Íslendingur


Íslendingur - 11.11.1976, Blaðsíða 1

Íslendingur - 11.11.1976, Blaðsíða 1
40. TÖLUBLAÐ . 61. ARGANGUR . AKUREYRI . FIMMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1976 ingur VÖRUSALAN SF. • HAFNARSTRÆTI 104 ■ AKUREYRI 'a VERZLAR í / VÓRUSÖLUNNI vS---------------------- Karlinn í kassanum: Alltaf húsfyllir — 15. sýning í kvöld Lei'kfélag Akureyrar hefur nú sýnt Karlinn í kassanum 14 sinnum og alltaf fyrir fullu húsi áhorfenda við frábærar undirtektir. — Næstu sýningar verða í kvöld, föstudags- og sunnu d'agskvöld, en sýningum fer nú að fækka á þessum vinsæla gamanleik. Mynd- in er af Aðalsteini Bergdal í hlutverki Friðmundar gamla stórkapelláns frá Krummavík. Næsta verkefni Lei’kfé- lagsins er Sabína eftir Haf- liða Mganússon, en Sabína er skopleikur með söngv- um. Frumsýning verður um næstu 'hélgi. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir og er þetta fyrsta verkefnið sem hún leikstýrir, en Ingimar Ey- dal stjórnar söngvum. HITAVEITA AKUREVRINGA: A Aætlað er að fyrstu húsin verði tengd næsta haust Út er komin framkvæmdaáætlun fyrir liitaveitu á Akureyri. Þar er í grófum dráttum gerð grein fyrir fyrirkomulagi hitaveitunnar, framkvæmdahraða, kostnaði, gerð o. fl. Gert er ráð fyrir, að framkvæmdir liefjist næsta surnar og verði þá unnið við aðveituæðina framan frá Laugalandi, ásamt dælustöð þar, en reiknað er með að sá þáttur kosti um 480—500 millj. Aætlað er að tengja fyrsta hverfið við hitavciluna næsta haust. Að sögn Ingólfs Árnasonar, formanns hitaveitunefndar, verður það Syðri brekkan og verður lögð áhersla á, að tengja þá stóru neytendur sem þar eru, eins og sundlaugina og skólana, því nauðsynlegt er að skapa hita- veitunni sem mestar tekjur strax á næsta ári, en áætlað er að verja um 400—500 milljónum til dreifikerfisins þá. Samkvæmt áætluninni verður árið 1978 aðalframkvæmdaárið við hitaveit- una. Þá er áætlað að verja 700—800 millj. til framkvæmda og verður m. a. unnið við miðlun- argeymana, sem verða tveir, annar sunnan og ofan við Elliheimilið, en liinn í Miðhúsaklöppum. Verður bænum skipt í 2 þrýstikerfi, sem skiptast við 70 m. hæðarlínu. Árið 1979 er áætlað að verja 4—500 milljónum til dreifikerfisins og 1980 er reiknað með að framkvæmdum ljúki miðað við núverandi byggð, en það ár er áætlað að verja 2—300 milljónum til framkvæmda. Að sögn Ingólfs er heildarkostnaðurinn við hitaveituna áætlaður rúmar 3.000 milljónir miðað við verðlag í dag. Er þar reiknað með öllum liðum, þ. e. rannsóknum, borunum, hönnun og öllum framkvæmdum. í dag er kostnaðurinn við rannsóknir, boranir og hönnun orðinn rúml. 200 millj. — Framkvæmdir við hita- veituna verða boðnar út, sagSi Ingólfur, og verður miðað við það, að hafa verkþættina hæfi lega stóra, þannig að þeir verði viðráðanlegir fyrir verk taka hér. Reiknað er með að bora a. m. k. eina holu til við- bótar að Laugalandi, en ekki eru líkur á að við fáum bor fyrr en eftir áramót. Verður það þá sennilega Jötunn, sem kemur frá Kröflu, en áætlað- ur kostnaður við borunina er 80—100 milljónir og verður holan 3000 m. djúp, sagði Ingólfur ennfremur. Það kemur frarn í skýrslu jarðfræðinga Orkustofnunar, sem fylgdi dagskrá bæjar- stjórnarfundar sl. þriðjudag, að þeir leggja til að lagfæring ar verði gerðar á borholum 1 og 3 og dælt verði úr þeim um lengri tíma til að fá nánari upplýsingar um vatnskerfið, en reiknað er með að þær framkvæmdir kosti 12.5 millj. Þá leggja jarðeðlisfræðingarn ir einnig til, að boraðar verði tvær holur um 1600 m. djúp- ar, á Eyjafjarðarsvæðinu, fjarri Syðra-Laugalandssvæð- inu, í von um að fá þar aukið vatnsmagn óháð vatnskerfum núverandi borhola, en talið er að þær geti gefið 150 sek.l. með dælingu. Að sögn Ingólfs, er gert ráð fyrir að aðveituæðin framan frá Laugalandi liggi með brekkurótum norður Önguls- staðahrepp og yfir Eyjafjarð- ará hjá Þverá, á svokölluðu Eyfirðingavaði á móts við Ytra-Gil. Þaðan liggur hún nokkurnveginn með vegi til bæjarins, en fer