Íslendingur


Íslendingur - 15.01.1947, Blaðsíða 8

Íslendingur - 15.01.1947, Blaðsíða 8
NÝIR KAUPENDUR að „íslend- ingiJ/ gefa enn fengið ólceypis fjölbreyfi jólablað og hina skemmtilegu framhaldssögu fró upphafi. Gerizf- því kaupendur þegar í dag. Miðvikudaginn 15. janúar 1947 AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Vegna stóraukinnar sölu blaðs- ins borgar sig æ befur að aug- lýsa í því. Munið að koma aug- lýsingum til afgreiðslu blaðsins fyrir hódegi ó þriðjudaga. I. 0. 0. F. 1281178!4 — Messacf í Lögmannslih'ð kl. 1 n. k. sunnudag. SJÓNARHÆÐ. Sunnudagaskóli kl. 1,, opinber samkoma kl. 5 á sunnudag. Biblíu- lestrarfundur þriðjudagskvöld kl. 8. DavíS Stefánsson, skáld frá Fagraskógi, er nýlega farinn . héðan úr bænum til Reykjavíkur, en þaðan mun hann á næst- unni fara til Danmerkur og dvelja þar í vetur. MöSruvallaprestakall. Messað á Möðru- völlum sunnud. 19. jan. og í Glæsibæ sunnudaginn 2. febr., kl. 1 e. h. Askell Snorrason befir nýlega gefið út sérprentuð Tvö gömul sálmalög, sem liann hefir raddsett. Voru lög þessi sungin af gömlu fólki í Dýrafirði í lok 19. aldar. Sálmarnir nefnast Tunga mín af hfarta hljóði og Krists er koma fyrir höndum. Lög þessi birtust upphaflcga í tímaritinu „Jörð“. Austfirðingamót. Enn geta Austfirðing- ar fengið aðgöngumiða að Austfirðinga- inótinu á laugardaginn. Annars seldir öðr- um. Áskriftarlistar liggja frammi í Bóka- verzl. Gunnl. Tr. Jónssonar og Ilattabúð Lillu og Þyri. Þeir, sem ekki geta vitjað aðgöngumiða sinna í dag, eru beðnir að vitja þeirra á Ilótel Norðurland á föstu- daginn kl. 6—7 e. h. — Sækið þessa aðal- skemmtun Austfirðinga. Bílstjórafélag Akureyrar heldur fund í Verklýðshúsinu fimmtudaginn 16. þ. m. kl. 8.30. Félagsmenn eru beðnir að fjölmenna á fundinn. Evrópusöfnunin. Til Þýzkalands: Björn Sigurðsson, Ak. kr. 200.00. Móttekið á af- greiðslu Islendings og sent áleiðis. Vinnustofusjóði Kristneshælis hafa bor- izt þessar gjafir: Þ. B. Ongulsstaðahreppi kr. 100.00, Kristín Árnadóttir, Akureyri, kr. 100.00, Torfhildur Jakobsdóttir, minn- ingargjöf kr. 200.00, N. N. kr. 20.00, N. K. N. áheit kr. 50.00, ágóði af kvöldskemmt- un Berklavarnar á Akureyri kr. 865.00, R. I. Akureyri, kr. 100.00. Beztu þakkir. — Jónas Rafnar. Til Elliheimilisins í Skjaldarvík: Áheit frá Jóni Þorvaldssyni, kr. 50.00 áheit frá G. B. kr. 25.00, áheit frá S. J. kr. 30.00, áheit frá ónefndri kr. 100.00, áheit frá N. N. kr. 500.00, áheil frá ónefndum kr. 50.00, áheit frá ónefndum kr. 50.00, áheit frá konu kr. 30.00, áheit frá ónefndri konu kr. 100.00, áheit frá G. M. kr. 20.00, áheit frá J. J. kr. 50.00, úr gjafakassa kr. 40.00. Ennfremur þökkum vér hjartanlega pen- ingagjöf frá Kvenfélaginu Framtíðin o. fl. til jólaglaðninga. Hjartans þakkir. — Stef- án Jónsson. STÓRBRRUNI í EYJAFIRÐI ... Nokkru fyrir raicfnæUi sl. fimmtu- dagskvöld