Íslendingur - 27.06.1974, Side 6
Lánamál bænda i ólestri
— Viðtal við Benjamín Baldursson á Ytri-Tjörnum
10 manns á framboðslista Sjálfstæðisflokksíns
Benjamín Baldurs. skipar 10.
sæti á lista Sjálfstæðisflokks-
ins í þessum kosningum. Hann
býr með föður sínum Baldri
á Ytri-Tjörnum. íslendingur
ræddi lítillega við hann um
þjóðmálin og var í fyrstu rætt
um hin nýju lánakjör Stofn-
lánadeildarinnar:
— Lánamál bænda eru nú í
algjörum ólestri, — lánveit-
ingar hafa dregist mjög úr
hófi fram og nú er búið að
vísitölutryggja lánin. Ég veit
ekki hvernig bændum líst á
það, — núna á þessum tímum
óðaverðbólgu og dýrtíðar. Það
verður vissulega erfiður ráð-
ur. Er þetta enn eitt dæmið
um, hvernig stjórnarstefnan
Lögregla
1-22-22
Slökkvilið'
1-22-00
Sjúkrabílf
1-22-00
CJpplýsingar um vaktþjónustu
lækna og apóteka
1-24-45
GJAFIR
Áheit á Möðruvallakirkju frá
S.B. kr. 200
Kærar þakkir — Bjartmar
Kristjánsson.
hefur rúið alla fjárfestingar-
sjóði landsmanna að fé.
Þá eru niðurgreiðslurnar
litlu betri, þær eru orðnar allt
Benjamín flytur ávarp á rabb-
fundi ungra kjósenda á Húsa-
vík.
of miklar og óskynsamar. Þess
ar miklu sveiflur á búvöru-
verði koma bændum illa, og
þéss utan vita allir að þeim
verður hætt stuttu eftir kosn-
ingar. Ég skil ekki, að það
geti leitt til velfarnaðar að
selja landbúnaðarafurðir fyrir
fjórðung framleiðsluverðsins,
og það á alls eklci að nota land
búnaðarvörum sínkt og heilagt
til þess að falsa vísitöluna.
Og þess utan niðurgreiðslurnar
einungis á hluta landbúnaðar
varanna og þær raslca því eðli
legu- hlutfalli milli einstakra
afurða. Þeir bændur, sem fram
leiða vörur sínar utan niður-
greiðslna eru settir í erfiða
stöðu með sölu sinna afurða.
Þá vil ég geta þess, að ég
hef alltaf verið óánægður með
það, að kaup bænda sé alltaf
að hluta greitt á næsta ári eftir
að þeir framleiða vöruna, og
hitt kemur svo ekki inn fyrr
en eftir dúk og disk. Aðrar
stéttir sættu sig tæpast við
þennan gang mála.
— Hvað viltu segja um
varnarmálin?
— Uppsögn varnarsamn-
ingsins er alls ótímabær eins
og málin standa í heiminum
í dag. Tillögur Einars Ágústs-
sonar eru fálmkenndar og virð
ast fyrst og fremst gerðar til
þess að friða alla aðila, bæði
þá sem eru með vörnum og
eins hina, sem vilja öryggis-
leysið. Hins vegar eru innan
Framsóknarflokksins mjög
stór hópur manna, sem vill
hafa hér varnir. Ég veit ekki,
hvort Einari tekzt að lconu
sínum tillögum fram, en ég
ráðlegg því fólki, sem vill var
ið land að kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn, — hann hefur mark
að sér ákveðna stefnu og ó-
tvíræða í varnar og öryggis-
málum og það vita allir.
Það er óljóst nú, hvað Fram
sóknarmenn verða eftirlátir við
kommúnista, ef vinstri stjórn
verður áfram, — það bland
ast engum hugur um, að hing
að til, hafa forystumenn þeirra
verið allt of eftirgefanlegir við
kommúnistana.
— Þú telur að kosið verði
um varnarmálin?
— Ég er í engum vafa um
það. En það verður ekki síð-
ur lcosið um efnahagsmálin.
