Íslendingur


Íslendingur - 06.08.1965, Blaðsíða 7

Íslendingur - 06.08.1965, Blaðsíða 7
7 MESSAÐ í Akureyrarkirkju á sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h. Sálmar nr. 64, 367, 114, 314, 408. — P. S. FÍLADELFÍA, LUNDARGÖTU 12. Mr. Gordon Cove er ensk ur trúboði. Hann hefur ferð- ast víða um lönd með fagnað arerindið, bæði um Afríku, Ameríku og Norðurlönd. Mr. Gordon er ágætur ræðumað- ur. Kona hans er með honum. Hún syngur e'insöng. — Mr. Gordon og frú tala og syngja væntanlega á samkomum hér í Fíladelfíu n.k. föstudag, laug ardag og sunnudag, kl. 8,30 hvert kvöld. — Allir eru hjart anlega velkomnir. (Okeypis aðgangur). — Fíladelfía. BINDINDISFÉLAG ökumanna kallar meðlimi sína til fund- ar að Bjargi n.k. mánudags- kvöld 9. ágúst kl. 8,30 e.h. — Framkvæmdastjóri B. F. Ö. Reykjavík Ásbjörn Stefáns- son mætir á fundinum Einnig fulltrúi frá bifreiðaeftirlitinu. — Myndir vei'ða sýndar og gott kaffi á boðstólum. — Not ið gott tækifæri B. F. Ö. félag ar. Nýjir félagar velkomnir. Stjórnin. FIMMTUGUR varð 4. þ. m. Ól- afur Sigurðsson yfirlæknir iyflæknisdeildar Fjórðungs- sjúkrahússins. SEXTUGUR varð 3. þ.m. Eirík- ur G. Brynjólfssón fram- kvæmdastjóri Heilsuhælisins í Kristnesi. SEXTUGUR verður n.k. sunnu dag (8. ágúst) Kristinn Fr. Jakobsson bóndi á Espihóli Eyjafirði. ÁTTRÆÐUR varð í gær Loft- ur Guðmundsson frá Þúfna- vöhum, umsjónarmaður filmu deildar Amtsbókasafnsins. FRÁ 1. ÁGÚST KOSTAR HVERT EINTAK AF ÍS- LENDINGI 4 KRÓNUR í LAUSASÖLU. Árgjaldið ó- breytt (150 kr.). BÆNDADAGUR EYFIRÐ- INGA verður að Laugarborg á sunnudaginn og hefst kl. 2 e.h. UMSE og BSE standa að honum sem áður. Dagskrá verður fjölbreytt, svo sem aug lýsingar bera með sér, (þ. e. í Degi og Alþ.m.!) — Eyvindi duggusmið reist minnismerki (Framhald af blaðsíðu 1). brotið dugguna í mannskaða- veðri, miðvikudaginn fyrir far- daga 1717, og komizt í land við iilan leik, með hásetum sínum öllum, nema einum, sem ekki vildi fara til lands. Sú sögn er réttari, því Eyvindur lifði leingi eftir það. Hann kvæntist dóttur Sæmundar í Stærra-Árskógi, og reyndist honum vel í bar- smíðis- og illyrðamáli, sem hann hafði lent í við Finnboga bónda Jörundssonar í Hrísey. . . .“ Ný sending. MÁRKAÐURINN Sími 11261 Gjalddagi blaðsins er 1. júní. Síðastliðinn laugardag voru gef in saman í Akureyrarkirkju ungfrú Hugrún Hólmsteinsdótt ir og Stefán Bjarnason úrsmið- ur. — Heimili þeirra er að Byggðavegi 111, Akureyri. Laugardaginn 31. júlí voru gef- in saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú María Val- gerður Karlsdóttir og Pétur Haf steinn Guðlaugsson bifvélavirki —.Heimili þeirra er að Hverfis götu 58A Reykjavík. VIÐ undirrituð í stjórn Hólalé- lagsins, sem stofnað var 16. ágúst 1964 á Hólum í Hjaltadal, viljum liér með vekja athygli alþjóðar á lielztu stefnuskráratriðum félags- ins, sem minnzt hefur vcrið áður á í fréttatilkynningum s.l. sumar. Plólafélagið er félag allra lands- manna, og hlutverk þess er að beita sér fyrir samtökum meðal þjóðarinnar um eflingu Hólastað- ar á sem víðtækustu sviði. Skal höfuðáhérzla lögð á endurreisn biskupsstólsins á Hólum og efl- ingu Hóla sem skólaseturs. Stjórn félagsins minnir á þá staðreynd, hve gífurlega vaxandi og aðkallandi þörl Islendinga er íyrir æðri menntastoínanir þegar á næstu árunt. ller sérstaklega þrennt til. 1) Mannfjöldi á Islandi eykst nn svo hröðum skrefum, að gert er ráð fvrir því, að um næstu aldamót verði tala landsmanna orðin fjögur hundruð [íúsund. Sú tala tvöfaldast síðan væntanlega á urn það bil þrjátíu árum, ef engin sérstök át'öll henda. 