Íslendingur


Íslendingur - 08.05.1975, Síða 4

Íslendingur - 08.05.1975, Síða 4
jjlgttjudi; isu;ndingur hf. Ritstjóri og ábyrgðannaður: Sigrún Stefánsdóttir. Auglýsingastjóri: Gísli Sigurgeirsson. Dreifingarstjóri: Drífa Gunnarsdóttir. Ritstjóm og afgreiðsla: Kaupvangsstræti 4, sími 21500. Frentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Askriftargjald: Kr. 1200 á ári. Verð í lausasölu: Kr. 35 eintakið. Viðbrögð við hafíshættu við Norðurland Á síðustu árum hafa náttúruöflin reynst okkur ís- lendingum þung í skauti. Snjóflóð og eldgos hafa valdið okkur ómældu tjóni og hafa augu almenn- ings opnast fyrir því hversu nauðsynlegt er að bregð ast skipulega við slíkum aðsteðjandi vandræðum. Þar kemur fyrst og fremst til efling almannavarna og nýtt varanlegt viðlagatryggingakerfi, sem bæti fólki tjón sem verður af náttúruhamförum. Um þetta efni hefur nú verið lagt fram stjórnarfrum- varp á Alþingi. Eitt þeirra náttúrufyrirbæra sem vera þarf við- búinn að bregðast við eru hafískomur. Á árunum 1967—8 kom verulegt magn af hafís að Norður- og Austurlandi. Þá var sett á laggir nefnd manna til þess að gera tillögur um viðbrögð við slíku í framtíðinni, birgðahald, olíu, fóðurbæti o. s. frv. Þessi nefnd skilaði áliti á árinu 1968. Síðan hefur þetta mál verið lítið rætt og margar af tillögum þessarar nefndar aldrei verið framkvæmdar. Hafískomur að Norðurlandi hafa sem betur fer verið fátíðar á þessari öld og siglingar til norð- lenskra byggðarlaga því truflast lítið af þeim sök- um. Engu að síður er það augljós nauðsyn að vera undir slíkt búinn. í því sambandi vill íslendingur vekja athygli á tillögu sem fram hefur komið á Al- bingi þar sem ríkisstjórninni er falið að kanna af- leiðingar truflana á vöruflutningum til byggðar- laga á Norðurlandi ef hafís kynni að leggjast þar að landi og að gera áætlun um hvernig skuli bregð- ast við þessum vanda. Við þá athugun hlýtur að koma mjög til álita að fela almannavörnum að skipuleggja viðbrögð við hugsanlegum hafískom- um í samvinnu við heimamenn. í áðurnefndri tillögu er ríkisstjórninni jafnframt falið að kanna á hvern hátt sé unnt að bregðast við hafískomum ef stórfyrirtækjum yrði valinn staður á Norðurlandi. í því tilviki kæmi til álita notkun sérstakra flutningaskipa, aðstoð flugvéla o. s. frv. Tilgangurinn með þeim hluta tillögunnar er sá að fram komi hve sú fullyrðing er fráleit að stórfyrir- tækjum sé ógerlegt að starfa á norðurlandi vegna hafíshættu. Um þessar mundir mun vera að skila áliti stjórn- skipuð nefnd, sem gera á tillögur um hafísrann- sóknir á íslandi. Hagnýtt gildi þeirra rannsókna felst auðvitað mest í því að betrumbæta aðstöðu til þess að gera haldgóðar hafísspár fram í tímann. Um leið og slík starfsemi er endurskipulögð og efld þarf einnig að fastmóta betur en nú er gert hvernig bregðast skuli við hafískomum þannig að þau nátt- úrufyrirbrigði geti sem minnst raskað lífi og starfi fólks í norðlenskum byggðum. L. J. Kjartan Úlafsson eftir Kjartan sem lögregluþjónn í Stundum bannað og stundum ekki. Kjartan í fyrsta hlutverkinu ritinu Fyrsta fiðla. Kranz kammerráð í Ævintýri á gönguför. — Ég er taugaóstyrkur í dag. Ég er alltaf taugaóstyrkur fyr- ir frumsýningar, þó ég reyni að slappa af og taka lífinu með ró. Það tilheyrir einhvern veginn að vera með sviðshroll fyrir fyrstu sýningu, en svo hverfur það þegar á hólminn er komið og þá veita stundirn- ar á sviðinu í samkomuhúshiu mér mikla ánægju. Þetta sagði Kjartan Ólafs- son, þegar Islendingur náði tali af honum sl. föstudag, en þann sama dag átti að frum- sýna lcikrit Hilmis Jóhanne: sonar, þar sem Kjartan f« með eitt af hlutverkunum. - Kjartan er akureyringum a góðu kunnur, bæði sem leil ari og póslur. Kjartan var pó: ur á Akureyri í 23 ár, en ui þessar mundir eru 40 ár liði frá því að hann kom fyr: iiiii iiiíííifsEEfs : \ , !!!! álliiiÉSisii : ''-ýýý'-ý. í§M0zm ...... iim 'mm&m MHi wMmm :ii:|l;isi||iíi ; 's'E . *í,"í" $ ■> c Á ] uri ser hv noi ur þeí er næ ur[ inr ÍSLENDINGUR - 4

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.