta sfinx eða guð — sem geta má um innan sviga, að er ljón og þvi ekki með hafurs- höfuð — og sem nefnist Harmac-------“ „Harmac“, greip Higgs aftur fram í. „Það er ein- mitt nafn á meyljóni. Harmachis, það er guð árroð- ans.“ , „Ef þessi guð,“ endurtók ég, „væri eyðilagður, þá yrði Fungaþjóðin — en þeir segja að forfeður hennar hafi gert þetta líkneski — að flytja á brott úr þessu landi og yfir fljótið mikla í suðri. I bili man ég ekki nafnið á þessu fljóti, en ég hygg, að það hljóti að vera grein af Nílarfljóti. Eg benti henni á, að úr því svona væri, myndi skynsamlegast fyi’ir þjóð hennár að reyna að eyðileggja skurðgoðið. Maqueda hló og kvað það næsta torvelt, því að guðinn væri á stærð við lítið fjall. Hún sagði Abati-þjóðina einnig fyrir löngu sðan hafa misst allan kjark og framtakssemi. Fólkið væri ánægt meðan það fengi að sitja í makind- um í hinu frjósama fjöllum girta landi, miklast af frásögnum um horfið veldi sitt og rífast um tignar- 18 stöður og fallega titla. Þannig myndu þeir að öllum líkindum fljóta sofandi að feigðarósi. Eg spurði, hvort hún væri einnig ánægð. Hún svar- aði, að það væri hún sannarlega ekki, en hún gæti bara ekki ímyndað sér, hvernig hún, sem aðeins væri kona og sú síðasta í þjóðhöfðingjaröð, sem næði aft- ur í ómunatíð, gæti gert nokkuð til þess að örva manndóm þjóðar sinnar. „Losaðu mig við Fungana,“ bætti hún við með ofsaþrunginni röddu, „og ég skal veita þér stórkost- legri laun en þig nokkru sinni hefir dreymt um. Hell- arnir þarna fyrir handan eru fullir af fjársjóðum, sqm voru grafnir þar með konungum borgarinnar löngu áður en við komum til Mur. Okkur eru þessir fjársjóðir einskis virði, því að við verzlum ekki við neinn. En ég hefi heyrt, að fólkið úti í heiminum elski gull.“ . „Eg þarfnast ekki gulls,“ svaraði ég. „Eg þrái þaö eitt að frelsa son minn, sem er fangi þessa fólks.“ „Þá verður þú að byrja á að hjálpa okkur til þess að eyðileggja skurðgoð þeirra,“ svaraði hún. „Er ekki eitthvað til, sem getur gert okkur þetta kleift,“ „Það er ráð til þess,“ sagði ég og tók að útskýra fyrir henni eðli dynamitsins og annarra sprengiefna. „Farðu til lands þíns,“ hrópaði hún með ákafa, „og komdu aftur með þetta efni og nokkra menn, sem kunna að nota það, og ég lofa þér hátíðlega öllum dásemdum og fjársjóðum Mursborgar. Aðeins með þessu móti getur þú fengið aðstoð mína til þess að frelsa son þinn.“ Framhald.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.