Íslendingur - 08.08.1958, Side 8
ÍSLENDINGUR
fæst í Söluturninum Hverf-
isgötu 1, Reykjavík.
Föstudagur 8. ágúst 1958
íslendingur kostar hér
eftir kr. 1,50 í lausasölu.
n
Ekki verSur messað í Akureyrar-
arkirlcju á sunnudaginn vegna presta-
fundarins að Hólum og á Sauðárkróki,
og verða sóknarprestarnir fjarverandi
frá því á laugardagsmorgun til mánu-
dags.
Fertugur varð 29. júlí síðastliðinn
Pétur Hallgrímsson skrifstofumaður
hjá Utgerðarfélagi Akureyringa h.f.
Dánardœgur. Látinn er að heimili
sínu, Reynimel 25 Reykjavík, Isleifur
Oddsson trésmiður, er lengst ævi sinn-
ar bjó hér á Akureyri (síðast í Glerár-
götu 7). ísleifur var hinn vandaðasti
maður í öllu dagfari og vann sér vin-
sældir samborgara sinna. Hann var 84
ára gamall.
Grundarþingaprestakall. Séra Benja-
mín Kristjánsson verður fjarverandi
um tveggja mánaða skeið og munu ná-
grannaprestarnir gegna prestsverkum
fyrir hann á meðan. Þeir, sem kynnu
að þurfa á vottorðum að halda úr em-
bættisbókum, snúi sér til séra Péturs
Sigurgeirssonar, Akureyri.
Hjúskapur. 26. júlí voru gefin saman
í hjónaband Gerður Benediktsdóttir,
Eyrarlandsvegi 12, Akureyri, og Jón
Þorláksson, bóndi að Skútustöðum.
Heimili þeirra verður að Skútustöðum.
— 1. ágúst gengu í hjónaband ungfrú
Hildur Jónsdóttir og Jón Stefánsson,
skrifstofumaður. Heimili þeirra er í
Oddagötu 26, Akureyri. — í gærkvöldi
voru gefin saman í hjónaband brúð-
hjónin ungfrú Svanhildur Ólöf Magn-
úsdóttir frá Jódísarstöðum og Bjarni
Steinar Konráðsson, iðnfræðinemi. Þau
munu dvelja í Stokkhólmi næsta vetur.
— Hinn 20. júlí sl. voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú
Svava Kristín Svavarsdóttir, Brekku-
götu 2, Akureyri, og Gissur Jónasson,
Lyngholti III, Glerárhverfi. Heimili
þeirra verður að Lyngholti III. — 2.
ágúst s. 1. voru gefin saman í hjóna-
band í Akureyrarkirkju ungfrú Jónína
Maggy Þorsteinsdóttir og Axel Björn
Clausen Jónasson, verzlunarmaður.
Heimili þeirra er að Norðurgötu 50,
Akureyri.
Dánardægur. Nýlega er látinn að
heimili sínu hér í bæ Vigfús Einarsson
bókhaldari, rúmlega fimmtugur að
aldri. — Vigfús var sonur hjónanna frú
Marenar Vigfúsdóttur og Einars Gunn-
arssonar verzlunarstjóra og kaupmanns.
Hafði hann lengstaf bókfærslu með
höndum, og var síðustu árin starfsmað-
ur hjá Bílasölunni h.f. Þótti Vigfús
mjög fær í sinni starfsgrein. Hann var
einhleypur.
F.F.A. 8. ferð 9.-10. ág. Þorvaldsdalur.
Ekið að Fomhaga. Gengið um Þor-
valdsdal að Kleif. Á sunnudag kemur
bifreið þangað. Heim um Árskógs-
strönd. Tveggja daga ferð. Þátttaka til-
kynnist Jóni D. Ármannssyni, sími
1464.
Bœjarverkfrœðingur verður í sumar-
leyfi dagana 12.—23. þ. m.
Erlendir gestir á vinabœjamótinu. Myndin er tekin í Lystigarðinum 19. júlí. Talið frá vinstri til hœgri:
S. Krabbe-Knudsen, frú Olsson, Asger Jensen, Gustaf Olsson, Anton Möller Nielsen, frú Nielsen, Olavi
Kokko, Thjelvar Hedberg, Dagfinn Flem, E. 0. Castberg, Olavi Kajala, S. Tingholm, Gösta Sjöberg. —
Ljósm.: E. Sigurgeirsson.
Fulltiúar vinabæja heimsækja Akureyri
*«! £>» '<** & -j íi .
