Íslendingur - 21.08.1959, Qupperneq 2
2
ÍSLENDINGUR
Föstudagur 21. ágúst 1959
Fwru án þess að
p'eiða
Gengu undir fölskum
nöfnum.
Seint á mánudagsnótt komu
þrír menn að Hótel Varðborg og
leituðu gistingar, en þar sem ekk-
ert laust herbergi var þar, vísaö’i
næturvörðurinn þeim til konu úti
í bæ, er leigir út herbergi fyrir
ferðamenn á sumrin. Vöktu þeir
konuna upp, og lét hún þeim gist-
ingu í té. Hafði hún gestabók, er
þeit rituðu nöfn sín í, en illa voru
þdir skrifandi. Fyrirliði þeirra
kvaðst vera skipstjórinn á Víði
II, og skrifaði Eggert.....son
í gestabókina (föðurnafn ill-læsi-
legt). Grobbaði hann mjög af afla
sínum og drjúgum aflahlut skip-
verja sinna, sem með honum voru,
og kvaðst ekki ætla að láta Faxa-
borg eða Jón Kjartansson fara
fram úr sér. Veitti konan mönnum
þessum kaffi og smurt brauð og
I pressaði föt þeirra, er þeir greiddu
100 krónur fyrir, en gistingu
fengu þeir í tvær nætur.
Hurfu sporlaust.
A þriðjudag óku þeir á brott
með farangur sinn, en skildu þó
eftir pappakassa, þar sem þeir
„væru ekki farn,ir“. En þeir
reyndust þó farnir. I pappakass-
anum var óhrein skyrta og háls-
b'-indi. Lykil að húsinu tóku þeir
með sér.
Lögreglan er nú að leita mann-
anna, en fólk í nágrenni við gisti-
stað þeirra tók eftir einkennisstaf
bílsins, er þeir voru í, og er lög-
regla heimahéraðs ökutækisins
einnig komin til skjalanna. Lík-
legt má telja, að mennirnir séu
fundnir, áður en frásögn þessi
kemur fyrir sjónir lesenda.
Fréttir frá S. 1». —
Rúmur helmingur aj íbúum jarð-
arinnar býr í 4 löndum.
Rúmur helmingur af íbúum
jarðarinnar býr í aðeins fjórum
löndum. í Kína, Indlandi, Sovét-
ríkjunum og Bandaríkjunum búa
nú 1400 miiljónir manna. Þessar
upplýsingar eru í skýrslu, sem
Sameiriuðu þjóðirnar hafa nýver-
ið birt. í henni segir, að saman-
lögð íbúatala heimsins sé 2800
milljónir.
Skýrsluna er að finna í „Demo-
graphlic Yearbook“ fyrir árið
1958. Hún tekur til 270 land-
svæða, þeirra á meðal allra sjálf-
stæðra ríkja og svö landsvæöa,
sem ekki hafa sjálfstjórn. í um-
ræddum fjórum löndum eru íbúa-
tölurnar eins og hér segir: Kina
640 milljónir, Indland 400 millj-
ónir, Sovétríkin rúmar 200 millj-
ónir og Bandaríkin rúmar 170
milljónir. Þar næst koma lönd
með yfir 50 milljónir íbúa i þess-
arli röð: Japan, Indónesía, Pakist-
an, Brazilía, Bretland og Vestur-
Þýzkaland.
„Demographic Yearbook" er
550 blaðsíður og er samin af hag-
stofu Sameinuðu þjóðanna. Frá
löndum, þar sem kleift hefir verið
að afla heimilda um þessi efni,
flytur bókin upplýsingar um stærð
landanna, íbúatöluna, fæðinga-
og dauðsfalla-skýrslur og skýrslur
um hjónabönd og hjónaskilnaði.
85 á mínútu.
Þegar litið er á hdiminn í heild
kemur í ljós, að fólksfjölgunin
hefir verið nokkurn veginn stöð-
ug síðustu sex árin, þ. e. a. s. 1.6
af hundraði eða 45 milljónir ár-
lega. Með öðrum orðum fjölgar
íbúum jarðarinnar árlega um
jafnmarga menn og byggja land
1 eins og Frakkland. 45 milljónir á
ári svara til 5000 á tímann eða 85
á mínútu.
