Íslendingur


Íslendingur - 15.01.1947, Blaðsíða 1

Íslendingur - 15.01.1947, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. MiSvikudaginn 15. janúar 1947 2. tbl. Cltkomu „íslendings" seink- aöi vegna rafmagnsbilunar Rafmagnslaust var hér á Akureyri frá því kl. 9 á miðvikudagsmorgun og þar til kl. að ganga 4 síðdegis í gær (fimmtudag). Höfðu línur á raf- magnsleiðslunni austan frá Laxár- virkjuninni slegist saman á ýmsum stöðum vegna stormsins. Prentun „Islendings" var ekki lok- ið, er rafmagnið bilaði, og hefir út- komu hans seinkað um tvo daga. Prentverk Odds Björnssonar hefir rafmagnsmótor til vara, og gat þvi „Dagur" komið út á'réttum tíma. ¦ . Verkamannafélag Ákureyr- arkaupstaðar gefur út mónaðarblað Verkamannafélag Akureyrarkaup- staðar hefir byrjað útgáfu félags- blaðs, sem koma á út mánaðarlega og nefnist „Félagsmál". I þessu fyrsta blaði er m. a. Ávarp, kvæði eftir Höskuld Egilsson, Krossa nesverksmiðjan, grein eftir Árna Þorgrímsson, Trúnaðarmenn á vinnu- stöðum eftir Björn Jónsson, Þýdd smásaga, Um félagsmál o. fl. — Er smekklega gengið frá blaðinu. Norfllenzkir útveflsmenn úánægOir meO tðku síIdarverOhækkunar til tiskverOuppböta, Engin sápa Mikill skortur er nú á handsápu um allt land. Munu nær allar hand- sápubirgðir þrotnar hér á Akureyri, Nýtt olíufélag stofnað Fyrir nokkru er tekið til starfa í Reykjavík. nýtt olíufélag, sem nefn- ist Olíufélagið h.f. Aðalstofnandi og langstærsti hluthafi er Samband ísl. samvimiufélaga, en auk þess eiga ýms olíusamlög útvegsmanna hlut í félagi þessu. Takmark félagsins er að tryggja félögum sínum sem ódýrasta olíu. Hefir félagið áflað sér ýmissa góðra sambanda, m. a. hefir það umboð fyrir Standard Oil Company. Stjórn félagsins skipa: Vilhjálmur Þór, forstjóri SÍS, sem er formaður stjórnarinnar, Ástþór Matthíasson, framkv-mdastióri í Vestmannaeyj- um, Jakob Frímannsson, kaupfélags- stjóri, Ákureyri, Karvel Ögmunds- son, formaður olíusamlagsins í Keflavík, og Skúli Thorarensen, út- gerðarmaður í Reykjavík. Merkur samvinnulesðfogi látinn ASalsteinn Kristinsson, fyrrver- andi framkvæmdastjóri hjá SÍS, and aSist í Reykjavík í fyrrinótt. Hann hefir átt mikinn þált í eflingu sam- vinnuféfaganna og jafnan notið trausts og vinsælda. Furðuleg !ag innheimtn LAGAFYRIRMÆLI þau, sem ný- lega hafa verið sett um innheimtu leyfisgjalda af innflutnings- og gjaldeyrisleyfum hafa vakið mikla gremju meðal kaupsýslumanna víðs- vegar um land, og er það að vonum. Þar eð Viðskiptaráð telur hafa orð- ið mikil vanhöld á greiðslu þessara gjalda,*er leyfishöfum gert að skyldu að greiða leyfisgj öldin fyrirfram — eða um leið og þeir fá leyfin — en áður voru þau greidd um leið og leyfin voru notuð. Þetta úta'f fyrb sig skiptir ekki miklu máli, en þær ósvífnu kvaðir eru lagðar á verzlunarfyrirtæki utan Reykjavíkur, að þeim er gert að skyldu að haja umboðsmann í Rvík, er greiði þessi gjöld fyrir þá. Undanfarin ár hefir öll innflutn- ingsverzlun landsmanna farið í gegn- um Reykjavík. Þelta hefir verið tal- ið slríðsfyrirbrigði, enda munu þess sennilega fá dæmi í heiminum, að fyrirmæli om leyíisgjaldi öll innflutningsverzlun heillar þjóð- ar sé bundin við einn stað á