Íslendingur


Íslendingur - 02.05.1958, Page 5

Íslendingur - 02.05.1958, Page 5
Föstudagur 2. maí 1958 ISLENDINGUR 5 Charles A Leybrune: í leynilegim nœturhlúbb í Noskvu Útlendingar, sem eru á ferðinni að næturlagi á hinum vel lýstu en að verða undrandi yfir því, hve smábæjarleg og dauðaleg Moskva er eftir miðnætti. Kvikmyndahús- um og leikhúsum er lokað klukk- an tuttugu og tvö. Þegar alþýðu- veitingahúsin tæmast og gestirnir halda heim til sín, en þeir búa flestir í úthverfunum, er mið- horgin (sentrum) auð og yfirgef- in. Þar eru einungis nokkrir lög- regluþjónar í síðum, bláum káp- um og með loðhúfu á höfði á ferð. Ennfremur leynilögreglu- þjónar (MWD), sem klæddir eru grænum einkennisbúningi. Auk þessara lögreglumanna eru þarna örfáir menn á ferð. Menn, sem hafa orðið seint fyrir og eru á heimleið til þess að hátta. „Það er ekkert næturlíf í Rúss- landi,“ segja hótelþjónarnir með mærðarsemingi. „Hér eru engir næturklúbbar, þar sem ungar stúlkur eru látnar afklæðast að mestu á niðurlægjandi hátt á meðan leikið er á hljóðfæri. Hér í landi vinna menn af dugnaði á daginn og þarfnast hvíldar um nætur til þess að geta haldið áfram vinnu sinni daginn eftir.“ En hafi menn nauðsynleg sam- bönd, er hægt að skemmta sér eins vel í Moskvu og í París, New York og Róm. En næturskemmt- anir eru þrisvar sinnum dýrari í Moskvu en áður nefndum stöð- um. Á þessu sviði er Sovétríkja- sambandið sjálfu sér líkt. Leynilegir nœturklúbbar. Þetta næturlíf hófst þegar eftir að stjórnin í Kreml hætti að tak- marka laun kommúnistaflokks- meðlimanna. Þeir, sem voru í uppáhaldi hjá stjórninni fengu og fá afar há laun og aukaverðlaun. A svipstundu varð til yfirstétt í Rússlandi — í hinu stéttlausa þjóðfélagi: Peningahöfðingjar, rúblna milljónaeigendur, rithöf- undar, listamenn og vísindamenn. Þessir menn bera hundrað sinn- um meira úr býtum en algengir verkamenn. Þessir peningamenn eru ekki sparsamir. Þeir njóta lífsins. Háttsettir meðlimir MWD, yfirliðsforingjar í rauða hernum og synir þeirra og dætur, sækja þessa klúbba. Þeir, sem ekki teljast til þessar- ar forréttindaklíku vita lítið um næturslarkið í Moskvu. Sjálfur gekk ég oft fram hjá sex hæða húsi við Gorkigötuna, án þess að vita að hinn nýi peningaaðall, hafði þar einn af samkvæmisstöð- um sínum, „Magnet“ næturklúbb- inn. Klúbburinn var í kjallaran- um. Það var sonur víðkunns, rúss- nesks vísindamanns, sem fór með mig þangað. Þessi maður var mannlausu götum Moskvu, hljóta hann Grigory. Hann var liðsfor- ingi í flughernum á stríðsárun- um. Nú vann hann í stj órnarskrif stofunum á Arbattaveny. Staða hans var háttlaunuð og létt, að því er hann sjálfur sagði. Ég sagði eitt sinn við hann, að ferða menn söknuðu þess að ekkert verulegt næturlíf væri í Moskvu. „Þér vitið ekki hvað hér ger- ist,“ sagði Grigory á óaðfinnan- legri frönsku. „Farið í dökk föt á rnorgun. Ég kem klukkan tuttugu og þrjú í hótelið og sæki yður.