Íslendingur


Íslendingur - 08.05.1975, Blaðsíða 1

Íslendingur - 08.05.1975, Blaðsíða 1
16. TÖLUBLAÐ . 60. ÁRGANGUR . AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 8. MAÍ 1975 (Cí'-—~---------------—— j VORUSAIAN SH • HAFNARSTRÆTI 104 • AKUREYRI vefL/H«*yit wikA h VER2LAR í / VÖRUSÖLUNNI 'Ý£------------------------ Bæjarstjóm spyr: Hvað gela norðlenskir verktakar gert við Kröflu? Eftir liarðar umræður samþykkti mcirihluti bæjarstjórnar á fundi sínum á þriðjudaginn yfirlýsingu þar sem kemur fram að bæjarstjórn Akureyrar telji eðlilegt að verktökum á Norður landi verði falið að annast fyrirhugaðar virkjunarframkvæmd- ir við Kröflu. Beinir bæjarstjórn þeim tilmælum til Kröflu- nefndar að hún láti kanna það án tafar að hve miklu leyli norðlcnskir vcrktakar geti annast virkjunarframkvæmdirnar. Um 22 milBj. lítra af mjólk komu til ftljólkursamlagsins 74 Innlagt mjólkurmagn til Mjólkursamlags KEA sl. ár var 21.825.350 lítrar og var það 2.48% aukning frá því árið áður. Mjólkurframleið- endur á svæðinu eru 370 og er það 13 færri en árið 1973. Meðalinnlegg á mjólkurfram leiðanda var 58.987 lítrar. Kom þetta fram á aðalfundi Mjólkursanrlags KEA, sem var haldinn í Samkomuhús- inu á Akureyri fyrir skömmu. í skýrslu samlags- stjóra kom fram að á árinu voru framleidd 628 tonn af smjöri, 551 tonn af ostum af ýmsum tegundum, 59 tonn af mysuosti og mysing, 182 tonn af- skyri, 119 tonn af þurrmjólk og undanrennu- dufti og 207 tonn af kasein. — Reikningsyfirlit ársins sýndi að heildarverð til fram leiðenda fyrir innlagða mjólk varð kr. 34.66 hver ltr. Á fundinum var Guðmund ur Þórisson Hléskógum end- urkjörinn í mjólkursamlags- ráð, en varamenn til eins árs voru kjörnir Haukur Hall- dórsson, Sveinbjarnargerði, og Haukur Steindórsson, Þrí hyrningi. ^eca Hótel Húsavík: Gestastraumurinn eykst um 51% fyrstu 4 mánuði ársins sé miðað við sama tíma i fyrra Nýting á gistirými á Hótel Húsavík hefur aukist um 51% fjóra fyrstu mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra og útlitið fyrir sumarið er gott. Kom þetta fram í viðtali við Einar Olgcirsson hótcltjsóra á Húsavík. Yfirlýsing þessi var borin fram af fimm fulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, þeim Bjarna Rafnar, Ernu Jakobsdóttur, Arna Arnasyni, Inga Þór Jó- hannssyni og Tómasi Inga Olrich. Þeir sem studdu málið úr öðrum flokkum voru Ingólf ur Árnason og Freyr Ófeigs- son. Mótatkvæði greiddu Soffía Guðmundsdóttir, Stefán Reykjalín, Sigurður Óli Bryn- jólfsson og Valur Arnþórsson. Þeir þrír síðastnefndu létu eftirfarandi yfirlýsingu fylgja mótatkvæðum sínum: Með til- liti til þess að tillaga þessi kemur í kjölfar illa rökstuddr- ar gagnrýni á Kröflunefnd á opinberum vettvangi og sam- þykkt á þessari tillögu nú get- ur skoðast stuðningur við þá gagnrýni og þar sem bæjar- stjórn Akureyrar styður af al- hug atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi leggjum við til að málið sé tekið út af dag- skrá og fyrir tekinn næsti lið- ur á dagskrá. Það var Tómas Ingi Olrich sem fylgdi yfirlýsingunni úr hlaði á fundi bæjarstjói’nar og sagði hann meðal annars að Efnií blaðinu í dag: Sagt frá sumarstarfi KA í fótbolta Kjartan Ólafsson eftir 40 ár á J sviðinu Leiðari, auglýsingar o. m. fl. hann teldi að framkvæmdirn- ar við Kröflu gætu orðið próf steinn á það hvort byggða- stefnan margumtalaða væri orðin tóm eða ekki. Hann sagði að allt benti til þess að eðlileg grundvallaratriði í við skiptum hefðu verið virt að vettugi af Kröflunefnd. Nefnd in hefði