Íslendingur


Íslendingur - 06.08.1965, Blaðsíða 4

Íslendingur - 06.08.1965, Blaðsíða 4
ÍSLENDINGUR BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA f NORÐURLÁNDSKJÖRDÆMI EYSTRA Kemur út hvern föstudag. — Útgeíandi: KJÖRDÆMISRÁÐ. — Ritstjóri og óbyrgðar- maður: JAKOB Ó. PÉTURSSON, Fjólugötu 1, sími 11375. Auglýsingar og afgreiðsla: BJÖRGVIN JÚLÍUSSON, Helga-magra stræti 19, sími 12201. Skrifstofa og afgreiðsla í Hafnarstræti 107 (Útvegsbankahúsið) III. hæð (innst). Sími 11354. Opið kl. 10-12 og 13.30-17.30. Laugardaga kl. 10-12. Prentverk Odds Björnssonar h.f., Akureyri. Slæm afkoma ríkissjcðs 1954 EFTIR að blaðið fór í sumarleyfi sendi fjármálaráðuneytið frá sér greinargerð um afkomu ríkissjóðs á árinu 1964, og Jeiðir hún í Ijós, að greiðsluhalli var verulegur á árinu, er nam nál. 220 millj. króna, og er þess einnig getið í greinar- gerðinni, að samkvæmt reynslu fyrri árshehnings þessa árs, megi einnig gera ráð fyrir greiðsluhalla á þessu ári. Heildartekjur ríkissjóðs fóru árið 1964 313 millj. kr. fram úr áætlun, en útgjöld 588 millj. kr. Mismunur þeirra talna stafar af lækkun á geymdu innheimtufé, sem ekki telst til greiðsluhalla. Þess er getið, að tekjur af rekstri ríkisstofnana hafi orðið 47 millj. kr. undir áætlun, og er orsökin talin minnkandi sala á vindlingum ÁTVR, og vegna þess, að tekjuliður af því ríkisfyrirtæki hafi verið áætlaður djarflega. Aðrar orsakir greiðsluhallans eru þessar taldar helztar: Gjöld vegna laga um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins, vegna hækkaðra útgjalda almannatrygginga, en löggjöl varðandi hvorttveggja gekk fyrst í gildi, eftir að fjárlög fyr- ir árið höfðu verið samþykkt. Hækkun söluskattsins til að mæta þessum nýju útgjöldum hrökk ekki nærri því til. Þá hafa niðurgreiðslur og útflutningsuppbætur hækkað um 188 millj. kr., samgöngur á sjó (aðall. Skipaútgerð ríkisins) um 20 millj., og ýmsir aðrir liðir hækkað um milljónir, svo sem landhelgisgæzla, sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, fé- lagsmál, flugmál, dómgæzla og Alþingis- og stjórnafráðs- kostnaður. Hér er ekki rúm til að rekja langa talnalista, heldur aðeins bent á helztu orsakir hins mikla greiðslu- halla ríkissjóðs á sl. ári. Blöð stjórnarandstöðunnar og þá einkum Tíminn hafa rætt þessi mál í miklum umvöndunartón og telja þetta óskiljanlegt fyrirbæri í einhverjum mestu góðærum, sem við liöfum átt að mæta. Hafa þau talið. tekjuafganga ríkis- sjóðs það mikla, að óþárfi sé að liggja á þeim í stað joess að veita þeim út í atvinnulífið og til ýmiskonar fram- kvæmda. Hækkun söluskatts hafi verið alls óþörf og raunar bein hefndarráðstöfun ríkisstjórnarinnar gegn launþegum fyrir að hafa fengið launahækkanir. Mætti ætla, að vangef- in börn stýrðu pennum ritstjóranna að andstöðublöðum stjórnarinnar, svo órökvísar eru, kenningar þeirra um of- sköttun, fjársöfnun ríkissjóðs og þörfina á meiri útgjöldum hins opinbera, en Framsóknarflokkurinn hefur við af- greiðslu l'járlaga allt síðan hann datt úr stólum stjórnar- innar borið fram tillögur um hækkun ríkisframlags til flestra liða fjárlaganna og brotið upp á nýjum liðum, án Jress að bera nokkurntíma fram tillögu um tekjuöflun til að standa undir þeým útgjöldum, er liann vill auka ríkis- sjóði. F.f farið væri að óskum og kröfum Framsóknar mundi greiðsluhalli ríkissjóðs ekki nema 220 milljónum, heldur a. m. k. hálfum milljarði króna, og er þá varlega áætlað. Svo ábyrgðarlaus stjórnarandstaða mun vera óþekkt í öðr- um menningarríkjum F.vrópu, enda eru hinir eldri Fram- sóknarmenn óðum að snúast gegn málflutningi flokks- bræðranna