Íslendingur


Íslendingur - 06.08.1965, Blaðsíða 1

Íslendingur - 06.08.1965, Blaðsíða 1
! í i í tilefni af þessu kirkjuaímæli bárust Laufáskirkju margar gjaf ir, bæði kirkjulegir munir og peningaupphæðir. Minnisvarðinn afhjúpaður að Karlsá síðastl. sunnudag að viðstöddu f jölmenni SVEINBJÖRN JÓNSSON byggingamcistari og þúsund þjala smiður, sem flcstum núlifandi fslendingum framar hefur barizt fyrir varðveizlu gamalla minja, svo sem Minjasafnið á Akureyri hefur notið mikils góðs af, hefur gengizt fyrir því, að fyrsta þil- skipasmiðnum á íslandi væri reist minnismerki á þeim stað, er skipið var byggt, en það var á Karlsá á Upsaströnd, skammt norð- an við kauptúnið í Dalvík. Var efnt til sérstakrar athafnar að Karlsá s.l. sunnudag í sambandi við afhjúpun merkisins, og sótti hana fjöldi manns, sumir langt að komnir, þótt víða væru manna- mót annarsstaðar þenna dag. Margar ræður voru fluttar við þessa athöfn, en þar í var m. a. kaffiboð á Dalvík, og flutti Snorri Sigfússon fyrrv. skólastj. þar erindi um Eyvind duggu- smið. Fyrirtækið Ofnasmiðjan h.f. í Reykjavík, sem Svein- bjöm stofnaði og er enn hlut- hafi í, lét gera merkið og af- henti það Dalvíkurhreppi að gjöf. Sonur Sveinbjarnar, Björn sem er einn af gefendum, stjórn aði athöfn þessari. Á innsíðu blaðsins í dag er birt ávarp Sveinbjarnar Jónssonar við at- höfnina, og skýrir hún sögu málsins. EYVINDUR DUGGU- SMIÐUR. í þjóðsögum Ólafs Daviðssonar (1895) er þáttur af Eyvindi duggusmið eftir handriti Þor- síeins Þorsteinssonar frá Ups- um. Hefst hann á þessum orð- um: DÁVlÐSHÚS var opnað til sýnis almenningi 1. þ.m., og hefur Kristján Rögn valdsson verið ráðinn umsjónar maður hússins. Verður húsið op ið fyrst um sinn kl. 3—5 síðdeg is. Húsnefnd skipa Stefán Stef- ánsson bæjarverkfr. Stefán Reykjalín byggingameistari og Þórarinn Bjömsson skólameist ari. EYVINDI DUGGUSMID REIST MINNISMERKI „Jón hét maður. Hann bjó á Kallsá á Upsaströnd, seint á 17. öld. Við hann eru kendir Jóns- 100 ára kirkjuafmælis minnzf Kirkjunni bárust margar góðar gjafir Á 100 ára afmæli Laufáskirkju sl. sunnudag var haldin þar há- tíðleg athöfn, en áður höfðu far ið fram verulegar umbætur á kirkjunni. Sótti þangað fjöldi fólks víðsvegar að, m.a. forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirs- son. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, og sókn arpresturinn á staðnum, sr. Jón Bjarman, önnuðust guðsþjón- ustu. brunnar á Kallsái'bökkum. Hann átti son, er Eyvindur hét, og var kallaður duggusmiður eða duggu-Eyvindur. Eyvindur var snemma efnismaður og lá honum alt í augum uppi. Hann færðist margt í fáng, sem þá var ótitt, og samdi sig mjög að siðum fornmanna. Hann bjó t. a. m. sundpoll í slétta grund fyrir sunnan og neðan Kallsáf- tún, og lærði þar sund tilsagn- arlaust. Þar er nú djúpur gras- bolli, er pollurinn var, og er hann almennt kallaður Eyvind- arpollur. . . . “ Síðar í þættinum segir frá einni sjóferð Eyvindar: „Duggu-Eyvindur var eins glöggur og aðgætinn á sjó og hann var djarfur. Einu sinni sigldi hann duggu sinni inn Eyjafjörð í blindöskubyl, svo að ekkert sá út fyrir borðið. Sker er utarlega í firðinum, norður af Hrísey. Það er nefnt Hrólfs- sker. Alt í einu segir Eyvindur: „Hvorum megin skersins ætli að við séum nú, piltar?