Íslendingur - 27.06.1958, Page 1
íslendingur lektor vid
Edioborgorhósbóln
Norshu söngmennirnir gdfu Ahureyri
höfðinglegar i gjafir
Ánægjuleg heimsókn kariakórs fró Álasundi.
Laust fyrir kl. 8 að kvöldi 18. júní safnaðist mikill hópur bæjarbúa
saman á Ráðhústorgi til að heilsa karlakórnum „Aalesunds Mands-
styrk í sólólögum þeim, er kórinn
hafði valið.
Norski ræðismaðurinn á Akur-
eyri, Sverrir Ragnars, ávarpaði
kórinn að samsöngnum loknum,
bauð liann velkominn til Akureyr-
ar og þakkaði hið ánægjulega
söngkvöld, en formaður kórsins
þakkaði viðtökurnar.
ann um hríð, en lagði annars
stund á heimspeki og erlend mál
við háskólann í Edinborg og lauk
þaðan meistaraprófi (M.A. hono-
urs) með miklu lofi fyrir nokkr-
um árum. Síðan hefir hann verið
aðstoðarkennari við Edinborgar-
háskóla, en jafnframt unnið að
doktorsritgerð, sem hann er nú að
búa sig undir að ljúka. í vor lét
einn af heimspekikennurum Ed-
inborgarháskóla af störfum, og
var þá Páll valinn í hans stað úr
hópi margra umsækjenda, enda
þótt útlendur væri og ungur að
árum.
Páll er kvæntur Hörpu Ásgríms-
dóttur Péturssonar fiskimats-
manns á Akureyri og konu hans
Maríu Guðmundsdóttur, og eiga
þau þrjú börn.
Skipan Páls í hið nýja embætti
sýnir, hvers álits hann nýtur ytra,
og er það íslandi mikill sómi að
eiga slíka fulltrúa á erlendri
grund.
Aalesunds Mandssangforening samanhominn á Ráð hústorgi 18. júní. — Ljósm.vig.
Blaðinu hafa borizt þær fregn-
ir, að Páll S. Árdal hafi verið
ráðinn fastur kennari í heimspeki
við Edinborgarháskóla. Páll er
fæddur hér á Akureyri 27. júní
1924 og verður því í dag 34 ára
gamall. Hann er sonur hjónanna
Hallfríðar Hannesdóttur Jónas-
sonar bóksala á Siglufirði og
Steinþórs Pálssonar Árdal skálds
Jónssonar. Hann lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri árið 1944 með mjög hárri
einkunn. Hann kenndi við skól-
sangforening“ frá vinabæ Akureyrar, Álasundi í Noregi, sem þá kom
hingað til bæjarins eftir að hafa haldið samsöng í Reykjavík.
Söngkveðjur.
Móttakan hófst með leik Lúðra
sveitarinnar, en karlakórar bæj-
arins tóku sér stöðu á stéttinni
sunnan við Landsbankahúsið og
heilsuðu hinum norsku söng-
bræðrum með íslenzkum og norsk
um sönglögum, en Aalesunds
Mandssangforening svaraði á
sama liátt, ■— söng m. a. þjóðsöng
íslendinga. Hermann Stefánsson
bauð hina góðu gesti velkomna til
vinabæjarins Akureyrar, en far-
arstjóri þeirra þakkaði. Síðan
dreifðust söngmennirnir um bæ-
inn til kvöldverðar hjá ýmum
borgurum bæjarins, en næturstað-
ur var })eim fenginn í Heiinavist
Menntaskólans.
Samsöngur í Nýja Bíói.
Kvöldið eftir, 19. júní, hélt
norski kórinn samsöng í Nýja Bíói
fyrir fullu húsi. Söng haiín þar 18
lög, sem á söngskránni voru, en
auk þess endurtók hann lög og
söng aukalag.Söngstjóri er Edvin
Solem, en við hljóðfærið var
Árni Ingimundarson. Einsöngvari
P. Schjell-Jakobsen. Bárust söng-
stjóra og lionum blómvendir.