upp á brekk- Einar opnar málverkasýningu Skemmtun til styrktar vangefnum haldin í Sjálfstæðishúsinu Kvcnnadeild Styrktarfélags vangefinna á Akureyri gengst fyrir skcnnntun í Sjálfstæðis- húsinu n.k. sunnudagskvöld. Margt verður þar til skemnit- unar, m. a. mun sr. Bolli Gústafsson flytja ávarp, Ein- ar Kristjánsson frá Hermund arfelli les upp, Sigurður Dem- cnz syngur og nemendur úr dansskóla Heiðars Ástvalds- sonar sýna dansa. Kynnir skemmtunarinnar verður Ingi mar Eydal. Kvennadeildin var stofnuð árið 1971 og starfar hún sem sjálfstæð deild innan Styrktar félags vangefinna á Akureyri. Aðaltilgangur deildarinnar er að standa að fjáröflun til styrktar málefnum vangef- inna á Akureyri. Fjáröflunar- leiðir eru nokkuð fastmótað- ar hjá deildinni frá ári til árs. Kvöldskemmtunin hefur verið árlega í nóvember, basar verð ur um næstu mánaðamót og í mars verður merkjasala og basar. Á sl. ári lagði deildin fram 900 þúsund kr. til vistheimilis ins Sólborgar, en peningunum er varið til ýmissa þarfa Framhald á bls. 6. Einar Helgason, íþróttakenn- ari, mun opna málverkasýn- ingu í Iðnskólanum á Akur- eyri á morgun kl. 20.30. Verð ur sýningin opin til miðnættis annað kvöld, en á laugardag- inn, sunnudaginn og mánudag inn, sem er síðasti dagur sýn- ingarinnar, verður hún opin frá 10—24. Á sýningunni eru 75 mynd- ir, flestar vatnslitamyndir, en einnig eru krítarteikningar, pastel- og olíumyndir. Mynd- irnar eru langflestar málaðar á s.l ári á Akureyri og í ná- grenni, af landslagi, húsum og fólki. — Ég er að þessu mest til að kanna hljómgrunninn með- una norðan Gróðrarstöðvar og kemur með Þórunnarstræti inn í bæinn, að miðlunartank- anum, sem verður við Elli- heimilið. Leiðslan framan að verður 12 km. löng, gerð úr stáli, einangruð með gosull og blikkkápa klædd þar utan um. Leiðslan verður mest öll á lofti, en hver km. í henni kost ar um 40 millj. Þá er komið að dreifikerfinu um bæinn, en við framkvæmd þess verður reynt að láta þau hverfi, sem nú eru hituð upp með olíu ganga fyrir, en reikna má með því að hús sem hituð eru upp með rafmagni, og þá sérstak- lega þar sem þilofnar eru, verði látin mæta afgangi. — Núna eru í gangi viðræð- ur við hreppsnefnd Önguls- staðahrepps um lagningu að- veituæðarinnar um hreppinn, sagði Ingólfur, en landeigend- ur höfðu veitt hreppsnefndinni umboð sitt til að ganga frá þeim samningum. Einnig spinnst inn í þær umræður með hvaða hætti byggðin í Öngulsstaðahreppi kemur til með að tengjast hitaveitunni. Núna eru verkfræðingar á veg um verkfræðiskrifstofanna, sem annast hönnun hitaveit- unnar, ásamt bæjarverkfræð- ingi, á förum utan til að kynna Framhald á bls. 6. al fólksins, sagði Einar í við- tali við blaðið er við hittum hann, þar sem hann var að hengja upp myndirnar fyrir sýninguna. — Sannleikurinn er sá, hélt Einar áfram, — að ég hef málað álíka fjölda af myndum á hverju ári und- anfarin ár, en þegar geymslu- plássið hefur verið þrotið hef ég rifið þær og hent. Núna l'angaði mig að kanna hvort einhver áhugi er meðal bæjar- búa fyrir myndunum, áður en ég hendi þeim, sagði Einar að lokum. Þetta er fyrsta einkasýning Einars og eru allar myndirnar til sölu, en verði þeirra er mjög stillt í hóf. Magnús bankastjóri Landsbankans Bankaráð Landsbanka ís- lands samþykkti á fundi sínum í sl. viku, að ráða Magnús Gíslason, banka- stjóra við útibú bankans á Akureyri. Magnús er 41 árs að aldri, fæddur 25. febrúar 1935, sonur hjón- anna Gísla R. Magnússon- ar, sem lengi var skrif- stofumaður hjá afgreiðslu Eimskip á Akureyri, og Herdísar Finnbogadóttur, en þau eru nú bæði látin. Magnús er kvæntur Ás- björgu Hönnu Ingólfsdótt- ur og eiga þau þrjá syni, Gísla, Ingólf og Magnús. Magnús hóf störf hjá Landsbankanum á Akur- eyri 4. júní 1953 að loknu gagnfræðaprófi og hefur starfað þar síðan, lengst af sem bókari, en sl. ár hefur Magnús verið settur banka stjóri við bankann. NORDLENZK fyrirNorölendinga

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.