Skoðuðu fegurstu staði á Norðurlandi björtustu sumardagana
í sambandi við heimboð nor-
rænna gesta á vegum Norrænu fé-
laganna á íslandi, efndi bæjar-
stjórn Akureyrar til Vinabæja-
móts hér í bæ dagana 18.—22.
júlí s.l. Sóttu mótið 11 fulltrúar
frá vinabæjum Akureyrar á Norð-
urlöndum, og voru það einkum
bæjarstjórar, forsetar bæjar-
stjórna eða formenn bæjarráða.
Tveir fulltrúar komu frá Lathi í
Finnlandi, 4 frá Vásterás í Sví-
þjóð, 2 frá Álasundi í Noregi og
3 frá Randers í Danmörku.
Frá Álasundi: Dagfinn Flem,
ritstjóri, forseti bæjarstjórnar
Álasunds, S. Krabbe-Knudsen,
bæjarstjóri.
Frá Lathi: Olavi Kokko, for-
stjóri, bæjarfulltrúi, Olavi Kajala,
bæjarstjóri.
Frá Randers: S. Tingholm,
borgarstjóri, Asger Jensen, þing-
maður og varaborgarstjóri, E. 0.
Castberg, bæjarframkvæmdarstj.
Frá Vásterás: Gösta Sjöberg,
forseti bæjarstjórnar, Gustaf Ols-
son, forseti bæjarráðs, Thjelvar
Hedberg, bæjarstjóri.
Auk þess tók þátt í mótinu frú
Olsson frá Vásterás og gestir Nor-
ræna félagsins hér, lektor Anton
Hœsti vinningur í 7. flokki Happ-
drættis Háskóla íslands kom á heilmiða
í Akureyrarumboði. Var vinningurinn
100 þúsund krónur og númer miðans
31116.
Dánardœgur. I fyrrakvöld andaðist í
sjúkrahúsi í Reykjavík Bjami Vil-
mundarson verkstjóri, Fjólugötu 2 hér
í bæ, 63 ára að aldri.
Möller Nielsen og frú frá Randers.
Gestirnir frá vinabæjunum
komu hingað með flugvél 18. júíí,
og var flestum þeirra fenginn
dvalarstaður að Hótel KEA. Þann
dag höfðu þeir að mestu til
frjálsra umráða.
Laugardaginn 19. júlí sátu þeir
árdegis fund með bæjarstjórn
Akureyrar í bæjarstjórnarsalnum,
og var umræðuefni fundarins um
möguleika á gagnkvæmum heim-
sóknum milli Norðurlandanna og
þá sérstaklega vinabæjanna og
samstarf vinabæjanna í framtíð-
inni.
Síðdegis sama dag var aftur
komið saman í bæjarstjórnarsaln-
um. Sagði þá Friðrik Magnússon
hdl. gestunum ágrip af sögu Ak-
ureyrar, en Ásgeir Valdimarsson
bæjarverkfræðingur skýrði þeim
frá yfirstandandi framkvæmdum
og fyrirhuguðum á vegum bæjar-
ins. Að þeim fundi loknum var
ekið um bæinn undir leiðsögn
bæjarverkfræðings. Um kvöldið
var kvikmyndasýning. (íslenzkar
litmyndir.)
Sunnudaginn 20. júlí var farið
austur í Mývatnssveit og Náma-
skarð, að Laxárvirkjun og upp í
Reykj ahverfi, þar sem tókst að
koma á allgóðu gosi úr einum
hvernum. Þótti gestunum það eitt
hið furðulegasta, er fyrir þá bar
hér nyrðra.
Mánudaginn 21. júlí, árdegis,
var gestunum sýnt hraðfrystihús-
ið, hafnarmannvirkin og Krossa-
nesverksmiðjan. Að loknum há-
degisverði var farin hringferð um
Eyjafjörð. Skoðuðu gestirnir
Nonnahúsið, Grundar- og Saur-
bæjarkirkju og drukku síðdegis-
kaffi að Freyvangi. í heimleið
var staðnæmst í Gróðrarstöðinni,
þar sem Árni Jónsson tilrauna-
stjóri tók á móti gestunum og
skýrði þeim í stórum dráttum frá
starfseminni þar og árangri henn-
ar.
