Íslendingur


Íslendingur - 27.06.1958, Síða 5

Íslendingur - 27.06.1958, Síða 5
Föstudagur 27. júní 1958 ÍSLENDINGUR 5 Hinn þýzki hershöíðingi Atlantshafsbandalagsins Msiiis Speidel SNEMMA morguns 6. júní 1944 hringdi Hans Speidel hershöfð- ingi frá höfuðstöðvum sínum í höil einni í Frakklandi til llomm- els, annars yf irhershöf ðingj a þýzka hersins á vesturvígstöðvun- um. Svo sem stöðu hans og stétt sómdi, tiikynnti hann stilltur og rólegur, að það, sem lengi hafði verið húizt við, hefði nú gerzt. Hersveitir bandamanna höfðu stigið á land í Normandí. Þrek- vaxni maðurinn með hvössu, gráu augun gerði nákvæma grein fyrir áætlun þeirri, sem hann hafði gert um að verjast innrás handa- manna. Þrettán árum síðar — hinn 3. apríl 1957 — var Hans Speidel staddur í annarri franskri höll, Fontainebleau í nágrenni Parísar- borgar. Hann var orðinn aldurs- legri, og ljósjarpt hárið, sem var vandlega greitt aftur frá háu, greindarlegu enninu, var orðið hæruskotið. Hann var rétt tæplega sextugur, en augnatillitið var enn jafn skarplegt og áður. Hann var klæddur ljósgráum einkennisbún- ingi hins nýja þýzka hers, og nú var honum tilkynnt, að honum hefði hlotnazt sá heiður að vera skipaður yfirhershöfðingi alls landhers Atlantshafsbandalagsins í Mið-Evrópu. Frami og ferill Speidels á sviði hermennskunnar er næsta furðu- legur, jafnvel á þessum miklu breytinga- og byltingatímum: hershöfðingi tekur við yfirstjórn þeirra herja, sem hann áður hefur beðið ósigur fyrir! Frakkar, Belgíumenn, Bandaríkjamenn og Hollendingar taka við fyrirskip- unum þýzks hershöfðingja! arið 1944, og hlaut það að hafa sínar afleiðingar. I september var hann sviptur embætti sínu og skömmu síðar kallaður fyrir her- rétt í Þýzkalandi. Þegar Rússar voru mjög farnir að nálgast höll- ina, þar sem Speidel var haldið föngnum, tókst gæzlumönnum hans að flýja með hann vestur á bóginn. Með fölskum vegabréfum og ýmsum brellum ferðuðust þeir svo langt í vestur sem þeir gátu. Og þannig var það, að Speidel var að lokum leystur úr haldi af frönskum hersveitum. Eftir stríðið voru margir þýzk- ir hershöfðingjar dæmdir fyrir Árið 1940 var Speidel hershöfð dómstólum handamanna fyrir ingi aftur í París, en í þetta sinn ódæði, sem þeir höfðu drýgt í í öðrum erindum. Hann var nú hernumdu löndunum. Hans foringi níunda þýzka hersins, sem Speidel var einn af fáum, sem lagt hafði undir sig Holland og | e^ki varð sakfelldur og kom úr Belgíu. Hann átti þátt í aðgerðun- um, er urðu til þess, að París var hertekin, sú borg, sem hann þekkti betur og mat meira en nokkurn annan stað í Evrópu og þar sem margir beztu vinir hans bjuggu. stríðinu með hreinan skjöld. Doktor í heimspeki. Herforingi. Það einkennir allan lífsferil Speidels og gerir hann áhrifa- meiri, hve órjúfanlega allt hið helzta á framaferli hans er tengt Frakklandi. í fyrri heimsstyrj öld- inni var hann 18 ára og tók þá þátt í orustunum við Somme og Verdun. Árið 1933 var hann skip- aður vara-hermálafulltrúi í París og varð þar með fyrsti þýzki hermaðurinn, sem sendur var til embættisþjónustu í París eftir stríðið. Þá þegar kom hann Frökkum á óvart, þar sem hann hagaði sér ekki að venjulegum prússneskum hætti. Hann var hvorki drambsamur né stríðs- mannslegur. Þvert á móti ein- kenndist öll framkoma hans af hógværð. Hann talaði jafn eðli- lega og vandræðalaust um franska skriðdreka og franska heimspek- inga og brosti vingjarnlega, ef einhver lét í ljós undrun sína á marghæfni hans. En sannleikur- iiin er sá, að hann var ekki aðeins atvinnuhermaður, heldur eirinig doktor í heimspeki. Hann hafði árið 1925 tekið doktorsgráðu með ágætum vitnisburði við háskólann í Túbingen. Til