Íslendingur - 08.05.1975, Qupperneq 5
40 ára feril
á sviði Samkomuhússins:
s- fram í lcikriti á sviöi Samkomu
jr hússins.
— Ég kom fyrst fram í leik-
tð ritinu „Fyrsta fiðla“ áriö
c- 1935, sagði Kjartan. — Þá
st stóðu málin þannig að styrkur
n frá bænum til leikstarfsemi
n fékkst aðeins með því skilyrði
st að tvö leikrit væru sviðsett á
ári. Leikfélagið var í öldudal
og starfsemin lítil, og aðeins
eitt leikrit sviðsett. Þá tók Jón
Norðfjörð sig til og fór af
stað með „Fyrstu fiðlu.“ —
Ég hafði áður leikið svolítið
með Jóni á árshátíðum í Knatt
spyrnufélagi Akureyrar og
hann leitaði til mín i þetta
skiptið lika. Var þetta í raun
og veru byrjunin á þessu gutli
mínu í leikhúsinu.
• HEFUR LEIKIÐ I 30
LEIKRITUM
í byrjun lék Kjartan í nokkr
unr leikritum, en fór síðan að
starfa sem áminnari og fékkst
við það í mörg ár.
— Ég held að ég hafi verið
áminnari í um það bil 30 leik-
ritum. Það er erfitt starf,
finnst mér, cn það er líka
skenrmtilegt. En ég skal þó
játa að það er skemmtilegra
að vera á sviðinu sjálfur. Ég
var að telja sanran leikritin
sem ég hef komið fram í og
virtust mér þau vera um 30
talsins. Þau eru því orðin ófá
sporin mín á sviðinu í Sam-
komuhúsinu.
Leikstarfsemin hefur alltaf
verið frístundastarf Kjartans
og hann hefur aldrei verið frá
vinnu vegna leikhússins. Um
þetta atriði sagði Kjartan:
— Það hefur oft verið erf-
itt að mæta í vinnu daginn eft
ir sýningu, sérstaklega var það
erfitt á meðan leikhúsið var
Kjartan hefur mikið uppáhald á leikritum fyrir börn. Hér er hann sem Tobías í Kardimommubæ.
aðeins áhugamannaleikhús. Þá
vorum við iðulega langt fram
eftir nóttunr við ýrnis störf,
myndatökur og fleira og fleira.
Þetta breyttist mikið þegar
leikarar voru fastráðnir hjá fé-
laginu. Þá eru hin ýmsu auka-
störf unnin að deginum og
þau koma þá aðfengnum auka
leikurum eins og mér ekki leng
ur við. En þessi breyting á fyr-
irkomulaginu í Samkomuhús-
inu hafði ekki aðeins í för með
sér breyttan vinnutíma heldur
líka betri greiðslur fyrir oklc-
ur. Nú fæ ég t. d. greitt fyrir
æfingar, en það tíðkaðist elcki
áður fyrr, og greiðslur fyrir
sýningar eru líka hærri. Áður
voru laun fyrir hverja sýningu
sáralág og ef stykkið var illa
sótt, þá lækkuðu greiðslurnar
til okkar. — Því má með sanni
segja að maður verður ekki
ríkur á því að vera leikari, en
hins vegar er starfið gleðiskap
andi fyrir mann sjálfan og
vonandi fyrir þá sem sækja
sýningarnar.
® ÞAÐ ER ERFITT AÐ
GERA UPP Á MILLI
Þegar Kjartan var spurður
um hvaða leikrit væri honum
minnisstæðast sagði hann að
honum þætti erfitt að gera upp
á milli þeirra margra.
— Það hafa verið selt upp
mörg góð leikrit hér á Akur-
eyri, sem hefur verið gaman
að fást við. En ég hef alltaf
haft tilhneigingu til að hafa
meira dálæti á gamanleikrit-
um. Ég vil að leikritin geti lyft
áhorfendunum upp úr hvers-
dagsleikanum og mér finnst
yfirleitt gott að leika fyrir Ak-
ureyringa. Þeir eru þakklátir
áhorfendur.
I þessu sambandi langar mig
til að nefna börnin. Þau eru
bestu áhorfendur sem hægt cr
að hafa í húsinu. Ég man eftir
því þegar ég lék Tobías í
Kardimommubænum. Það
voru góðar stundir, sem ég átti
á sviðinu þá.