kviknaði í íbúðarhúsinu á Þverá í Staðarbyggð og brann það til kaldra kola á skammri stundu. Eldsupptök voru þau, að olíuofn á efri hæð hússins, sem var tvílyft steinhús, sþrakk. Mun bóndi og sonur hans hafa ætlað að koma ofninum út, en misst hann niður stigann. Rann olían um allt, og varð húsið alelda á skammri stundu. Komst fólkið með naumindum út úr húsinu og að Jódísarstöðum, sem er næsti bær. Var hringt þaðan í slökkvilið Akureyrar. Var íbúðar- húsið að mestu brunnið, er slökkvi- " liðið kom, en því tókst að bjarga fjósi og hlöðu. Steinveggir íbúðar- hússins standa nú einir uppi. Bóndinn á Þverá, Árni Jóhannes- son, hlaut nokkur brunasár á hend- ur og andlit og einnig sonur hans, en minna. Lögreglan á Akureyri sótti þá feðga í sjúkrabifreið og var gert að sárum þeirra á sjúkrahúsinu á Akureyri. Fréttabrét úr Skagafirði Ritstjóra ,,íslendings“ barst fyrir skönnnu bréf frá góðum stuðnings- manni blaðsins í Hofshreppi í Skaga- firði. Segir þar m. a.: „Héðan er fátt ejtt að frétta, tíða- far óstillt en snjólétt. Garnaveiki í sauðfé breiðist nokkuð út og gerir töluverðan usla sumstaðar. Hér í Hofshreppi — og líklega víðar — hef ir orðið vart við nýja veiki, sem gott væri að fá umsögn dýralæknis urn. Allar framtennur detta úr með rót- um, og jafnvel komið fyrir, að jaxl- ar hafa dottið líka. Á sumum bæjum eru töluverð brögð að þessu — jafn- vel þriðja eða fjórða hver kind, sem veikjst af þessu. % Nokkur hugur er í mönnum hér að losna við mjólk sína í samlag, og 2— 3 bæir hafa sent mjólk sína til Sauð- árkróks undanfarin 2 ár, en vega- samgöngur eru ennþá svo slæmar hér, að aðeins um hásumarið virðist vera nokkurn veginn tryggt bílfæri um aðalveginn. Þetta lagast smátt og smátt, en alveg er óviðunandi, hvað vegabótum miðar hér hægt. 1 útvarpi kom nýlega frétt um ó- venju góðan fiskafla hér á Skaga- firði. Það vill nú svo til, að allir sjó- menn, a. m. k. hér að austanverðu telja þetta haust það rýrasta til fiskj- ar, sem komið heíir í rnörg ár. Okk- ur virðist þessi eini fréttamaður út- varps hér í Skagafirði fremur sein- heppinn í fréttaflulningi, því að oft virðast íréttir öfugar við það, sem er, a. m. k. héðan að austan, og sýni- lega fær hann oft óábyggilegar heim- Nýtt skip Fréttdmönnum útvarps og blaða hér á Akureyri var í gær boðið að skoða vélskipið „Akraborg“, sem Valtýr Þorsteinsson, útgerð- armaður frá Rauðuvík, hefir ný- lega keypt í Svíþjóð. „Akraborg11 er 185 smálestir að stærð og þriggja ára gömul. Skipið er sterklega byggt, enda smíðað hjá þekktri skipasmíða- stöð í Svíþjóð eftir reglum Veri- tas. Er það úr eik og járnvarið utan gegn ís. Það er 30 metra langt og byggt sem flutningaskip með fullkomnum seglaútbúnaði. 