land- inu. Þar sem öllum ætti að vera ljós sú brýna þörf að bæta úr þessu, eru þessi furðulegu lagafyrirmæli lítt skiljanleg. Auðvitað er fjölda fyrir- tækja ógerlegt að ráða sér umboSs- menn í Reykjavík, og verður ekki betur séð, en þessi fyrirmæli miði beint að því að eyðileggja starfsenii þessara fyrirtækja, því að án inn- flutningsleyfa er þeim ógerlegt að fá vörur. Það er fullkomin sanngirniskrafa, að þessi fyrirmæli veíSi þegar í stað afnumin, því að hér er um að ræða óþolandi rangsleitni í garð allra landsmanna utan Reykjavíkur. Er þessi umboðsmannakrafa líka alger- lega ástæðulaus, því að vel mætti hugsa sér þá leið að senda leyfin í póstkröfu eða láta sýslumenn inn- heimta þau, og ætti'meS því að vera tryggt, að leyfisgjöldin yrðu greidd. Formaður Alþýðuflokks- ins heldur áfram tilraun- um til stjórnarmyndunar Eftir að formaður Sjálfstæðis- flokksins, Ölafur Thors, tilkynnti forseta íslands, að tilraunir sín- ar til stjórnarmyndunar hefðu ekki borið árangur, fól forseti for- manni Alþýðuflokksins, Stefáni Jóh. Stefánssyni að reyna að mynda ríkisstjórn. Óskaði forseti íslands þess, að Stefán Jóhann léti sig vita um árangur, svo fljótt, sem verða mætti. Formaður Albyouflokksins sneri sér til allra þingflokka með ósk um skipun fulltrúa til við- tals við sig um væntanlega stjórn- armyndun. Féllust bæði Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn á þessi tilmæli, en Sósíalistaflokkurinn neitaði að eiga nokkra hlutdeild í þeim samn ingaumleitunum. Síðustu daga hafa svo fulltrúar þessara flokka rætt við formann AlþýSuflokksins um samnings- grundvöll fyrir hugsanlega sam- stjórn þriggja flokka. Er þeim samningatilraunum ehn ekki lok- ið, en þeim mun án efa verða lok- ið fyrir helgi, hvernig sem árang- urinn verður. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins við þessar samningatilraunir munu einkum hafa verið þeir 01- afur Thors, Bjarni Benediktsson og Pétur Magnússon, en fulltrúar Framsóknarflokksins þeir Ey- sleinn Jónsson, Bjarni Ásgeirsson og Olafur Jóhannesson. Álvarlegur kolaskortur Norðanlands Um langt skeið hafa ekki borizt nein kol til verzlana á Norðurlandi og allar kolabirgðir á þrotum. Af- greiðsla á kolum, sem lofað hafði verið erlendis hefir tafizt mjög, enda er kolaskortur í flestum löndum. Síld arverksmiðj an á Hjalteyri og síldar- verksmiðjurnar á Siglufirði hafa get aðselt nokkuS af kolum, en mjög al- varlega horfir, ef ekki reynizt auS- iS aS fá kol alveg á næstunni. Er nauSsynlegt, aS fólk spari kolin sem allra mest, því aS hæglega getur orS- iS alllöng biS á því, aS kol fáist hingaS. Hagsmunir norðlenzkra útvegsmanna fyrir Isorð bornir á tilíögum Landsambands íslenzkra útvegsmanna. Flestum mun í fersku minni, að vegna fullkominnar ó- vissu um söluverð fiskjar og síaukins framleiðslukostn- aoav, Yoru horfur þær, síðustu mánuði fyrra árs, ao mik- ill fjöldi útvegsmanna myndi ekki telja sér fært að gera skip sín út á vetrarvertíð þeirri, sem nú er að hefjast. Til þess að koma í veg fyrir þessa alvarlegu framleiðslu- stöðvun, hvarf Alþingi að því róði að láta ríkissjóð á- byrgjast ákveðið lágmarksverð fyrir fiskinn. Virðist þessi ráðstöfun Aiþingis