Íslendingur


Íslendingur - 06.08.1965, Blaðsíða 5

Íslendingur - 06.08.1965, Blaðsíða 5
Ávarp Sveinbjarnar Jónsscnar við afhjúpun minnismerkis um Eyvind duggusmið 1. ágúst HERRA ráðuneytisstjóri iðnað- armála. Góðir boðsgestir og aðr ir viðstaddir vinir! Verum öll velkomin á þennan fagra stað við Eyjafjörð og forn fræga: Kai’lsá; landnámsjörð Karls rauða, hins norska úr Naumdal. Eg geri ráð fyrir að allir vita um tilefnið, en tel mér skylt að gera grein fyrir því með örfáum orðum. Eg vissi lítið um Eyvind duggusmið fyrr en bók Krist- mundar Bjarnasonar rithöfund- ar á Sjávarborg um Þorstein á Skipalóni kom út fyrir 4 árum. Þar er hans getið í iðnaðarþætti bókarinnar sem forustumanns í skipasmíði hér á landi, fyrsta tug 16.. aldar. Hann varð eftir- maður Jóns föður síns Bjarna- sonar í báta- og skipasmíði hér við naustin á Karlsá, og réðist ungur í að smíða haffæra duggu að fyrirmynd hollenzkra fiski- manna, sem hér stunduðu veið ar seint á 17. öld. Mér fannst strax Eyvindur og dugga hans sérlega athyglis- verð. Stutt útvarpserindi Snorra Sigfússonar, sem hann flutti um líkt leyti, jók mjög á það sem komið hafði í hag minn: Ber ekki að merkja þennan stað, við nýja veginn til Ólafsfjarðar, og minna á skipa- og bátasmíðastöð ina hér við naustin, og ofurhug- ann og snillinginn Ey vind duggu smið? Þar sem hér var um afrek í iðnaði að ræða fyrir 250 árum, fannst mér sjálfsagt að iðnaður nútímans annaðist þetta, og að tilvalið væri að gera merkið úr ryðfríu stáli. Eitt af fyrstu verk efnum Ofnasmiðjunnar úr því efni, var fyrir 16 árum, turn- spírurnar á sjálfa Akureyrar kirkju. Virðast þær hafa staðist prýðilega sjávarloftið, og af vís indalegum athugunum síðustu ára erlendis, berast góðar frétt ir um ágæti 18/8 stálsins. Við nána athugun þótti mér ekki ástæða til að kalla fleiri að ' ila til þessara framkvæmda, og nú eru rúm 2 ár liðin, síðan ég gerði fyrsta rissið af því merki, sem hér stendur, hulið hvítum blæjum. Ég leitaði erlendis og hérlend- is að myndum og upplýsingum um hvernig hollenzkar duggur 17. aldar, hefðu litið út undir fullum seglum. Loks fékk ég óskir mínar uppfylltar hjá Páli Ragnarssyni, fulltrúa Hjálmars Bárðarsonar skipaskoðunar- stjóra. Hann samræmdi lag og línur þeirrar duggu úr ryðfríu stáli, sem ykkur á, eftir augna- blik, að sýnast sigla á öldum hafs fyrir fullum seglum, og , líkjast duggu Eyvindar. Þegar | hér var komið málinu stóð ekki á stjórn Ofnasmiðjunnar að samþykkja framkvæmd verks- ins á fyrirtækisins kostnað og ákveða að afhenda það til eign- ar og umsjár lyeppsnefnd Dal- víkur. Tilgangur merkisins er sá að minna þá sem um veginn fara, og raunar alþjóð á það, að ís- lendingar hafa verið dugmiklir hagleiksmenn frá landnámstíð, einnig við báta- og skipasmíðar, þó fátækt og næstum allsleysi Sveinbjörn Jónsson þjakaði þjóðina. Einnig þykj- umst við með þessu hafa skráð á varanlegt efni á réttum stað, nafn þess manns, sem einstakt afrek vann í skipasmíðaiðninni við erfið skilyrði, fyrir mörgum mannsöldrum. Að sjálfsögðu verða skiptar skoðanir urn hversu vel hefur tekizt um framkvæmdina og hve áhrifarík hún reynist til að vekja hug manna um getu og gildi iðnaðar á íslandi, fyrrum og framvegis. Eitt er víst að þjóðin þarf að eiga góð skip og traust, og getur smíðað þau sjálf, að vissri stærð þó, ef rétt- látlega er að skipasmíðinni bú- ið. Hollenzkir fiskimenn studdu - LEIKSÝNING (Framhaid af bfaðsíðu 81. hann og sterkur. Róbert Arn- finnsson í hlutverki manns hennar gaf frú Helgu þó lítt eftir, og