“ Inngangsorðið var: Syriu. Grigory kom í litlum, svörtum Pobeda. Hann stöðvaði bílinn í lítilli, dimmri hliðargötu, sem er rétt hjá Magnet. Þarna voru Zim og Zis bílar, rússneskar útgáfur af Packard og Buick. Fyrir utan kjallarainnganginn á klúbbhúsinu í Gorkigötunni hringdi Grigory klukku. Gægjugat var opnað, og skeggjað andlit kom í ljós. Mað- urinn virtist þekkja Grigory og sagði vingjarnlega: „Aðgangs- orðið, félagi.“ Grigory mælti: „Siriu.“ Hin þunga eikarhurð var opnuð. Varðmaðurinn hneigði sig djúpt og sagði: „Vel- komnir, herrar mínir.“ Magnet-klúbburinn hefir afar stórt húsnæði. Lágt er þar undir loft, og birtan var dauf. Yfir hundrað manns, karlar og konur, sátu við smáborð umhverfis dansgólf, sem var í miðjum saln- um. Ung, ljóshauð, ófeimin stúlka í mjög flegnum kjól var að syngja aríu úr gömlum rússneskum leik- dansi. Brytinn heilsaði Grigory og benti okkur á borð í öðrum enda salarins. Vínveitingaborðið var nákvæm stæling á þvílíkum borðum í Vestur-Evrópu. Þarna var kampavín á borð borið og Magnetvínblanda. Það var eins konar blanda af vodka og sírópi. Margir gestanna voru liðsfor- ingjar. En ekki voru þeir í ein- kennisbúningum. Einnig voru þarna háttsettir starfsmenn í rík- islögreglunni. Bílíjiskonur í Moskvu. Ég varð mest undrandi yfir kvenfólkinu. Þær voru afar glæsi- lega klæddar, kæruleysislegar, mikið farðaðar, augnabrúnir svartar, neglur hárauðar eða silf- urgráar. Samanborið við klæðn- að rússneskra kvenna var fatnað- ur þessara kvenna afar íburðar- mikill. Ljóshærð stúlka, sem sat við borð, er var í nánd við okk- ur, líktist Marilyn Monroe mjög mikið. Hún var í þröngum afar flegnum flauelskjól. Þessi kjóll myndi hafa vakið athygli á klæðasýningu í París. Sumar af stúlkunum höfðu látið nerts- og sobelkápur sínar á stólbakið. Margar sátu með silfurrefaslög sín á herðunum. Allar báru döm- urnar glitrandi skartgripi: Perlu- festar, demantshringa, djásn, armbandsúr, skreytt gimsteinum, og leiftrandi brjóstnælur. Þessar bílífisdömur gerðu mig orðlausan. Ég hafði ekki vænzt þess að sjá þvílíkar skartdömur í landi jafnréttis, í Moskvu, þar sem daglega má sjá konur bera kolapoka á bakinu. Rússnesku dömurnar í Magnet voru eins og kynsystur þeirra í næturklúbbum Parísar. Engu síðri, hvað klæðaburð og skart- gripi viðvék. Þær borðuðu góm- sæta, dýra rétti, t. d. styrjuhrogn, drukku kampavín úr kristallsglös- um og reyktu ilmborna vindlinga. Karlmennirnir drukku vodka úr stórum glösum og erlend, dýr- indis vín. Fimmtán krónur jyrir dansinn. Á meðan brytinn reit hjá sér pöntun okkar hætti söngkonan að þrjátíu og fimm ára, og kalla ég syngja. Fékk hvíld. Þá lék tríó munarblíðan tango, og pörin þrengdu sér út á hið litla dans- gólf. Þá veitti ég borði athygli, er við sátu tíu dömur. Borðið var á bak við okkur. Dömurnar brostu. En þó ekki innilega. Þetta voru „call-girls“. Stúlkur, sem fengust leigðar til að dansa við. Dansinn kostaði hér um bil fimmtán norskar krónur. Að dansi loknum hafði herrann leyfi til þess að setjast hjá dömunni og drekka kampavín, engu