Íslendingur - 02.05.1958, Qupperneq 6
6
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 2. maí 1958
T
Jónína Guðmundsdóttir
írá Húsabakka
Hinn 5. desember síðastliðinn
andaðist að heimili sínu á Akur-
eyri, húsfrú Jónína Guðmunds-
dóttir, nær 82 ára.
Jónína var fædd á Selá á Skaga
23. febrúar 1876. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Guðrún Jónsdótt-
ir og Guðmundur Andrésson, er
bjuggu á Selá síðasta fjórðung
19. aldar, velmetin sæmdarhjón.
Jónína ólst upp í foreldrahúsum,
en er hún var 25 ára giftist hún
Jónasi Magnússyni Árnasonar frá
Utanverðunesi. Jónas var bróðir
hins alkunna veiði- og krafta-
manns, Jóns, er lengi var ferju-
maður við Vesturós Héraðsvatna,
áður en þau voru brúuð á Osn-
um.
Jónas og Jónína byrjuðu bú-
skap á Garði i Hegranesi, en að
2 árum liðnum — 1903 — fluttu
þau að Syðri-Ilúsabakka í Seylu-
hreppi og bjuggu þar til 1919, að
Jónas andaðist eftir langa van-
heilsu, 25. marz 1919.
Eftir að þau fluttu að Húsa-
bakka, voru þau í nágrenni við
þann, sem þetta ritar. Húsabakki
stendur á vesturbakka Héraðs-
vatna gegnt Eyhildarholti. Er
jörðin erfið votlendisjörð, tún-
laus, en grasspretta bregst þar
ekki. En ærið erfiður og vossam-
ur var heyskapurinn á búskapar-
árum þeirra hjóna, þó nú sé tölu-
vert breytt til hins betra.
En ungu hjónin drógu eigi af
sér, enda bæði áhugasöm og dug-
mikil, sem bezt átti eftir að sýna
sig, hvað sérstaklega húsfreyjuna
snerti. En nú kom reiðarslagið-
Húsbóndinn missti heilsuna svo
algjörlega, að hann varð rúmfast
ur til dauðadags, sem skipt
nokkrum árum. Þá reyndi á hús
freyjuna, kjark hennar og þrek
En hvorugt bilaði. Hélt hún bú
skapnum áfram óhikað, þótt það
aukastarf bættist við önnur störf,
að annast um mann sinn rúm-
liggjandi, lítið sjálfbjarga hin
síðustu ár. En umönnun liennar
var með ágætum. Þótti okkur, er
vel þekktum til, mikils vert um
þrek hennar og dugnað.
Árið eftir lát manns síns —
1920 — fluttist Jónína til Akur-
eyrar með tvo drengi sína 10 ára,
en þeir eru tvíburar. Eru þeir vel
þekktir borgarar á Akureyri,
Magnús lögregluþjónn og Guð-
mundur bílstjóri. Þau hjónin
eignuðust einnig þrjár dætur, er
allar dóu ungar.
Jónína var vel gefin mann-
kostakona, er öllum vildi gott
gjöra. Einhver allra sterkasti þátt-
ur í skapgerð hennar var örlætið.
Enginn Skagfirðingur, sem til Ak-
ureyrar kom og hún náði til, mun
hafa farið á mis við örlæti henn-
ar, og sumir dvöldu þar svo dög-
um skipti. Og sá er þetta ritar,
hefir þá sögu að segja.
Engu var líkara en maður ynni
henni mikinn greiða, með því að
njóta gestrisni hennar.
011 árin eftir að hún kom til
Akureyrar og synir hennar voru
vaxnir, var hún bústýra hjá
Magnúsi syni sínum. En Guð-
mundur sonur hennar er kvæntur
fyrir allmörgum árum. Eru þeir
bræður báðir mannkostamenn,
enda fellur eplið þar eigi langt
frá eikinni. Á síðustu árum var
heilsu Jónínu farið að hnigna,
lúi og þreyta farin að gera vart
við sig, en meðfæddur dugnaður
og áhugi hélt henni uppi. Allt
fram á áttræðisaldur var hún við
heyvinnu tíma og tíma á hverju
sumri. Undi sér alltaf vel við þá
vinnu.
En síðast kom sá, er engu lif-
andi þyrmir, og lífið fjaraði út.
Við gömlu nágrannarnir minn-
umst þín með þökk og virðingu,
góða og dugmikla húsfreyja, sem
öllum vildir gott gjöra.
13. apríl 1958.
Hjörtur Kr. Benediktsson.
mm&
Öflugi flokkurinn.
Dagur 23. þ. m. hefir það eft-
ir Jóni Kjartanssyni áfengisfor-
stjóra ríkisins, að Framsóknar-
flokkurinn sé nú „langöflugasti
andstöðuflokkur Sjálfstæðis-
flokksins“.
Þessi öflugi flokkur hlaut við
síðustu Alþingiskosningar 12925
atkvæði eða 15.6% gildra atkv.,
og hefir minnst fylgi þeirra
flokka, er nú eiga fulltrúa á Al-
þingi. Við næstu kosningar á und-
an (1953) hlaut hann nær 17
þúsund atkvæði og 1949 náði
hann 17659 atkvæðum. Þessi
langöflugasti andstöðuflokkur
Sjálfstæðisflokksins er því sýni-
lega að tærast upp og kemur eng-
um á óvart, sem fylgzt hefir með
ferli hans.