2) Kröfur nýs tíma kalla á meiri fjölbreytni og nýja uppbyggingu ýmissa atriða í framlialdsmenntun æskunnar, m. a. þeirri, er stéfnir að háskóla- námi, og ber kirkjunni að eðli- legum lrætti skylda til, nú eins og forðum, að leggja liönd á plóginn I skólamálum, eftir því sem þörf þjóðarinnar krefst, — og þá ekki sízt á hinum fornhelgu mennta- setrum þeirra tveggja biskups- stóla, sem störfuðu hlið við hlið að menningarmálum þjóðarinnar lengst af, eða frá því skömmu eft- ir að kristni var lögtekin og til aldamóta 1800, þegar það hrapa- lega misferli var framið á ein- hverjum mestu hörmungartímum, sem yfir landið hafa gengið, að leggja þá niður ásantt skólum stað anna. Með sérstöku tilliti til [tess, sem hér liefur verið sagt um öran vöxt þjóðarinnar, er auðsætt, að ntjög nauðsynlegt er að hafa vel grund- vallaðan viðbúnað til að mæta vaxandi [x'irf á sviði almenns kirkjustarls í framtíðinni, og mun íslendingunt þykja vel íara á því að knýta um leið menningárþræði sögunnar á þann hátt, að báðir biskupsstólarnir verði endurreist- ir innan skannns. Verða J)á bisk- upar þrír I landinu. Þeir munu allir hafa ærin störf að vinna, og í SLENDINGUR fæst í Hreyfilsbúö- inni við Kalkofns- veg, Reykjavík. Maðurinn minn, STEINGRÍMTJR G. GUÐMUNDSSON, vélsm íðameistari, lézt að heimili sínu, Strandgötu 23, Akureyri, 1. ágúst sl. — Jarðarförin fer frarn frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 10. ágúst kl. 2 e. h. — Blórn vinsamlegast af- þökkuð. Lilja Valdimarsdóttir. tSLENDINGUR afélaginu ci síður þótt safnaðarstarf og ann- að leikmannsstarf aukist að mikl- um mun frá því, sem nti er. Hólahátíð skal lialda árlega í samvinnu við Hólanefnd. Sé hún um sautjándu helgi sumars, ef því verður við komið. (Úr jréttatilkynningu). Sólskinsdagur í bænum (Framhald af blaðsíðu 8). nokkrum hestöflum. Allsstaðar má sjá hálfþurra og alþurra töðu á túnum og grasflötum garðsins, og gamal- kunnan ilm leggur fyrir vit. — Hvað skyidu fást mörg kýrfóð- ur úr Lystigarðinum? Eg held göngunni áfram. Við eitt jurtabeðið í grasgarðinum standa roskin hjón, erlend, og stafa sig fram úr letrinu á nafn spjöldunum. Hvort skyldu þau nú skilja latnesku heitin eða ís lenzku betur? Eg dvel ekki lengi í garðinum. 