Íslendingur


Íslendingur - 08.05.1975, Blaðsíða 8

Íslendingur - 08.05.1975, Blaðsíða 8
Fræðslukvöld um garðyrkju Stjórn Garðyrkjufélags Akur- eyrar hefur ákveðið að hafa opið hús á skrifstofu Skóg- ræktarfélagsins í Glerárgötu eitt kvöld í viku þar sem fé- lagsmönnum og öðru áhuga- fólki um blóma- og trjárækt gefst kostur á að fá upplýsing ar um plöntur í íslenskum gróðrarstöðvum og verð þeirra. Þar munu einnig liggja frammi bækur, tímarit og verðlistar. Var skrifstofan op- in fyrir þessa starfsemi í fyrsta skipti milli kl. 8 og 10 í gærkveldi og mun hún verða opin á sama tíma hvert mið- vikudagskvöld fram í miðjan júní. Þessi nýjung er liður í því að reyna að auka áhuga al- mennings fyrir garðyrkju. Ætlar félagið einnig að gang- ast fyrir skoðunarferðum í Lystigarðinn og víðar með sama markmið fyrir augum. í Garðyrkjufélagi Akureyr- ar eru nú á annað hundrað fé- lagsmenn. Meyðarbíllinn kemur í júní Neyðarbíll norðlendinga er væntanlegur til Akureyrar í fyrstu viku júnímánaðar og er heildarverð bílsins með öllum tækjum nú reiknað um 5 milljónir króna. Gísli Lór- enzson starfsmaður Slökkvi- stöðvar Akureyrar er staddur í Noregi um þessar mundir til þess að læra að nota neyðar- bíla af þeirri gerð sem kemur til Akureyrar. Árni Gunnarsson, fréttamað ur Ríkisútvarpsins, hefur veitt þær upplýsingar að langt sé komið að safna fé til greiðslu á bílnum, en enn vanti herslu muninn. Upphaflega var gert ráð fyrir að bíllinn kæmi til landsins fyrr í vor, en vegna tafa sem urðu í verksmiðjunni í Noregi mun afhendingin dragast fram í júní. vvvvw ► *** *** ♦ | Vorpróf í fullum gangi ISvart útlit með sumarvinnu unglinga y £ Munnlegum profum í lands- •I' prófsdeild Gagnfræðaskól- ’f •> ans a Akureyri er lokið og •f fyrsta skriflega prófið var *s* lagt fyrir nemendur á mánu £ daginn. Að þessu sinni gang £ ast alls 115 nemendur undir £ landspróf. — Próf í öðrum deildum skólans eru einnig £ i fullum gangi. Um 120 nem £ endur gangast undir gagn- £ fræðapróf að þessu sinni og £ er það svipaður fjöldi og £ undanfarin ár. Prófum í 1. £ bekk og gagnfræðadeild lýk- £ ur fyrir hvítasunnu en lands £ prófi og prófum í 2. bekk £ lýkur síðustu dagana í maí. *•• Skólaslit verða um mánaðar mótin. Nemendur í Gagn- fræðaskólanum eru um 630 ialsins. Ef að líkum lætur er hóp- ur unglinga sem vill komast í sumarvinnu að prófum loknum stór, en samkvæmt upplýsingum Heiðreks Guð- mundssonar hjá vinnumiðl- unarskrifstofunni er útlit óvenjulega slæmt með vinnu fyrir unglingana. — í fyrra var auglýst eft- ir unglingum í vinnu og þeim voru boðin sömu laun og fullorðnum vegna skorts á vinnukrafti, og bændur áttu í vandræðum með að fá unglinga til starfa hjá sér X yfir sumartímann, sagði X Heiðrekur. En nú er öldin !•! önnur og ég held að ástand- * ið hafi ekki verið jafn svart * fyrir unglingana frá þvi árið !$! 1970. Ég er þegar búinn að !j! skrifa niður all langan lista !•! með nöfnum unglinga sem !•! óska eftir vinnu, en slíkur !•! listi varð aldrei til i fyrra. !•! Og það sem verra er þá spyr !j! enginn atvinunveitandi eft- !|! ir vinnukrafti núna og bænd !|! ur virðast ekki telja ástæðu ••• til að tryggja sér vinnukraft •:• strax vegna hins mikla fram •:• boðs. !