Íslendingur


Íslendingur - 11.11.1976, Blaðsíða 5

Íslendingur - 11.11.1976, Blaðsíða 5
jardeiBda kynnast g eiga auðveldara íirra og vandamál Helgi Nilsen, skólastjóri, og Valtýr Sigurbjarnarson. er líka galli að þurfa að kenna tveim árgöngum saman. í sum um fögum hafa þau að vísu sama námsefnið, en t. d. í ís- lensku og stærðfræði verðum við að kenna sitt hvort náms- efnið í sama tímanum, og það getur orðið erfitt þó ekki hafi komið til neinna vandræða. Skólinn í Hrísey er 8 mán- aða skóli, sem stendur frá 20. september til 17. maí, eða mánuði skemur en t. d. barna skólarnir á Akureyri. Skóla- húsið er orðið gamalt og of lít- ið. Þar eru ekki nema 3 kennslustofur auk lítillar smíðakompu í kjallara. Af þeim sökum verður að kenna 3 stundir á viku í leiguhús- næði. Þá er kennslutækjakost ur skólans í knappasta lagi, og sagði Helgi, að þar væri stór aðstöðumunur fyrir kenn arana. — Allir nýrri skólar eru mjög vel búnir tækjum, og okkur finnst það vera rétt eins og að ganga inn í ævin- týrahallir, að koma í nýju heimavistarskólana. Leikfimiskennslan fer fram í félagsheimilinu Sæborg, en það er lítið og lágt er til lofts, þannig að ekki er möguleiki á að fara í boltaleiki. Þar eru engir búningsklefar og ekki böð. Börnin klæða sig úr í and dyrinu og þegar leikfiminni lýkur, hlaupa þau út, hvernig sem viðrar, yfir í sundlaugar- húsið og fara þar í bað. Helgi er Reýkvíkingur og er þetta fjórði veturinn hans í Hrísey og annar vetur hans, sem skólastj.óri. Meðkennarar hans eru þeir Snorri Gríms- son, sem er Vestfirðingur, og Valtýr Sigurbjarnarson, sem er innfæddur. Þeir voru allir sammála um, að kennaralaun- in væru allt of lág. Hefði það orðið til þess að kennara- menntað fólk leitaði í auknum mæli til annara starfa og rétt- indalaust fólk settist í kenn- arastöðurnar. Þá töldu þeir ekki réttlátt, að setja þá kenn- ara, sem útskrifast hafa eftir að kennaraskólinn var gerður að háskóla, í hærri launaflokk en kennara sem útskrifaðir voru áður. Þar væri starfs- revnsla ekki metin sem skyldi. Það kom einnig fram í rabb inu við þá félaga, að erfiðlega hefur oft gengið að fá kennara í lítil byggðarlög eins og Hrís- ey. Það sem helst hefði virkað hvetjandi á kennara til að fara út á land til starfa væri sú staðaruppbót, sem sveitarfélög in byðu í formi húsaleigu ofl. Þetta þýðir í rauninni hærri laun, sögðu þeir, og þar með er ríkissjóður búinn að koma hluta af kennaralaununum yfir á sveitarfélögin. En þrátt fyrir það, að að- staðan sé ekki fullkomin og samkvæmt nýjustu kröfum nú tímans í Hrísey, er námsárang ur barnanna ekki lakari en í nýjum og glæsilegum „ævin- týrahöllum“ eins og Helgi orð aði það. — Ég hef fylgst nokk uð með þeim börnum, sem út- skrifast hafa héðan og farið í unglingaskólann á Dalvík. Þau hafa ekki staðið sig ver en önnur börn. Það næst meira út úr tímanum í fámennum bekkj um og meiri samstaða næst innan hópsins, sem skilar sér í betri námsárangri, sagði Helgi að lokum. Nemendur í 7, 8 og 9 ára bekkjum við barnaskólann í Hrísey stilltu sér upp fyrir ljósmyndara íslendings áður en þeir héldu heim að afloknum skóladegi. DLYSTSR 9GARÐAR ER !M(] ÞAÐ? auðvelda þeim að dvelja þar og njóta náttúru staðarins frá sandi og upp á jökul. Ég nefni ferðamannamiðstöðina með stóru tjaldsvæði, lagningu og , merkingu göngustíga og út- gáfu kynningarrita allt til i hagsbóta fyrir ferðamenn út- • lenda jafnt sem innlenda. l Nýjasti þjóðgarðurinn er við Jökulsá á Fjöllum þ. e. i löng