1 Vil ekki eyða löngum tima en koma víðar. Og yfirgef svo þessa Paradís Akureyrar með lauslegu loforði um að heim- sækja hana síðar, þegar veður gefur ekki öllu verra, en færra er um manninn þar, því að inn an um fjölmenni nýt ég ekki jafnvel að skoða einstakar urtir og annað, sem garðurinn býr yfir. Þá varð mér gengið upp á tjaldstæði bæjarins á Sundlaug artúninu. Var þar margt tjalda, og lágu tjaldbúar víða í sólbaði úti fyrir tjaldskörinni. — Tjöld voru margvísleg að gerð, sum í furðulegum sniðum og af mis- munandi stærðum og litum. -— Nokkrir ungir menn reyndu krafta sína á strengnum, sem lagður er kringum . svæðið til afmörkunar. Að öðru leyti lítil hreyfing á tjaldgestum. Eg gekk þá upp að hinu nýja snyrtingahúsi, sem bærinn tók í notkun í sumar. Hafði þar tal af gæzlumanni, er kvað yfir 20 tjöld vera á svæðinu, en þau hefðu verið a. m. k. tvöfalt fleiri um nóttina. Margir hefðu tekið sig upp um morguninn og hald ið lengra austur á bóginn. í húsinu er rúmgott og vist- legt gæzlumannsherbergi, þar sem vel sér yfir tjaldstæðin, og þar eiga tjaldgestir kost á því að síma. Snyrtiherbergin tvö eru og rúmgóð og björt með handlaugum og salernum, spegl um og öðru því, er til þykir þurfa. Loks lá leið mín fram hjá sundlauginni, en á stöllunum norðan við hana voru um 50— 60 börn að sóla sig. Allsstaðar var sumar og sól, sem yngsta kynslóðin naut af hjartans lyst, og hvaða kynslóð hefur meiri þörf fyrir hvort tveggja? J. Þýzka flutningaskipi'ð, sem klofnaði á Kotflúð við Raufar- höfn í fyrra (Susanne Reith), en Björgun hf. eignaðist síðan, sett saman og siglt til Reykja- víkur. Hópur væntanlegra bandarískra tunglfara kemur til íslands og kynrtir sér landslag við Oskju, sem vísindamenn vestra telja ekki ólíkt og vera muni á tungl- inu. Sr. Jakob Kristinsson fyrrv. fræðslumálastjóri andast í sjúkrahúsi í Reykjavík, kominn á níræðisaldur. Varðskipið Þór tekur brezkan togara að meintum veiðum í landhelgi. Málinu lokið með réttarsætt. Mikið tjón á húsum og öðrum verðmætum verður í Hafnar- firði, er eldur kemur upp í neta- geymslu á Hvaleyrarholti, og á trésmíðaverkstæði Birgis Ágústs sonai' í Reykjavík á sama sólar- hring. Magnús Guðmundsson golf- og skíðakennari frá Akureyri verð ur íslandsmeistari í golfi í 4. sinn. Átján ára piltur, Viktor Gunn- laugsson, fellur fram af svölum á húsi í Reykjavík og bíður bana. Einar Magnússon yfirkennari skipaður rektor við gamla menntaskólann í Rvík en Guð- mundur Arnlaugsson yfirkenn- ari við hinn nýja, sem er í bygg ingu. Ungur maður úr Reykjavík, — Gunnar Leósson tæknifræðing- ur, drukknar við laxveiði í Hvít á í Borgarfirði. Mun hafa orðið fótaskortur í þungum straumi. Síldveiðibáturinn Bjöm Jónsson úr Reykjavík sökk á síldarmið- um við Hrollaugseyjar 20 mín. eftir að vart varð við ákafan leka í bátnum, en báturinn var 105 tonn. Mannbjörg varð. Næturfrost gerir aðfaranótt 26. júlí. Sá eftir það víða á kartöflu grasi í uppsveitum norðaustan- lands. Fjárhús og heylilaða stórskemm ast af eldi að Hjarðarfelli í Mikl holtshreppi á Snæfellsnesi. — Einnig eyðilagðist allmikið hey af eldi og vatni. Vísitala framfærslukostnaðar reynist óbreytt frá júnívísitölu, eða 171 stig. - í ÞAKKARSKULD (Framhald af blaðsíðu 5). sproti ógæfunnar hefur slegið svo áiakanlega, sem raun ber vitni, er maður stendur and- spænis fávita. 100 króna hlutur í þessari fjár söfnun gæti þó talizt vottur þakklætis fyrir þá hamingju, að standa ekki sjálfur í fávitans sporum. Jóhannes OIi Sæmundsson.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.