telja verður leik ungu hjónanna, Gísla Alfreðssonar og Önnu Herskind vel af hendi leystan, þótt þau hafi ekki í fullu tré við frúna í húsinu. Þar sem þindarlaus nætur- drykkja og grófar athugasemd- ir einkenna leik þenna, hefur hann ekki verið sýndur börnum, og verður að taka tillit til slíks, þegar aðsókn er metin. Þjóðleikhúsið og leikflokkur þess eiga fyllsta þakklæti skil- ið fyrir að hafa gefið okkur kost á að sjá þenna rismikla leik. Eyvind í fátækt og erfiðleikum til smíðis haffærrar duggu sinn ar. Á þessum tækni- og sam- keppninnar tímum ættu inn- lend stjórnarvöld að búa réttlát lega að skipasmíðinni. Mundi hún þá lyfta Grettistaki, eins og Eyvindur duggusmiður forðum. Til að minna aldna og óborna á þennan tilgang okkar, höfum við látið grópa í stálflötinn sem að veginum snýr þessar setn- ingar: Hér við naustin á Karlsá var mikil skipa- og bátasmíðastöð á 18. öld. Stærst og frægast var haffært skip með hollenzku lagi. Yfirsmiður og eigandi var Ey- vindur Jónsson duggusmiður f. 1678 d. 1746. Duggan fórst við land í ofviðri 1717. Á þann flöt, sem að hafinu veit er mótuð þessi ferskeytla sem getur verið ort af hvaða góðskáldi þjóðarinnar sem er: Meðan íslenzkt flýtur far, og fornar sagnir geymast, afrek Duggu-Eyvindar aldrei munu gleymast. Og svo að forvitnir vegfar- endur geti fengið að vita deili á hver lét gera, og hverjir önn- uðust furðuverk þetta hefur verið greypt smáu letri neðst á á bakflötinn: Minnismerki þetta gerði og gaf H.f. Ofnasmiðjan í Reykja- vík 1965. Gerð þess og lögun önnuð- ust Sveinbjörn Jónsson, fram- kvstj. og Páll Ragnarsson, full- trúi skipaskoðunarstjóra ríkis- ins. - TÓFÁN SKÆÐ í SAUÐLÖNDUM (Framhald af biaðsíðu 8). er eru afréttarlönd Jökuldals og Fljótsdals mjög víðlend og algerlega ófært að leita þar grenja til hlýtar. Á undanförn- um árum hefir hins vegar tek- ist að drepa ailmikinn fjölda dýra þar á eitri, en viðkoma tófunnar er á þessum sióðum gífuriega mikil. Bændur austur þar svíður sárt að fá ekki að gera allt sem fært er til að halda þessum vá- gesti í skefjum. Þarna er engan örn að vernda, og mörgum mun finnast, að ekki séu of mikiar tekjur bænda af búum þeirra, þótt menn verði ekki fyrir tug- þúsurjda tjóni af völdum lág- fótu. Benda má á, að tjón bónda þess, sem um getur í fyrrneftidri fregn mun nema um fjörutíu þúsundum króna. Getur hver litið, í eigin barm, að hann mundi muna um 40 þús. króna hreinann tekjumissi, þegar búið er að hafa allan kostnað af vetr- arfóðrun og undirbúningi tekju- öflunarinnar. I ÞAKKARSKULD ÞEGAR ég hef verið að bjóða mönnum happdrættismiða Styrktarfélags vangefinna, hafa sumir afþakkað og nokkrir lagt fyrir mig spurningar, sem benda til þess að almenningur sé harla fáfróður um þá starfsemi, sem hafin er fyrir nokkrum ár- um og miðar að umbótum á meðferð þess fjölda fólks, sem einu nafni nefnist vangefið, þ. e. fávitar og örvitar (og fjölmörg stig þar á milli). Tel ég réttast að svara þessum spurningum opinberlega, svo að fleiri hafi gagn af. Spurningarnar hafa einkum verið þessar: a. Hvers vegna er verið að safna fé hjá almenningi til styrktar vangefnu fólki? Ber ekki hinu opinbera (ríkinu) skylda til að kosta allt þess konar? b. Hvað er gert við þetta söfn- unarfé (andvirði happdrætt- ismiða, merkja, o. fl.) ? Menn veroa ekki varir við neinar framkvæmdir, a. m. k. ekki hér nyrðra? c. Er þeíta svonefnda vangefna fó!k stór eða lítill liópur, t. d. hér á Akureyri og í ná- grenni? d. Hvers vegna eru þessir happ drættismiðar aðeins fyrir bíl- stjóra