á Alþingi og skrifum flokksblaðanna um fjár- mál og efnahagsmál. Það er enganveginn bjart í lofti nú í efnahagsmálum okk- ar og afkomu þjóðarbúsins. Skipstjórar síldveiðiskipanna halda til hafnar og hafast ekki að vegna óánægju yfir bræðslusíldarverði j)á dagana, sem aðal-söltunarsíldina var að fá á sumrinu. Síðan hefur síklin gert sitt verkfall. Mikl- ar launahækkanir kalla að sjálfsögðu á stóraukin ríkisút- gjöld. Kalskemmdir í túnum austanlands valda rýrnandi framleiðslu í heilum landsfjórðungi. Frost hafa Jregar á miðju sumri komið í veg f’yrir eðlilega kartöfluuppskeru í mörgum sveitum. Þjóðin ætti því að fara að skilja, að hún er enn að verulegu leyti háð duttlungum náttúruaflanna, þrátt fyrir alla þá tækni, sem nútíminn á yfir að ráða. ÞAÐ ER mikið talað um útsvör- in og þær stö.kkbreytingar, sem orðið hafa á útsvarsupphæðum manna á Jaessu ári, eftir hreyting- una á i'itsvarslöggjöfinni. Hér á Akureyri varð að leggja 15% of- an á stigann til þess að ná áætl- aðri útsvarsupphæð, — í Vest- mannaeyjum var slegið 36% af. Sumir einstaklingar ha:kkuðu um helming cða þrefölduðust í út- svari írá í fyrra. Aðrir lækkuðu verulega eða hurfu af skránni, þrátt fyrir hærri tekjur en árið á undan. Hér á Akureyri fækkaði útsvarsgjaldendum í hundraða- tali og í Reykjavík í þúsundatali, þótt fé>lkinu fjölgi árlega á báð- um stöðum. ER F.KKI eitthvað bogið við það að sleppa manni við útsvar, sem VlSNA BÁLKUR Sat einn yiir kaffibolla í 140 manna veitingasal: Hér er margt að heyra og sjá, lilusta ég eftir hverju orði, sem þeir eru að segja frá sveinarnir á næsla borði. Peli. Fegurðarkeppni. Á sýningu rollna hefi ég tröllatrú og tek bað fram, að þær má alls ekki banna. Um hitt má svo deila, hvort rétt sé að reka nú raunverulegar afkvæmis sýningar manna. Sami. Til vinar míns. Margs úr bernsku sárt ég sakna, sulti þá ég kynntist ei. Nú er máske mál að vakna, maðkað gerist lífsins fley. Vandist lítið vinahóti, var í bernsku meyr í lund. Oft í lífsins ölduróti átti ég þó glaða stund. Þessar stökur þér til gamans þiggðu frá mér, vinur kær. Þær eru aðeins þrjár til samans, þar af eru góðar tvær. Sami. Kvöld við Eyjafjörð. Glitra á legi gullin bönd, grætur fegin jörðin, seint á degi sólarrönd signir Eyjafjörðinn. R. G. Sn. Kunnur útgerðarmaður sagði hverjum sem heyra vildi, að hann hefði farið 4 sinnum „á höfuðið". Sigurður Þórðarson Laugabóli sendi honum eftirfar- andi afmæliskveðju: Barðist oft um frama og fé, fann og missti gróðann. Fjórum sinnum féll á-kné en fimmtu lotu stóð ’ann. Og svo ein úr sumarleyfinu: Ég hef alltaf ástundað eðli mínu samkvæmt að ætla að gera - guð veit hvað en geta ekkert framkvæmt. Peli. ætti að hera 1500 kr. eftir stiga, en bæta heldur 15% ofan á þanu, sem ber 2000 krémur? Með því að sleppa öllum liinum lægstu út- svörum, segjum á milli 1000 og 1500 kr., sleppa margir við litsvör, sem borið hafa Jiau árum saman, • ÖGN UM ÚTSVÖRIN UPPHÆÐIN HÆKKAR — GJALDENDUM FÆKK- AR • ENN UM „MATTHÍAS- ARKIRKJU“ • SKEMMDIR Á TÍMA- RITUM en nokkrum hluta þeirra jafnað niður á nágrannann, sem býr við mjiig svipaðar tekjur og ástæður. Því ekki að lofa manni að borga 1500 króna útsvar ef honum ber J)að eftir stiganum? Tel ég Jiað veilu í útsvarslöggjöfinni. MÖRGUM ókunnugum (og jafnvel nokkrum heima- miinnum) verður það stundum á að nelna Akureyrarkirkju Matt- híasarkirkju. og mun það stafa af fordæmi þinasar frá Hriflu, er eitt sinn gaf henni það heiti frá eigin brjósti. Akureyrarkirkja var á sínum tíma flutt innan i'tr Fjiir- unni út á höfðann vtpp af Torfu- nefi og byggð J)ar af mikilli reisn í nýjum