austurvígstöðvanna og aftur til Parísar. Þegar Hitler kom í fyrsta sinn í lieimsókn til Parísar, þótti eng- inn í þýzka hernum betur fallinn en Speidel til þess að verða leið- sögumaður foringjans í borginni. Speidel var nú skipaður yfirmað- ur herforingjaráðs þýzka hersins í Frakklandi með aðsetri í París. En honum hugnaðist ekki sú staða. Frakkar litu á hann sem kúgara sinn, en Þjóðverjar grun- uðu hann um að vera of mildur við Frakka. Hann bað því um að láta flytja sig til austurvígstöðv- anna, og þar gegndi hann herþjón ustu í tvö ár. En í apríl 1944 kom hann enn til Parísar. Romrnel yfirhershöfð- ingi fékk hann að formanni í her- foringjaráði sínu við varnir Vestur-Evrópu. Þeim var báðum lj óst, að stríðið var tapað og voru samtímis með ráðagerðir um, hvernig þeir ættu að mæta land- göngu bandamanna og hvernig þeir gætu komið Hitler frá völd- um, svo að hægt væri að hefja vopnahléssamninga, áður en Þýzkaland væri gjöreyðilagt. Hvorttveggja mistókst. En ásamt setuliðsforingjanum í París, von Choltitz hershöfðingja, réð Spei- del því, að einni af skipunum Hitlers var ekki hlýtt. Skipunin, sem kom rétt áður en þýzki her- inn yfirgaf París, fól í sér, að all- ar brýr skyldu sprengdar í loft upp og þar að auki Notre-Dame- kirkjan, grafhýsi Napóleons, Sig- urboginn og Eiffelturninn. Samsæri gegn Hitler. Settur í fangelsi og leystur úr haldi af Frökkum. Speidel hafði náið samband við hershöfðingjana þýzku, sem gerðu samsærið gegn Hitler sum- Prófessor í heimspeki og herforingi ó ný. Þar sem Þýzkaland skyldi í framtíðinni verða afvopnað eftir ósigurinn í styrjöldinni, tók Speidel til heimspekinnar og tók að flytja fyrirlestra við háskólann í Tubingen. En þegar árið 1950 bað Sambandsstjórnin í Bonn hann að leggja drög að hinum nýja þýzka varnarher. Banda- menn, sem áður höfðu krafizt af- vopnunar Þýzkalands, óskuðu nú eftir því, að landið tæki þátt í vörnum Vestur-Evrópu gegn Sovétríkjunum. Ráðunautar Ad- enauers sambandskanslara töldu Speidel hæfastan til þess að hefja hernaðarlega samninga við Frakka, og hann var sendur til Parísar og gerður að hermála- sendimanni hjá Atlantshafsbanda- laginu. Það kom á daginn von bráðar, að Þýzkaland þurfti að setja saman æði mörg herfylki til varnar Evrópu. Frakkar höfðu yfirstjórn allra herja Banda- manna í Mið-Evrópu, en ákváðu nú, að þýzkur maður skyldi fá yfirstjórn landhersins. Þegar nafn Speidels bar á góma, mótmælti engin ríkisstjórn í hinum 15 ríkj- um Atlantshafsbandalagsins. Vissulega voru margir gamlir hermenn í Englandi og Frakk- landi og menn úr frelsishreyfing- unni í Danmörku og Noregi, sem áttu erfitt með að sætta sig við, að einn af fyrrverandi hershöfð- ingjum Hitlers gegndi þessari stöðu. En mestan hávaða gerðu kommúnistar víðsvegar um Ev- rópu. Árum saman hafa þeir reynt að sprengja Atlantshafs- bandalagið, og eftir að Speidel var orðinn tákn þýzk-franskrar samvinnu, gerðu þeir hann að helzta árásarmarki sínu. Þeir hvöttu syni fallinna hermanna til þess að neita að gegna herþjón- ustu undir hans stjórn. En ráða- menn Atlantshafsbandalagsins voru einhuga og létu þetta ekki á sig fá. Þeir þekktu persónuleika að skipa hann í hina mikilvægu stöðu. Speidel hefur nú aðsetur í höf- uðstöðvum herja Atlantshafs- bandalagsins, og eru nánustu samstarfsmenn hans og aðstoðar- menn af ýmsum þjóðernum. Sá, sem næstur honum gengur, er franskur, formaður herforingja- ráðsins belgískur, og þar að auki eru fulltrúar frá Englandi, Holl- andi, Bandaríkjunum o. fl. Kemur sér vel fyrir Speidel, að hann tal- ar, auk móðurmáls síns, ágætlega bæði frönsku og ensku. Hann er starfsmaður góður og reglusamur, og hann gætir þess vandlega að vera