•• Fyrir skömmu var sú ákvörð- un tekin að breyta þjónustu- venjum Handlæknisdeildar F.S.A. þannig að Slysavarð- stofa deildarinnar verði lok- uð á nóttunni og yfir helgar nema fyrir fólk með alvarleg veikindi eða fólk sem hcfur lent í nieiriháttar slysum. Hin um er bent á Iæknavaktina og til þess ætlast að hcimilis- læknar eða vaktlæknar skrifi út tilvísun ef þeir telji að við- komandi sjúklingur þurfi á þjónustu Slysavarðstofunnar að halda, ep annars vejti þcir sjúklingum nauðsynlcga þjón- ustu. Hvaða skoðun hafa þeir sem annast sjúkraflutninga í bænum á þcssari ákvörðun? Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri, svarar: Ég tel að þarna sé stigið spor í öfuga átt og fljótt á lit- ið þá sé ég ekki að hægt sé að framkvæma þessi atriði. Þau fela í sér að við sem komum á slysstað metum hvort hinn : slasaði sé alvarlega slasaður eða ekki. Við erum ekki fær- ir um að gera slíkt mat og viljum ekki taka á okkur þá ábyrgð sem því fylgir að segja til um hvort viðkomandi sjúklingur eigi að leita til vakt læknis í heimahúsi eða fara beint á sjúkrahús til meðfefð- ar. Það er oft mjög erfitt að sjá á slösuðu fólki hve alvar- leg meiðslin eru og áverkar sjást ekki alltaf utan á. Enn sem komið er hefur ekki reynt á þetta framkvæmda- Framhald á bls. 6. Tæplega 40 umsöknir um rækjuleyfi Búið er að veila sjö bátum leyfi til rækjuveiða á Axarfirði og gildir leyfið til 1. júní nk. Af bát- unum eru 2 frá Ólafsfirði, 1 frá Dalvík, 3 frá Árskógsströnd og 1 frá Kópaskeri. Hér er um tilraunaveiöi að ræða og áskilur sjávarútvegsráðuneytið sér rétt til þess að afturkalla leyfin fyrirvaralaust eftir mánaðamótin. Rækjuveiði á Grímseyjar- miðum er nú hafin á ný eftir að svæðinu hafði verið lokað um tíma vegna fiskigengdar. Hefur 3 Siglufjarðarbátum verið veitt leyfi til veiði á því svæði og verið er að ganga frá nokkrum leyfum til báta frá stöðum við Húnaflóa, en ekki er enn ákveðið hve mörg leyfi verða veitt á Grímseyjarmið- in, en þau leyfi eru veitt til lengri tíma en leyfin á Axar- firði. Þórður Ásgeirsson í Sjávar- útvegsráðuneytinu sagði í við tali við íslending að alls hefðu tæplega 40 umsóknir borist til ráðuneytisins um leyfi til rækjuveiða við Grímsey og á Axarfirði. Hafrannsóknar- stofnunin hefur mælt með því að 10 leyfi verði veitt á Axar- firði og verða þau 3 leyfi sem enn er óráðstafað veitt innan skamms. Þórður sagði að 6 um sóknir hefðu borist frá Húsa- vík, Raufarhöfn og Kópaskeri og væri þess að vænta að ein- hverjir af þeim aðilum fengju leyfi, cn ástæðan fyrir því að þeir voru ekki með í fyrstu út hlutuninni var sú að þeir voru ekki reiðubúnir til að hefja veiðarnar strax og leyfin gengu í gildi, þ. e. 6. maí. Samkvæmt upplýsingum Ingvars Hallgrímssonar hjá Hafrannsóknarstofnuninni er Framhald á bls. 6. Geir Hallgrímsson kjörinn form. Gcir Hallgrínisson, forsætis- ráðherra, var kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins á 21. landsfundi flokksins á mánu- dagskvöldið. Hlaut hann 650 atkvæði af 749, sem greidd voru. Gunnar Thoroddsen var kjörinn varaformaður flokks- ins, en hann hlaut 631 atkvæði af 760 greiddum. Einnig voru kjörnir 8 menn í miðstjórn flokksins. Kosn- ingu hlutu: Birgjr ísleifur Gunnarsson, Jón Magnússon, Jónas Haralz, Salome Þorkels- dóttir, Kalmann Stefánsson, Geirþrúður Bernhöft, Halldór Blöndal og Tómas Tómasson. Þessum 21. landsfundi Sjálf stæðisflokksins, sem jafn- framt er sá fjölmennasti til þessa, lauk á þriðjudagskvöld. Ferðaskrifstofa Akureyrar AKUREYRINGAR - NORÐLENDINGAR! Söluumboð fyrir Færeyjaferjuna Smyril. IiÚSBYGGJENDUR! Timbur í úrvali. — HAGSTÆTT VERÐ. BYGGINGAVÖRUVERSLUN TÓMASAR BJÖRNSSONAR H.F Glerárgötu 34. — Sími 2-39-60.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.