“ En í þessu bili rann skipið rétt við boðana austan til við Hrólfs- sker. Það er mál manna, að dugga Eyvindar hafi ekki orð- ið lángær, og hafi hann siglt hana sundur undir sér í ofsa- veðri, í nauðbeit, segja sumir að hann hafi þá íarizt, en Jón Espólín segir, að hann hafi | (Framhald á bls. 7). SUMARLEYFISFERÐIR um Snæfellsnes fara árlega vax- andi. Hér á myndinnj scr yfir Stykkishólm frá barnaskóla kauptúnsins. Ljósm.: K. Hjaltason. Góð héraðsmót Sjálfsfæðismanna NU um síðustu helgi efndi Sjálfstæðisflokkurinn til þriggja liér- aðsmóta hér í Norðurlandskjördæmi eysíra, sem öll voru mjög fjölmenn og tókust hið bezta. Á Akureyri voru frummælend- ur Magnús Jónsson fjármálaráð herra, Jónas G. Rafnar alþm. og Gunnar G. Schram ritstjóri, en mótinu stjórnaði Gísli Jónsson menntaskólakennari. í Skjól- brekku í Mývatnssveit voru frummælendur Magnús Jónsson ráðherra, Bjartmar Guðmunds- son alþingismaður og Hörður Sigurðsson viðskiptafræðingur, en mótinu stjórnaði Þórhallur Snædal bæjarfulltrúi á Húsa- vík. í Skúlagarði í Kelduhverfi voru frummælendur Magnús Jónsson ráðherra, Jónas G. Rafnar al^ingismaður og Magn ús Stefánsson bóndi í Fagra- skógi. Um skemmtiatriði milli ræðu halda sá hljómsveit Svavars Gests og lék fyrir dansi, sem stig inn var á eftir. — Sem fyrr segir tókust-mótin hið bezta, og var húsfyllir á öll um stöðum. íslendingur skákm. Norðurlanda Freysteinn vann á hagstæðari stigatölu NORÐURLANDAMOT í skák er nýlega afstaðið, og lauk því með naumum sigri íslendings- ins Freysíeins Þorbergssonar, en hann hafði jafna vinninga- tölu og fyrrverandi Norðurlanda meistari, Sven Johannessen (al- þjóðlegur meistari), en báðir voru með 9 vinninga, er keppn- inni lauk. Tefldu þeir þá tvær skákir til úrslita, og unnu þeir sína hvor, en vegna stigatölu í keppninni varð Freysteinn hlut skarpari. SA FJÓRÐI ÍSLENZKI Freysteinn er 4. íslendingurinn, sem vinnur þennan titil. Hinir eru Baldur Möller, Friðrik Ól- afsson og Ingi R. Jóhannsson. Ekki leit út fyrir, framan af keppninni, að úrslitln yrðu slík, en Freystemn sótti mjög á, er á keppnina leið, og mun þessi ó- vænti sigur væntanlega hleypa nýju fjöri í skáklíf okkar, sem stundum gengur í öldum eins og aðrar íþróttir. STEINGRIMUR G. CUÐMUNDSSON vélsmíðameistari varð bráð- kvaddur sl. mánudagsmorgun. Þessa mæta borgara mun síðar verða niinnzt hér í blaðinu. FRÁ Laufási við Eyjafjörð. Þar var 100 ára atniælis kirkjunnar minnzt s. 1. sunnudag við fjölmenna og hátíðlega athöfn. 51. ÁRGANGUR . FÖSTUDAGUR (i. ÁGÚST 1965 . 28. TÖLUBLAÐ

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.