Íslendingur - 08.05.1975, Side 6
MESSUR
Messað í Akureyrarkirkju
sunnudaginn 11. maí kl. 2.
Sálrnar: 480, 314, 330,
331, 365. Kiwanisfélagar ann-
ast bílaþjónustu kirkjunnar,
sími 21045 f. h. sunnudag. —
P. S.
Hcilræði: Gerðu rétt þó him-
inninn hrynji, því að „Drott-
inn er réttlátur og hefir mæt-
ur á réttlætisverkum,“ segir
orð hans. (Sálm. 11. 7.) Sæm.
G. Jóh.
FÉLAGSLÍF
Akureyringar. Major Guð-
finna Jóhannesdóttir kemur
til Akureyrar í næstu viku og
talar á samkomu Hjálpræðis-
hersins n.k. þriðjudag og mið-
vikudag, 13.—14. maí, kl.
20.30 báða dagana. Deildar-
stjóri Brigader Óskar Jónsson
stjórnar. Verið öll velkomin.
Kristniboðshúsið Zíon: Sunnu
daginn 11. maí. Samkoma kl.
8.30 e. h. Ræðumaður séra
Birgir Snæbjörnsson. Tekið á
móti gjöfum til kristniboðsins.
Allir hjartanlega velkomnir.
Samkoma votta Jehóva að
Þingvallastræti 14, 2. hæð,
sunnudaginn 11. maí kl. 16.00.
Fyrirlestur: Lærum af krafta-
verkum Jesú. Allir velkomnir.
Nýja bíó sýnir í dag kl. 3 kvik
myndina Skíðahótelið, en kl.
5 og 9 verður sýnd myndin
Morðin í strætisvagninum
með Walter Matthau í aðal-
hlutverki. Mynd þessi er
hörkuspennandi, ný amerísk
sakamálamynd gerð eftir
skáldsögu hinna vinsælu
sænsku rithöf. Per Wahloo og
Maj Sjovall. — Á sunnudag
kl. 3 verður Skíðahótelið, en
kl. 5 og 9 á sunnudag verður
sýnd myndin Hefnd ekkjunn-
ar með Raquel Wellch í aðal-
hlutverki.
Borgarbíó sýnir í dag kl. 5 og
9 myndina Rauð sól með
Charles Bronsin, Alan Delon
og Ursula Andress í aðalhlut-
verkum. Klukkan 3 verður
sýnd danska barnamyndin
Fimm komast í hann krappan.
— Verktakar
Framhald af bls. 1.
og við val verktaka vægi mest
fjárhagsgeta, búnaður og
reynsla verktakafyrirtækisins
sem fengi verkið en ekki heim
ilisfang þess. Þá lögðu þeir
áherslu á að þeir treystu því
að Kröflunefnd ynni eftir
bestu samvisku að lausn
Kröflumálsins og þeir yrðu í
þeirri trú þar til annað sann-
ara reyndist.
Tómas Ingi taldi ekkert
benda til þess að Kröflunefnd
tæki tillit til frjálsrar sam-
keppni. Hann mótmælti því
einnig að þau tilmæli bæjar-
stjórnar Akureyrar að Kröflu-
nefnd léti rannsaka fram-
kvæmdagetu norðlenskra verk
taka, gætu talist ýta undir ein
okun.
— Veiðileyfi
Framhald af bls. 8.
rækjan á miðunum á Axar-
firði mjög góð, en hins vegar
setti hann spurningamerki við
það hversu stöðug rækjugang-
an á vsæðinu væri.
Fyrir skömmu gengu í gildi
lög um að sérstakt leyfi þyrfti
að fást hjá Sjávarútvegsráðu-
neytinu til þess að fá að
byggja rækjuverksmiðjur og
hafa ýmsir aðilar á norður-
landi þegar sótt um slík leyfi.
Verður beðið með afgreiðslu á
umsóknunum þar til að búið
er að veiða á miðunum um
skeið. Þórður Ásgeirsson tjáði
blaðinu að ráðuneytið vildi
fyrst sjá hvernig veiðarnar
gengu áður en afstaða yrði tek
in til þess hverjir fái að
byggja rækjuverksmiðjur. Að
spurður sagði Þórður að einn
aðili á Húsavík hefði sótt um
leyfi, en hins vegar sagði hann
að rækjuverksmiðja sú sem nú
er í byggingu á Dalvík hefði
verið komin það langt á veg
þegar lögin um leyfisveiting-
arnar gengu í gildi, að verk-
smiðjan væri þeim óháð.
Pils, nýja síddin.
Stærðir 36 — 46.
Terylene-kápur.
Flauels-kápur.
Hiarkaðurinn
Sími 1-12-61
TIL 8ÖLIJ:
Verslunarhæð og íbúðarhæð að Brekkugötu 9,
ásamt eignarlóð. Húsnæðið nýlega uppgert.