lélegra en það, sem menn kaupa handa dans- meyjum í næturklúbbum í New York og París. Þá komu spennandi skemmtiat- riði. Meðal annars komu átta fagrar stúlkur, næstum naktar í stígvélum með skinnbryddingum, dansandi inn. Klappað var ákaft, og látin voru orð falla, er ekki voru sem hefluðust. Skemmtiatriðin stóðu yfir til klukkan tvö. Voru sum þeirra all djarfleg eða bíræfin. Ég minnist einnar danskonu, sem var svo lið- ug, að með ólíkindum var. En að- alstjarnan var Mademoiselle Fifi, indæl ung stúlka, sem afklæddi sig með hægð. Var leikið á slag- hörpu á meðan. Menn héldu niðri í sér andanum vegna hrifningar, er þeir horfðu á stjörnu þessa. Þegar við fórum úr nætur- klúbbnum klukkan þrjú, voru all- ir — einnig kvenfólkið — meira og minna ölvaðir. Brytinn kom með reikninginn á silfurfati. Var munnþurrka ofan á honum til þess að hann yrði ekki áberandi. Á nokkrum klukkustundunr höfð- um við eytt eins miklum pening- um og verkamaður með meðal tekjur vinnur fyrir á hálfum mán- uði. Lögreglan lokar augunum fyrir þessu. Grigory sagði, að Magnet væri einn af „meinlausustu“ klúbbun- um í Moskva. I sumum öðrum skemmtistöðum, t. d. Strekoza sem er í kjallara í stóru húsi í Meschchanskaj a götunni, er meira líf í tuskunum. Þetta er herraklúbbur, og aðalskemmtiat- riðin þar eru naktar konur eða því sem næst. Ganga þær um beina. Þá má nefna Kaduina klúbbinn, sem er í Bolschaja Sadowaja. Þetta er réttnefnt draugahús. Þar eru beinagrindur, vansælir andar og ýmislegt annað ljótt. Það er sagt að Maxim, sem Krusjtsov rak úr embætti ásamt fimmtán öðrum æðstu mönnum í Kreml, hafi verið fastur geslur í klúbb þessum. Veit lögreglan í Moskva um þetta? Áreiðanlega. MWD hefir sporhunda sína í hinum forboðnu klúbbum eins og annars staðar. En svo virðist sem Porock (sið- gæðislögreglan) hafi margar á- stæður til þess að láta nætur- klúbbana í friði. í fyrsta lagi eiga eigendur þeirra vináttu að mæta í Kreml og hjá flokknum. í öðru lagi sækja háttsettir embættis- menn og lögregluliðsforingjar skemmtistaði þessa. Þeir bjóða oft flokksleiðtogum utan af landi með sér í næturklúbbana. Þessum mönnum þykir garnan að því að svalla dálítið, er þeir heimsækja höfuðborgina. En sjálfir hafa þeir ekki efni á því að sækja klúbbana. Engin þjóð í heimi er eins sólgin í fj árhættuspil og Rússar. En hvers konar fj árhættuspil eru bannfærð af húsbændunum í Kreml. Fjárhættuspil segja þeir vera glæp. En þetta forboð breyt- ir ekki eðli Rússa. Hinir útvöldu í þjóðfélaginu koma saman innan lokaðra dyra. Gluggatjöld eru dregin fyrir gluggana, og svo er baccard spil- að og ýmis önnur fj árhættuspil, sem tíðkast hafa hjá Rússum um langan aldur. Fyrir þessu lagabroti lokar lög- reglan einnig augunum. Ég frétti einungis um eina hreingerningu í þvílíkum klúbb. En hjá henni varð ekki komist. Ungur embætt- ismaður skaut sig við spilaborð- ið, eftir að hafa tapað 150 þús. kr. á einni viku. Peningunum hafði hann stolið úr sjálfs sín hendi. Þ. e. tekið þá úr