Um kvöldið var kveðjuhóf fyr-
ir gestina að Hótel KEA, og sátu
það um 90 manns. Stýrði Magn-
ús E. Guðjónsson bæjarstjóri hóf-
inu, en Jakob Frímannsson bæj-
arráðsmaður ávarpaði gestina af
hálfu bæjarstjórnar og Jóhann
Þorkelsson héraðslæknir af hálfu
Norræna félagsins. Fluttu margir
gestanna stutt ávörp og afhentu
bæjarstjóra ýmsar vinagjafir frá
vinabæjunum til Akureyrar sem
minjagripi um þetta fyrsta vina-
bæjamót og vott einlægrar vin-
áttu. Lýstu þeir allir ánægju sinni
yfir dvölinni hér og þeirri sér-
kennilegu náttúru, er þeir hefðu
fengið að skoða á Norðurlandi.
Daginn eftir héldu gestirnir til
Reykjavíkur.
Alla dagana, sem gestirnir
dvöldu hér, blöktu fánar Norður-
landaþjóðanna á Ráðhústorgi og
torginu við Hótel KEA. Veðrið
var mjög ákjósanlegt, flesta dag-
ana sólskin og heiður himinn og
alltaf þurrt veður.
í móttökunefnd störfuðu bæj-
arstjórinn, Helgi Pálsson og Jak-
ob Frímannsson (Stefán Reykja-
lín í forföllum hans), og höfðu
þeir mestan veg og vanda af mót-
tökunum, ásamt verkfræðingi
bæjarins, Ásgeir Valdimarssyni.
Ánnáll íslendings
JÚLÍ :
Blóma- og trjáræktarkonan þjóð-
kunna, Guðbjörg Þorleifsdóttir að
Múlakoti í Fljótshlíð andast að heimili
sínu 88 ára gömul.
□
Leigubílstjóri í Reykjavík, Gísli Öl-
ver Guðmundsson (Gíslasonar skóla-
stjóra) verður bráðkvaddur í bifreið
sinni, 23 ára gamall.
□
Eldur kemur upp í fiskimjölsverk-
smiðju á Eyrarbakka og veldur miklu
tjóni á mjölbirgðum og raflögnum, svo
að verksmiðjureksturinn stöðvast um ó-
íyrirsjáanlegan tíma. Sjálfsíkveikja í
mjölinu talin valda.
□
Guðjón M. Guðlaugsson frá Grinda-
vík dæmdur í Sakadómi Reykjavíkur í
16 ára fangelsi fyrir morð á unnustu
sinni síðastliðinn vetur.
□
Hallgrímur Pétursson vélgæzlumaður
í Fiskiðjunni Vestmannaeyjum brenn-
ist lífshættulega, er þrýstivél springur
og fljótandi ammoniak spýtist á hann
úr sprungunni.
□
Hjúkrunarkona úr Reykjavík, Líney
Sigurbjörnsdóttir, slasast til bana, er
bíll veltur út af Hafnarfjarðarvegi á
mikilli ferð. Bílstjórinn, Óli G. Laxdal,
meiddist talsvert.
□
Tveir menn á ísafirði skaðbrennast,
er stórsprenging varð í vélarúmi á bát,
þá er þeir opnuðu súrefnishylki.
□
Þorsteinn Jónsson vélstjóri bíður
bana í síldarþró í Neskaupstað, er skil-
rúm í þrónni springur, og grófst hann
undir síldinni. Hann var 24 ára, kvænt-
ur og átti 2 börn.
□
Vörubifreið veltur út af veginum á
Jökuldal. Helgi Jónsson bóndi að
Stuðlafossi, er var farþegi í bifreiðinni,
bíður bana. Aðra sakaði lítið sem ekki.
□
Tveggja ára drengur að Tungu i
Fróðárhreppi Snæfellsnessýslu, drukkn-
ar í ósi rétt neðan við túnið.
□
Magister Þórhallur Þorgilsson bóka-
vörður við Landsbókasafnið verður
bráðkvaddur að heimili sínu i Reykja-
vík, 55 ára gamall.
□
Ragnlieiður Jónasdóttir hlýtur titil-
inn „Miss Adria“ í fegurðarkeppni á
Ítalíu. Hún er 18 ára verzlunarskóla-
stúdent, dóttir hjónanna Ragnheiðar
Hafstein og Jónasar Sveinssonar lækn-
is.
□
Maður á Akranesi, Bjarni Oddsson,
fellur úr stiga við hús sitt niður á
steyptar tröppur og rotast til bana.
Hann var kvæntur og átti 2 börn.
□
Bærinn að Brandsstöðum í Blöndu-
dal Austur-IIúnavatnssýslu brennur til
grunna ásamt all-miklu af innbúi bænd-
anna, Sigmars og Sigurjóns Ólafssona.