Íslendingur


Íslendingur - 11.11.1976, Blaðsíða 6

Íslendingur - 11.11.1976, Blaðsíða 6
Barnapeysur í miklu úrvali. Dömupeysur. AMARO DÖMUDEILD Rakarar læra nýjungar Nýkomnir FRÚARICJÓLAR í stærðum 42—52 Hagkaup Tryggvabraut 24, sími 2-15-75 Rakarastofurnar á Akureyri verða lokaðar miðvikudaginn 17. nóvember n.k. Ástæðan fyrir lokuninni er sú, að Garð ar Sigurgeirsson, íslenskur hárskeri sem nú starfar í Óslo, verður á Akureyri þann dag og kynnir hárskerum það sem efst er á baugi í vinnuað- ferðum og hártísku um þessar mundir. Garðar hefur oft unn ið til verðlauna og viðurkenn inga í keppnum hárskera og er mikill fengur fyrir hár- skera hér að fá hann í heim- Ódýrir kínverskir sveppir Hagkaup Tryggvabraut 24, sími 2-15-75 I herradeild Kuldaúlpur — loðfóðraðar Stakkar — loðfóðraðir Snjóbomsur — vinnuklossar Skyrtur, ódýrar. Nærföt, allar stærðir. Peysur og buxur. Ferðatöskur og íþróttatöskur. AMARO HERRA- OG SPORTVÖRUDEILD Gerið skil í happdrætti Sjálfstæðisflokksins Dregið verður í happdrætti Sjálfstæðisflokksins laugardaginn 13. nóvember n. k. Þeir sem hafa fengið heimsenda miða eru vinsam- lega beðnir að gera skil á skrifstofu Sjálfstæðis- floldrsins, Kaupvangsstræti 4, en hún verður opin frá 16 — 18 í dag og á morgun og frá 13 til 16 á laugardaginn. Bókamarkaður Opnum á fimmtudaginn 11. nóv. hinn árlega bókamarkað okkar. Auk ýmissa gamalla bóka úr þremur einkasöfnum seljum við einnig mjög ódýrar bækur í hundraðatali, sem eru tilvaldar í jólagjafir. Má þar nefna skáldsögur, barna- og unglingabækur o. fl. og fl. VERIÐ VELKOMIN Bókaversluniii EDDA Akureyringar — Eyfirðingar Sjálfstæðisfélögin á Akureyri og í Eyjafirði efna til félagsvistar í Sjálfstæðishúsinu eftir viku 25. nóv. Spilað verður 3 kvöld. ATHUGIÐ BREYTTAN TÍMA. Nánar auglýst síðar. Sjálfstæðisfélögin á Akureyri og í Eyjafirði. sókn og segja þeir í fréttatil- kynningu, að þeir muni nota sér heimsóknina vel til að geta veitt viðskiptavinum sínum sem besta þjónustu. Vangefnir Framhald af bls. 1. heimilisins í samráði við starfsfólk þess. Hluti þeirra fór til húsakaupa í Oddeyrar- götu á sl. ári, en konurnar í deildinni hafa einnig hugsað um það sem snýr að daglegum þörfum vistmanna. Farið hef ur verið með vistmenn í skemmtiferðir, haldnar jóla- skemmtanir o. fl. o. fl. Kvennadeildin hefur beðið blaðið fyrir þakkir til almenn ings fyrir góðar undirtektir á liðnum árum og skilning á þörfum vangefinna. I Rauðár- dalnum Skáldsaga eftir Jóh. M. Bjamason er komin út. Áskrifendur eru beðnir að vitja bókarinnar sem fyrst. Bókaverslunin EDDA Akureyri Leikfélag Akureyrar Karlinn I kassanum Skopleikur eftir Arnold og Bach. Sýningar þessa viku: Fimmtudag. Föstudag. Sunnudag. SABÍNA í næstu viku. Miðasalan opin kl. 5—7 daginn fyrir hvern sýn- ingardag og kl. 5 — 8.30 sýningardaginn. SlMI 1-10-73 Borgarbíó sýnir í kvöld kl. 9 og næstu kvöld myndina „Hver er sekur“, en það er ný- leg bandarísk mynd, áhrifa- mikil og vel lcikin. Aðalhlut- verkin eru í höndum Mark Lester, Britt Ekland og Lilli Palmer. Kl. 11 verður sýnd myndin Járnhnefinn, en þar segir frá hnefaleikakappa í brúðkaupsferð, sem lendir í ýmsu; slagsmálum, skotbar- daga, smygli o. fl. Á barna- sýningu kl. 3 á sunnudaginn verður sýnd myndin um Emil í Kattholti eftir hinn vinsæla barnabókahöfund Astrid Lind gren, sem samdi hinar vinsælu sögur um Línu langsokk. Nýja bíó sýnir í kvöld mynd- ina Emmanuel II, sem er fram hald fyrri Emmanuel-myndar innar, sem Nýja bíó sýndi á fyrra ári við mikla