160 hestafla Bolynder-vél knýr skipið, og er ganghraði þess um 9 mílur. Á þilfari eru tvær losun- arvindur, og í skipinu eru öll venjuleg öryggistæki, talstöð, mið unarstöð og sjálfritandi dýptar- mælir. Nokkrar viðgerðir þarf að gera á skipinu, einkum stækka íbúðir skipverja. Hyggst Valtýr síðan nota skipið bæði til fiskveiða, flutninga og síldveiða. Mun það geta borið rúm 2000 mál síldar. Valtýr hefir ákveðið að gera þetta skip sitt úr frá Akureyri, og bætist því þarna myndarlegt skip í Akureyrarflotann. Guðjón Finn- bogason sigldi skipinu til Reykja- víkur og var það um 6 sólarhringa á leiðinni frá Álaborg. Skipstjóri hefir enn ekki verið ráðinn. Valtýr Þorsteinsson á einnig „Gylfa“, sem er 35 smálestir, og hlut í „Garðari“, sem er nýr Sví- þjóðarbátur. Eru bæðí þessi skip gerð út frá Rauðuvík, en á ver- tíðinni í vetur verður Gylfi gerð- ur út frá Sandgerði. Mynðarammar Sérstaklega vandaðir og fallegir með kúptu gleri. Margar stærðir nýkomnar. Brynj. Sveinsson h.f. Skipagötu 1. Sími 580. Hör handklæði og dreglar nýkomið. Brauns-yerzlun Páll Sigurgeirsson Dansleik heldur hjónaklúbburinn Allir eitt á sunnudagskvöld 19. þ. m. Sjá aug- lýsingu á öðrum stað í blaðinu. NorSlenzkir útvegsmenn óúnægðir-------------- Framh. af 1. síðu. þurfi verðupphætur að einhverju leyti. Það virðist ljóst, að Landssam- band ísl. útvegsmanna hafi ekki lagt nægilega áherzlu á ýmsa sérstöðu síldarútvegsmanna Norðanlands, enda mun fulltrúum norðlenzkra út- vegsmanna í L. í. Ú. ekki hafa gefizt nægilegt tækifæri til þess að láta sjónarmið sín koma fram. Voru hagsmunir þeirra látnir víkja fyrir hagsmunum sunnlenzkra smáútvegs- manna og togaraeigenda, sem höfðu við afgreiðslu þessa máls meiri hluta á fulltrúaráðsfundi L. í. Ú. Norðlenzkir útvegsmenn benda á eftirfarandi atriði, sem hafa verði hliðsjón af: Norðanlands eru hlut- fallslega gerð út fleiri skip til síld- veiða en úr öðrum fjórðungum lands ins, en aftur á móti stunda mörg þess ara skipa ekki aðrar fiskveiðar. Verð ui því framlag norðlenzkra útvegs- raanna í verðjöfnunarsjóðinn óeðli- lega hátt, en hinsvegar hlunnindin af verðjöfnuninni hlutfallslega lítil af þessum ástæðum. Þá benda út- gerðarmennirnir einnig á það, að tvö síldarleysisár hafi komið mjög hart niður á síldarútvegsmönnum, og því ekki vanþörf á, að þeir fái að njótla verðhækkunarijmar, að minnsta kosti að einhverju leyti. Skynsamleg íhugun mótar afstöðu útvegsmanna. Þessar röksemdir norðlenzkra út- vegsmanna mótast af skynsamlegri íhugun á öllum aðstæðum. Mun því • flestum þeirra lítið um það pólitíska moldviðri, sem Framsóknarmenn og kommúnistar hafa reynt að blása upp í sambandi við þetta mál. Er þetta líka í rauninni deilumál milli fjórðunga en ekki flokka. Flestum þeirra síldarútvegsmanna, sem hér eiga hlut að máli, mun t. d. fyllilega vera ljós hættan á því, að full út- borgun á óvenjulega háu síldarverði geti skapað nýja dýrtíðaröldu, sem valdið geti sjávarútvegnum og þjóð- arbúskapnum í heild stórauknum erf- iðleikum. Munu