Söguleg fölsun.
Hinn nýi aðstoðarritstjóri Dags
reynir nýlega að koma sök
erfiðrar gjaldeyrisstöðu á bak
Sjálfstæðisflokksins. Segir hann
þar m. a.: „Sjálfstæðisflokkurinn
var í stjórn haustið 1947, þegar
gripið var til róttækari skömmt-
unaraðgerða en nokkru sinni fyrr
og síðar í sögu landsins.“
I febrúar 1947 var mynduð
ríkisstjórn undir forsæti for
manns Alþýðuflokksins, og var af
suraum nefnd Stefanía. í þeirri
stjórn áttu Sj álfstæðismenn tvo
ráðherra af sex. Að eigna Sjálf-
sta:ðisflokknum öðrum fremur
gerðir þeirrar stjórnar er söguleg
fölsun, enda veit hvert manns-
TIL VIÐSKIPTAMANNA VORRA.
Allar matTÖru- mjölktir-
buðir vorar
verða opnaðar
kl. §,30 á lau^ardö^um I §umar
Það eru vinsamleg filmæli vor til húsmæðra, að þær geri inn-
kaupin til helgarinnar ó FÖSTUDÖGUM, eftir því sem hægt er,
til að grynna á laugardagsösinni.
Kaupfélag Eyfirðinga
barn, að Sjálfstæðisflokkurinn
barðist fyrir afnámi skömmtunar
og hafta, þótt sú barátta bæri ekki
árangur fyrri en á árinu 1950.
Ófullkomin tillaga.
Alþm. segir frá því í fyrradag,
að á Dagsbrúnarfundi hafi verið
,einróma“ samþykkt tillaga á
mánudagskvöldið, um að skora á
ríkisstj órnina að gefa án tafar út
reglugerð um stækkun fiskveiði-
landhelgarinnar upp í 12 sjómíl-
ur, og komi stækkunin til fram-
kvæmda eigi síðar en 1. júní.
Röggsamleg tillaga, eins og hún
ber með sér, en þó mundi sumum
finnast vanta aftan í hana eitthvað
á þessa leið: „.... enda tryggi
ríkisstjórnin fyrir þann tíma
nægan kost varðskipa og flugvéla
til að verja hina nýju landhelgi
fyrir ágangi erlendra togara.“
17. jiiní-nefnd
til að undirbúa og stjórna hátíða-
höldunum á þjóðhátíðardaginri
var kjörin á síðasta bæjarstjórn-
arfundi. I nefndina voru kjörnir
Magnús Björnsson, Sveinn Tóm-
asson, Haraldur M. Sigurðsson cg
Jón Ingimarsson.
Nýir.ríkisborgarar
Alþingi hefir nýlega samþykkt
lög um veitingu ríkisborgararétt-
ar, en með þeim öðlast 70 menn,
konur og börn íslenzkan ríkis-
borgararétt. Á Akureyri og við
Eyjafjörð öðlast eftirtaldir menn
og konur þenna rétt:
Ágúst Berg verkstj. Akureyri,
Fredriksson, Iris Gunborg, hús-
móðir Akureyri (f. Svíþjóð)
Húbner, Lotta Erika, húsmóðir
Hlíð Svarf. (f. Þýzkalandi)
Jónbjörn Gíslason múrari Ak.
Malmquist, Liesel, húsmóðir
Akureyri (f. Þýzkalandi)
Olsen EIi, sjómaður Akureyri
(f. Færeyjum)
Petersen, Joen Peter, iðnverka-
maður Ak. (f. Færeyjum)
Rossebö, Johan, verkam. Akur-
eyri (f. Noregi).
Þeir, sem erlendum nöfnum
heita, öðlast ekki réttinn fyrri en
þeir hafa tekið sér íslenzkt nafn.
Iðnaiormenn
Húsbyggjendur
Ilöfum venjulega fyrirliggjandi
A G O-lím
Einkaumboð á íslandi.
Leðurverzlun
Magnúsar Víglundssonar hf.
Garðastrœti 37, Reykjavík.
Sími15668.
Frí IMÉti Akureyrar
Skólanum verður slitið laugardaginn 10. maí kl. 2 síðd.
Oskað eftir að sem flestir foreldrar mæti.
Fimmtudaginn 8. maí fer fram inntökupróf og innritun
allra 7 ára barna (fædd 1951). — Sjá nánar á öðrum stað í
blaðinu.
Tilkynna þarf forföll.
Vorskólinn hefst mánudaginn 12. maí kl. 9 árd.
Hannes J. Magnússon.
Frd Oddeyrarshólanum
Skólanum verður slitið laugardaginn 10. maí kl. 5 síðd.
Verða þá til sýnis í kennslustofum skrift barnanna, teikning-
ar og önnur skólavinna. Skólasýning þessi verður einnig opin
sunnudaginn 11. maí kl. 1—4 síðdegis.
Inntökupróf barna, sein fædd eru 1951, fer fram í skólanum
föstudaginn 8. inaí kl. 3 síðdegis.
Skólastjóri.
Geymið þessa auglýsingu.