Söngur kórsins er allur mjög
fágaður og bassarnir sérlega sam-
stilltir. Yfirleitt var þýðleiki ráð-
andi í þessum samsöng, þótt kór-
inn sýndi einnig raddstyrk, t. d.
í lögunum Olav Trygvason og
Brennið þið vitar, en það vakti
hrifningu bæði fyrir söngþrótt og
textameðferð. Einsöpgvarinn hef-
ir þýða tenór-baryton-rödd, er
hann beitir af ótvíræðri smekk-
vísi, en lítið reyndi á raddþol eða
Skipzf á gjöfum.
Bæjarstjórn hafði boð til kvöld
verðar að Hótel KEA að sam-
söngnum loknum, og sátu hann
auk bæjarstjórnar norsku gestirn-
ir, Karlakórinn Geysir, sem hafði
móttökur kórsins með höndum,
ýmsir forvígismenn söng- og tón-
listarmála hér í bæ, blaðamenn
o. fl., alls um 200 manns.
. Framhuld á 6. síðu.
Formaður Aalesunds Mandssangforening, Bjarne Korsnes, gróður-
setur fyrstu gjafaplöntuna (sitkagreni) í Kjarnaskógi sl. föstudag. —
Ljósm. vig.
Rekstur Ú.3. frnmvegis
n óbgfrgð bnjnrins
Á fundi bæjarráðs sl. laugar-
dag var svohljóðandi tillaga sam-
þykkt:
„Þar sem bæjarráð telur, að
fullnægt verði þeim skilyrðum,
sem sett voru fyrir aðstoð Akur-
eyrarkaupstaðar við Útgerðarfé-
lag Akureyringa h.f. í bæjarstjórn
arsamþykkt þann 20. maí sl.,
leggur bæjarráð til, að orðið
verði við tilmælum Útgerðarfé-
lagsins um, að Akureyrarkaup-
staður ábyrgist allt að 8 milljón
króna lán til 20 ára, sem félagið
tekur hjá Landsbaka íslands og
ennfremur að bærinn ábyrgist
greiðslu á skuldabréfum, sem fé-
lagið gefur út til skuldheimtu-
manna sinna fyrir allt að kr. 5
milljónir, með 7% vöxtum, og
greiðist bréfin upp á næstu 10 ár-
um með jöfnurn árlegum afborg-
unum.
Leggur bæjarráð til, að bæjar-
stjóra verði gefið umboð til að
undirrita ábyrgðarskjöl í sam-
bandi við framanritað og enn-
fremur til að undirrita lánsskjöl
vegna atvinnubótaláns hjá ríkis-
sjóði, að fjárhæð allt að kr. 2
milljónir og ábyrgð eða lán úr
atvinnuleysistryggingasjóði allt
að kr. 1.000.000.00.
Þá verði rekstur Útgerðarfélags
ins framvegis, þar til öðruvísi
verður ákveðið, með ábyrgð bæj-
arins eins og verið hefir undan-
farna mánuði.“
Bæjarstjórnarfundur var kvadd
ur saman á þriðjudaginn, og var
tillaga bæjarráðs samþykkt þar
með 9 atkv. gegn 1.
Togararnir
Kaldbakur kom af veiðum frá
Vestur-Grænlandi aðfaranótt mið-
vikudags eftir 46 daga útivist. Afli
áætlaður ca. 360 til 380 tonn af
saltfiski.
Svalbakur kom af veiðum til
Sauðárkróks 19. þ. m. Landaði
þar ca. 290 tonnum af ísvörðum
fiski. Fór þaðan í slipp til Reykja-
víkur og hefir væntanlega farið
þaðan á veiðar í gær.
Harðbakur fór á veiðar aðfara-
nótt 18. júní.Væntanlegur af veið-
um í næstu viku.
Sléttbakur kom af veiðum 20.
júní. Landaði hér í frystihúsið ca.
273 tonnum af ísvörðum fiski. Fór
aftur á veiðar 21. júní.
Aðalfundur Fegrunarjél. Akureyrar
verður mánudag 30. þ. m. kl. 8.30 að
Hótel KEA. — Venjuleg aðalfundar-
störf.