eða bílaeigendur? S V Ö R : a. — b. Vissulega á þetta fólk skýlausan rétt á stuðningi og forsjá opinberra aðila, jafn- vel þeim mun fremur en aðrir, sem það er vanmáttugra til sjálfsbjargar en nokkrir aðrir þegnar þjóðfélagsins og er heim ilum sínum og nánustu vanda- mönnum þyngri og hættulegri byrði en flest annað. — En hvað hafa hinir allsráðandi forsjár- menn þjóðfélagsins gert fyrir þetta vesalings fólk? Lítið, óhætt að segja, ef það er þá nokkuð, nema það sem áhuga- menn og samtök þeirra hafa knúið fram. Þess vegna er til orðið félag nokkurra manna hér á Akureyri, til þess að vekja áhuga fyrir málstað þeirra, sem bágast eru staddir allra þeirra, sem bógt eiga, en það eru van- gefnir menn og nánustu vanda- menn þeirra, sem lengst af mega einir heyja vonlausari og þyngri baráttu en allir aðrir. Eftir sex ára viðleitni þessa fá- menna félags er nú að hilla und ir fyrsta áfanga þeirra fram- kvæmda, sem fyrirhugaðar eru: hælisbyggingu hér á Akureyri. En margs fleira þarfnast mál- efnið en dýrrar og fullkominn- ar hælisbyggingar. Sérmennta þarf starfsfólk, kaupa þarf fjölda tækja og byggja upp margs konar aðstöðu fyrir vangefna fólkið, m. a. til kennslu og ýmis- konar vinnubragða, fjölbreyttr- ar þjálfunar, hjúkrunar og lækn ingatilrauna, allt eftir því hvað á við hvern einstakling. Auk hælis í venjulegum skilningi, vantar svo sérstakan heima- vistarskóla fyrir þá, sem eru á þeim mörkum, að teljast van- gefnir, mjög tornæmir, eða mjög seinþroska, svo að þeir þurfi ekki að vera sér og öðr- um til armæðu og tjóns á öðr- um kennslustöðum. — í Reykja vík hefur Stf. vangefinna þar komið upp ágætu dagheimili, sem er alltaf yfirfullt af van- gefnum börnum. Áhugamenn í kennarastétt þar hafa um ára- bil staðið að hjálparbekkja- starfsemi við barnaskólana. Hvorugt hefði í framkvæmd. komizt, ef sérstakra áhuga- manna hefði ekki við notið, og hvorugt mun komast á hér nyrðra, nema ötullega verði fyr ir því barizt og miklu fyrir það fórnað. Tel ég þá að nokkru svarað fyrstu tveim spui'pingunum. c. Erfitt er að segja ákveðnar tölur um fjölda vangefins fólks i landinu. Um 200 manns hefur nú aðsetur og umönnun á hælunum, sem fyrir eru (Kópa- vogi, Skálatúni) og 30 vist- manna hæli er í byggingu. Miklu stærri er þó sá hópur, sem bíður eftir hælisvist. Og hér við Eyjafjörð og í næstliggj- andi héröðum eru sennilega um 60 fávitar í heimahúsum, og sumir þeirra ægilega illa stadd- ir (Akureyri meðtalin), þar af mörg börn á ýmsum aldri, sem kynni að mega þjálfa uþp í að geta sitt af hverju, ef þau hlytu rétta meðferð um margra ára skeið, og hægt væri að taka þau ung til þjálfunar á þann hátt, sem nútímavísindi og erlend reynsla hafa prófað með árangri. Hælið, sem verið er að teikna fyrir okkur Norðlendinga og vei’ður fyrir 30 vistmenn, mun því fyllast strax á fyrsta og öðru starfsári. d. Happdrættismiðarnir, sem ég er að selja fyrir hælisbygg- inguna, eru að vísu með ein- kennisstöfum bifreiða, en allir munu sennilega geta fengið keyptan miða, sem óska þess, svo margir afþakka sín númei’. Auk þess eru eyður í skráð númer umdæmisins (nokkur hundruð) og nokkrir aðrir auka miðar (umdæmisbókstafslaus- ir). Góðir Akureyringar og nær- sveitamenn! Takið þátt í bar- áttunni fyrir málstað hinna van máttugustu í hópi meðbræðr- anna, ekki sízt þið, sem jafn- franit getið þakkað Guði og hamingju ykkar fyrir, að það eru ekki ykkar börn, systkini eða nánustu skyldmenni, sem (Framhald á bls. 7). ÍSLENDINGUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.