margir þeirra álíta hyggilegt að taka einhvern liluta síld arverðsins til greiðslu á skuldum síldarverksmiðjanna, t. d. það, sem yrði framyfir 40 króna verð á síld- armáli, en líkur benda til, að síldar- málið geti orðið í mun hærra verði. Er enda ljóst, að það mun að veru- legu leyti lenda á síldarútvegnum að greiða verksmiðjurnar. Jafnframt telja þeir æskilegt, að hægt verði að mynda verðjöfnunarsjóð til þess að mæta halla á síldarleysisárum. Þörf róf-tækari aðgerða. Það er að sjálfsögðu öllum ljóst, að verðuppbætur á sjávarafurðir er hreinasta örþrifaráð, sem þó virðist óhjókvæmilegt að grípa til nú í bili til þess að koma í veg fyrir stöðvun útgerðarinnar. Sér það auðvitað hver heilvita maður, að það er eng- in leið að verðbæta allar framleiðslu- vörur þjóðarinnar. í síðasta blaði „Dags“, er birt mikil langloka um það, að allt stafi þetta af „dýrtíðar- stefnu“ fráfarandi ríkisstjórnar. Það munu nú víst flestir vera orðnir leið- ir á Jþessu söngli Framsóknarblað- anna um fyrirhyggju þeirra í dýr- tíðarmálunum, sem menn hafa hvergi orðið varir við nema í margra metra löngum skrifum þeirra. Fyrirhyggja þeirra í þessu máli er heldur ekki meiri en það, að þeir virðast ekki sjá hættu þá á aukinni dýrtíð, sem full útborgun feikihás síldarverðs gæti skapað. Verður að sjálfsögðu óumflýj anlegt að gera sem fyrst rót- tækar ráðstafanir til lækkunar á dýr- tíðinni til tryggingar atvinnuvegun- um. Má vonandi vænta þess, að Framsóknarmenn verði þar engir lið léttingar. Vonandi kemur ekki til þess, að greiða þurfi verðuppbætur á fisk- inn, en þess er að vænla, að þau sjón armið norðlenzkra síldarútvegs- manna, sem hér hefir verið drepið á, verði tekin til rækilegrar yfirveg- unar af Alþingi og ríkisstjórn. Verð- ur ekki betur séð en þau séu byggð á fullri sanngirni, og með engu móti hægt að þola það, að hagsmunir norð lenzkra útvegsmanna og sjómanna séu fyrir borð bornir og þeir skyld- aðir til ósanngjarnrar skattgreiðslu til annarra landsfjórðunga. Chevrolet-vörubíll 1942 (trukk) til sölu. Skipti á öðrum bíl geta komið til greina. — A. v. á. Tilboð óskast í Farmal-dróH'arvél með sláttuvél og plóg. — A. v. á. --""" 1 i ......—i. BÓKAHILLA úr eik til sölu og sýnis að Hótel Norðurlandi. Erik Kortdrup. flðfam tekið við umboði hr. Jakobs Ó. Pét- urssonar á bókum Menning- arsjóðs og Þjóðvinafélags- ins fyrir árið 1946 og fram- vegis. — Þeir, s«m voru á- skrifendur í hans umboði, eru vinsamlega beðnir að vitja bókanna til vor. Bókaverzl. EDDA h.f. Iðja félag verksmiðjufólks heldur afmæl isfagnað í Samkomuhúsi bæjarins n. k. laugardag. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúiofun sína ungfrú Sigurlaug Indriðadóttir, hár- greiðslumær, Oddeyrargötu 32 hér í bæ, og Bjarni F. Finnbogason, búfræðikandi- dat, Brekkugötu 29.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.