ætla oð tryggja mjög mikla þátttöku í vetrarvertíðinni. Allmikillar óánægju hefir gætt hjá norðlenzkum útvegsmönnum og víðar vegna ákvæða 6. gr. laganna um fiskverðsábyrgðina. Er ekki laust við, að sumir fiokkar hafi reynt að notfæra sér þessa óánægju til pólitísks ávinnings og skal því drep- ið hér iítillega á höfuðatriði málsins. Alllöngu fyrir jól ekýrSi forsætis- ráSherra Olafur Thors, samráðherr- um sínum frá ýmsum ráðstöfunum, er hann taldi nauðsynlegt að gera t'il aðstoðar útgerðinni til þess að tryggja almenna þátttöku í vetrar- vertíðinni. Meginatriði tillagna hans var það, að ríkissjóður skyldi á- byrgjast útvegsmönnum og sjómönn um ákveðið lámarksverð fyrir fisk- inn. Þau furðulegu tíðindi gerðust svo nokkru síðar, að atvinnumála- ráðherra kommúnista lagði þessa tillögu fram í frumvarpsformi, án þess að ráðgast við forsætisráS- herra. \ Þetta hátterni atvinnumálaráS- herra skiptir aS vísu ekki miklu máli, en frumvarp hans var aS mörgu leyti gallaS og m. a. ekki sé'ð fyrir neinu fé til þess að greiða þessa ábyrgSar- skuldbindingu, ef meS þyrfti. Meginhluti Sj álfstæSisflokksins og AlþýSuflokksins kunni því illa aS sam þykkja ábyrgðarskuldbindingu, sem gat numið stórfé, án þess að sjá fyr- ir einhverju fé til þess. Ekki þótti þó hlýða að afgreiða þetta mikla hags- munamál útvegsins án samráðs við Landssambands ísl. útvegsmanna, og með hliðsjón af áliti Landssambands ins var endanlega samþykkt á Al- þingi, að væntanleg stórfelld verð- hækkun á síld og síldarafurSum skyldi aS verulegu leyti látin renna í verSjöfnunarsjóS, sem síSar skyldi variS til verSuppbótar á fiskinn, ef þess gerSist þörf, en ella skyldi síld- arútvegsmönnum og sjómönnum end urgreitt féS, hvorttveggja eftir nán- ari reglum, sem settar eru í lögun- urn. Tvö sjónarmið munu aðallega hafa ráðið þessari afgreiðslu málsins. Annarsvegar það, að eðlilegt þótti, aS óvenjulega hátt verS á einni teg- und sjávarafurða yrði að einhverju leyti notað til verðjöfnunar á aðrar tegundir, ef þess gerðist þörf. Virðist ekki óeðlilegt að líta á sjávarútveg- inn sem eina heild í þessu efni, enda vriSjöfnun ekkert nýtf fyrirbrigði. Virtist L. í. Ú. einnig hafa litið svo á. Hinsvegar mun svo útvegsmönn- um og fylgismönnum þessarár verð- jöfnunar á þingi hafa veriS ljós sú mikla hætta, aS stórkostleg verShækk un sífdar, sem ef til vill stæSi aSeins eina vertíS, gæti leitt af sér kaup- hækkunarkapphlaup í landi og þann- ig stórvaxandi dýrtíS, er enn gæti aukiS á erfiSleika útgerSarinnar aS standast erlenda samkeppni. Nánari athugun allra aSstæSna leiSir þó í Ijós, aS fyrra sjónarmiSiS er rangt, rneð bliSsjón af mismunandi aS- slöSu landsfjórSunganna. Sérstaða norðlenzkra útvegsmanna. Um næstsíðustu helgi komu norð- lenzkir útvegsmenn saman til fund- ar á Akureyri, og samþykktu þeir einróma eindregin mótmæli gegn þeirri ákvörðun Alþingis að nota verðhækkun á síld til verðuppbóta á fiskinn. Eru ýms rök þeirra athygl- isverð og fyllilega þess virði, að þau séu -tekin til greina, ef svo illa tekst til, að fiskurinn selst ekki fyrir lág- marksverð erlendis, svo að greiða Framh. á 8. síðu,

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.