sjóði, er hann hafði undir höndum. í skrautlegu. húsi í Schkalov- götunni býr maður, sem tekur að sér fyrirgreiðslu veðmála á öllurn veðhlaupabrautum í Frakklandi, Englandi og Ítalíu. Vinningana greiðir hann þegar eftir að þeir hafa verið tilkynntir í útvarpinu. Enska Derbyveðhlaupið er eins mikið veðjað um í Moskvu eins og var áður en Lenin stimplaði veðmál sem kapitaliskan löst, og sendi þá, er veðjuðu, í margra ára þrælavinnu. Að undanskildum næturklúljb- unum, sem eiga að vera leynileg- ir, er dauft í Moskvu að nætur- lagi. Kvöldskemmtanir þær, sem haldnar eru í stærstu hótelunum, eru haldnar vegna útlendinga. Aðalskemmtistaðir þessarar teg- undar eru í Hotel Moskva og Café Aurora. Krusjtsjov ann bílíji og glœsileika. Þegar Nikita Krusjtsjov komst til valda í Kreml, fékk yfirstéttin lausari tauminn, en áður hafði verið. Það er ekki leyndarmál, að Krusjtsjov er veikur fyrir óhóf- sömum lifnaði. Þegar hann var ríkisstjóri fyrir Stalín í Ukraina bjó hann í Le- manovsky Uliza, og fyllti húsið með alls konar dýrum húsgögnum og munum eins og við varð kom- ið. Nokkur af húsgögnum þeim, er í húsinu voru, höfðu fyrrum verið í Zarskoje Selo, en það hús átti keisarinn, og 'stendur það slcammt frá Leningrad. Veggirnir í Lemanovsky Uliza voru fóðraðir með hvítu satíni, og á gólfunum voru dýrindis persnesk teppi. Veizlur þær, og miðdegis- og kvöldverðir, sem Krusjtsov bauð mönnum í, voru dýrleg samkvæmi, engu síðri cn veizlur þær, sem sagt er frá í i Þúsund og einni nótt. Allt þetta næturlíf í Moskvu er auðvitað brot á hugsjónum og lögum kommúnismans. Þá, sem koma á þessa staði er hægt að dæma í margra ára þrælavinnu í Síberíu. En hin nýja yfirstétt getur leyft sér að virða lög þessi að vettugi. Næturklúbbar eru ekki einung- is í Moskvu. Þeir eru í mörgum öðrum borgum og bæjum Rúss- lands. Jóhann Scheving þýddi. ___,*____ ¥crðlaun í ritgerðasamkeppni Bindindisfé- lags íslenzkra kennara árið 1958. ■ Eins og auglýst var í Ríkisút- varpinu á öndverðum vetri, efndi B. í. K. til samkeppni meðal nem- enda í III. bekkjum mið-, héraðs- og gagnfræðaskólanna í landinu um ritgerðarefnið Æskan og á- fengið. Þátttakan varð ekki mik- il. Þó bárust ritgerðir úr 8 skól- um. Eftirtaldir nemendur hlutu verðlaun sem hér segir: I. verðlaun, 500 krónur, hlaut Jóna E. Burgess, Gagnfræðaskóla Keflavíkur. II. verðlaun, 300 krónur, hlutu Hilmar F. Thorarensen, Reykja- skóla, Sigurjón Jónsson, Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja og Hermann Einarsson, sama skóla. III. verðlaun, 200 krónur, hlutu Valur Oddsson, sama skóla, Þor- björg Jónsdóttir, sama skóla og Stefán Bergmann, Gagnfræða- skóla Keflavíkur. Stjórn B. í. K. þakkar þeim skólastjórum, sem greiddu fyrir þessari ritgerðasamkeppni, og þá ekki síður nemendunum, sem tóku þátt í henni. Stjórn Bindindisfélags íslenzkra kennara. ÍSLENDINGUR fæst í lauamnJn: í RlaSasölumii. í Borgarsöhinni. í Blaða- og sælgætissölunni.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.