Rúmur helmingur af íbúum
jarðarinnar býr nú í Asíu, og bú-
/izt er við því, að árið 2000 munu
um 60 hundraðshlutar af íbúum
heimsins eiga heima í Asíu. í Ev-
rópu eru nú aöeins 14 hundraÖs-
hlutar mannkynsins í Evrópu.
Verði þróunin framvegis svipuð
því, sem hún hefir veríð, verður
þessi hundraðshluti kominn niður
í 10 um næstu aldamót.
Sé sleppt „borgríkjum“ eins og
Monaco og Hongkong, þar sem
þéttbýlið er mlilli 2000 og 13.000
á ferkílómetra, þá er þéttbýlið
mest á eyjum eins og Möltu, Ber-
muda og Ermarsundseyjunum,
þar sem þéttbýlið er rúmir 500 í-
búar á ferkílómetra. Því næst
koma Holland, Mauritius, Belgía,
Formósa og Puerto Rico, sem
hver um sig hafa yfir 250 íbúa á
ferkílómetra.
Á hinum enda stigans eru land-
svæði eins og Spænska Sahara,
Grænland, Alaska og Ástralía, þar
sem að jafnaði býr einn maður á
ferkílómetra. Sé reiknað í álfum
er Evrópa þéttbýlust. Þar eru 84
íbúar á hvern ferkílómetra.
Oflugri barátta gegn smitandi
sjúkdómum og hœttulegu
drykkjarvatni.
Á þriggja vikna ársþingi sínu í
Genf gekk Alþjóöaheilbrigðis-
málastofnun S. Þ. (WHO) frá
fjárhagsáætluninni fyrir árið
1960. — Útgjöldin verða alls
16.918.700 dollarar. Umræðurnar
á þinginu snerust um tvö höfuð-
efni:
WHO mun auka fjárframlög
sín t'il læknisfræöilegra rannsókna
í
Síldarsöltun.
og ennfremur verður stofnunin
tengiliður milli vísindamanna um
heim allan. Verður lögð sérstök á-
herzla á að styðja það starf, sem
unnið er til að vinna bug á smit-
andi sjúkdómum. Voru lagðir
fram 500.000 dollarar til þessarar
baráttu.
Þá lagði stofnunin ríkt á við
aðildarríkin að gera allt sem hægt
væri til að tryggja íbúum þeirra
drykkjarvatn, sem ekki væri
heilsuspillandi. Er stofnunin
reiðubúin að senda tæknihjálp
eða ráðgjafa til ríkja, sem þess
óska.
Loks var rætt um þá staöreynd,
að bólusótt hefir á síðastliðnum
þremur árum herjað 56 lönd og
landsvæði, þrátt fyrir það að
hægt er að útrýma þessum sjúk-
dómi með bólusetriingu. Hvatti
stofnunin aðildarrikin til að hefja
víðtæka og raunhæfa baráttu gegn
þessari farsótt.
Á fundinum, sem var sótlur af
fulltrúum 82 landa, var samþykkt
að biðja dr. M. G. Gandau að
vera áfram framkvæmdastjóri
stofnunarinnar í þrjú ár eða fram
til 1963. Á hann að gefa svar sitt
fyrir 1. nóvember. Ákveðið var
að halda næsta ársþing einnig í
Genf. Heilbrígðismálaráðherra
Indlands fór þess á leit að árs-
þingið 1961 yrði haldiö í Nýju
Delhi.
Ölvuðum bílstjórum Ijölgar
í Kaupmaxmahöfn
Dýrt oð reykjo.
Árið 1958 voru 13 milljóna-
brunar í Noregi. Þeir kostuðu vá-
tryggingarfélögin 30 millj ónir
norskra króna. Sex af þessum
stórbrunum stöfuðu frá sigarettu-
reykingum, samkvæmt upplýsing-
um frá vátryggingafélögunum.
Það er stundum óvenjulega dýrt
gaman að reykja sigarettur.
v..ý L.-'
KAUPUM HREINAR
LÉREFTSTUSKUR
Prentsmið ja
Björns Jónssonar h.f.