jafnvingjarnleg- ur við alla starfsmenn sína, af hvaða þjóðerni sem þeir eru. Erfitt starf í styrkum höndum. Það er ekki létt verk að byggja upp varnir Vestur-Evrópu á landi. Æðstu leiðtogar Atlants- hafsbandalagsins telja, að 30 her- fylki séu algert lágmark. Eins og stendur er aðeins til helmingur þessa hers, og Speidel hefur við ýmis erfið og illleysanleg vanda- mál að glíma. Englendingar hafa liði sínu á meginlandinu, og Frakkar hafa flutt meginhlutann af beztu hersveitum sínum til Al- gier. Belgir vilja af innanlands- ástæðum stytta herskyldutímann. Og þar á ofan þarf Speidel sífellt að vera að reyna að sannfæra alla aðilja um nauðsyn þess, að land- her Atlantshafsbandalagsins sé búinn atómvopnum frá Ameríku. Ef Speidel hershöfðingi hefði ekkki verið slíkur sem hann er, hefði hinn tilbreytingaríki frama- ferill hans, jafnvel á svo óstöðug- um tímum sem okkar, varla verið mögulegur. En það er eins og hinn mikli franski hershöfðingi, Emile-Marie Bethouart, er stjórn- aði hersveitunum, er leystu Spei- del úr haldi 1945, segir: „í sögu Evrópu merkir embætt- istaka Speidels hershöfðingja endalok aldagamals fj andskapar með stríði og blóðsúthellingum milli Frakklands og Þýzkalands. Við vonum, að slíkt dynji aldrei yfir börn okkar. Vegna fransk- þýzkrar samvinnu og vegna alls þess, sem við getum byggt fram- tíð okkar á höfum við ástæðu til að gleðjast yfir embættistöku Speidels hershöfðingja.“ af efnaliagsástæðum fækkað í her-1 (Lítið eitt samandregið og stytt í þýð.) íþróttir Ragnar Sigurðsson vann Gunnarsbikarinn Keppnin um Gunnarsbikarinn er ein stærsta keppni Golfklúbbs Akureyrar á árinu. Er hún háð til minningar urn Gunnar Hallgríms- son tannlækni, er var meðal snjöll ustu golfleikara landsins og einn áhugasamasti félaginn í G. A. meðan hann lifði hér og starfaði. Keppnin er 72 holu höggkeppni með fullri forgjöf. Sigurvegari nú varð Ragnar Sigurðsson. Lék hann í 293 högg- um nettó. Hann er aðeins 15 ára gamall en mjög efnilegur golfleik- ari. Lék hann þessa keppni af inu- miklu öryggi, tók forustuna strax í upphafi og hélt henni til loka. Varð 17 höggum á undan næsta manni. Baráttan um 2. og 3. sæt- ið var hörð og tvísýn. Eftir hálfn- aða keppni var Magnús Guð- mundsson í 2. sæti, Jón Guð- mundsson í 3., en á síðustu hringunum tryggði Jón sér 2. sætið. Úrslit urðu þessi: 1. Ragnar Sigurðsson 293 högg, 2. Jón Guðmundsson 310 högg, 3. Hermann Ingimarsson 314 högg, 4. Ingólfur Þormóðsson 315 högg (nettó) og 5. Hafliði Guðmunds- son 316 högg. Þröstur Leifsson vann Æfingabikarinn í þeirri keppni voru leiknar 27 holur og 18 beztu reiknaðar. — Þröstur Leifsson, 16 ára kylfing- ur, sigraði í 79 liöggum nettó. Annar varð Helgi Skúlason og þriðji Ingólfur Þormóðsson. — Þröstur er efnilegur leikari og má vænta mikils af honum í framtíð- inni, ef hann æfir vel. Áhugi er hér mikill meðal kylf- inga, og hafa margar keppnir þeg- ar verið háðar við betri þátttöku en undanfarin ár. Einkum er vax- andi áhugi meðal unglinga, og er yngsti keppandinn um „Olíubik- arinn“ aðeins 13 ára, en sú keppni stendur nú yfir. í næsta mánuði fer hér fram ís- landsmót í golfi, og er mikið unn- ið að viðgerðum á vellinum til að fá hann sem beztan á landsmót- og skoðanir Speidels og ákváðu' Héraðsmót U. M. S. E. 1958 Mótið var haldið á Akureyri og Hrafnagili 13., 14. og 15. júní. Aðalmótið fór fram á Hrafna- gili sunnudaginn 15. júní. Hófst það með útisamkomu. Hörður Zóphoníasson kennari flutti á- varp, sr. Kristján Róbertsson hélt ræðu, Karlakór Akureyrar söng undir stjórn Áskels Jónssonar, Rósberg G. Snædal rithöfundur las upp og leikkonurnar Emilía

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.