6 herbergja íbúð við Gránufélagsgötu. —
Hagstætt verð.
4ra herbergja raðhús með bílskúr við Lönguhlíð.
4ra herbergja íbúð viö Þórunnarstræti.
4ra herbergja íbúðir við Oddeyrargötu.
4ra herbergja íbúð við Ránargötu.
4ra herbergja íbúð við Lönguhlíð.
4ra herbergja íbúð við Hrafnagilsstræti.
3ja herbergja íbúð við Skarðshlíð.
3ja herbergja íbúð við Ásveg.
3ja herbergja íbúð við Víðilund.
3ja herbergja íbúð við Krabbastíg.
3ja herergja íbúð við Byggðaveg.
3ja herbergja íbúð við Oddagötu.
2ja herbergja íbúð við Eiðsvailagötu.
2ja herbergja íbúð við Hamarsstíg.
Ragnar Steinbergsson, hrl.
Geislagötu 5. — Sími 2-37-82.
Viðtalstími kl. 5 — 7 e. h.
HEIMASÍMAR:
RAGNAR STEINBERGSSON, hrl., sími 1-14-59.
IÍRISTINN STEINSSON, sölustj., sími 2-25-36.
ATVINNA
ám
Ém
Kökubasar. - Slysavarnadeild
kvenna Akureyri verður með
kökubasar á Hótel KEA n.k.
sunnudag 11. maí kl. 3 e. h.
Á laugardag, 10. maí, verður
hin árlega merkjasala. Félags-
konur! Vinsamlega gefið
brauð og komið því til hverfis
stjóra. Einnig verður tekið á
móti brauði á Hótel KEA kl.
1—2 á sunnudaginn. —
Nefndin.
Takið eftir. Sjálfsbjörg, félag
fatlaðra á Akureyri, heldur
kökubasar í húsi Karlakórs
Akureyrar, Laxagötu 5, laug-
ardaginn 17. maí kl. 3 eftir há
degi. Óskað eftir að aðalfélag-
ar, styrktarfélagar og aðrir vel
unnarar Sjálfsbjargar gefi
brauð og kökur og stuðli með
því að haldinn verði stór bas-
ar. Kökur og brauð þarf að
berast í Laxagötu 5 sama dag
frá kl. 9-12. — Basarnefndin.
— Spurning
Framhald af bls. 8.
atriði og ég vona að þessi
ákvörðun um þjónustuvenjur
Handlæknisdeildarinnar hafi
verið endurskoðuð áður en að
til þess kemur að við þurf-
um að lenda í því að vega og
meta áverka slasaðrar mann-
eskju og fara inn á heimili
vaktlæknis með þann slasaða
áður en samþykki fæst fyrir
því að senda hann á Slysa-
varðstofuna.
Akureyringar
Athugið oð KJÖRMARKAÐUR
vor / Glerárgötu 28 býður
vörur með IO°/o afslætti
Notið tækifærið
Sparið peninga
IVIatvörudeild
Frá Húsmæðra-
skóla Akureyrar
Hin árlcga sýning á vinnu nemenda og kal'fisala
verður laugardaginn 17. maí kl. 2 —6 e. h.
Nemendur skili munum sínum miðvikudaginn
14. maí kl. 7 —9 e. h.
Orðsending til 30 ára nemcnda skólans:
Verið velkomnar ld. 12 á hádegi þann 17. maí.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 1-11-99
fyrir 14. maí.
SKÓLASTJÓRI.
Framtíðaratvinna
Viljuin ráða 2 laghcnta mcnn nú þegar.
Hér er um góða framtíðaratvinnu að ræða.
Upplýsingar í síma 2-19-00, deildarsími 51, eða
á skrifstofu Heklu.
Fataverksmiðjan Itekla
AKUREYRI.
Knattspyrnu
æfingar
ÍÞRÖTTAFÉLAGIÐ ÞÓR
Meistarafl., mánud., miðvikud., föstud. kl. 7.30.
1. og 2. fl. mánud., miðvikud., föstud. kl. 9.00.
3. flokkur þriðjudaga go fimmtudaga kl. 8.30.
4. flokkur þriöjudaga og finnntudaga kl. 6.00.
5. flokkur mánudaga og miðvikudaga kl. 5.30.
6. f 1., 7 og 8 ára, þriðjud. og fimmtudaga kl. 4.00.
6. fl., 9 og 10 ára, þriðjud. og fimmtud. kl. 5.00.
Stúlkur, 11 — 13 ára, þriðjudaga kl. 7.30.
Stúlkur, 14 ára og eldri, fimmtudaga kl. 7.30.
Þjálfari meistara-, 1., 2., 3. flokks og kvenna-
knattspyrnu er Steingrímur Björnsson.
4. og 6. flokks Þröstur Guðjónsson.
5. flokks Páll Jónsson.
AHar æfingar verða á Þórsvellinum.
Knattspyrnudeild Þórs.
6 - ÍSLENDINGUR