Það er stundum látið í veðri
vaka, að þar sem áfengissala sé al-
gjörlega frjáls, sé allt í stakasta
lagi. Staðreyndirnar segja þó oft-
ast aðra sögu. í síöastliðnum maí-
mónuði tók lögreglan í Kaup-
mannahöfn 277 ölvaða bílstjóra
við akstur, og hefir slíkum afbrot-
um fjölgað mjög í seinni tið. —
Fyrstu 5 mánuði þessa árs voru
t. d. teknir 1000 bifreiðastjórar,
sem staðnir voru að ölvun við
akstur. Svona er það í hinni
dönsku höfuðborg.
Árið 1958 létu 13 manns lífiö í
Kaupmannahöfn vegna ölvunar
bifreiðastjóra, og af þessum 13
dauðaslysum voru það í flestum
lilfellum bilstjórarnir sjálfir, sem
létu lífið, eða 10 alls.
Blaðið Folket í Osló segir svo:
Var það áfengið, sem var or-
sök hótelbrunans í Stalheim?
Margt bendir til þess, og orsök
brunans virðist nú liggja mjög
Ijóst fyrir. Norskur fararstjóri er
grunaður um að hafa farið ógæti-
lega með sígarettu, og lögreglan
fullyrðir, að það sé hafið yfir all-
an efa, að bruninn hafi átt upp-
tök sín í herbergi þessa manns.
Það er einnig upplýst, að farar-
stjórinn var mjög ölvaður þetta
kvöld og nóttina, sem bruninn
varð. Fyrst drakk hann með 3 fé-
lögum sínum og síöar með ein-
um. Hann yfirgaf herbergið
klukkan hálf tvö um nóttina, en
skömmu síðar hvarf fararstjórinn
einnig úr herberginu. Eítir frá-
sögn annarra gesta, slangraÖi
hann síðan um anddyri og ganga
og var mjög ölvaöur. Fararstjór-
inn, sem verið hefir í stöðugum
réttarhöldum hjá lögreglunni,
neitar að hafa sýnt nokkra óvar-
kárni, sem hefði getað orsakaö
brunann. Hann viðurkennir þó,
að hafa drukkið áfengi.
í þessum bruna létust alls 24
menn. Af þeim voru 20 konur,
flestar amerískir ríkisborgarar.
Stalheimbruninn er einhver
mesta harmsaga sinnar tegundar,
sem gerzt hefir í Noregi um langt
skeið, og enn hörmulegri verður
þessi bruni, þegar það kemur í
Ijós, að áfengið stendur þarna á
bakvið.
(Frá Afengisvarnanefnd Ak.)
★----------------------★
Mvmm stórsiasast
/
i
Aðfaranótt sl. þriðjudags varð
alvarlegt bifreiðaslys á þjóðveg-
inum undan Hvammi í Norðurár-
dal (í Borgarfirði). Tvdir menn
úr Reykjavík, sem voru að koma
úr síldarvinnu á Siglufirði voru
þarna á ferð í blæjubíl (Buick).
Er þeir komu að brúnni yfir Litlu-
á rakst bíllinn í annan brúarstöp-
ulinn og kastaðist út af veginum
ofan í árfarveginn, sem var þar
þurr. Mölbrotnaði bíllinn, og
mennlirnir stórslösuðust. Sá
þeirra, sem bílnum ók, komst þó
lieim að Hvammi og vakti þar
upp, en liinn lá meðvitundarlaus
eftir í braki bílsins eftir vont höf-
uðhögg. Bílstjórinn hafð.i fengið
stýrið af því afli í brjóstkassann,
að 3 rif brotnuðu, og gekk blóð
upp úr honum. Læknir frá Borg-
arnesi kom á vettvang og gerði
að meiðslum mannanna til bráða-
birgða, en síðan voru þeir fluttir
í sjúkrahús á Akranesi. Björn
Pálsson sótti síðar þann mann, er
meira var slasaður og flutti í
Landakotsspítala. Hefir hann haft
litla meðvitund.
Blaðið hefir átt tal við Akur-
eyringa, sem farið hafa um slys-
staðlinn hjá Litluá, og telja þeir
verksummerki óhugnanleg og
furðulegt, að mennirnir skyldu
komast lífs af.
Auglýsið í íslendingi.