aðsókn. Það er Silvia Kristel sem leik ur aðalhlutverkið, Emmanuel, eins og í fyrri myndinni. Á barnasýningu kl. 3 á sunnu- daginn verður sýnd myndin „Ljónið og börnin“, en á sýn- ingu kl. 5 verður sýnd myndin „Bustin“ með Elliot Gould í aðalhlutverki. Hita- veitan Framhald. af bls. 1. sér nýjustu efni í hitaveitu- lögnum og hvaða reynslu þau hafa gefið þar. Að þeirri ferð lokinni munu þeir gefa skýrslu um niðurstöður athugana sinna, og tekið verður mið af þeim við ákvörðun um hvaða efni verður notað í dreifikerf- ið, sagði Ingólfur að lokum. Það munu vera kröfur þeirra lánastofnana, sem lán- að hafa til hitaveitna, að eigið fjármagn sveitarfélaganna til framkvæmda sé ekki undir 20% af framkvæmdakostnaði. Til þess að það geti orðið þarf að leggja á veruleg tengingar- gjöld. Ingólfur Árnason upp- lýsti á bæjarstjórnarfundi sl. þriðjudag, að ef ætlað yrði að heita vatnið yrði lagt í allar fasteignir í bænum og allir eig endur þeirra borguðu sín teng ingargjöld, jafnt fyrirtæki sem einsta’klingar, væri auð- veldlega hægt að ná þessu 20% marki með svipuðum tengingargjöldum og væru hjá Hitaveitu Suðurnesja, sem munu vera nálægt 200 þúsund um á meðal íbúð. íbúð til söltis 4ra herbergja íbúð til sölu í fjölbýlishúsi við Tjarnarlund 131 fermetri. Ath.: Aðeins þessi eina íbúð. Verð 5,5 millj. kr. og verður íbúðin afhent til- búin undir tréverk um mitt næsta ár. Fast verð. Beðið verður eftir hluta Húsnæðismálastjórnar- láns. Upplýsingar veittar á skrifstofunni. hf. Kaupangi v/Mýrarveg sími 21234. MESSUR Messað í Akureyrarkirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur. Sálmar nr. 23, 372, 187, 343, 426. — P. S. Messað verður í Lögmanns- hlíðarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 17, 131, 226, 314, 681. Bílferð verður úr Glerárhverfi kl. 1.30. — B. S. Svalbarðskirkja. Guðsþjón- usta n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Söfnuði afhentir nýir stólar að gjöf til minningar um Krist- jönu Ingibjörgu Halldórsdótt- ur. Tekið á móti framlögum til Hjálparstofnunar kirkjunn ar. —- Sóknarprestur. FÉLAGSLIF Sjónarhæð. Samkoma okkar n.k. sunnudag kl. 17 verður vitnisburðarsamkoma. Verið velkomin. Sunnudagaskóli á Sjónarhæð n.k. sunnudag kl. 13.30. Sunnudagaskóli í Gler- árskóla n.k. sunnudag kl. 13.15. Öll börn velkomin. Kristniboðs- og æskulýðsvika hófst í Kristniboðshúsinu Zion 7. nóvember og stendur til 14. nóvember. Samkomur eru á hverju kvöldi og hefjast kl. 20.30. Ræðumenn eru Gunnar Sigurjónsson cand. theol., Benedikt Arnkelsson cand. theol., Skúli Svavarsson, sr. Þórhallur Höskúldsson og Björgvin Jörgensson. Dagskrá vikunnar er fjölbreytt. Kristni boðið verður kynnt í máli og myndum. A'llir velkomnir. — KFUM og KFUK, Kristniboðs- félag karla, Kristniboðsfé’lag kvenna. FÉLAGSÚF I.O.O.F. - 2 - 15811128V2 Spilavist. Önnur spilavist N.L. F.A. verður í Sjálfstæðishús- inu (litla sal) föstudaginn 12. nóv. kl. 20.30. Allir velkomn- ir. — Nefndin. Akureyringar! - Eyfirðingar! Frá Sjálfsbjörg, fé- lagi fatlaðra á Akur eyri. Munið hluta- veltuna í Laxagötu 5 laugardaginn 13. nóv. kl. 3 e. h. — Margt góðra muna. Forsala númera hefst nokkru fyrr, en opnað er úr þremur bílum á staðnum. Gefið muni. Safnast þegar saman kemur. Hjálp þegin við afgreiðslu. — Nefndin. Sveitakeppni Bridge- fél. Akureyrar hefst þriðjudaginn 16. nóv. kl. 20. Spilað verður í Gefjunarsalnum. Munið að tilkynna þátttöku. ORÐ DAGSINS SÍMI 2 18 40 ! 6 — í SLENDIN GUR

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.