Menn hafa nú rekið sig á það
að minnsta kosti þrisvar, að
vinstri menn ráða ekki við
efnahagsmálin. Veikleiki þeirra
er fyrst og fremst sá, að þeir
gefa allt of mikil og óraunhæf
loforð, sem vonlaust er að
standa við. Og síðan þarf
Sjálfstæðisflokkurinn að koma
til hjálpar og rétta þjóðar-
skútuna af á ný. Ég tel full-
komna nauðsyn á því, að svo
verði einnig nú.
Þess vegna er það nauðsyn-
legt, að allir þeir fjölmörgu
sem vilja þjóðinni vel, standi
nú saman án tillits til flokks-
banda og kjósi Sjálf
stæðisflokkinn og stuðli þann-
ig að nýrri uppbyggingu og
framförum til sjávar og sveita.
ÁRNAÐ HEILLA
75 ára varð 20. þ.m. Páll Sig-
urðsson kennari Gilsbakka-
vegi 5, Akureyri.
Fimmtugur verður 28. þ.m.
Sverrir Pálsson, skólastjóri
G.A.
Áttræður verður sunnud. 30.
þ.m. Sigurður Hannesson tré-
smiður. Grundargötu 7, Ak-
ureyri.
Frá rabbfundinum á Húsavík. Á framboðsferðum sínum hafa
irambjóðendur Sjálfstæðisflokksins orðið varir við mikinn á-
huga ungra kjósenda á helztu stefnumálum flokksins í þessum
kosningum, — aö koma vinstri stjórninni frá og þar með tryggja
öryggi landsins inn á við og út á við.
Athygli er vakinn á auglýsingu
frá póststofunni á Akureyri, á
öðrum stað í blaðinu. Þar seg
ir, að póststofan og bögglapóst
stofan verði opnar frá kl. 9
-17 frá mánudögum til föstu
daga og frá kl. 9 —12 á laug
ardögum, en þess í stað opnar
til kl. 18 aðra virka daga.
Breyting þessi tekur gildi frá
næstkomandi mánaðarmótum.
TIL SÖLL:
5 herbergja íbúð við Aðalstræti
4 herbergja íbúð við Strandgötu
3 herbergja íbúð við Munkaþverárstræti
2 herbergja íbúð við Víðilund
Lítið fyrirtæki í fullum rekstri.
Tilvalið tækifæri fyrir 2 samhenta menn.
Málaflutningsskrifstofa Gunnars Sólnes
hdl. Strandgötu 1, Akureyri — Sími 21820
Skrifstofan er opin frá kl. 16—18
virka daga
Frá yfirkjörstjórn
IMorðurlandskjör-
dæmis eystra
Yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra hefur
aðsetur á kjördegi 30. júní nk. í Oddelrarskól-
anum á Akureyri, sími 22954.
Undirbúningur og talning atkvæða í kjördæm-
inu mun hefjast í Oddeyrarskólanum kl. 23.00
að loknum kjörfundum.
YFIRKJÖRSTJÓRNIN í NORÐURLANDS-
KJÖRDÆMI EYSTRA
Húsbyggjendur
fyrirliggjandi:
Steypustyrktarstál;
8. mm kr. 70.703 pr. tonn
10. mm kr. 68.138 pr. tonn
12. mm kr. 66.110 pr. tonn
BORÐ;
2x8 kr. 268 pr. metri
2x7 kr. 234 pr. metri
2x6 kr. 200 pr. metri
2x5 kr. 168 pr. metri
2x4 kr. 134 pr. metri
PLANKAR;
7/8x9 kr. 147 pr. metri
7/8x8 kr. 130 pr. metri
7/8x7 kr. 114 pr. metri
7/8x6 kr. 98 pr. metri
7/8x5 kr. 81 pr. metri
7/8x4 kr. 64 pr. metri
Allt með söluskatti. — Birgðir takmarkaðar.
Byggingavöruverzlun
Tómasar Björnssonar
Glerárgötu 34 — Akureyri — Símar 96)11960
og 22960 - Pósthólf 144
6 - ISLENDINGUR