landspilda á vesturbakka hennar neðan frá Ásbyrgi upp i fyrir Dettifoss. Nú er verið að vinna að skipulagi fyrir svæð- ’ ið, þar sem m. a. verður ákveð í ið, hvar gestir hans, ferða- mennirnir, fái aðstöðu til dval 5 ar, líkt og í Skaftafelli, hvaða í leiðir heppilegast sé að fara S um svæðið osfrv. Horfur eru á l því að eitthvað fari að sjást áþreifanlegt í þessu máli á næsta ári. Fyrir báða þessa þjóðgarða hafa verið samdar reglur, sem gestum ber að hlíta, og vissu- lega eru þar nokkur bönn. Það má t. d. ekki kveikja eld á grónu landi eða höggva upp tréin eða henda rusli frá sér. Ekki eru miklar líkur til þess að þjóðgörðum fjölgi hér á næstunni, þótt talað hafi verið um einn eða tvo hugsan- lega staði. Auðvitað eru þetta friðlýst svæði, sem ég hef talið hér upp, í þeim skilningi að með skipulagi og eftirliti er reynt að friða þau fyrir skemmdum af völdum hugsunarlausra manna og sumstaðar fyrir skaðlegum ágangi búfjár. En að stofnun og rekstur þjóð- garða skerði vaxtarmöguleika ferðamannaútvegs er öfug- mæli á háu stigi. Einnig eru til nokkur svæði, sem eru friðlýst á annan hátt en þjóðgarðarnir. Það eru svæði, sem í náttúruverndar- lögum eru kölluð friðlönd. Með stofnun friðlanda, sem flest eru í einkaeign, er stefnt að því að viðhalda sérstökum náttúrufarseinkennum og vernda gegn spjöllum. Dæmi um þetta eru nokkur mýrar- svæði, sérkennilegar eldstöðv- ar og jafnvel stærri landsvæði eins og Hornstrandafriðlandið. Umgengnisreglur hafa verið settar fyrir þessi friðlönd. í öllum tilfellum er þar skýrt kveðið á um að mönnum sé frjáls för um landið ef þeir fara lögmætra erinda þ. e. til að skoða náttúruna en skemma hana ekki. Allt er þetta eðlilegt, enda eru lögin um náttúruvernd að öðrum þræði útivistarlög, sett til að „auðvelda þjóðinni urn- gengni við náttúru landsins og auka kynni af henni“ eins og þar stendur orðrétt. Á þeim kunna að vera gallar, sem leið rétta þarf, en það er annað mál. Ekki er hér þörf á að ræða um fólkvangana, sem nokkur sveitarfélög hafa komið sér upp eftir náttúruverndarlög- unum líka tij að auðvelda íbú- unum að njóta fagurrar og óspilltrar náttúru. En loksins verð ég þó að gera svolitla játningu. Það eru reyndar til friðlönd, sem al- menningi er bannað að koma á. Þau eru enn sem komið er aðeins þrjú. Það eru þrjár litl- ar eyjar, nefnilega Eldey, Surtsey og Melrakkaey á Breiðafirði. Ef það eru þessar þrjár litlu eyjar, sem J. Ó. P. hefur í huga og kallar frið- lýsta þjóðgarða, þá er hér gott dæmi um, hvernig unnt er að gera úlfalda úr mýflugu. En líklega er það nú alls ekki þetta, sem hann á við, og heldur ekki neitt af því, sem ég hef verið að reyna að út- skýra fyrir lesendum íslend- ings. Heldur munu það vera einhverjar ímyndaðar friðanir og bönn, sem ýmsir eru að skrafa um svona út í loftið án þess að vita um hvað þeir eru að tala. Ég er sammála Jakobi Ó. Péturssyni í því, að menn mega ekki láta einhvern órok studdan ótta hræða sig frá að reyna nýjar atvinnugreinar. En það er margur óttinn og einna fráleitastur er sá, sem ýmsir bera þó í brjósti, að svo kölluð friðlýsing lands, stofn- un þjóðgarða, friðlanda eða fólkvanga, muni torvelda ís- lendingum að ferðast um land sitt og njóta náttúru þess eða spilla fyrir þeim atvinnuvegi, sem það er að taka á móti er- lendum ferðamönnum og láta þá borga fyrir sig. Með kveðju til Jakobs Ó. Péturssonar og þökk fyrir birt inguna. ÍSLENDINGUB — 5

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.