ekki einu sinni kann- að möguleikana á því hvort norðlensk verktakafyrirtæki gætu tekið að sér verkefni við Kröflu. Tómas Ingi sagði það hafa komið fram hjá Kröflunefnd að það væxú grundvallaratriði þegar um svo viðamikla fram- kvæmd sem Kröfluvirkjun væri að ræða að verktaki nyti fjái'hagslegs trausts. Ef líta mætti á nýgerða samninga við Nú hefur bæjarfógetinn á Akui'eyri kvartað undan þess- ari venju, sem hefur skapast við xollafgreiðslu vörusend- inga til bæjarins og krafist þess að breyting yrði á þessu framkvæmdaratriði og veitti hann frest til þess til 1. maí. Óttar Möller forstjóri Eim- skipafélags íslands skýrði þá frá því, að eftir þann dag yrði ekki hægt við óbi'eyttar að- stæður, að senda aðrar vörur með skipum félagsins til Ak- ureyrar, en þær sem áður hefðu verið tollafgi'eiddar á löglegan hátt í Reykjavík. Það fyrirkomulag hefði í för með sér mikil óþægindi fyrir inn- flytjendur á Akureyri og tefði afgreiðslu vörusendinga til þeirra. Veitti því bæjarfógetinn Miðfell h.f. í Reykjavík um byggingu vinnubúða sem vís- bendingu um það til hvaða að- ila verði leitað þegar í sjálf- ar virkjunarframkv. yi'ði ráðist, taldi Tómas Ingi vafa- samt að þetta grundvallarat- riði nefndarinnar hefði verið virt: Nýlega bii't klausa í Lög- birtingabl. um nauðungarupp- boð á húseign Miðfells virtist ekki benda til þess að það fyr- irtæki stæði fjái'hagslega traustari fótum en önnur verk takafyrirtæki á íslandi. Tómas Ingi benti einnig á afleiðingar þess ef algerlega yrði gengið fram hjá Akureyri sem þjón- ustumiðstöð Norðurlands. Andmælendur tillögunnar mótmæltu þessu og sögðust ekki telja það byggðastefnu að fyrirtæki á Norðui’landi ættu að sitja fyrir framkvæmdum á svæðinu. Slíkt væri einokun sem bæri að forðast. Þess í stað ætti að leggja megin- áherslu á fi'jálsa samkeppni Framhald á bls. 6. skipafélaginu mánaðar fi’est, þ. e. til 1. júní, til þess að finna aðra hagkvæmari lausn málsins. Er skipafélagið nú á höttum eftir bráðabirgðahús- næði, til leigu, þar sem hægt væri að geyma ótoilafgi'eiddar vörur þar til byggingafram- kvæmdum við Akureyrarhöfn verður lokið og Eimskipafélag inu sköpuð viðunandi aðstaða þar. Hafnarstjórn fjallaði um tollafgi-eiðslumálið á fundi sín um fyrir skömmu, og var það samhljóða álit hennar, að mál ið sé ljósasta dæmið um það, hve afar áríðandi það sé að án tafar verði fengin viðunandi lausn á málefnum Akureyrar- hafnar, þannig að löngu ákveðnar byggingafram- kvæmdir hefjist nú þegar. Einar sagði að útlit væri fyrir að sumargestirnir kærnu með fyrra móti að þessu sinni og er búið að panta mikið fyr- ir maí. Þar á meðal eru 6—700 þjóðvei'jar, sem munu heim- sækja Húsavík á vegurn Flug- leiða. Þegar er búið að panta gistii'ými fyrir nokkra ráð- stefnuhópa og ef ekki kemur snöggur afturkippur í bókanir er full ástæða til að vera bjart sýnn, sagði hótelstjórinn á Húsavík. Innflutningur á Akureyri: Vörur afhentar án tollafgreiðslu Tollgæslan á Akureyri hcfur að undanförnu gert könnun á ó- tollafgreiddum vörusendingum hjá afgreiðslu Eimskipafélags ísiands á Akureyri og hcfur komið í ljós að verulegt magn vörusendinga hefur verið afhent viðtakendum án þess að lög- boðin toliafgreiðsla hafi farið fram. Þetta er afleiðing af þcirri lélegu aðstöðu sem skipafélögin hafa á Akureyri til þess að geyma ótoilafgreiddar vörur. Á undanförnuni árum hafa því innflvtjendur fengið að taka vörur sínar til geymslu í eigin hús- næði og varan verið tollafgreidd þar.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.