• LEIKHÚSIÐ SKIPTIR
MIKLU MÁLI
Kjartan vinnur nú hjá BP á
Akureyri en eins og áður hef-
ur komið fram þá hefur hann
lengst af unnið hjá Póstinum,
eða í 23 ár.
— Þegar ég bar út póstinn
geröist það oft að fólk stopp-
aði mig á förnum vegi til þess
að spjalla um þau leikrit sem
verið var að sýna hverju sinni.
Það gagnrýndi og það hrósaði.
Ég hafði oft ánægju af þessu
spjalli og komst þá líka að
raun um að leikhúsið skiptir
ótrúlega miklu rnáli í bæjar-
lífinu, enda held ég að bæjar-
félag sem eklci á sitt leikfélag
sé illa sett, sagði Kjartan.
Því næst vék talið að að-
stöðunni til leikstarfsemi á Ak
ureyri.
— Persónulega þykir mér
rnjög vænt unr leikhúsið og að
mínum dómi er aðstaðan þar
alltaf að batna. Húsið er að
vísu ekki stórt en þarna er
hægt að sýna svo til hvaða
vcrk sem er. Og það sem
meira er urn vert, þá er góður
andi í húsinu.
liðnum.
Að lokum spurðum við
Kjartan hvort hann myndi
velja leikhúsið aftur ef hann
ætti þess kost að vera ungur
og velja á ný.
— Ég myndi örugglega vilja
eyða frístundum mínum á svið
inu, en ég er ekki eins viss um
að ég vildi hafa leikstarfið að
aðalstarfi. Enda hef ég kann-
ski enga hæfileika til þess. En
það hefur gefið mér mikið að
leika og ég tel að það sé þrosk-
andi og geti hjálpað manni á
ýmsum sviðurn í lífinu. Ég
myndi því fara sömu leiðina
væri ég ungur á ný.
iamla Akureyri
Minjasafninu á Akureyri er
tnull af gömlum myndum,
n gefa góða hugmynd um
ernig bærinn lcit út fyrir
kkrum áratugum. fslending
hefur fengið nokkrar af
ssum myndum Iánaðar og
ætlunin að birta þær í
^stu blöðum. Haraldur Sig-
'cirsson hefur verið okkur
tan liandar við að hcimfæra
mdirnar.
Fyrsta myndin scm við birt-
um í blaðinu í dag er af apo-
teki O. C. Thorarenscns, Að-
alstræti 4, og var húsið byggt
árið 1859. Skrcytingin á hús-
inu cr vegna komu Friðriks
VIII árið 1907. Til vinstri á
myndinni sér upp í Búðargil-
ið, en til hægri er Aðal-
stræti 2.
Best að auglýsa í
ÍSLENDINGI
I
X
i
I
*
i
!
Gott í
gráum
hvers-
dagsleik-
anum
Að áskorun Heiðu Þórðardótt-
uv og Jóns Geirs Ágústssonar
koma hjónin Ása Guðmunds-
dóttir og Magnús Gíslason hér
með uppskrift vikunnar:
Kjötbollur í ofni:
500 gr. nauta- eða kindahakk
1 bolli rasp
1 bolli rjómi
1 egg
salt, pipar, hvítlauksduft.
2 epli
2—3 laukar
3 tómatar
smjör,
sinnep, paprika, timian.
Kjötið hrært vel saman,
kryddað og búnar til bollur,
sem eru brúnaðar á pönnu.
Þeim er síðan raðað í smurt
eldfast mót og sinnepi smurt
yfir. Laukur, tómatar og epli
skorið í sneiðar og lagt við
hliðina á bollunum. Kryddi
stráð yfir eftir smekk. Smjör-
bitar látnir ofan á. Bakað í
ofni i ca 30 mín. við 220 gráðu
hita. Ausið svolitlu af soðinu
yfir bollurnar meðan þær
steikjast. — í staðinn fyrir
tómata má hella tómatkrafti •:•
yfir laukinn og eplin áður en •:•
bakað er. Borið fram með •:♦
•:•
soðnum hrísgrjonum. •:•
Að lokum skora hjónin á *:•
þau Pat og Aðalstein Jónsson ❖
að koma með næstu upp- •>
skrift. •>
ÍSLENDINGUR - 5