stíl. Náfnaskipti fóru ekki fram á henni við jrennan flutn- ing, og vilji menn endilega kenna kirkjur við einhverja kennimenn, sem þjóna Jteim, gætum við alveg cins talað um PÉTURSKIRKJ- UNA á Akureyri, því að sr. Pétur mun lengst hafa þjémað í nýju kirkjunni og viljað veg henn- ar sept mestan og beztan. Við get- um þá einnig fengið Matthíasar- kirkju í Grímsey, Stefánskirkju á Völlum, Pálskirkju vestur í Selár- dal og Hallgrxmskirkju í Mikla- garði. Nei, lofið kirkjunum að heita sínum réttu nöfnum: Akur- eyrarkirkju, Grundarkirkju, Kaup- angskirkju, Saurbæjarkirkju og Jxeirn öllum hinum. En hitt er annað mái, þótt ný milljónakirkja, sem kannski <>11 þjóðin ásamt J)ví opinbera stendur straum af, sé kennd við mesta sálmaskáld þjóð- arinnar. En við höfum ekkert að gera með Brynjólfskirkju í Skál- holti, — þar sem hefur aðeins verið dómkirkja. VIÐ EIGUM hér Matthíasarhús með Matthíasarsafni og fáum væntanlega innan fárra ára að ganga um sali Amtsbókasafnsins í Mátthíasarbókhlöðu. Er ástæða til, að við kennum fleiri stofnanir við minningu skáldsins, þar senx í flciri horn er að líta, svo scm kunnugt er? Við rekum hér þrjú hús með söfnum í minningu skálda og rithöfunda, sem dvalið hafa lengri eða skemmri hluta æv- innar hér í bæ og brugðið ljóma yfir staðinn í hugum manna heima og erlendis. Enginn jx’eirra er j)ó barnfæddur Akurevringur. Eina skáldið, sem er i héxpi hinna þekktustu skálda og barnfætt á Akureyri er Kristján Níels Júlíus (Káinn), en inér er ókunnugt um, að nokkur stofnun eða lélags- skapur hafi hreyft hönd eða fót til að heiðra minningu hans hér, j)ótt ekki væri nema minnismerki á stærð við „I.itla sjómanninn". Kannske við athugum J)að næst. MJÖG ER ÞAÐ að færast í tízku, að tímarit efni til get- rauna í heftum sínum, en ráðn- ingar séu þvf aðeins teknar gildar, að þær séu klipptar út úr heftinu. Nærtækast er að nefna Fálkann, Vikuna og Samvinnuna með krossgátur sínar. Sá, sem eftir })essu fer, eyðileggur blaðið og getur ekki haldið því saman, jxált liann hefði kosið það. Það er eins og ])essi blöð reikni með því, ;xð enginn vilji um })au hirða, eftir að getraun þeirra hcfur verið ráð- in. Hví ekki að hafa slíkar get- raunir á götuðu aukablaði, án blaðsíðutals og autt að baki, svo að ekki þurfi að eyðileggja heft- ið, j)ótt ])að sé rifið úr? ATHUGASEMD Hr. ritstjóri: f BLAÐi yðar 19. júní þ.á. birt- ist smá grein, eftir hr. S. H. Steindórsson. í miðkafla þessar ar greinar, er komist þannig að orði, að ókunnugir kynnu að álykta svo, að upplýsingar og orð sem í greininni eru notuð væru frá mér komin. Svo er ekki, ég viðhafði ekki orð eins °g — „gróðabrall Skagfirðinga“ „snærisdræsur", plankar fljót- andi á sjónum“ og „snúa fugl- inn úr hálsliðnum við þóknan- lega hentugleika11. Þá mótmæli ég j)ví að mér hafi orðið skraf- drjúgt um veiðiaðferð þessa. Af j)eim tíma sem fór til þess að lýsa eyjunni og örnefnum henn ar, eyddi ég um einni mínútu til að fræða ferðamannahópinn um að flekaveiðin mundi vera gömul, og því til staðfestingar vitnaði ég í orð Hallgríms heit- ins Péturssonar í tólfta passíu- sálmi 9 versi — „sem fugl við snúning snýst sem snaran held ur“ og þar sem Hallgrímur var uppi á seytjándu öldinni, en þessi tilvitnuðu orð bentu ó- tvírætt til þess að hann hefði haft kynni að þessari veiðiaðferð enda fæddur og uppalinn á Höfðaströndinni, sönnuðu þau að veiðiaðferðin væri minnst 300 ára gömul, en sennilega eldri. Með þökk fyrir birtinguna. Albert Sölvason. LESENDUR! Verzlið að öðru jöfnu við þá, sem auglýsa í blaðinu ^ ÍSLENDINGU3I

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.